Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 28. apríl 1972 TÍMINN 15 Ég lagði hönd mina ofan á hans. — Ég elska þennan hring, sagði ég, og ég sá að andlit hans upp- ljómaðist við þessi orð min. — Eg vildi velja eitthvað alveg sérstætt handa þér, Kay, eitthvað alveg utan við það venjulega. Og það var mamma, sem valdi hringinn, og hún er vön að vita hvað við á. Ég er búinn aö segja öllum mikið frá þér, eins og þú munt fara nærri um. Ég varð fyrir talsverðum von- brigðum útaf þvi að Jónatan sjálfur skyldi ekki hafa valið hringinn, en svo sagði ég við sjálfa mig að ég væri heimsk. Hvað var eðlilegra en að fjöl- skylda eins og hans ráðgaðist um hringinn og talaði um mig. Áreiðanlega hefur öll fjölskyldan prófað gripinn, og sent svo Jónatan með hann til min með beztu hamingjuóskum. Ég vonaði að minnsta kosti að svo hefði það verið. Mig langaði mikið til þess að þau biðu mig velkomna, og leyfðu mér að vera með i hópnum. Ég vissi vel aö Jónatan var mjög vonsvikinn yfir þvi að ég gat ekki sagt alveg ákveðið hvenær ég gæti farið með honum til Fair- dield, og heilsað fjölskyldu hans, en ég vildi ekki ákveða mig fyrr en sunnudagsútsendingunum væri lokið, en til þess voru þrjár vikur. Jónatan varð allmóðgaður, ég held að hann hafi ekki skoðað starf mitt sem sæmilega vinnu. Hann hélt að ég gæti tekið mér fri einn sunnudag og það strax. Ég treysti mér ekki til að koma hon- um i skilning um það, að enginn i minu starfi léti annan koma i staðinn fyrir sig. bar mætti maður sjálfur, hvort sem maður hafði löngun til þess ellegar ekki. Við ákváðum að halda trúlofun- inni leyndri, þangað til að ég hefði heimsótt fjölskylduna, og ég bar þvi hringinn i keðju um háls- inn. Nokkrum dögúm seinna var mér afhentur stór blómvöndur i búningsherberginu minu á leik- húsinu. Á kortinu stóð: ,,Ég bið með óþreyju eftir þvi að sjá mina nýju dóttur’’ og undirritað: „Mamma Jónatans” Jónatan þurfti i stutta verzlunarferð til Hoilands og Frakklands. Ég fylgdi honum á flugvöllinn, og við vorum bæði dauf i dálkinn yfir þvi að þurfa að skilja, þó ekki væri nema i fáa daga. Við sögðum að við mundum telja stundirnar, þangað til við gætum hitzt aftur. En vikan leið fljótt, þrátt fyrir allt, og ég notaði timann til þess að kaupa mér ýmislegt til búsins. Jónatan var búinn að segja mér að liklegt væri að hann þyrfti að bregða sér til Ameriku með haustinu, og vildi að við tækjum það sem brúð- kaupsferð. Hugmyndin þótti mér góð, til Ameriku hafði ég aldrei komið, og mig langaði til þess að faðir minn fengi tækifæri til aö heilsa Jónatan. — Hve langan tima heldurðu að ferðin taki? spurði ég. — Mánaðartima, kannski leng- ur. Það er erfitt að segja þaö fyrirfram. Auðvitað komum við heim fyrir jól. . . hversvegna ertu svona alvarleg? Geðjast þér ekki að þvi að við förum i dálitið langa brúðkaupsferð? — Jú, auðvitað, elskan, en ég fór að hugsa um samninginn minn við leihúsið..... — Skitt veri með hann, sagði Jónatan léttur i bragði — Þú færð áreiðanlega fri, og sé eitthvað sérstakt á ferðinni, getur það áreiðanlega beðið þangað til að þú kemur heim aftur. Það var vita-þýðingarlaust að segja honum að leikhússtjórinn „biði” ekki eftir Kay Lauriston. Umhverfis leikhúsið voru tylftir af ungum stúlkum, sem bæðu voru fegurri og hæfileikameiri en ég. Ég vissi að ég mundi eiga kost á mjög góðu hlutverki i leikriti sem átti að frumsýna um jóla- leytið, og ef einhver vafi léki á þvi að ég geti verið til staðar, mundi enginn „biða”, og ég vildi alls ekki missa þetta tækifæri. Ef ég vildi halda áfram á sviðinu, varð ég að reyna að fá sem bezt hlut- verk. Undir niðri varð ég dálitið vonsvikin yfir þvi að Jónatan skyldi ekki biðja mig að hætta við leiklistina með öllu. Ég var búin að kynnast svo mörgum hjóna- böndum milli leikara og ekki leik- ara, að ég vissi vel að slikt gat leitt til mikilla vandræða. Ég hefði getað fallizt á að gefa upp framabraut mina sem leikkona, en það vildi Jónatan ekki heyra. I hans augum var leiksviðið spenn- andi og töfrandi staður. Hins- vegar var hann steinblindum á allt það erfiði og umstang, sem lá á bak við, en þótti mjög skemmti- legt að ég átti nafn meðal al- mennings, og var ákaflega upp með sér i hvert sinn sem eitthvað stóð um mig i blöðunum. Út af þessu aðallega, fékk ég á tilfinn- inguna að ég væri eldri en hann, þótt Jónatan væri 9 árum eldri en ég. En það var nú ákveðið að við giftumst siðsumars. — Við verðum að fara að horfa i kringum okkur eftir einhverjum bústað, sagði Jónatan. — Við gæt- um kannski hugsað til að byggja okkur hús, það er nóg til af ágætum lóðum i Fairfield. — Ef ég á að halda áfram vinnu minni, verður sjálfsagt nauðsyn- legt að halda ibúðinni minni, sagði ég. Ég hafði ekkert á móti þvi að búa i Fairfield, en þangað voru fimm milur frá Lundúnum, og samgöngur slæmar. — Já, sagði Jónatan hrifinn. — Þá getum við alltaf verið i Fairfield um helgar. Við getum að minnsta kosti haft það þannig til að býrja með. Það var talsvert áfall fyrir mig þegar leikritiö, sem ég lék i, var tekið af dagskrá. Mér fannst ég vera oröin dálitið utanveltu þegar ég allt i einu haföi sama og ekkert að gera. Já, ég var vonsvikin, þvi hlutverkið var gott, og vel borgað. Umboðsmaður minn, Max, var nú þegar búinn aö setja allt i gang til þess að útvega mér eitthvað nýtt, þótt hann héldi þvi hinsvegar eindregið fram að ég hefði gott af ofurlitlu frii. 1 raun- inni var ég honum sammála, ég var þreytt og taugaveil, þvi fri- dag hafði ég ekki haft i marga mánuði. Og þótt ég vildi ekki viðurkenna fyrir sjálfri mér, stóð mér nokkur ógn af þvi að mæta fjölskyldu Jónatans. Mig langaði svo mikið til að þeim likaði vel viö mig, og tækju mig góða og gilda. Á endanum rann svo upp hinn umtalaði sunnudagur. Jónatan hafði gist i Lundunum nóttina áður, svo hann gat ekið mér til Fairfield strax á sunnudags- morgun. Við höfðum verið i sam- kvæmi á laugardagskvöldið, en Jónatan lagði samt áherzlu á að við legðum timanlega af stað. En ég var ákveðin — ekki fyrr en klukkan ellefu. Ég fann og vissi að ég þurfti að vera vel hvild, þegar ég gengi til móts við þessa fjölskyldu. — En mamma framreiðir ævinlega hádegisverðinn á minútunni eitt, og ég vil ekki að við komum of seint, sagði hann. En ég lét ekki undan, og við ókum þegjandi af stað klukkan ellefu. Ég hallaði mér afturábak i sætinu við hliðina á Jónatan, og var hamingjusöm yfir þvi að sitja svo nærri Jónatan. Rödd hans fékk mig til að opna aúgun. — Key — ég — er — eg hef ekki beinlinis sagt mömmu frá þvi að foreldrar þinir hafa skilið. Hún veit auðvitað að þau leika ekki saman i augnablikinu, en að þau eru skilin að lögum, veit hún ekki. — Nú, og hversvegna ekki? spurði ég brosandi, og dálitiö undrandi yfir þvi hve alvarlegur Jónatan var i framan. — Jah, ég hugsaöi bara sem svo að kannski væri betra að undirbúa hana svolitið fyrst, Kay, og þegar henni fer að þykja vænt um þig. . . gætum við ef til vill sagt henni það. . . O, elskan, ég veit að þér muni finnast það skrýtið, en mamma er svo ótta- lega mikið á móti hjónaskiln- uðum. Ég var afarreið. — Ég skammaðist min ekki hið minnsta fyrir það þótt foreldrar minur séu skilin samvistum, Jónatan, og ef það hefur svona mikla þýðingu fyrir móður þina, verður bezt að þú snúir bilnum við og akir mér heim aftur. — Nú ert þaö þú, sem ert ósanngjörn, Kay. . . — Ég er alls ekki ósanngjörn, aðeins mjög undrandi yfir þvi að þú skulir ætlast til að ég ljúgi að móður þinni. — Ég hef alls ekki beðið þig að ljúga að henni, ég bað þig aðeins að nefna ekki að foreldrar þinir eru. . . . Og þetta var tilefnið til okkar fyrstu þrætu. Jónatan stöðvaði bilinn, og bituryrðin þutu á milli 1094 Lárétt 1) Fljót.- 6) Land.- 10) Keyr.- 11) 499.- 12) Iðnaður,- 15) Vont.- Lóðrétt 2) Fljót,- 3) Riki.- 4) Verk- færi.-5) Kona.-7) Skáspýta.- 8) Dauði,- 9) Suð,- 13) Anægð.- 14) Angan.- X Ráðning á gátu No. 1093 lóðrétt 2) Hás.- 3) Nóa,- 4) Svara.- 5) Ritir,- 7) Aki,- 8) Kot,- 9) Ráð.- 13) Föt,- 14) Afl.- FWfll Tö~ Lárétt 1) Ghana.- 6) Vaskari.- Ak,- 11) At,- 12) Riftaði,- Stall.- 10) 15) I TT 12 11 ~ HVELL G E I R I ..Friðarsveit Barins handtekur sjóliðana á yfirborði sjávarins. Sveit Hrægamma? Til , að ræna sjúka og deyj-/ andi menn? Hvar eru/ aðalstöðvarnar? r 1 þessu hóteli, her bergi 707. Flvtum okkur áður| en þeir kjafta frá öllu! JttlŒLJ] lil ll III ■ FÖSTUDAGUR 7.00 Morgunútvarp. Spjallað viö bændur kl. 10.05. Tónlistarsaga kl. 10.25 (endurtekinn þáttur A.H.Sv.). Fréttir kl. 11.00 Aldarspegili, endurtekinn þáttur Jökuls Jakobssonar frá 28.marz 1970. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Þáttur um uppeldismál (endurtekinn) Guðmundur Magnússon kennari talar um starfsvelli. 13.30. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Sfðdegissagan: „Stúlka I april” 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar. Kandisklr sttngvarar syngja. 16.15. Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Steini og Danni i sveitinni” eftir Kristján Jóhannsson. Höfundur les (6). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 Mál til meöferöar Arni Gunnarsson fréttamaður stjórnar þættinum. 20.00 Kvöldvaka. a. islenzk einsöngslög. Þorsteinn Hannesson syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Pál Isólfsson, og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. b. Sagnir um seli. Halldór Pétursson flytur. c. „Löngum gleöi hyllt ég hef” Sigurður Gislason á Akureyrir fer með frumortar stökur i viðtali við Jónas Jónas Jónasson. d. Dvölin i „Siberiu" og heimferðin til Reykjavikur Jóhannes Sigurðsson verkamaður segir frá. e. Um islenzka þjóðhætti. Arni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. f. Samsöngur Tryggvi Tryggvason og félagar hans leika. 21.30 Útvarpssagan: „Tónió Kröger” eftir Thomas Mann.Gisli Asmundsson is- lenzkaði. Árni Blandon les (4). 2200 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöidsagan: Kndurminningar Bertrands Russells Sverrir Hólmars- son les (13). 22.35 Kvöldhljómleikar: Frá tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitar islandsi Háskólabiói kvöldið áður. Stjórnandi: Dr. Róbert A. Ottósson. 23.10 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 1 1 II: Föstudagur 28. apríl 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Vaka. Dagskrá um bókmenntir og listir á lið- andi stund. Umsjónar- menn Njörður P. Njarð- vik, Vigdis Finnboga- dóttir, Björn Th. Björns- son, Sigurður Sverrir Pálsson og Þorkell Sigur- björnsson. 21.20 Adam Strange: skýrsla nr. 0846. Maka- lausi klúbburirin. Þýð- andi Kristmanna Eiðs- son. 22.10 Erlend málefni. Umsjónarmaður Jón H. Magnússon. 22.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.