Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur 28. apríl 1972 TÍMINN 11 ' ____________________________________________________________________________________________ Fimleikaflokkur, sem sýndi undir stjórn Jóns Þ. Björnssonar u. júní i9ll. k.v. jon k>. Björnsson, Sigurftur A. Björnsson, Arni Magnússon, Friftbjörn Traustason, Jón Þóröarson, Stefán Vagnsson, Friftrik Hansen, Margeir Jónsson, Páll Jónsson, Magnús Halldórsson. Gunnþórunn dóttir hans, sem virtist geta selt allt sem hún kærði sig um, jafnvel slangur af pipuhöttum, eins og kemur fram i sjálfsævisöguágripi hennar, Gleym mér ei, og undi við það á efri árum að yrkja bændarimu af mönnum á æskustöðvum sinum. Sveini á Mælifellsá var verzlun i blóð borin. Hann var greiðugur maður og lánaði mönnum vörur, jafnvel þeim sem hann þóttist vita, að ekki myndu borga, enda er fræg athugasemd, sem hann skrifaði við úttekt viðskipta- manns i kompu sina og mig minn- ir, að fyndist að honum látnum. Þar stóð 1: Litill skratti. Borgar aldrei. Það var vist orð að sönnu, að ekki hafði maðurinn borgað. Ekki hef ég fyrr rekizt á tungu- tak Jóns Ósmanns en i þessari bók, og hefur þó margt um mann- inn verið skrifað. Kemur tungu- tak Jóns fram i viðtali, sem Stein- grimur Matthiasson, læknir á Akureyri, átti við hann haustið 1913, en það var siðasta haustið sem Jón lifði. Steingrimur spyr, hvort ferjumaður baði sig i sjó á hverjum morgni. Það er nú likast til, segir Jón. Og læknirinn spyr, hvort hann hafi gott af þessu. Það er nú likast til, segir Jón og bætir fleira við. Læknirinn spyr hvort hann hafi fengið nokkurn sel ný- lega. Það er nú likast til, segir Jón, og sýnir lækninum mynd af selnum og byssunni frægu. Fer- legt vopn þetta, Ósmann, segir læknirinn og spyr, hvort hún slái ekki. Byssan er prýði, segir Jón Ósmann. Það er eldgrimm vissa fengin fyrir þvi. Svo sýnir hann lækninum örherzli á hægri vanganum, sem hefur myndazt við þráláta löðrungana frá byssu- skeftinu. Siðan segir Jón Ós- mann: Gott er selsblóðið, læknir. Þegar læknirinn efast, segir Jón: Það er vissa fengin fyrir þvi. Það fyrsta, sem ég geri vanalega við selinn, er að opna brjóstholið, stinga i hjartaö og teyga siðan úr sárinu, heitt selsblóðið. Já, sels- blóðið er gott — það er prýöi. Það er fjallgrimm vissa fengin fyrir þvi. Með þessari orðræðu hefur Steingrimur bjargað hluta af mynd mannsins. Við nemum orð- tæki hans um vissuna, sem er ýmist eldgrimm eða fjallgrimm, og við trúum loksins þeirri trölls- legu mynd, sem aðrir hafa reynt að draga upp af ferjumanninum á Furðuströndum, sem kaus að láta sjóinn geyma sig að lokum. Ég hef verið að rifja upp þessa þætti af mönnum, sem spretta fram af blaðsiðunum i Sögu Sauð- árkróks vegna þess að þótt saga eins staðar sé fólgin i húsum, vatnsleiðslum, brimbrjótum og götum, félagslegum framförum og athafnalifi, þá er hún þó fyrst of fremst sprottin af fólkinu, sem byggði staðinn og bjó þar, og Sauðárkrókur er svo sannarlega sögurikur bær hvað fólkið snertir, og hefur alltaf yerið það. Auðvitað fléttast sagan af ýmsum úr forustuliði héraðsins inn i söguna um Sauöárkrók, ein- faldlega vegna þess,að marg'ir framámenn voru búsettir þar. Þeir viröast á sinn hátt hafa verið minnisstæðar persónur, og ein- hvern veginn bjargast persónu- leiki þeirra i gegnum brim og boða félagsmálastapps og at- vinnulifs. í þessum hópi má nefna þá Stefán Jónsson faktor, Jón Björnsson skólastjóra, læknana Sigurð Pálsson og Jónas Kristjánsson, Pálma Pétursson og Jón Guðmundsson hrepp- stjóra, séra Hálfdán Guðjónsson, Jón Þorsteinsson verkstjóra og Þorvald Guðmundsson. Eru þó aðeins fáir taldir af þeirri sögu, sem Kristmundur hefur skráð. Margra fleiri er auðvitað minnzt i þvi máli, sem komið er á prent, eins og þeirra Péturs Hannes- -sonar og Friðriks Hansen, en þeirra saga verður meiri i siðasta bindinu, enda nær sagan ekki enn nema til ársins 1922. Engin tök eru á þvi i stuttri blaðagrein að fjalla um alla þætti bess mikla verks, sem Saga Sauð- Jón Þorsteinsson árkróks er þegar orðin. Verður það að biða betri tima. Hinu er ekki að neita, að verk þetta flytur lesendum mikla sögu fortiðar, og þar liggur fyrir hafsjór upplýs- inga, sem ekki einungis varpa ljósi á sögu eins staðar, heldur einnig á þá nýöld, sem gekk i garð á íslandi á siðari hluta nitjándu aldar og staðið hefur allar götur siðan, stundum með nokkrum Friftrik Hansen ærslum, eins og aldasvefninn hafi verið orðinn svo langur, að nú megi engan tima missa. Þeir menn, sem skrásetja þannig nán- ustu fortið okkar, eiga allt þakk- læti okkar skilið vegna þess,að verk standa eins og vitar langt inni i liðinni nótt handa okkur til að stýra eftir, fari svo að ein- hverjum verði litið til baka. IGÞ Pclur Hannesson \ líf meó nýjum litum Nýtt i ■ malning

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.