Tíminn - 30.04.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.04.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Sunnudagur 30. apríl 1972 AU-A FÖSTOOAGA J^°~^>„ ««- Auglýs endur AunKsintfur, scin »-iií;< aft kuma I blaölnu á sunnudÖgum þurfa aö hi-rust fyrir Kl 1 ú íöstudögum. AuUUlufll Tlinans er I Bankastræli 7.SImar: 1951.3 - IK300. Árelíus Níelsson: VORIÐERKOMIÐ Vorið er komið. Sólin hækkar sinn gang. Allar dimmu, köldu skammdegisnæturnar eru langt að baki. Þar var oft svo þungt af angri og kviða langt inni i myrkrinu. Eitt atriði frá löngu liðnum vetri liður mér aldrei úr minni. Ég kom i heimsókn til tveggja systra, sem baðar voru lamaðar. önnur var alveg rúmliggjandi, hin dróst um og gerði innan- hússtörfin, með þvi að styðja sig við husgögnin, „ganga með", eins og sagt er um börn, sem eru að byrja að ganga. Þessar systur voru báðar ljóð- elskar, og önnur þjóðkunnur rit- höfundur. Þær voru úr fjarlægu sveitahéraði. Það var i ljósaskiptunum, sem mig bar að þeirra garði. Og rétt eftiraðégkom.sagðiönnur: ,,Nú skulum við leika börn i rökkrinu." Og við fórum að syngja og kveða. Og kvæðin urðu ótrúlega mörg og löng. Þangað til hin systirinsagði: „Nú dreg ég fyrir gluggana svo að við sjáum ljósiö. Það sést bezt þegar dimmast er". Og hún bað mig að flytja mig i sérstakan stól og loka augunum, þangað til hún kallaði: „Nú skaltu horfa á ljósiö". Ég opnaði augun. 1 stofunni var niðdimmt, en beint fram undan, likt og fljótandi i rökkurdjupinu, var krossmark, skinandi bjart, og varð ekki greint, hvort það var heldur i órafjarlægð eða aðeins i seilingu. „Er það ekkMallegt?" sögðu þær báðar samtímis, glaðar eins og börn. „Þetta er sjálflýsandi krossmark, sem frændi gaf okkur", bættu þær við til skýringar. Hversdagslegt atvik, segið þið sem lesið, næstum barnalegt. Það er satt, en ekki siður merkilegt þess vegna. Við erum svo oft inni i myrkrinu og ein i myrkrinu, og þvi hefur þetta altækt gildi, bæði fyrir mig og þig. Ég hef oft hugsað um, þetta atvik, þegar vetrarþoka ahyggna, friöleysis og uppgjafar gerir skuggana svo dimma, jafnvel i sólskini vorsins. Og þá finnst bezt, hve mikilsvert er að eiga þetta bjarta ljós, eins og lömuðu systurnar, geta sungið frá sér sorg og kviða. einstæðingsskap og angur og eignazt vængi ljóssins, eða vængi til að komast inn i sólskinið. „Kf við sjáum sólskinsblett iheiði, aö setjast allir þar og gleðjaoss.' Eins og skáldið kæra, Jónas Hallgrimsson, söng forðum. Og vissulega er mikilsvert að eiga þetta ljós, geta komið til ljóssins. í bók, sem heimskautafarinn, frægi, Einar Mikklesen, hefur skrifað, er einmitt frásögn, sem sýnir þrá mannsins til ljóssins og gleði hans yfir geislum sólarinnar eftir langa heimskautanótt: „Loks kom hin langþráða stund, þegar sólargeislarnir brutust fram og flóðu yfir is- breiðuna. Fögnuði okkar getur einginn með orðum lýst. Við táruðumst hljóðlega af gleði, sem brauzt fram eins og bylgja, sem leitar strandar með óstöðvandi hraða. En á sama andartaki sáum við fugl, stóran fugl, sem sneri við og flaug á móti ljósinu. Og einn af félögum minum hripaði: „Gef mér vængi þina, svo að ég . geti flýtt mér til ljóssins". Þessa bæn og þessa afstöðu skiljum við íslendingar vel, og þó var sá skilningur ennþá dýpri i rökkurhUmi liðinna alda. En samt þekkjum við myrkrin vel, og ekki ættum við að hafa gleymt að gleðjast yfir sigrum vorsins. Við lifum i myrkrum og stormum striðsótta og upplausnar og getum stundum orðið likt og lömuðu systurnar, svo undarlega umkomulaus og ósjáifbjarga. örvænting og efi nista vitund, og þær óskir, sem við áttum helgastar og helztar til sigra, virðast ekki geta rætzt. Það eru þvi margir sumarlausir I sólskininu. I safnaðarheimilinu okkar er ekki margt um skraut, og einfald- leikinn rikir þar sem eina við- höfn. Otlendur vinur minn, sem komið hefur i margar kirkjur, sem frægar eru af gulli og gersemum, kom þar á rökkur- morgni skammdegis i vetur. Hann skrifaði mér siðan þessi orð: „Ég'gleymi þvi aldrei, þegar ég kom i kirkjuna þina. Þar var ekkert af gullskrauti og gersemum, en þó eitt, sem hefur veitt mér huggun og styrk i erfið- leikum, sem voru að yfirbuga mig. Það var ljósið bak við kross- inn yfir altarinu. Ég kom til ljóssins i kirkjunni þinni". Vissulega er helgidómur vorsins slæik kirkja hvern dag. Komum til ljóssins. HESTAFÓÐVRBLANDA HESTAHAFRAR ^N^ | Samband ísl samvinnufélata | ^ INNFLUTNINGSDEILD UTANLANDSFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI LONÐON frá kr. 14.102,- Beint þotuflug báðar leiðir, brottför vikulega. Innifalið: gisting og morg- unverður á fyrsta flokks hóteli. 011 herbergi með baði og sjónvarpi. Ferð- ir milli hótels og flugvallar og ýmis- legt fleira. Þetta verða vinsælar ferðir til milljónaborgarinnar. Leikhús og skemmtanalíf það víðfrægasta í ver- öldirini, en vör-uhúsin hættulega freistandí, KAUPMANNA HÖFN frá kr. 12.950,- Brottför i hverri viku. Innifalið: beint þotuflug báðar leiðir, gisting og tvær máltíðir á dag. Eigin skrifstofa Sunnu Kaupmannahöfn með islenzku starfsfólki. Hægt að velja um dvöl á mörgum hótelum og fá ódýrar tram- haldsferðir til flestra Evrópulanda með Tiæreborg Dg Sterling Airways. Nú komast loksins allir ódýrt til Kaup- mannahafnar. Allra leiðir liggja til hinnar glaðværu og skemmtilegu borgar við sundið. ««. ? ». »«« ««. MALLORCA frá kr. 12.500,- Beint þotuflug báðar leiðir, eða með viðkomu í London. Brottför hálfs- mánaðarlega til 15. júrti og í hverri viku eftir það. Frjálst val um dvöl i ibúðum i Palma og í baðstrandabæi- unum (Trianon og Granada) eða hin- um vinsælu hótelum Antillas Barba- dos, Playa de Palma, Melia Magaluf og fl. Eigin skrifstofa Sunnu I Palma með íslenzku starfsfólki veitir öryggi og þjónustu. Mallorka er fjölsóttasta sólskinsparadis Evrópu. Fjölskylduafsláttur. COSTAÐELSOL frá kr. 12.500,- Brottför hálfsmánaðarlega, og i hverri viku eftir 27. júlí. Beint þotu- flug báðar leiðir, eða með viðdvöl i London. Sunna hefir samning um gistirými á aftirsóttum hótelum Torremolinos (Alay og Las Palomas) og íbúðum, luxusíbúðunum Playa- mar i Torremolinos og Soficobygg- ingunum Perlas og fl. í Fuengirola og Torremolinos. Islenzkir fararstjórar Sunnu á Costa del Sol hafa skrifstofu- aðstöðu í Torremolinos, þar sem alltaf er auðvelt að ná til þeirra. Costa del Sol er næst fjölsóttasta sólskins- paradís Evrópu og Sunna getur boðið upp á beztu hótel og ibúðir á hag- Jwæmum kjörum. YMSAR FERÐIR Norðurlandaferð 15 dagar, brottför 29. júní. Kaupmannahöfn, Oslo, Þelamörk og Sviþjóð. Kaupmannahöfn - Rínarlönd 15 dagar, brottför 6. júli og 3. ágúst. Ekið um Þýzkaland til Rinarlanda. Kaupmannahöfn - Róm - Sorrento 21 dagur, brottför 13. júli. Vika i Kaupmannahöfn vika i Sorrentoiog viku i Rómarborg. Paris - Rinarlönd - Sviss 16 dagar, brottför 20. ágúst. Landið helga - Egyptaland - Libanon 20 dagar, brottför 7. október. Kynnið ykkur verð og gæði Sunnu- ferðanna með áætlunarflugi eða hinu ótrúlega ódýra leiguflugi. SUNNA gerir öllum kleift að ferðast. Sunna er alþjóðleg IATA ferðáskrifstofa FERBASKRIfSTOFAN SUNNA BANKASTRKTI7 1640012070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.