Tíminn - 30.04.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.04.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 30. april 1972 A morgun innsiglar íslenzk a órofa samstööu þjóðarinnar i færsluna í 50 mílur 1. septen A morgun, 1. maí, mun verkalýðshreyfingin bera fram eina kröfu. Dagurinn verður helgaður máli málanna, útfærslu íslenzkrar fiskveiðilög- sögu í 50 sjómilur 1. september næstkomandi. Timinu fagnar þessari ákvörðunlaunþegasamtakanna og vill taka þátt i rökstuðningi fyrir þessari kröfuislenzkrar alþýðu með því að rifja hér upp nokkrar staðreyndir viðvikjandi landhelgismálinu. Sóknin hefst Sókn Islendinga i landhelgis- málinu hefst aö lokinni siöari heimsstyrjöldinni. Frá því um aldamót og fram til loka siöari heimsstyrjaldar haffti landhelgis- samningurinn, sem Danir geröu viö Breta fyrir hönd tslendinga árift 1901 og átti aft bæta markafts- stöftu landbúnaftarafurfta Dana á brezkum markafti, verift hin mikla hindrun, sem tslendingar treystu sér ekki til aft ryftja úr vegi. Samkvæmt þessum samningi mátti landhelgi efta fiskveiftilögsaga tslands ekki vera meiri en 3 mílur. Baráttan fyrir uppsögn þessa samnings var hafin á flokksþingi Framsóknarmanna árift 1946. Þar var samþykkt samhljófta, aft flokkurinn beitti sér fyrir upp- sögn þessa samnings. Þeir Her- mann Jónasson og Skúli Guftmundsson fluttu svo á næsta Alþingi tillögu um uppsögn samningsins. Samkvæmt ósk þá- verandi utanrikisráðherra, Bjarna Benediktssonar, var afgreiftslu tillögunnar frestaft á þvi þingi. Framsóknarmenn héldu áfram að ýta uppsögninni áleiftis, og var samningnum sagt upp árið 1950. Rikisstjórn Framsóknarflokks Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks, er sat aft völdum 1947—1949, beitti sér fyrir setningu landgrunnslaganna 1948. Sú löggjöf var byggð á land- grunnskenningunni, þ.e.a.s. að ekki yrði skilið á milli auðæfa hafsbotnsins og auðæfanna i sjónum yfir honum. Grundvöllurinn lagður Meft uppsogn brezka samnings frá 1901 og setningu landgrunns- laganna 1948 var lagftur grund- völlur að hinni nýju sókn Islendinga i landhelgismálinu. A þeim grundvelli hafa tslendingar stigið tvö stór skref til útfærslu fiskveiöiland- helginnar. Nú er ákveöiö, að þriftja skefift veröi stigið 1. september næstkomandi. Fyrsta skrefið var stigið árift 1952, þegar dregnar voru nýjar grunnlinur, og fiskveiðiland- helgin siftan færft út i 4 milur. Þá fór með völd samsteypustjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks undir forsæti Steingrims Steinþórssonar. Bretar hugðust þá neyða tslendinga til uppgjafar meft þvi aft leggja löndunarbann á islenzk fiskiskip i brezkum höfnum. Hafnað var með öllu aö láta undan þessum þvingunum Breta. Bretar hættu löndunarbanninu eftir fjögur ár og vifturkenndu siftan 4 milna fiskveiðilögsögu tslands. Andstaða Breta Annaö skefiö var stigift 1958 þegar fiskveiftilandhelgin var færft út i 12 milur. Þá fór með völd rikisstjórn Framsóknarflokks, Aiþýðuflokks og Alþýðubanda- lags undir forsæti Hermanns Jónassonar, formanns Framsóknarflokksins. Bretar undu illa útfærslu á fiskveiðiiandhelgi tslands I 12 sjómilur og hugðust ógilda hana með þvl að veita veiftiskipum sinum herskipavernd innan islenzku fiskveiftilögsögunnar. Þessu hættu þeir þó snemma árs 1959. Astæöurnar voru þær, aö órðugt reyndist aö stunda veiðar undir herskipavernd, og ofbeldi Breta gegn minnstu þjóð heimsins, er barftist fyrir lifsrétti sinum, mæltist hvarvetna illa fyrir. Bretar héldu samt áfram ýmiss konar hótunum. Rikis- stjorn Sjálfstæftisflokks og Alþýftuflokks, sem kom til valda 1959, taldi ráftlegast aö láta undan hótunum Breta, og þvi voru land- helgissamningarnir vift Breta og Vestur-Þjóðverja gerðir árið 1961. Andstöftu sina gegn útfærslu fiskveiðilögsögunnar við tsland i 50 sjómilur byggja Bretar nú á þessum samningi, en honum hefur rikisstjórn tslands sagt upp með löglegum fyrirvara. Útfærslan er fullkomlega lögleg Frá þeirri ákvörðun, sem Alþingi og ríkisstjórn hefur nC tekift um útfærslu Islenzku fisk veiöilögsögunnar 1. september verftur ekki hvikað. tslendingat munu ekki beygja sig fyrii neinum þvingunum né hótunum Útfærslan brýtur ekki gegn neinum viðurkenndum alþjóða- lögum. Þaft er staðreynd, að það eru ekki til neTnar almennt viður- kenndar þjóðréttarreglur um vlð- áttu fiskveiðilögsögu eða land- helgi. Hins vegar hafa Sameinuðu þjóðirnar gert itrekaðar tilraunir til að fá slikar reglur sam- þykktar. Fyrst var þaft raunar á vegum gamla Þjóðabandalagsins á Haagráðstefnu 1930, en siðar af hálfu Sameinuðu þjóöanna á Genfar-ráftstefnunum 1958 og 1960. Allar þessar tilraunir hafa reynzt árangurslausar. Og enn er fyrirhuguö hafréttarráftstefna á árinu 1973, sem m.a. er ætlaö aft glima við þetta viöfangsefni. Ekkert sýnir okkur betur, aft alþjóftareglur eru ekki fyrir hendi um þessi efni. Hin fyrirhugafta ráðstefna og viðfangsefni hennar eru skýrasti vitnisburðurinn og raunar alþjóðleg viðurkenning a' þvi, aö þjóöirnar telji, að alþjóð- legar reglur vanti um viðáttu fiskveiðilögsögu og landhelgi. Engin aíþjóðleg venja heldur Ekki er heldur hægt að halda þvi fram með neinum rökum að al þjóftleg venja hafi fest tiltekin mörk fyrir landhelgi eöa fisk veiftilögsögu almennt. Rlki hafa jafnan helgaft sér misjafn- lega stóra landhelgi. Þannig stóðu mál einnig á þeim tima, þegar ýmsar siglingaþjóðir, þar á meðal Bretar, héldu þvi fram, aö 3ja sjómilna landhelgi væri al- þjóðalög samkvæmt venju. Þeirri kenningu var algjörlega hnekkt meö dómi alþjóðadómstólsins i Haag i landhelgismáli Breta og Norömanna áriö 1951. Ennfremur var þessari kenningu hnekkt meft áliti þjóðréttar nefndarSameinuðu þjóðanna árift 1956. Þróunin hefursiöan orðið sú, að fjölmörg riki hafa fært landhelgi sina út, sum i 12 milur, en önnur mun meira, og gildir þaft einnig um þau riki, sem áður héldu fram 3 milna reglunni, eins og t.d. Bretar. Engum dettur ihug nú að halda þvi fram, að 3ja sjómilna regla sé helguö af alþjóðavenju, og það væri einnig fjarri lagi að stafthæfa, aft 12 sjómilur séu al- þjóftavenja. Það er ekki hægt vegna þess, að það er staðreynd, að minnsta kosti 20 riki telja sér viðáttumeiri landhelgi en 12 sjómilur, og sum allt upp i 200 sjó- milur, eins og t.'.d. riki Suður- Ameriku. Ekki er okkur kunnugt um, að gripið hafi verið til neinna serstakra aftgeröa gegn þessum rikjum. Vift þessar aðstæftur er vitaskuld vonlaust aft ætla aft halda þvi fram, aö alþjóðavenja sé til umvlftattulandhelgi. Alþjóö- leg regla um viðáttu landhelgi verður heldur ekki leidd af grund- vallarreglum þjóðaréttar, enda mun naumast nokkur halda þvi fram. Þegar tekið er tillit til þeirra reglna, sem ýmis riki hafa sett um viðáttu landhelgi, ætti öllum aft vera ljóst, aft ákvörftun tslendinga um aft færa fiskveifti- lögsöguna við tsland út i 50 sjó- milur, er innan hæfilegra marka, og má þar skirskota til efnahags- legra, liffræðilegra og sögulegra raka. Fyrir þessum sjónarmiðum tslendinga gerði forsætisráö- herra, ólafur Jóhannesson, ræki- lega grein, er hann mælti fyrir til- lögu rikisstjórnarinnar til þings- ályktunar um útfærslu land- helginnar I 50 sjómilur. Baráttan gegn kenningum for- réttindaþjóðanna tslendingar hafa barizt gegn kenningum forréttindaþjóða varðandi alþjóðalög um réttindi á hafinu,allt frá árinu 1949. Island átti frumkvæöi aft þvi hjá Sameinuftu þjóöunum, að málift var þar upp tekift, og árangur þess var m.a. ráftstefnurnar I Genf 1958 og 1960. tslendingar munu aft sjálfsögöu halda þessari baráttu áfram, meftal annars I Hafsbotnsnefnd, sem nú vinnur aft undirbúningi ráftstefnunnar 1973 og á ráftstefn- unni sjálfri — og hvarvetna á a\- þjóftavettvangi, sem færi gefst a' næstu árum. Islendingar stefna aft þvi, aft i staö þeirra kenninga, sem stórveldin og fiskveiöiþjóðir, sem sækja inn á landgrunn annarra þjóða, halda fram um réttindi á hafinu, komi sanngjörn alþjóðalög, sem grundvölluð verði á tveim meginstoðum: 1 fyrsta lagi — á hagsmunum allra þjóða heims til frjálsra ferða um heimshöfin og sameiginlegs réttar til nýtingar sjávarins, sem er utan lögsögu strandrikja, enda eru þau auðæfi sameiginlegur arfur alls mann- kyns, og þessi auðæfi ber að vernda gegn eyðileggingu með sameiginlegum ráðstöfunum allra þjóða. En^i öftru lagi eiga alþjóftleg hafrettarlög aft grundvallas-t á þvi, aö auðæfi hafsbotns, land- grunns og sjávarins yfir hafsbotni séu hlutir náttúruauðlinda strandrlkja út til sanngjarnrar fjarlægðar frá ströndum. Þaö er fyrir þeirri steinu, sem tsland, og nú vaxandi fjöldi annarra rkja, berst. Rétturinn til hafsbotnsins t Genfarsamþykktinni frá 1958 var strandriki veittur einkaréttur til nýtingar auðæfa á og undir hafsbotninum á landgrunni strandríkisins allt út á það dýpi, sem hagnýting slikra auðæfa leyfði, en þau hagnýtingarmörk hafa sifellt verið að færast dýpra og dýpra með hraðvaxandi tækni, og munu nú vera talin vera komin á 1000 m dýpi. Það er ljóst, að framkvæmd ýmissa rikja á réttinum til rannsóknar og nýtingar auðæfa á hafsbotninum bendir til þess, að hið alþjóðlega og sameiginlega hafsvæði og hafsbotn hafi þar af leiðandi mörk sin langt fyrir utan 12 milna lögsögu. Eins og þessi mál standa nú, virðist mega álita, að meiri hluti þjófta heims liti svo á, aft nauðsyn beri til að ákveða eina, tiltölulega þrönga, allsherjarlögsögu, t.d. 12 milur, en jafnframt aftra miklu viftari lógsögu, er veiti strandrlki einka rétt til efnahagslegrar nýtingar hafssvæfta úti fyrir ströndum þ'ess, þar meö talinn hafsbotninn og landgrunnift, fiskveiöar og fiskvernd, mengunarvarnir, visindarannsóknir og hvers konar aftra ¦ efnahagslega nýtingu allt upp i 200 milna fjarlægft frá ströndum. Þessi efnahagslegu lögsögu- mörk myndu auðvitað ekki skerða i neinu hið almenna siglingafrelsi t Áróftur brezkra blafta um»aö tslendingar vilji hefta frjálsar siglingar um hafið með útfærslu fiskveiðilög- sögunnar i 50 milur, á sér enga stoð I raunveruleikarunum. Vaxandi fylgi Sem tíetur fer bendir margt til þess, að þeirri stefnu i hafrettar- málum, sem tslendingar, og margar aftrar þjóöir, berjast nú fyrir, muni enn vaxa fylgi, einkum og sér I lagi meöal hinna svonefndu vanþróuftu þjófta, sem flestar lutu nýlendustjórn stór- velda áður en þær fengu sjálf- stæöi sitt. Sú alþjóftarregla, sem Islendingar berjast fyrir, mun veita hinum nýsjálfstæðu þjóðum rétt til aft verja og vernda mikilvæga hagsmuni gegn til- hneigingu rikra og háþróaöra þjófta til aft ofnýta og eyðileggja auöæfi sjávarins úti fyrir ströndum hinna vanþróuöu strandríkja, áður en hinar van- þróuðu þjóðir hafa búift sig svo i stakk, aö þær geti sjálfar hagnýtt þau verömæti til hags eigin þegna, en þessi auftæfi heyra meft rettu til nátturuauftæfa þessara rikja. Rétturinn er okkar Sterkasta röksejnd okkar i landhelgismálinu er rétturinn til að lifa menningarlifi I þessu landi, en það verður ekki gert, ef fiskimiðin við strendur tslands verða eyðilögð. Þau rök okkar verða sterkasta vounið til að fá stuðning almennirigsálitsins i heiminum. Rök okkar fyrir útfærslu i 50 milur eru bæði rik nauftsyn til að vernda fiskistofna Norður- 1. maí helgaður landhelgismálinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.