Tíminn - 30.04.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.04.1972, Blaðsíða 20
Frá aöalfundinum á fimmtudagskvöldið. Kv. bankaráðsmennirnir Vilhjálmur Jónsson og Hjörtur Hjartar. Kristleifur Jónsson bankastjóri i ræoustól, þá Erlendur Einarsson bankaráðsformaður og Asgeir Magnússon fundarstjóri. (Tlmamynd G.E.) Frá aðalfundi Samvinnubankans: Heildarinnlán I Samvinnubank- anum námu I árslok 1971 1041 m.kr. og nam innlánsaukningin 190 millj. kr. á árinu eöa 22.3%. Heildarútlán bankans jukust um 156millj. kr. á árinu og námu 827 millj. I árslok. Lausafjárstaða bankans hélzt góö allt árið, og námu innstæöur viö Seölabank- ann 208 millj. um áramótin, þar af 193 millj. á bundnum reikningi. Fjármagnsstreymi gegnum bankann jókst um 43.5% nam 18.5 milljöröum. Viöskiptareikning- um fjölgaöi um 3100 og voru umm 31000 talsins I árslok. Rekstursafkoma bankans varö svipuð og áriö á undan. Tekjuaf- gangur til ráöstöfunar nam 3.601 þús. kr., til afskrita var variö 1.295 þús. kr., en í sjóði voru lagð- ar 2.305 þ. kr. Eigið fé bankans nam 25.978 þtls. í árslok. Samþykkt var á fundinum að koma á fót Stofnlánadeild sam- vinnufélaga við bankann, en stjórnarfrumvarp um það efni liggur nú fyrir Alþingi. Hlutverk hennar verður að veita sam- Heildarinnstæður hafa tvöfaldazt á s.l. árum og eru nú 1041 Aðalfundur Samvinnubankans var haldinn i Sambandshúsinu, Reykjavfk, fimmtudaginn 27. april sl. Fundarstjóri var kjörinn Asgeir Magnússon frkv.stj., en fundarritari Pétur Erlendsson skrifstj. Formaður bankaráðs, Erlendur Einarsson forstjóri, flutti skýrslu um starfsemi bank- ans, hag hans og afkomu á árinu 1971, og rakti nokkuö þróun efna- hagsmála almennt. Kom þar fram að mjög aukin umsvif eru i allri starfsemi bankans. Innstæð- ur I bánkanum hafa meir en tvö- faldazt á sl. 3 árum, þær hafa vaxið úr 501 millj. kr. í 1041 millj. kr., eöa um 540 millj. (108%). Innlánsaukningin á sl. ári nam 190 millj. kr. Á árinu var gengið frá kaupum bankans á fasteign- inni Bankastræti 7, ásamt lóðar- réttindum fyrir nýbyggingu. Eitt iltibú var stofnað á árinu,' Háa- leitisútibú, sem er 11. útibú bank- ans, en það fyrsta i Reykjavik. Á miðju sl. ári lét Einar Agústsson bankastjóri af störfum við bank- ann, er hann tók við ráðherra- embætti, en hann hafði veitt bankanum, og þar áður Sam- vinnusparisjóðnum, forstööu í samfellt 15 ár, og voru honum færðar sérstakar þakkir fyrir langt og heilladrjúgt starf. Þá voru ennfremur bornar fram þakkir til Halldórs E. Sigurðsson- aralþ.m., sem verið hafði kjörinn endurskoðandi bankans allt frá stofnun hans, og sem látið hafði af störfum á árinu. Kristleifur Jónsson banakstjori lagði fram endurskoðaða árs- reikninga bankans og skýrði þá. vinnufélögunum stofnlán til verzlunarhúsabygginga o.fl. Akveðin var á fúadinum heimild til handa bankaráði um að auka hlutafé Samvinnubankans I allt að 100 millj. kr., og taliö æskilegt að öllum félagsmönnum i sam- vinnufélögunum yrði gefinn kost- ur á að gerast hluthafar I bankan- um. Ákveöin var á fundinum heim- ild til handa bankaráði um að auka hlutafé Samvinnubankans i allt að 100 millj. kr., og talið æski- Frh. á bls.5 Sunnudagur 30. april 1972 Enn fór rafmagnið SB—Reykjavik Norðanrokið i Reykjavlk I fyrrinótt náði yfir 10 vind- stigum I verstu hryðjunum. Miklar skemmdir urðu vlða á húsum, er þakplötur tók af og rúður brotnuðu. Sömu sögu er að segja úr Kópa bogi. Engin slys urðu þó á fólki. Rafmagnið fór af, vegna skemmda I spenni- stöðinni við Geitháls. Einna mestar munu skemmdirnar hafa orðið á Tónabæ, en þar fuku margar plötur af þakinu. Einnig fuku plötur af Flugfrakt á Sölv- hólsgötu, hjá Agli Vilhjálmssyni og af tré- smiðaverkstæði Mjólkur- samsölunnar og lenti ein þeirra inni i svefnherbergi hjóna i Skipholti. Rúður brotnuðu i Bókhlöðunni, Mið- bæjarmarkaðnum og Veð- deild Landsbankans og timbur fauk á bil við Mýrar- götu og stórskemmdi hann. Um fimmleytið i gær- morgun fór rafmagnið af Reykjavik og nágrenni vegna bilunar við Geitháls. Þegar gripa átti til varateina þar, vann rokið einnig á þeim. Rafmagnsleysið varði i rúma tvo tima. girðingarefni Fáum nú sendingu af girðingarefni með hverju skipi. Þegar komið: Túngirðingarnet5 og 6 strengja, ýmsar gerðir. Gaddavír „MOTTO". Lóðagirðingar- net. Hænsnanet-múrhúðunarnet. Verk- smiðjugirðingarnet. AAinka og refanet. Járnstaurar. Tréstaurar. Á leiö til landsins: með BEKAERT túngirðinganet slönguhnút, 6 strengja. Fjölbreytt úrval af plasthúðuðum net- um fyrir skrúðgarða o.fl. Ýmsar gerðir og stærðir. Finnskir tréstaurar. eS MJÓLKURFELAG REYKJAVÍKUR Símar. 11125 11130

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.