Tíminn - 30.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.04.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Sunnudagur 30. april 1972 1 kn n o 9« na lef * ■n • ii 1. maí þjóðfylkingar- dagur að þessu sinni Sumar snemma á ferð Viö höfum kvatt óvenjulega mildan vetur — enn eitt vitni um það, hve örðugt er að spá um islenzkt veðurfar, og hve veöur- visindi, þótt mikilvæg séu og ómetanleg hjálp, eru enn litlu lengra komin en alþýðuspádómar byggöir aö hálfu úr efniviö lifs- reynslunnar og að hálfu af hindurvitnum, þegar lengra er litiö en til næstu daga. Samt vinna visindin sifellt á, og nálgast án efa það mark aö geta sagt fyrir um veðurfar komandi vetrar eða sumars með nokkurri vissu i megindráttum. Fáum þjóðum yröu slfkir visindasigrar eins mikil lifsbót og tslendingum. Undir Eyjafjöllum og i Austur- Skaftafellssýslu, voru tún viða græn allan veturinn eins og á Ir- landi og heita má, að jörð sé klakalaus i lægstu sveitum hringinn I kringum landið. Og með sumarkomu er gras tekiö aö vaxa eins og I júni. Vetrarhlý- indin uröu ekki gróöri aö skaða. Þó er of snemmt aö fagna al- gerum sigri yfir kuldanum á þessu vori. Engu er hægt aö spá, engu er enn að treysta. En menn fagna hverjum hlýjum degi eins og góðum gesti. Vorstörfin i byggðum landsins hefjast snemma i ár. Stofnar falla En á þessum hlýju og gróður- riku vordögum hefur sláttu- maðurinn verið á ferð og gerzt þunghöggur og stórvirkur og fellt á nokkrum dögum þrjá gilda stofna i menningarhelgi þjóðarinnar — þrjá ástmegi hennar. Útför Jóhannesar S. Kjarvals er um garðgengin. Þaðkom vel i ljós, hve mikill ástmögur þjóð- arinnar hann var, og hve stór- brotinn listamaöur i augum hennar. Verk hans verða þó vafalitið enn meira metin i framtiðinni, og þýðing sliks lista- manns fyrir sambúð þjóðarinnar og landsins er meiri er unnt er að meta á nokkurn mælikvarða. Þá lézt Jakob skáld Thoraresen, skáld, háaldraður maður fyrir nokkrum dögum. Kvæði hans voru mikils metin og dáð á þriðja og fjórða tugi aldar- innar, og hafa varanlegt gildi sakir efnis og þróttmikils skáldskaparstils sinnar tiðar, byggðum á bjargi sagna og hefðar, en þó meö nýrri áferð á margalund. Safinn ogsiðmatið i skáldskap Jakobs var viðhorf náttúrufólks i harðri lifsbaráttu við stórbrotið og harðbýlt land. Loks féll Jóhannes skáld úr Kötlum i valinn fyrir þremur dögum. Jóhannes úr Kötlum var öndvegisskáld og sókn- djarfur baráttumaður, sem stundum virtist harður sem steinn, en i beztu ljóðum sinum var mannleikinn, heit ást á land- inu og náttúru þess, sögunni og málinu, sterkasti og hljómrikasti strengurinn i hörpu hans, og samúð hans blæddi fyrir litil- magnann. Allir þessir þrir sterku stofnar I islenzkri menningarhelgi á þessari öld áttu það sameiginlegt að vera postular mannleikans, vaxnir úr þjóðarsálinnúmótaöir af landinu og náttúru þess og sóttu innar og heim allan sinn styrk. Fráfall þessara þriggja ágætu listamanna i sama mund ætti að verða þjóðinni tilefni þess að gera sér grein fyrir þvi, hvers virði miklir listamenn eru i menningarheimi svo fámennrar þjóðar. Hdtíðisdagur verkalýðsins A morguner 1. mai, og launa- stéttir landsins halda hann hátlölegan, og aö veruleeu levti þjóðarinnar, ef til vill fremur nú en áður vegna þess málefnis, sem hann helgast, landhelgismál- inu. Vegna þess verður hann með öðrum brag en oft áður. Að sjálfsögðu eiga þessar stéttir og munu ætið eiga nóg baráttumál aðminnaá, og þeim verður auð- vitað ekki gleymt á þessum degi. Þær eiga lika margra sigra frá liðnu ári aö minnast og góðum áföngum að fagna. 1. mai i fyrra voru efst á baugi kröfur um leiðréttingu ýmiss þess,sem launafólk taldi sig eiga að sækja i garð rikisstjórnar, sem ekki bar hag þessara stétta nægilega vel fyrir brjósti, og skammt var þá til þess, að þjóðin skipti um stjórn. Þær stéttir, sem helga sér 1. mai, munu hafa átt meginhlut að þeim skiptum. Siðan hefur ýmislegt áunnizt. Launastéttirnar hafa fengið rétt- mæta dýrtiðaruppbót, sem fyrir þeim var haldið. Sjómenn fengu bættan hlut fyrir hið erfiða og hættusama starf sitt. Trygg- ingarbætur auknar og lifeyrir með launatryggingu. Heildar- samningar gerðir með margvis- legum leiðréttingum og kjarabót- um og af meiri framsýni en áður. Loks geta verkamenn, sjómenn og iðnaðarmenn fagnaö þeim áfanga, sem þeir hafa haft á oddi i baráttunni árum saman, að fá lögfesta 40 stunda vinnuviku. Þetta hefur allt saman gerzt á tæpu ári, árangur stjórnarskipt- anna, sem þessar stéttir komu á. Þó er auðvitað fráieitt að segja.aðailt sé fengiö. Baráttu- mál mun aldrei skorta i augum manna á framfarabraut, og fólkið gerir sér ljóst, að stjórnar- skipti eru ekki nóg til þess að öllu verði borgið. Mörg vandamál kalla að, og ekki minni vandi aö gæta þess, sem áunnizt hefur. Til þess þarf rikan skilping og stundum fórnarlund. Ymislegur vandi af þvi tagi blasir nú við. Þjóðarkröfu- ganga Þegar óréttlæti rikisvalds herðir að fólki, er eðlilegt að kjarabarátta þess verði hörð og afmörkuð við tilteknar kjara- bætur stéttanna, en þegar þing og stjórn hefur jákvæð viðhorf til þeirra mála, stækkar hringur- inn og sjónarmiðin stækka. Þar er forsenda þess, að baráttan veröi þjóðinni allri hagstæð og jákvæð, og það verður hún ævin- lega við slíkar aöstæður. Þetta sýnir 1. mai vel núna. Verkalýðsstéttir sjá sér fært að helga málefni þjóðarinnar allrar baráttudag sinn, og þess vegna gengur þjóðin öll i þá bar- áttu með þeim. Kröfugangan i dag ætti þvi að geta verið þjóðarganga. Þvi ber mjög að fagna, að verkalýðsstéttirnar skuli hafa þann stórhug að taka landhelgismálið eitt á dagskrá aö þessu sinni, og vonandi verða þær ekki látnar gjalda þess i kjaramálum. Hólmstró Breta Sjónvarpsþáttur sá, sem fram fór um landhelgismálið i vikunni sem leiö, birti mönnum ýmis ný sjónarhorn þess máls og skýröi ákveöna drættí þess. Hafi Islendingar verið i einhverjum vafa um þaö, hvert væri þaö haldreipi, sem Bretar ætla að hanga i, þá dylst það væntanlega ekki lengur. Útlendingarnir, og þá fyrst og fremst brezki þing- maðurinn, skirskotaði aftur og aftur til nauðungarsamningsins, sem gerður var i lok þorska- striðsins. Þeim samningi hefur aldrei veriö veifað eins rækilega framan i þjóðina sem snöru. Við höfum aldrei fengið hann eins vel túlkaðan frá sjónarmiði Breta. Þegar þingmanninum var hvað eftir annað á það bent, að þessi samningur væri nauðung, honum h efði verið neytt upp á okkur með herskipum og fallbyssum, og þvi gæti hann ekki verið bind- andi, sagði þingmaðurinn, aö þá mætti einnig lita á alla samninga i lok striðs sem ógilda. Þetta virtist sterk röksemd I fljótu bragði, en bregður nýju ljósi á máliö, sé það skoðað betur frá þessu sjónarhorni. Vilji Bretar láta þennan samning hafa sama gildi og friðarsamning eftir striö, verður það að liggja fyrir, að þeir hafi upphaflega lýst formlega yfir striði á hendur íslendingum. Þvi hreinlyndi var ekki að heilsa á slnum tima. Samliking ráð- herrans felur samt i sér játn- ingu á þvi, að sending herskip- anna á Islandsmið hafi verið strið frá hans sjónarmiði og Breta, eða striðsofbeldi án strið- syfirlýsingar. Sú yfirlýsing er nokkurs virði, og samningur, sem neytt er upp á þjóð með slíku ofbeldi, hefur hvorki siðlegt né löglegt gildi milli nokkurra frjálsra þjóða. Hanneraðeins að bæta gráu ofan á svartasta of- beldi. Eftir þessar umræður sér þjóðin betur, hvers eðlis þessi samningur er og hve fráleitur hann var. Frjáls þjóö hefur þvi ekki aðeins rétt heldur beinlinis skyldu til þess aö segja honum upp, og um þá uppsögn hljóta aö gilda almennar alþjóðareglur um upphafningu samninga, þegar hvorki eru I honum upp- sagnarákvæði né ákvæði um að gildistími skuli vera óákveðinn. Túlkun brezka þingmannsins um það, hvers konar vopn þessi samningur er i augum Breta gegn Islendingum, skýrði mjög glögglega háska hans og eðli i augum tslendinga. Landnýting og náttúruvernd Undanfarin missiri hafa stjórnmið náttúruverndar mjög skýrzt fyrir þjóöinni. Margt hefur til þess borið, bæöi innanlands og utan, að áhugi manna og kröfur um.að þessi mál veröi tekin nýjum og virkari tökum,hefur mjög aukizt. En sú skoðun var aöeins sem liðssöfnun. Nú sjást þess merki, að sókninni sé stefnt að ákveðnum mark- miðum og tekin upp skipulegri vinnubrögð til þess aö ná þeim . Jafnframt lita menn á málið frá fleiri hliðum og sjá, að land- nýtingin sjálf er ein hlið þess. Starfandi er nefnd sérfróðra mánna til þess að kanna þessi mál saman og gefa bendingar. Ný náttúruverndarlög eru spor i rétta átt. Náttúruverndarþing, þar sem sjónarmiðum er stefnt saman til skynsamlegrar sam- fylkingar að yfirveguðum mark- miðum, er komið á laggir og orðiðað fastri stofnun. Hér eftir ætti að verða greiðari leið og skjótfarnari til ráðstafana, sem gerðar séu i tima til björgunar náttúruverðmætum. Eitt er vist, aðalveg ný sjónarmið hafa þegar unnið sér viðurkenningu, og ýmsir hlutir, sem hafa gerzt, gerast ekki aftur. Laxár- og AAývatns- svæðið Atök um virkjanir i Laxá og mannvirkjagerð við Mývatn hafa veriö i brennipunkti sið- ustu missiri og leitt af sér hat- rammari og illvigari deilu, en þekkzt hefur áður um þau mál. Vonir standa til, að einhvers konar sættir takist fyrir milli- göngu rikisvaldsins um virkjana- deiluna sjálfa, en jafnframt verður ljósara, að þetta mál er miklu stærra og viðtækara. Þaö kom greinilega fram á fundi, sem náttúrufræðinemar I Háskólanum og stúdentafélagiö Verðandi efndu til um verndun Laxár- og Mývatnssvæðisins á dögunum, þar sem rætt var um þetta mál allt i stærri hring en oftast áður. Þar kom fram, og var um það sammæli, að Mývatns- og Laxársvæðið væri alveg ein- stakt lifriki hér á landi og ætti sér vart hliðstæðu á sömu breiddargráðu á norðurhveli. Þessi náttúruverðmæti mundu tortimast, ef ekki væru gerðar alveg sérstakar ráðstafanir i sambúð manna og tækni við það. Meðvaxandi fólksfjölda þar, og svo tilkomu nýrra mengunarefna i fylgd mannsins, kæmu miklar hættur til. Oliunotkun þar til kyndingar og iðnaðar væri þessu lifriki sifelld og yfirþyrmandi hætta. Gera yrði sérstakar ráð- stafanir til hreinsunar frá- rennslisefna. Heitt jarðvatn til að mynda úr hitaveitu eöa frá rafmagnsstöð stofnaði Mývatni og lifkeöju þess i bráða hættu. Verndun Mývatns- og Laxár- svæðisins er ekki aðeins fólgin i þvi að bægja frá stórvirkjunum eða fullvirkjun með vatnaflutn- ingum og stiflum, heldur I al- hliða ogviðtækum ráðstöfunum, byggðum á visindalegum rann- sóknum. Um þetta voru ræðumenn á fundinum ýmist alveg sammála, eða það átti sér mjög sterka for- mælendur, og það mun samdóma álit náttúrufræðinga. Þegar Laxárdeilan er leyst, sem vonandi verður á þessu ári, er næst að setja lög eða reglur um þetta sérstæða náttúrusvæöi. Þær reglur verður að samræma eölilegri búsetu fólks I Mývatns- sveit og hafa það með öllum ráðum, enda mun fólkið við Laxá hafa fullan vilja og skilning á þessu. Siðan verður að koma upp rannsóknarstöð og eftirliti á svæðinu, þar sem visindamenn geta fylgzt með þvi, sem þar er aö gerast i náttúrunni, komið i veg fyrir mistök og uppgvötvaö hættur á frumstigi, svo að ráðrúm gefist til þess að girða fyrir illar afleiðingar. Þetta er ekki aðeins mál fólks- ins, sem býr á þessum slóðum, heldur þjóðarinnar allrar, og þess vegna verður hún i heild að bera eðlilegan hlut kostnaðar við þessa varðstöðu, og ibúum svæðisins þarf að bæta þaö upp, ef áþí leggst kostnaður vegna varnarráöstafana og er um fram það sem fólk annars staðar verður aö þola. Ráðstafanir til náttúruverndar þarf auðvitað að gera miklu viðar, þótt dæmið hafi hér verið tekiö þarna vegna þess, hve um- rætt það er um þessar mundir. —AK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.