Tíminn - 30.04.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.04.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 30. april 1972 TÍMINN líí Iþýða im úf- iber Atlantshafsins og uppeldis- stöövar þeirra og hrygningar- stöðvar, og einnig efnahagsleg nauðsyn islenzku þjóðarinnar að hafa forgangsrétt til nýtingar fiskistofna á miðum yfir islenzka landgrunninu, fiskyniðunum, sem eru eina nátturuauðlind Islendingar. Auðvita nýtur islenzka þjóöin ekki ein góðs af þviv að komið verði i veg fyrir rányrkju og eyðingu fiskistofnanna. Það hlýtur að vera hagsmunamál allra þeirra þjóða, sem veiöar stunda i Noröur-Atlantshafi, og i rauninni hagsmunir alls mann- kyns, að hið mikla forðabúr hafsins verði ekki eyöilagt með rányrkju og ofveiði. Ef tslendingar taka nú ekki frum- kvæðið i þvi að vernda hinar mikilvægu hrygninga- og uppeldisstöðvar, sem eru á og yfir landgrunni Islands, sem nær 50—70 milur frá ströndum, munu ekki aðeins Islendingar tapa þjóðarauði sinum, heldur mundu einnig Bretar, Þjóðverjar, Sovet- menn, Pólverjar og aðrar þær þjóðir, sem veiöa i Norður- Atlantshafi, einnig tapa, þegar fram i sækti og búið væri að eyði- leggja fiskistofnana eða stórskerða þá eins og dæmi eru til um, t.d. um síldarstofnaria, sem gengu á Islandsmið. Sildaraflinn við Island hrapaði úr 812 þús. tonnum árið 1965 i 50 þúsund tonn árið 1970, og ýsuaflinn hrapaði úr 53.506 þús. tonnum árið 1965 i 35.036 þús.tonn áriö 1969. Heildar- ýsuafli þeirra þjóða, sem stunda veiðar á Islandsmiðum var samtals 110.086 þús. tonnárið 1961 en aðeins 46.613 þús. tonn árið 1969, þrátt fyrir meiri sókn og miklu fullkomnari veiðarfæri. Þorskur er sil fisktegund, sem er langmikilvægust i fiskveiðum Islendingum nú, og sannanir liggja nú fyrir um þaö, að um ofveiði er að ræða á þorskstofn- inum. Visindamenn hafa nú sýnt fram á, að þorskseiðadauðinn er yfir 70% árlega og telja, að fiskveiðar eigi sök á fimmtungi sefða" dauðans. Meðaldur hrygningar- fisks hefur lækkað mjög mikið. Fiskur eldri en tiu ára er nu mjög sjaldgæfur, en fyrir 15-20 árum / Á flt 6^4 JmKt æí -^Ssm :¦ .- *'<: ¦ l>. * .*?¦'"• ''r -.. var fiskur allt að 15 ára aldri allalgengur. Ofveiöi virðist hafa dregið mjög úr hrygningargetu þorsks- stofnins. Stærstur hluti stofnins hefur aðeins möguleika á að hrygna einu sinni á æviskeiðinu. Ásókn útlendinga mun stóraukast Þessar staðreyndir liggja nú fyrir, en geigvænlegri er þó sú fyrirsjáanlega stórfellda aukning sóknar með stórum og full- komnum skipum, erlendra þjóða, búnum fulikomnustu veiði- tækjum, sem gera það kleift að leita uppi og hremma hverja' einustu bröndu i sjónum. Þess vegna geta Islendingar ekki beðið með varnaraðgerðir. Þeir eru þar að verja lff sitt. Þeir geta ekki horft aðgerðalausir upp á það, að fiskistofnunum við tsland verði - utrýmt. Þess vegna færum við út fiskveiðilögsöguna 1. september. Sú staðreynd, að islenzkir sjó- menn veiða aðeins um helming heildaraflans á miðunum við tsland og, að hundrað erlendir togarar hafa að meðaltali verið. að við veiðar á tslandsmiðum að undanförnu, sýnir ljóslega nauð- syn tvöfaldra aðgerða til að ' »< vernda fiskistofnana. t fyrsta lagi strangar verndunarreglur, sem strandríki (Island) setur á fiski- miðunum -yfir sinu landgrunni, þ.e. innan 50 milna, og i öðru lagi verndun á vissum mikilvægum svæöum utan landgrunnsins með alþjóðlegum eða svæðisbundnum samningum. Islendingar munu nú fullnægja fyrra skilyrðinu 1. september næstkomandi. Hinu skilyrðin'ju verður siöan að fullnægja með al- þjóðasamstarfi, og þar mun Island leggja sitt lóð á vogar- skálina framvegis eins og hingað til, enda eiga tslendingar mikilla hagsmuna að gæta. i þessu sam- bandi. Hins vegar hafa ýmsar aðrar þjóðir ekki eins mikinn áhuga i þessu efni. Þær telja sér þvert á móti hagkvæmt, að hinir stóru veiðiflotar þeirra geti farið á fjarlæg mið við strendur annarra rikja, veitt allan þann fisk, sem þeir geta fengið á þeim miðum, en haldið siðan á ný mið, þegar þeir eru búnir að eyði- leggja hin fyrri með ofveiði. Það eru þessar þjóðir, sem mótmæla verndaraðgerðum tslendinga á landgrunni Islands. Bretar eru i þeim hópi. Þeir neita, að um of- veiði á fiskistofnunum við Island se' að ræða....... En er ekki rétt fyrir Breta aö hugleiða það betur, hvort það þjóni ekki hagsmunum þeirra, þegar til lengdar lætur, aö gripið verði til ráöstafana til að hindra HÉfcrk^ eyðileggingu fiskistofnanna i Norður-Atlantshafi áður en um seinan er. Gætu þeir, við nánari könnun málsins, byggt á þeirri bitru reynslu, sem þeir hafa nú fengið i Barentshafi og viðar og vist er það, að á næstu árum hafa brezkir togaraútgerðarmenn og sjómenn miklu rikari ástæðu til að óttast stóraukna sókn sovézkra og pólskra togara og jafnvel japanskra togara 4 miðin i N- Atlantshafi, en verndunarað- gerðir tslendinga á uppeldis- og hrygningarstöövum fiskistofn- anna á islenzka landgrunninu. „Kerfisbundnar gereyðingar- veioar' ji' Þessu til áréttingar má minna á grein, sem birtist i hinu virta stórblaöi i Bretlandi, Sunday Times, 17. marz 1971. 1 lauslegri þýðingu sagði i þessari grein m.a.: „Fyrir tiu dögum (þ.e. i byrjun marz 1971) var rússneskur togari tekinn við ólöglegar veiðar innan 12 milna markanna út af Muckle Flugga-vitanum á Hjaltlands- eyjum. Ot af fyrir sig var þetta enginn merkisatburöur, en þó athyglisveröur við nánari at- hugun, þvi að hann minnti menn á V "V* Við störf um borð i skuttogara þá óhugnanlegu staðreynd, að rússneski fiskiflotinn, sá mest v- elvæddi og sá floti, sem vlðast sækir, er nú farinn að nota veiöi- aðferðir, sem eru svo árangurs- rikar og harkalegar, að öll hafs- væði eru i bráðri hættu af þessum kerfisbundnu gereyðingar- veiðum. 31.500 millj. kr. á árí Kaspiahafiö og flest grunn- slóðamið við strendur Sovétríkj- anna eru undirlögð mengun, og Rússar leita þvi út á úthöfin að nýta möguleika þeirra til hins ýtrasta. Arleg fjárfesting I rússnesku fiskveiðunum er sögö um 150 millj. sterlingspunda (31.500 millj. isl. króna). Þessi mikla f jarfesting hefur haft I för með sér furðulega uppbyggingu vélvædds fiskiflota, fjöldasmlði fullkomnustu og bezt útbúnu togara heimsins af öllum hugsan- legum gerðum og stærðum, allt frá stærstu verksmiðjutogurum til litilla reknetabáta. Og það er veiddur allur fiskur, hvort heldur við botn eða uppi I sjó, I botn- vörpur, flotvörpur og net, jafnvel dælur." Framhald á bls. 16. Sextiu hendur á lofti á alþingi mum r^^rr- 1S:I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.