Tíminn - 30.04.1972, Síða 11

Tíminn - 30.04.1972, Síða 11
 TÍMINN Sunnudagur 30. april 1972 Sunnudagur 30. april 1972 Á morgun innsiglar íslenzk alþýða órofa samstöðu þjóðarinnar um út- færsluna í 50 mílur 7. september Á morgun, 1. maí, mun verkalýðshreyfingin bera fram eina kröfu. Dagurinn verður helgaður máli málanna, útfærslu íslenzkrar fiskveiðilög- sögu í 50 sjómilur 1. september næstkomandi. Timinn fagnar þessari ákvörðunlaunþegasamtakanna og vill taka þátt i rökstuðningi fyrir þessari kröfuislenzkrar alþýðu með því að rifja hér upp nokkrar staðreyndir viðvíkjandi landhelgismálinu. Sóknin hefst Sókn Islendinga i landhelgis- málinu hefst aö lokinni siöari heimsstyrjöldinni. Frá þvi um aldamót og fram til loka siöari heimsstyrjaldar haföi landhelgis- samningurinn, sem Danir geröu viö Breta fyrir hönd Islendinga áriö 1901 og átti aö bæta markaös- stööu landbúnaöarafuröa Dana á brezkum markaöi, veriö hin mikla hindrun, sem Islendingar treystu sér ekki til aö ryöja úr vegi. Samkvæmt þessum samningi mátti landhelgi eöa fiskveiöilögsaga Islands ekki vera meiri en 3 mílur. Baráttan fyrir uppsögn þessa samnings var hafin á flokksþingi F'ramsóknarmanna áriö 1946. Þar var samþykkt samhljóða, aö flokkurinn beitti sér fyrir upp- sögn þessa samnings. Þeir Her- mann Jónasson og Skúli Guðmundsson fluttu svo á næsta Alþingi tillögu um uppsögn samningsins. Samkvæmt ósk þá- verandi utanrikisráðherra, Bjarna Benediktssonar, var afgreiðslu tillögunnar frestað á þvi þingi. Framsóknarmenn héldu áfram aö ýta uppsögninni áleiðis, og var samningnum sagt upp áriö 1950. Rikisstjórn Framsóknarflokks Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks, er sat að völdum 1947—1949, beitti sér fyrir setningu landgrunnslaganna 1948. Sú löggjöf var byggð á land- grunnskenningunni, þ.e.a.s. að ekki yröi skilið á milli auöæfa hafsbotnsins og auðæfanna i sjónum yfir honum. Grundvöllurinn lagður Meö uppsogn brezka samnings frá 1901 og setningu landgrunns- laganna 1948 var lagður grund- völlur aö hinni nýju sókn tslendinga i landhelgismálinu. A þeim grundvelli hafa íslendingar stigið tvö stór skref til útfærslu fiskveiðiland- helginnar. Nú er ákveöið, að þriðja skefiö veröi stigiö 1. september næstkomandi. Fyrsta skreíiö var stigiö áriö 1952, þegar dregnar voru nýjar grunnlinur, og fiskveiöiland- helgin siöan færð út i 4 milur. Þá fór meö völd samsteypustjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæöisflokks undir forsæti Steingrims Steinþórssonar. Bretar hugðust þá neyða tslendinga til uppgjafar meö þvi að leggja löndunarbann á islenzk fiskiskip i brezkum höfnum. Hafnað var með öllu aö láta undan þessum þvingunum Breta. Bretar hættu löndunarbanninu eftir fjögur ár og viðurkenndu siöan 4 milna fiskveiöilögsögu Islands. Andstaða Breta Annaö skefiö var stigiö 1958 þegar fiskveiðilandhelgin var færö út i 12 milur. Þá fór með völd rikisstjórn Framsdknarflokks, Alþýöuflokks og Alþýöubanda- lags undir forsæti Hermanns Jónassonar, formanns Framsóknarflokksins. Bretar undu illa útfærslu á fiskveiöilandhelgi tslands i 12 sjómilur og hugöust ógilda hana með þvi að veita veiöiskipum sinum herskipavernd innan islenzku fiskveiðilögsögunnar. Þessu hættu þeir þó snemma árs 1959. Astæðurnar voru þær, að örðugt reyndist aö stunda veiðar undir herskipavernd, og ofbeldi Breta gegn minnstu þjóð heimsins, er baröist fyrir lifsrétti sinum, mæltist hvarvetna illa fyrir. Bretar héldu samt áfram ýmiss konar hótunum. Rikis- stjorn Sjálfstæöisflokks og Alþýðuflokks, sem kom til valda 1959, taldi ráðlegastaö láta undan hótunum Breta, og þvi voru land- helgissamningarnir viö Breta og Vestur-Þjóðverja geröir áriö 1961. Andstöðu sina gegn útfærslu fiskveiöilögsögunnar við tsland i 50 sjómilur byggja Bretar nú á þessum samningi, en honum hefur ríkisstjórn Islands sagt upp með löglegum fyrirvara. Útfærslan er fullkomlega lögleg Frá þeirri ákvörðun, sem Alþingi og ríkisstjórn hefur nú tekiö um útfærslu Islenzku fisk veiðilögsögunnar 1. september verður ekki hvikað. Islendingat munu ekki beygja sig fyrit neinum þvingunum né hótunum Gtfærslan brýtur ekki gegn neinum viðurkenndum alþjóða- lögum. Þaö er staðreynd, að þaö eru ekki til neTnar almennt viður- kenndar þjóöréttarreglur um vfð- áttu fiskveiðilögsögu eða land- helgi. Hins vegar hafa Sameinuðu þjóðirnar gert itrekaðar tilraunir til að fá slikar reglur sam- þykktar. Fyrst var það raunar á vegum gamla Þjóðabandalagsins á Haagráðstefnu 1930, en siðar af hálfu Sameinuðu þjóöanna á Genfar-raðstefnunum 1958 og 1960. Allar þessar tilraunir hafa reynzt árangurslausar. Og enn er fyrirhuguð hafréttarráðstefna á árinu 1973, sem m.a. er ætlaö að glima við þetta viðfangsefni. Ekkert sýnir okkur betur, að alþjóöareglur eru ekki fyrir hendi um þessi efni. Hin fyrirhugaöa ráöstefna og viðfangsefni hennar eru skýrasti vitnisburðurinn og raunar alþjóðleg viðurkenning a' þvi, aö þjóöirnar telji, aö alþjóð- legar reglur vanti um viöáttu fiskveiöilögsögu og landhelgi. Engin alþjóðleg venja heldur Ekki er heldur hægt að halda þvi fram meö neinum rökum að al þjóðleg venja hafi fest tiltekin mörk fyrir landhelgi eða fisk veiöilögsögu almennt. Riki hafa jafnan helgað sér misjafn- lega stóra landhelgi. Þannig stóðu mál einnig á þeim tima, þegar ýmsar siglingaþjóöir, þar á meöal Bretar, héldu þvi fram, aö 3ja sjómilna landhelgi væri al- þjóöalög samkvæmt venju. Þeirri kenningu var algjörlega hnekkt með dómi alþjóðadómstólsins i Haag i landhelgismáli Breta og Norðmanna árið 1951. Ennfremur var þessari kenningu hnekkt með áliti þjóðréttar nefndar Sameinuðu þjóöanna árið 1956. Þróunin hefur siðan orðið sú, að fjölmörg riki hafa fært landhelgi sina út, sum i 12 milur, en önnur mun meira, og gildir það einnig um þau riki, sem áður héldu fram 3 milna reglunni, eins og t.d. Bretar. Engum dettur i hug nú að halda þvi fram, að 3ja sjómilna regla sé helguö af alþjóðavenju, og það væri einnig fjarri lagi aö staðhæfa, aö 12 sjómilur séu al- þjóöavenja. Það er ekki hægt vegna þess, að það er staðreynd, að minnsta kosti 20 riki telja sér viöáttumeiri landhelgi en 12 sjómilur, og sum allt upp i 200 sjó- milur, eins og t..d. riki Suður- Ameriku. Ekki er okkur kunnugt um, að gripið hafi verið til neinna sérstakra aðgerða gegn þessum rikjum. Viö þessar aöstæður er vitaskuld vonlaust að ætla að halda þvi fram, að alþjóöavenja sé til umviðattulandhelgi. Alþjóð- leg regla um viðáttu landhelgi verður heldur ekki leidd af grund- vallarreglum þjóðaréttar, enda mun naumast nokkur halda þvi fram. Þegar tekið er tillit til þeirra reglna, sem ýmis riki hafa sett um viðáttu landhelgi, ætti öllum að vera ljóst, að ákvörðun tslendinga um að færa fiskveiöi- lögsöguna við Island út i 50 sjó- milur, er innan hæfilegra marka, og má þar skirskota til efnahags- legra, liffræöilegra og sögulegra raka. Fyrir þessum sjónarmiðum Islendinga gerði forsætisrað- herra, Ölafur Jóhannesson, ræki- lega grein, er hann mælti fyrir til- lögu rikisstjórnarinnar til þings- ályktunar um útfærslu land- helginnar i 50 sjómilur. Baráttan gegn kenningum for- réttindaþjóðanna Islendingar hafa barizt gegn kenningum forréttindaþjóða varðandi alþjóðalög um réttindi á hafinu,allt frá árinu 1949. Island átti frumkvæöi að þvi hjá Sameinuðu þjóöunum, að máliö var þar upp tekiö, og árangur þess var m.a. ráðstefnurnar i Genf 1958 og 1960. tslendingar munu að sjálfsögðu halda þessari baráttu áfram, meðal annars i Hafsbotnsnefnd, sem nú vinnur að undirbúningi ráðstefnunnar 1973 og á ráðstefn- unni sjálfri — og hvarvetna á al: þjóðavettvangi, sem færi gefst a næstu árum. tslendingar stefna að þvi, að i stað þeirra kenninga, sem stórveldin og fiskveiöiþjóðir, sem sækja inn á landgrunn annarra þjóöa, halda fram um réttindi á hafinu, komi sanngjörn alþjóöalög, sem grundvölluð verði á tveim meginstoðum: 1 fyrsta lagi — á hagsmunum allra þjóða heims til frjálsra ferða um heimshöfin og sameiginlegs réttar til nýtingar sjávarins, sem er utan lögsögu strandrikja, enda eru þau auðæfi sameiginlegur arfur alls mann- kyns, og þessi auðæfi ber að vernda gegn eyðileggingu með sameiginlegum ráðstöfunum allra þjóða. Enri ööru lagi eiga alþjóðleg hafrettarlög að grundvallast á þvi, að auðæfi hafsbotns, land- grunns og sjávarins yfir hafsbotni séu hlutir náttúruauðlinda strandrlkja út til sanngjarnrar fjarlægðar frá ströndum. Þaö er fyrir þeirri stefnu, sem Island, og nú vaxandi fjöldi annarra rkja, berst. Rétturinn til hafsbotnsins 1 Genfarsamþykktinni fra 1958 var strandriki veittur einkaréttur til nýtingar auðæfa á og undir hafsbotninum á landgrunni strandrikisins allt út á það dýpi, sem hagnýting slikra auðæfa leyfði, en þau hagnýtingarmörk hafa sifellt verið að færast dýpra og dýpra með hraðvaxandi tækni, og munu nú vera talin vera komin á 1000 m dýpi. Það er ljóst, að framkvæmd ýmissa rikja á réttinum til rannsóknar og nýtingar auðæfa á hafsbotninum bendir til þess, að hið alþjóðlega og sameiginlega hafsvæði og hafsbotn hafi þar af leiðandi mörk sin langt fyrir utan 12 mllna lögsögu. Eins og 0 þessi mál standa nú, virðist mega álita, að meiri hluti þjóða heims liti svo á, að nauðsyn beri til að ákveða eina, tiltölulega þrönga, allsherjarlögsögu, t.d. 12 milur, en jafnframt aðra miklu viðari lögsögu, er veiti strandriki einka rétt til efnahagslegrar nýtingar hafssvæða úti fyrir ströndum þess, þar með talinn hafsbotninn og landgrunnið, fiskveiöar og fiskvernd, mengunarvarnir, visindarannsóknir og hvers konar aðra-efnahagslega nýtingu allt upp i 200 milna fjarlægö frá ströndum. Þessi efnahagslegu lögsögu- mörk myndu auðvitað ekki skerða i neinu hiö almenna siglingafrelsi^ Aróður brezkra blaða um, aö Islendingar vilji hefta frjálsar siglingar um hafið með útfærslu fiskveiöilög- sögunnar i 50 milur, á sér enga stoð i raunveruleikarunum. Vaxandi fylgi Sem betur fer bendir margt til þess, að þeirri stefnu i hafrettar- málum, sem Islendingar, og margar aðrar þjóðir, berjast nú fyrir, muni enn vaxa fylgi, einkum og sér i lagi meðal hinna svonefndu vanþróuðu þjóða, sem flestar lutu nýlendustjórn stór- velda áöur en þær fengu sjálf- stæði sitt. Sú alþjóðarregla, sem íslendingar berjast fyrir, mun veita hinum nýsjálfstæðu þjóðum rétt til að verja og vernda mikilvæga hagsmuni gegn til- hneigingu rikra og háþróaöra þjóða til að ofnýta og eyðileggja auðæfi sjávarins úti fyrir ströndum hinna vanþróuðu strandríkja, áður en hinar van- þróuðu þjóöir hafa búiö sig svo i stakk, að þær geti sjálfar hagnýtt þau verðmæti til hags eigin þegna, en þessi auöæfi heyra með rettu til náttúruauðæfa þessara rikja. Rétturinn er okkar Sterkasta röksepid okkar i landhelgismálinu er rétturinn til að lifa menningarlifi i þessu landi, en það verður ekki gert, ef fiskimiðin við strendur Islands verða eyðilögð. Þau rök okkar verða sterkasta vopnið til að fá stuðning almenningsálitsins i heiminum. Rök okkar fyrir útfærslu i 50 milur eru bæði rik nauðsyn til að vernda fiskistofna Norður- Atlantshafsins og uppeldis- stöðvar þeirra og hrygningar- stöövar, og einnig efnahagsleg nauðsyn islenzku þjóðarinnar að hafa forgangsrétt til nýtingar fiskistofna á miðum yfir islenzka landgrunninu, fiski/niðunum, sem eru eina nátturuauðlind Islendingar. Auðvita nýtur islenzka þjóöin ekki ein góðs af þviv að komið veröi i veg fyrir ranyrkju og eyðingu fiskistofnanna. Það hlýtur aö vera hagsmunamál allra þeirra þjóða, sem veiðar stunda i Norður-Atlantshafi, og i rauninni hagsmunir alls mann- kyns, að hið mikla forðabúr hafsins verði ekki eyöilagt með rányrkju og ofveiði. Ef tslendingar taka nú ekki frum- kvæðið i þvi að vernda hinar mikilvægu hrygninga- og uppeldisstöðvar, sem eru á og yfir landgrunni Islands, sem nær 50—70 milur frá ströndum, munu ekki aðeins Islendingar tapa þjóðarauði sinum, heldur mundu einnig Bretar, Þjóðverjar, Sovet- menn, Pólverjar og aðrar þær þjóðir, sem veiöa i Norður- Atlantshafi, einnig tapa, þegar fram i sækti og búiö væri að eyði- leggja fiskistofnana eða stórskerða þá eins og dæmi eru til um, t.d. um sildarstofnarta, sem gengu á Islandsmið. Sildaraflinn við Island hrapaði úr 812 þús. tonnum árið 1965 i 50 þúsund tonn árið 1970, og ýsuaflinn hrapaði úr 53.506 þús. tonnum árið 1965 i 35.036 þús.tonn áriö 1969. Heildar- ýsuafli þeirra þjóða, sem stunda veiðar á Islandsmiðum var samtals 110.086 þús. tonnáriö 1961 en aðeins 46.613 þús. tonn árið 1969, þrátt fyrir meiri sókn og miklu fullkomnari veiðarfæri. Þorskur er sú fisktegund, sem er langmikilvægust i fiskveiðum tslendingum nú, og sannanir liggja nú fyrir um það, að um ofveiöi er að ræða á þorskstofn- inum. Visindamenn hafa nú sýnt fram á, að þorskseiðadauðinn er yfir 70% árlega og telja, að fiskveiöar eigi sök á fimmtungi seiða- dauðans. Meðaldur hrygningar- fisks hefur lækkað mjög mikið. Fiskur eldri en tiu ára er nú mjög sjaldgæfur, en fyrir 15-20 árum í&Xsíáí : . ■ 1. maí helgaður landhelgismálinu TÍMINN líi r / “••A.'V-. 'J! ^ • /4 / 111 • SÁ'' - í 'n/.-í var fiskur allt aö 15 ára aldri allalgengur. Ofveiði virðist hafa dregið mjög úr hrygningargetu þorsks- stofnins. Stærstur hluti stofnins hefur aðeins möguleika á að hrygna einu sinni á æviskeiðinu. Ásókn útlendinga mun stóraukasf Þessar staðreyndir liggja nú fyrir, en geigvænlegri er þó sú fyrirsjáanlega stórfellda aukning sóknar með stórum og full- komnum skipum, erlendra þjóða, búnum fullkomnustu veiði- tækjum, sem gera það kleift að leita uppi og hremma hverja ■ einustu bröndu i sjónum. Þess vegna geta Islendingar ekki beðiö með varnaraðgerðir. Þeir eru þar aö verja lif sitt. Þeir geta ekki horft aðgerðalausir upp á það, að fiskistofnunum við tsland verði - utrýmt. Þess vegna færum við út fiskveiðilögsöguna 1. september. Sú staöreynd, að islenzkir sjó- menn veiða aðeins um helming heildaraflans á miðunum við tsland og, að hundrað erlendir togarar hafa að meöaltali verið. að við veiðar á Islandsmiðum að undanförnu, sýnir ljóslega nauð- syn tvöfaldra aðgerða til að vernda fiskistofnana. I fyrsta lagi strangar verndunarreglur, sem strandríki (Island) setur á fiski- miðunum yfir sinu landgrunni, þ.e. innan 50 milna, og i öðru lagi verndun á vissum mikilvægum svæðum utan landgrunnsins með alþjóölegum eða svæðisbundnum samningum. Islendingar munu nú fullnægja fyrra skilyrðinu 1. september næstkomandi. Hinu skilyröin'ju verður siðan að fullnægja meö al- þjóöasamstarfi, og þar mun Island leggja sitt lóö á vogar- skálina framvegis eins og hingað til, enda eiga Islendingar mikilla hagsmuna að gæta i þessu sam- bandi. Hins vegar hafa ýmsar aðrar þjóðir ekki eins mikinn áhuga i þessu efni. Þær telja sér þvert á móti hagkvæmt, aö hinir stóru veiðiflotar þeirra geti farið á fjarlæg mið við strendur annarra rikja, veitt allan þann fisk, sem þeir geta fengið á þeim miðum, en haldið siðan á ný mið, þegar þeir eru búnir að eyði- leggja hin fyrri með ofveiði. Það eru þessar þjóðir, sem mótmæla verndaraðgerðum tslendinga á landgrunni tslands. Bretar eru i þeim hópi. Þeir neita, að um of- veiöi á fiskistofnunum viö tsland sé að ræða.... En er ekki rétt fyrir Breta að hugleiöa það betur, hvort það þjóni ekki hagsmunum þeirra, þegar til lengdar lætur, aö gripið verði til ráðstafana til aö hindra eyðileggingu fiskistofnanna 1 Noröur-Atlantshafi áður en um seinan er. Gætu þeir, viö nánari könnun málsins, byggt á þeirri bitru reynslu, sem þeir hafa nú fengið i Barentshafi og viðar og vist er það, að á næstu árum hafa brezkir togaraútgerðarmenn og sjómenn miklu rikari ástæðu til að óttast stóraukna sókn sovézkra og pólskra togara og jafnvel japanskra togara á miöin i N- Atlantshafi, en verndunarað- gerðir Islendinga á uppeldis- og hrygningarstöðvum fiskistofn- anna á islenzka landgrunninu. „Kerfisbundnar gereyðingar- veiðar" Þessu til áréttingar má minna á grein, sem birtist i hinu virta stórblaöi I Bretlandi, Sunday Times, 17. marz 1971. 1 lauslegri þýöingu sagði i þessari grein m.a.: „Fyrir tiu dögum (þ.e. i byrjun marz 1971) var rússneskur togari tekinn við ólöglegar veiöar innan 12 milna markanna út af Muckle Flugga-vitanum á Hjaltlands- eyjum. Ot af fyrir sig var þetta enginn merkisatburður, en þó athyglisveröur viö nánari at- hugun, þvi að hann minnti menn á Viö störf um borð I skuttogara þá óhugnanlegu staðreynd, að rússneski fiskiflotinn, sá mest v- elvæddi og sá floti, sem viöast sækir, er nú farinn aö nota veiði- aöferöir, sem eru svo árangurs- rikar og harkalegar, að öll hafs- væði eru i bráðri hættu af þessum kerfisbundnu gereyöingar- veiöum. 31.500 millj. kr. á ári Kaspiahafiö og flest grunn- slóðamið við stréndur Sovétríkj- anna eru undirlögð mengun, og Rússar leita þvi út á úthöfin að nýta möguleika þeirra til hins ýtrasta. Arleg fjárfesting i rússnesku fiskveiðunum er sögð um 150 millj. sterlingspunda (31.500 millj. isl. króna). Þessi mikla fjarfesting hefur haft I för meö sér furðulega uppbyggingu vélvædds fiskiflota, fjöldasmiði fullkomnustu og bezt útbúnu togara heimsins af öllum hugsan- legum gerðum og stæröum, allt frá stærstu verksmiöjutogurum til lltilla reknetabáta. Og það er veiddur allur fiskur, hvort heldur viö botn eða uppi i sjó, I botn- vörpur, flotvörpur og net, jafnvel dælur.” Framhald á bls. 16. Sextiu hendur á lofti á alþingi ..M

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.