Tíminn - 30.04.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.04.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 30. april 1972 TÍMINN 1. maí ávarp Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga 1972 Verkafólk um viða veröld! Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins l. mai kallar Al- þjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélaga ykkur enn á ný til baráttunnar fyrir réttlæti og virðingu hinum vinnandi manni til handa. I þessari bar- áttu verðum við að sameinast og tengja krafta okkar yfir landamærin til hjálpar hinum veiku og kúguðu. Andstæðingar vorir láta ekki landamæri hindra at- hafnir sinar — við verðum að mæta þeim á alþjóðlegum vettvangi brynjaðir hug- sjónum okkar og órofa sam- heldni. Við höfnum grund- vallarreglum, sem byggðar eru á eigingirni, gróðafikn og arðráni annarra. Einkunnar- orðin: „Hver er sjálfum sér næstur", eru ekki okkar kjör- orð. Að undanförnu hefur unga fólkið sýnt æ greinilegar hvar i sveit það vill skipa sér. Æskan gengur i lið með okkur i bar- áttunni fyrir nýju þjóðfélagi, þjóðfélagi, sem okkur finnst við eiga hlutdeild i — þjóð- félagi, þar sem réttlæti, bræðralag og félagsleg gildi eru hafin til vegs, — ekki auður, óhóf og forréttindi, né nokkur maður beygður undir þvingandi kúgunarvald skrif- finnskualræðis. Auðvaldsöflin eru sterk, rikisauðvaldsöflin eru sterkari, en við erum ákveðin i að reka þau á undan- hald skref fyrir skref, unz við höfum unnið verkamanninum rétt til að móta nýjan og rétt- látari heim. 1. mai i ár, lýsum við yfir at- vinnulýðræði sem markmiði okkar, rétti vinnandi fólks til að hafa hönd i bagga um allar þær ákvaröanir, sem bein áhrif hafa á afkomu þess. Leiðirnar að þessu marki eru margar, farartálmarnir einnig. En verkalýðsfélögin eru staðráðin i að gera at- vinnulýðræði að veruleika. Þau krefjast meðákvörðunar- réttar i fyrirtækjunum, i þjóð- félaginu og á alþjóðavett- vangi. Til þess að þessar kröfur náist fram þarf ÞINA Iiðveizlu. Við okkur blasa verkefni, sem krefjast afstóðu af okkar hálfu: Pólitisk kúgun og ein- ræði, tillitsleysi til almennra mannréttinda og réttar verka- lýðsfélaga, kynþátta undirok- un eins og hún er iðkuð i ýms- um hlutum heims og sérstak- lega af minnihlutastjórn S- Afriku i eigin löndum og i Namibiu, djúpið, sem staðfest er milli rikra og fátækra, milli stétta eða þjóða, hinar brýnu kröfur þriöja heimsins, þörfin fyrir varanlegan frið og af- vopnun. Þessi verkefni og við- brögð hinnar frjálsu verka- lýðshreyfingar við þeim, verða meginverkefni 10. heimsþings ICFTU nú i sumar. Lausnir þessara verk- efna verða uppistaðan i stefnu okkar og kröfugerð i framtið- inni. Við vitum að þessar kröfur munu mæta andstöðu atvinnu- rekenda, rikisstjórna, hags- munahópa. Baráttan verður hörð, hún mun krefjast fórna. Til að efla styrkleika okkar verðum við að skipuleggja þá, sem enn standa utan samtaka. Ef þú ert félagi í frjálsu verkalýðsfélagi, minnstu þá i dag þeirra sem áunnu þér þessi réttindi, ef þú býrö við harðstjórn og átt i baráttu fyrir þessum réttindum, mundu að ICFTU stendur þér við hlið. Alþjóðleg samheldni þýðir, að við verðum að hjálpa hvert öðru — gerum þetta að kjörorði voru 1. mai. Stjórn Bandalags starfs- manna rikis og bæja sendir öllum launamönnum kveðjur og heillaóskir á hátiðis- og baráttudegi launþega. Brýnasta mál opinberra starfsmanna er, að þeir fái fullan samningsrétt til jafns við aðra og afnám lögskipaðs gerðardóms i kjaramálum. Enn er það jafn brýnt verk- efni og áður fyrir launþega- samtökin að tryggja við- unandi lágmarkslaun. Þau skref, sem stigin hafa verið i þeim efnum, ná of skammt.Til þess að von sé um nægilegan árangur i þessu lifshagsmuna- máli, verður að taka upp nýjar baráttuaðferðir með samstöðu allra launþegasamtaka. 1. maí ávarp B.S.R.B. Opinberir starfsmenn leggja áherzlu á, að ekki verði hvikað frá verðtryggingu launa og greiðslu fullrar verðlagsuppbótar. Yfir þjóðina velta nú stöðugar verðlagshækkanir, eins og fyrirsjáanlegt var, þegar verðstöðvun lyki. Ný úrræði verður að reyna til þess að stöðva verðbólgu- þróunina. Stjórn B.S.R.B. hefur áður bent á það úrræði, að allar peningalegar til- færslur, skuldir og innstæöur, laun og vextir verði tengdir réttri visitölu, en gengið gefið að mestu leyti frjálst. Stjórn B.S.R.B. itrekar hér með fyrrj ábendingar sínar i þessu efni og telur óverjandi að ekki séu reyndar nýjar leiðir i efnahagsmálum, þegar óðfluga virðist stefna að enn einni gengislækkun til stór- tjóns fyrir allan almenning. Opinberir starfsmenn leggja ennfremur áherzlu á: að öllum starfsmönnum verði tryggð aðild að lifeyris- sjóðum og eftirlaunarétti og komið verði á verðtryggingu allra lifeyrissjóða, að komið verði á hagstofnun launþega, að við endurskoðun á skatta- kerfinu verði þess gætt, að skattar komi réttlátlegar niður en nú er og til að tryggja slikt betur verði skatteftirlit hert og komið i veg fyrir undandrátt, að stjórnvöld og samtök opin- berra starfsmanna geri sameiginlegt átak til að koma á skipulagðri starfs- hæfingu og félagsmála- fræðslu til að mæta á hag- kvæman hátt kröfum nýs tima um breytta starfs- háttu. Stjórn Banda'-gs starfs- manna rikis og bæja telur, að launþegasamtökin verði sifellt að leita nýrra leiða i kjarabar- áttunni i samræmi við breyttar aðstæður og þjóð- félagshætti og aö samstarf og samstaða allra launþega- samtaka sé alger forsenda fyrir árangri i baráttunni fyrir bættum lifskjörum. Avarp 1. maí nefndar verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði tslenzk verkalýðshreyfing treystir samtök sin 1. mai i ör- uggri vissu þess og vitund að grundvöllur allra kjarabóta, allrar sóknar samtakanna byggist Á þvi að samtökin séu vakandi, heilsteypt og sterk. A þessum vordegi er ís- lenzka þjóðin stödd á örlaga- stundu, útfærsla landhelginn- ar i 50 milur verður orðin stað- reynd að fjórum mánuðum liðnum. Verður þar að veruleika krafa verkalýðssamtakanna og reyndar þjóðarinnar allrar. Þjóðarnauðsyn krefst þess- ara. aðgerða; þar sem fiski- miðin eru þýðingarmestu auð- lindirnar sem Islendingar hafa til lifsbjargar. Þvi hiýtur verkalýðs- hreyfingin að gera útfærslu landhelginnar i 50 sjómilur að aðalefni á hátíðarhöldum sln- um 1. mai 1972. Fyrsti mal er baráttudagur, skal þess minnst nú, að tvær meginkröfur verkalýðsins, sem settar hafa verið fram og barist fyrir á undanförnum árum þ.e. stytting vinnuvik- unnar I 40 klukkustundir og mánaðarorlof, hafa nú náð fram að ganga. Er rikisstjórninni þökkuð framganga hennar fyrir þvi.að svo skuli hafa tekist til en jafnhliða skal hún minnt á fyrirheit sín um 20% kaup- máttaraukningu. Krefjast verður þess, að verðhækkunarskriðan veröi stöðvuö og allar hækkanir á Hfsnauðsynjum almennings bannaðar. Hafnfirzkalþýða. Fram tilbaráttu. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir janúar og febrúar s.l., og nýá- lagðan söluskattfrá fyrri tima, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum van- greiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttar- vöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja kom- ast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 28. april 1972. Sigurjón Sigurðsson. ísl. verkalýðsfélögín styðja þýzka verkalýðssambandið Tvöfaldozt Framhald af bls. 20. Eftirfarandi simskeyti var sent föstudaginn 28. april til býzka Verkalýðssambandsins: i „Það er sameiginleg ósk verka- fólks um allan heim.að dregið verði úrspennuog viðsjám rikja FERMINGAR Langholtskirkja Fermingarbörn sunnudaginn 30. aprll kl. 10:30. Asta Iijiirk Rlkharfisdóttir, Nökkvavogi 28 Eltnbct Rögnvaldsdóttir, Langholtsvegi 104 Ingibjörg Loftsdóttir, Alfheimum 58 Kristtn Astþórsdóttir, Efstasundi 17 Linda Hrönn Rikarosdóttir, Nökkvavogi 28 Sofia Kristin Sigur&ardóttir, Rau&ager&i 14 Súsanna Helen Davi&sdóttir, Einarsnesi 20 Arni Hrafnsson, Alfheimum 66 Björgvin ómar Gislason, Alfheimum 19 Guobjörn Sigvaldason, Skipasundi 12 Guojon Þór Rafnsson, Ljósheimum 14 Halldór Lárus Pétursson, Gnooarvogi 42 Hjalti Eggertsson, Langholtsvegi 103 Ingólfur Kristinsson, Sólheimum 40 Magnús Bergmann Magnusson, Þdrufelli 8 Pétur Astvaldsson, Efstasundi 86 Sigmundur Gu&mar Sigurjónsson, Alfheimum 32 Sigurgeir Vagnsson, Eyjabakka 16 Þorleifur Sigurour Asgeirsson, Safamýri 34 Þorsteinn Grétar Hjartarson, Go&heimum 2 Þórir Barodal, Rau&alæk 59 Þórir Kristján Flosason, Ljósheimum 20 Altarisganga mibvikudaginn k). 20:30 I milli, jafnframt að óska vin- samlegri og nánari samskipta þjóða. Vér undirritaöir viljum þvi per- sónulega lýsa yfir eindregnum stuðningi við vestur-þýzk verka- lýðssamtök,sem vinna að þvi að samningar þeir, sem núverandi rikisstjórn V-býzkalands hefur gert við Austur-Evrópurikin, Sovétrikin og Polland, verði endanlega staðfestir. Meö sáttarkveðju. Björn Jónsson, forseti Alþýðu- samb. fslands Snorri Jónsson, framkvstj. Alþýðusamb. tslands Eövarð Sigurðsson form. Verkamannasamb. Isl. Benedikt Daviðsson form. Sambands byggingam. Jón Sigurðsson form. Sjó- mannasambands Isl, Einar Ogmundsson form. Landssamb. vörubifrstj. Magnús Geirsson form. Rafiðnaðarsambands ísl. bórólfur Danielsson form. Hins isl. prentarafélags Guðjón Jónsson varaform. Málm-og Skipasmiðasamb. Isl." legt aö öllum félagsmönnum I samvinnuféllögunum yrði gefinh kostur á aö gerast hluthafar I bankanum. Endurkjörnir voru I bankaráö þeir Erlendur Einarsson forst., formaður, Hjörtur Hjartar frkv.stj., varaform, og Vilhjálm- ur Jónsson frkv.stj., og til vara Asgeir Magnússon frkv.stj., Hjalti Pálsson frkv.stj. og Ingólf- ur ólafsson kf.stj. Endurskoöendur voru kjörnir þeir óskar Jónatansson aðalb. og Magnús Kristjánsson fyrrv.kfstj. 8mi¥ÍlinBIMUMBI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.