Tíminn - 30.04.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.04.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 30. april 1972 A MORGUN Framhald af bls. 11. Þá er i greininni m.a. þessi lýsing á úthafstogurum Rússa: „Flest um borð er unniö meö sjálfvirkum ve'lum, spilinu stjbrnað frá brúnni, og það hifir nær 60 m. á minútu, fiskurinn er kældur strax og hann kemur úr veiðarfærinu og unninn úr þessum kæligeymslum i sjálf- virkum fiskvinnsluvélum, sem vínna i 32 þumlunga blokkir, sem aðrar vélar taka siðan við og pakka i loftþéttar umbúöir og siðan i pappaöskjur. Allur úrgangur er unninn i lýsi og mjöl. Fiskleitartækin eru hljóðburðar- tæki af nýjustu gerð, sem leita bæði lárétt og lóðrétt og eru svo nákvæm orðin, að hægt er að þekkja á fisksjánni, hvaða tegund er um að ræða. Þessi fiskleitar- tæki svo og öll siglingartækin eru eins fullkomin i þessum fiski- skipum og i herskipum, þvi að þessi skip eiga eínnig aö þjóna njósnastarfi og eru þvi buin þeim leitartækjum, sem bezt þekkjast." „Það er ördeyða á þeim svæðum, sem þeir hafa forið yffr" Þessari athyglisverðu grein i Sunday Times, sem ér talið eitt virtasta blað i Bretlandi, lýkur svo með þessum orðum: „Þessi skip skilja ekki eftir nema kannski svifið á þeim haf,- væðum, sem þau fara yfir. Rússarnir hirða allt, sem i vörpuna kemur og vinna ruslið i mjól, eins og áður segir. Það er ördeyða á þeim svæðum, sem þeir hafa farið yfir." Það er þessi þróun og þessi framtiðarmynd, sem Bretar ættu að óttast miklu miklu fremur en verndunaraðgerðir Islendinga á uppeldis — og hrygningar- stöðvum fiskstofnanna i Norður Atlantshafi við Island. Bretar myndu vakna upp við vondan draum, áður en mörg ár liða, þótt engin útfærsla ætti sér stað á fiskveiðilögsögu Islendinga. Sunday Times kallar aukningu rússneska fiskiflotans „óhugnanlega staðreynd", og fullyrðir að þessi floti, sem vitað er aö muni enn vaxa hröðum skrefum, ,,sé farinn að nota veiði- aðferðir, sem eru svo árangurs- rikar og harkalegar að öll haf- svæðin eru i bráðri hættu af þessum kerfisbundnu ger- eyðingarveiðum". En telji brezk blöð ástæðu fyrir Breta að óttast þessa þróun, þá er ástæðan margfalt, margfalt rikari fyrir tslendinga, sem eiga allt sitt undir þvi, aö fiskimiðin á islenzka landgrunninu verði ekki að ördeyðu gerð. Hverra hagsmunir eru raunverulega í veði? En það er fleira, sem Bretar mættu hyggja að i þessu sam- bandi og vissulega timabært fyrir þá nú, er þeir hafa gengið i Efna- hagsbandalag Evrópu. Aðal- hvatinrf að frjálsari og hömlu- minni heimsviðskiptum hefur verið sú trú, að það væri öllum fyrir beztu að nokkur verkaskipt- ing ætti sér stað i framleiðslu þjóðanna og hver þjóö ætti að fá að framleiða og selja á sem frjálsustum markaði, það sem væri henni eðlilegast og hag- kvæmast að framleiða — það er að segja það, sem hún gæti fram- leitt betur og ódýrar en aðrar þjóðir. Kenningin er sú, að það verði öllum þjóðum til hags, er til lengdar lætur. Þessi rök hefur rikisstjórn Bretlands meðal annars flutt til rökstuðnings stefnu sinni að ganga i Efnahags- bandalag Evrópu, og þeim ávinningi, sem Bretar ættu þar af að hafa. Útgerð Breta hefur átt i tal- sverðum erfiðleikum, og stað- reyndin er sú, að þvi fer f jarri að heildarhag Islendinga og nágrannaþjóða sé bezt borgið með þeim hætti, sem nú er staöið að fiskveiðum og alþjóölegum viðskiptum meö fiskafurðir við norðanvert Atlantshaf. Monika viö eina mynda sinna. Sýnir í Arketektaþjónustunni ÞÓ-Reykjavik Þýzk kona Monika Buttner, hefur opnað sýningu á 32 mál- verkum i sýningarsal 'ÁSf að Laugavegi 26. Flestar eru myndirnar vatnslitamyndir, einnig nokkrar krítamyndir, teikningar og myndskreytingar. Monika er búsett hér á landi og gift Islenzkum manni. Hún nam við myndlistaskóla I Berlin. Eftir það hefur hún myndskreytt bækur, og segir, að ekk'i sé of mikið að gera fyrir teiknara hér á landi. Þá hefur Monika fengizt við aö skreyta glugga. Sýning Moniku veröur opin frá kl. 17 - 22 hvern dag frá 22.april til l.maí. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu og er verð frá kr. 1000 til 3500. OMEGA Nivada (g)|pM^ PiERPOflT JUþina Magnús E. Baldvinsson S Laugavegi 12 - Sími 22804 Nágrannaþjóðir okkar, sem saíkja á Islandsmið, greiða niður skip sin úr rikissjóði og styrkja fiskveiðar togara sinna á Islands- miðum með margvislegum hætti. Hér er um feiknalegar fjárhæðir að ræða, svo erfitt er að gera ser glögga grein fyrir þvi, hversu mikið það kostar raunverulega umræddar þjóðir að sækja þennan afla á tslandsmið. Þær taka helming heildaraflans á Islandsmiðum á móti Islendingum, og vissulega væri það verðugt verkefni að reikna það út með nokkurri vissu, hve miklu dýrar það er fyrir þessar þjóðir að sækja afla með eigin togurum hingað, i stað þess að kaupa fisk af Islendingum. Þá má fullyrða það, að Islendingar geti veitt og selt viðkomandi þjóðum sömu fiskafurðir á miklu raun- lægra verði en þær þurfa raun- verulega að greiða með þvi að sækja fiskinn sjálfar á þann hátt, sem nú tiðkast með styrkjum til útgerðar og niðurgreiðslu á skipum og á viðgerðum skipa. Þessar sömu þjóðir setja veru- legar skorður við innflutningi fiskafurða frá Islandi, bæði með tollum og innflutnings- kvótum, sem eru miklu óhag- stæðari en á öðrum iðnvarningi, þannig að viðskiptahagsmunir Islendinga, sem hafa sérstaka að- stöðu til að framleiða góðar og ódýrar fiskafurðir, eru skertir miðað við þær þjóðir, sem byggja útflutning sinn á almennum iðnaðarvörum til þessara rikja. Þjóna þessir óheilbrigðu við- skiptahættir með fiskafurðir hagsmunum þjóðanna, þegar ofan i kjölinn er skoðað? Þvi má hiklaust svara neitandi. Þá viðurkenningu er hinsvegar erfitt að draga fram hjá andstæðingum okkar i landhelgismálinu, en sannleikurinn er sá, að útfærsla landhelginnar i 50 sjómilur er fyrst og fremst nauðvörn okkar gegn þessum óhagkvæmu við- skiptaháttum, sem skerða ekki einungis okkar hag, heldur og einnig nágrannaþjóðanna. Hollast er fyrir allar þjóðir, að það verði hæ'tt að ganga fram hjá þessari óhagganlegu staðreynd. Svo mættu Bretar gjarnan til viðbótar þessu hugleiða, hver hagur þeirra fiskimanna, sem veiða á grunnmiðum við England, Wales og Skotland væri nú, ef Bretar hefðu ekki fært út i 12 milur i kjolfar útfærslunnar við tsland, eftir að þeir höfðu beitt herskipum gegn Islendingum. Lífshagsmunir Sjávarútvegur og fiskiðnaður er undirstaða alls efnahagslifs á Islandi. Um 90% útflutnings Islendinga er fiskur og fisk- afurðir. Um fimmtungur þjóðar- tekna Islendinga kemur úr fiskiðnaðinum, en um helmingur þjóðarteknanna er bundinn verzlun við önnur lönd og sýnir það, hve gifurlega Islendingar eru háðir útflutningi sjávarafla. A tslandi eru engir málmar, engin olia, sem er mikil búbót ýmsum öðrum þjóðum og þær gera kröfu til að fá einar að nýta—mörg hundruð milur út frá stróndum sinum samkvæmt Genfarsamþykktinni frá 1958. Við verðum að flytja inn gifurlegt magn af neyzluvörum og hráefnum. Fyrir allt verðum við að borga með fiski og fiskafurðum. Þess v.egna höfum við nú sagt upp nauðungarsamningunum frá 1961, um leið neitum við að þurfa einir þjóða heimsins að afsala okkur rétti til einhliða útfærslu fiskveiðilögsögu og hlita úrskurði dómstóls, sem hefur við engin al- þjóðalög i þessum efnum að styðjast, en hlýtur að þurfa að byggja á ihaldssömum sjónarmiðum. Við viljum enga áhættu taka, þegar lifsréttur okkar og afkomenda okkar eru I veði. Þessvegna bíðum við ekki 1 framsöguræðu sinni á Alþingi fyrir þingsályktunartillögu rikis- stjórnarinnar um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 50 sjómilur, sagði Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra meðal annars: „Ein er sú spurning, sem oft- lega er lögð fyrir okkur i sambandi við þetta mál. Hvers vegna biðið þið ekki eftir hinni fyrirhuguðu Hafréttarráðstefnu 1973, og sjáið til, hvað þar gerist? Þetta er i sjálfu sér ekki óeðlileg spurning, og vel má verafað sumum ókunnugum gangi illa að skilja, að við skulum ekki geta beðið. En við verðum að svara þvi til, að málið er að okkar dómi svo aðkallandi, að það þolir ekki slika bið. Við teljum suma fiskstofna i yfirvofandi hættu. Það eru siðustu forvöð að gera vissar friðunarráðstafnir og setja reglur um skynsamlega hagnýtingu fiskimiða landgrunnsins.. Það er á okkar valdi að setja slikar reglur upp á eindæmi, þegar fisk- veiðimörkin hafa verið færð út. Paö er of seint að gripa i taumana, þegar fiskstofnarnir hafa verið eyðilagðir og miðin eru uppurin. Við getum ekki tekið slika áhættu, enda er með öllu óvist,að ráðstefnan verði haldin 1973. Margir telja liklegt, að henni verði frestað... Ennfremur minnum við á, aö það hefur áður verið sagt við okkur aö biða. Það var gert fyrir ráðstefnuna 1958, — við biðum, en á ráðstefnúnni 1958náðistengin lausn. Þá urðum við að gripa til okkar ráða og færa út þrátt fyrir mótmæli ýmissa þjóða.... Þá er og á það að lita, að það er yfirlýst stefna stórvelda, að fá 12 sjómilna landheigi sam- þykkta á faðstefnunni sem al- þjóðalög. Þó að ekki séu miklar likur til að slikt takist, er ekki leyfilegt að loka augunum fyrir þeim möguleika. Ef svo færi, væri erfitt um vik á eftir. Hins vegar er hugsanlegt að jafnvel i þvi falli yrðu riki ekki skyldug til að stiga til baka þau skref, sem þau hefðu þegar stigið, og gæti þvi ef til vill haldið þeirri landhelgi, sem þau hefðu þegar ákveðið, enda þótt viðáttumeiri væru. Þetta eru meginástæðurnar fyrir þvi, að við getum ekki haldið að okkur höndum og beðið, enda er reynslan sú, að i þessu efni hefur aldrei neitt áunnizt, nema með ákveðnum aðgerðum af Islendinga hálfu. Það Iætur út af fyrir sig ekki illa i eyrum, að útfærslu fiskveiðimarka eigi að byggja á alþjóðasamningi, og ekki verði viðurkennd útfærslan nema hún byggist á alþjóða- samningi. En ég spyr, hvaða útfærsla, og hvenær hefur það átt sér stað þannig? Ég þekki ekki til þess. Hafa stórveldin stuðzt við slikan alþjóðasamning, þegar þau hafa fært út hjá sér? Nei, ég held ekki. Nei, i þessum efnum hafa tslendingar ætið þurft að berjast fyrir retti sinum. Þeir hafa engum áfanga náð öðru visi. Við verðum enn að tala það mál, að viðmælendur okkar skilji, að okkur er alvara. Þar dugar engin tæpitunga. Hun hefur aldrei dugað i sjálfstæðismálum Islendinga. En hér er i rauninni um sjálfstæðismál að ræða. Við getum ekki sætt okkur við það, að okkur sé ætlað að fara eftir ein- hverjum imynduðum réttar reglum, sem önnur riki hafa ekki farið eftir, þegar þau hafa fært út hjá sér, eða helgað sér land- grunnsbotn og auðlindir þar." Tvískinnungur stórveldanna Andstaða Breta og Vestur- Þjóðverja gegn baráttu Islendinga, smáþjóðar, sem berst fyrir rétti sinum til einu nátturu- auðlindarinnar, sem land hennar fóstrar, gefur tilefni til að gera að umtalsefni þann tviskinnung og það tvöfalda siðgæði, sem stór- veldi leyfa sér oft að viðhafa I al- þjóðamálum i skiptum við smærri riki. Engin þjóð heimsins er jafnháð fiskveiðum, og þar með rúmri f i skveið i 1 andhe1gi, og Islendingar. Enginn leyfir sér að draga þá staðreynd i efa — ekki einu sinni Bretar og Vestur-Þjóö- verjar — þessi staöreynd segir, aö þjóðum heimsins beri þvi að sýna þá sanngirni, að leyfa Islendingum að hafa fiskveiði- landhelgi, sem sé eins rúm og mest se* viðurkennt i alþjóða- samskiptum de jure eða de facto. Suöur-Amerikuriki hafa tekið sér 200 milna landhelgi. Islendingar fara aðeins fram á 50 milna fisk- veiðilögsögu. En hver eru viðbrögð Breta og Þjóðverja gagnvart 200 milum Suður- Amerikurikja? Er það viðskipta- strið, hótanir og ofbeldi? Nei. Þessi stórveldi hafa keppzt'um það á undanförnum árum að auka viðskipti við Suður-Ameriku- þjóðir i margvislegum myndum og veitt þeim margvislega aðstoð til lifskjarabóta i formi lána og fjárfestingar. Þannig haga stór- veldi seglum eftir hagsmunavindi sinum, og beina nú spjótum sinum gegn smáþjóð, sem berst fyrir lifi sinu. Hótanir EBE-ríkja Riki Efnahagsbandalags Evrópu, með Bretland og Vestui Þjóðverja i broddi fylkingar, hóta okkur nú hörðu. Efnahagsbanda Jagið hefur viðtæka möguleika ti. þess að beita okkur þvingunum á viðskiptasviðinu. Raunarer þess: baratta Efnahagsbandalags Evrópu gegn okkur, minnsta riki Evrópu, þegar hafin. Efnahags bandalagið hefur gert íslendingum langohagstæðasta tilboð þeirra þjóða, sem leita eftir viðskiptasamningum við banda- lagið nú, eftir að sýnt er, að EFTA leysist upp, með aðild Breta Dana og Norðmanna að Efnahagsbandalagi Evrópu. Efnahagsbandalagið hefur bundið hagstæðara tilboð til Islendinga þeim skilyrðum, að tslendingar hætti við áform sin að færa fiskveiðilögsöguna i 50 sjómilur 1. september næst komandi. Að slikum kröfum munu Islendingar aldrei ganga. Þeir munu heldur ekki undan láta, þótt Efnahagsbandalaginu muni ekki þykja nóg að gert, að neita þeim um eðlilega viðskipta- samninga á grundvelli gagn-. kvæmra réttinda, heldur láti einstök EBE — riki innflutnings- bann fylgja i kjölfarið. Við munum ekki láta beygja okkur. En séum við staðráðin i að láta ekki kúga okkur i þessu lífshags- munamáli, þurfum við að gera okkur sem bezta grein fyrir þvi, hvað barátta okkar kann að kosta okkur i bili, hvaða fórnir við þurfum að færa nú, til þess að tryggja framtiðarhagsmuni og til að standa á lifsrétti okkar, og siðast en ekki sizt til hvaða ráða við eigum að gripa til að mæta þeim erfiðleikum, sem efnahags- bandalagslöndin geta bakað okkur. A siðasta ári fór 27% útflutnings okkar til Efnahags- bandalagsrikjanna og Danmerkur, Noregs og Bretlands. Við þurfum þvi kannski að afla fjórðingi útflutnings-framleiðslu okkar nýrra markaða. Þetta verða menn jafnan að hafa i huga um leið pg þeir fagna hverri nýrri yfírlýsingu rikja utan efnahags- bandalagsins, sem lýsa stuðningi við málstað okkar og bara'ttu i landhelgismálinu. Og litill vafi er á þvi, að meirihluti þjóða heims styður nú stefnuna um viða fisk- veiðilögsögu strandrikja. En i þessu sambandi skiptir það okkur geysilega miklu máli, hver afstaða Bandarikjastjórnar og stuðningur hennar við okkur verður. Bandarikin eru fyrir okkur ekki aðeins öflugasta veldið meðal hinna vestrænu rikja, heldur er þar i landi stærsti 'og hagstæðásti fiskmarkaður Islendinga — sá markaður, sem langliklegastur er að geta tekið við þeim fjórðungi útflutnings- framleiðslu Islendinga á hagstæðu verði, sem EBE kynni að loka fyrir eftir 1. sept. næstkomandi. 1 baráttu okkar fyrir 50 sjómilna lögsögunni er við stórar og voldugar þjóðir að glima. En við munum ekki láta undan hótunum, viðskiptastriði, né her- skípaofbeldi. Frá ákvörðun Alþingis veröur ekki hvikað. Það var festa og alvara i þeirri yfir- lýsingu, sem Olafur Jóhannesson forsætisráðherra gaf á alþingi, 15. feb. sl.: „Ég vil taka það skýrt fram, við þetta tækifæri, að það verður ekki af rikisstjórnarinnar hálfu um að ræöa neinar tilslakanir frá þeirri stefnu, sem mörkuð er með þessari Alþingissamþykkt. Rikisstjórnin mun fylgja henni fast fram." A morgun, 1. mai, mun islenzk alþýða fylkja liði og sýna með myndarlegum hætti, að hún stendur fast að baki Alþingi og rikisstjórn i þessu máli, og mun taka hraustlega undir þessa til- vitnuðu yfirlýsingu Olafs Jóhannessonar forsætisráðherra. —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.