Tíminn - 07.05.1972, Page 7
Sunnudagur 7. mai 1972.
TÍMINN
7
Þegar ringdi járni
— A eistnesku eynni Saar-
emaa i Eystrasalti finnast svo
að segja allar gerðir af sprengi-
gigjum eftir loftsteina, sem
þekkjast. Eistneskur jarðfræð-
ingur, Age Aaloe, hefur með
viðtækum rannsóknum fundið
skýringu á fyrirbærinu. Fyrir
um það bil 3000 árum sprakk
risaloftsteinn úr járni i and-
rúmsloftinu yfir eynni. Gizkað
er á,að loftsteinninn hafi vegið
um 1000 tonn og við spreng-
inguna féllu brotin úr honum
eins og járnskúr yfir eyna, svo
að jarðvegurinn tættist upp og
gigarnir mynduðust.
Járnstykkin voru mjög stór.
Hin stærstu, sem menn hafa
fundið örugg merki um, hafa
skollið á jörðinni með ægihraða
og myndað rörlaga sprengigigi,
næstum 120 metra i þvermál.
Munið þið eftir Bettinu?
Bettinu tókst aldrei að verða
þriðja kona Ali Khans, eins og
allt benti til að hún yrði. Hún
var eitt sinn eitthvert vinsælasta
módel heimsins, en lagði starf
sitt á hilluna fyrir ástina á Ali
Khan. 1 fimm ár var hún stöðugt
i nærveru þessa væntanlega
leiðtoga Múhameðstrúar-
manna, og-hún sat við hlið
hans, þegar hann lenti i bil-
slysinu i Paris, þar sem hann lét
lifið. Það var fyrir tólf árum.
Nokkrum minútum, áður en Ali
Khan dó, vaknaði hann til
meðvitundar, og hvislaði, er
Bettina lifandi! Hún lifði, þótt
undarlegt megi virðast, þvi
betta var ægilegur árekstur. I
dag er Bettina 47 ára
gömul og einn er hún
mjög glæsileg kona.
Hún hefur ekki getað gleymt Ali
Khan. Ég elska hann enn, og
mun gera það svo 'lengi sem ég
lifi. Sé til lif eftir þetta lif, segir
hún ennfremur, þá mun ég
einnig elska hann í þvi. Það var
sjaldan hugsað um Ali Khan
sem son æðsta manns
múhamðestriiarmanna, oftar
var hans getið i sambandi við
konu sina Ritu Hayworth.
Lifnaður Ali Khan varð til þess
að faðir hans ákvað, að Karim
Aga Khan skyldi erfa forystu-
hlutverkið. Leiðir þeirra Ali og
Bettinu lágu saman, þegar Ali
var enn kvæntur Ritu
Hayworth. Bettina hafði verið
fengin til þess að sýna þeim
tizkufatnað i Paris, en hjónin
komu tveimur klukkustundum
og seint. Bettina varð ofsareið,
og hundskammaði Ali og Ritu
og sagði, að þótt fólk væri
auðugt hefði það alls engan rétt
til þess að virða ekki tima
vinnandi fólks sem skyldi. Ali
varð undrandi, enda átti hann
ekki sliku að venjast. 1
afsökunarskyni sendi hann
Bettinu tí tylttir rosa. Það var
ekki fyrr en tveimur árum
siðar, sem þau hittust á ný, og
þá voru þau Ali og Rita skilin.
Ali og Bettina urðu óaðskiljan-
leg, þó með þeim fyrirvara, að
austurlenzkir hættir Ali
kröfðust þess, að hann væri ekki
við eina fjölina felldur, en alltaf
snéri hann aftur til Bettinu.
Bettina hefur aldrei getað
gleymt elskhuga sinum. Lengst
af dvelur hún i húsi sinu á
Sardiniu, en bregður sér þó
stöku sinnum til Parisar, þar
sem hún nýtur hins ljúfa lifs
með Paolo Vassalo, forstjóra
næturklúbbsins Number ONF.
Danadrottning
tii Sovétrikjanna.
Pravda birti nýlega frétt þess
efnis, að formaður sovézku
sendinefndarinnar, sem nú er i
opinberri heimsókn i Dan-
mörku, ritari Æðsta ráðs SSSR,
M. Georgadze, hafi afhent
drottningu Danmerkur boð N.
Podgornis, forseta Æðsta ráðs
SSSR, um að heimsækja Sovét-
rikin. Drottningin þá boðið með
þökkum.
*
Gasafmæli i
Túrkmenistan
Fimm ár eru liðin um þessar
mundir siðan fyrst var farið að
vinna gas úr jörðu i sovétlýð-
veldinu Túrkmenistan i Mið-
Asiu. Nú koma um 50 milljónir
rúmmetra gass úr borholunum
austur þar á sólarhring. t lok ni-
undu fimm ára áætlunarinnar
árið 1975 er gert ráð fyrir, að
þrefaldað verði frá þvi sem nú
er það gasmagn, sem leitt er frá
Túrkmenistan eftir pipulögnum
til héraða i Evrópuhluta Sovét-
rikjanna.
Bankatölvan ruglaðist
Maður nokkur i Tours i
Frakklandi datt aldeilis i lukku-
pottinn nýlega, þegar hann ætl-
aði að taka 500 franka út úr
bankareikningi sinum. Notaði
hann til þess sjálfvirka vél, sem
hægt er að stinga sérstöku
spjaldi inn i og biðja um
ákveðna upphæð, og sér þá tölva
um afganginn. Allt i einu fóru
peningaseðlar að streyma út úr
vélinni, og hættu ekki að
streyma fyrr en maðurinn hélt á
4300 frönkum. Þetta var næstum
þvi niu sinnum meira, heldur en
Hans Kriete. en svo hét maður-
inn, hafði beðið um. Hann fór
heim til sin, en þa sagði vinur
hans honum, að trúlega myndi
tölvan draga þetta frá innstæðu
hans, svo þetta væri tæpast
óvæntur hagnaður. Kriete fór
þvi til lögreglunnar og skýrði fr-
á þvi sem gerzt hafði. Pening-
unum var skilað aftur i bank-
ann, og bankastarfsmennirnir
fóru að glugga i heilabú tölv-
unnar.
*
Prinsinn vinnur í London
Karl Gústaf krónprins i Sviþjóð
hefur verið i London i vor, þar
sem hann hefur starfað sem
bankamaður hjá Hambros-
bankanum i London. Hann er á
sex vikna æfinganámskeiði,
sem sænska verzlunarráðið
stendur fyrir i samvinnu við
Hambros-banka. Prinsinn lætur
vel af þvi að starfa i banka, en
sennilega verður þetta þó ekki
framtiðaratvinna hans.
Barnafatatizkan
Þessar tvær litlu dömur og
litli herrann hér á myndunum
vildu miklu frekar taka þátt i
tizkusýningu heldur en fara á
barnaheimilið sitt, að þvi er
sagt er. Börnin komu fram á
barnafatatizkusyningu i
Munchen i Þýzkalandi, en þar
voru sýnd nýjustu barnafötin.
Það helzta i barnafatatizkunni
voru stuttar peysur, buxur með
viðum skálmum, leðurjakkar
og röndóttur fatnaður. A
hátiðum og tyllidögum eiga
börnin svo að klæðast fötum úr
flaueli.
Hjónin vöknuðu um miðja nótt og
frúin hrópaði: — Albert, það
iskrar i mús niðri i stofu. — Hvað
er þetta kona. Ætlaztu til að ég
fari niður og smyrji hana eða
hvað?
Efir miðdegisverðinn hrósaði
einn af gestunum húsmóðurinn
fyrir hið indæla kaffi, sem hún
hafði borið á borð. — Já,
maöurinn minn kom með það
heim frá sjálfu kaffilandinu
— Virkilega. Hugsa sér, að það
að það skuli hafa haldist heitt alla
leiðina.
Sveinn fékk nafnlaust bréf, i
hverju stóð: — eggið hálfa
milljón i peningum undir annaö
tré til hægri i skemmtigarðinum,
annars rænum við konunni yðar.
Sveinn lagði bréf undir tréð. Þar
stóð: Ég á enga peninga, en ég
geri ráð fyrir, að þið standið við
loforðið.
MacSinnep kom heilli klukku-
stund of seint i vinnuna. — Hvað
varstu eiginlega að gera aíian
þennan tima? spurði forstjórinn.
— Það var kona á járnbrautar-
stöðinni, sem týndi shillingi og
allt fólkið hjálpaði henni að leita.
— Og hvað kom það þér við? —•
Ég stóð á honum.
—Þú ert greinilega nýr hérna.
Ljónin i dýrasafninu voru orðin
gömul og heldur illa útlitandi svo
forstöðumanninum datt ekki
betra ráði hug, en selja slippstöð-
inni þau fyrir varðhunda. Allt
gekk vel nokkrar vikur, en að þvi
kom, að upp úr sauö, þegar skrif-
stofustúlka hvarf.
—Þarna sérðu, sagöi annað ljónið
við hitt. —Þú áttir að láta kven-
fólkið i friði. Við erum búin aö éta
átta verkfræðinga, en enginn
hefur tekið eftir þvi.
DENNI
DÆMALAUSI
— Geturðu imyndað þér, að nokk-
ur skuli vera ánægður, yfir að
jólafriið er búið?