Tíminn - 18.05.1972, Side 2

Tíminn - 18.05.1972, Side 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 25. mai 1972. Gagnlegur sjónvarpsþáttur Þaö var fróölegt fyrir les- endur Mbl. aö fylgjast meö sjónvarpsþættinum „Setið fyrir svörum” í fyrrakvöld. Þar sátu fyrir svörum þeir Halldór E. Sigurösson fjár- málaráöherra og Geir Hallgrlmsson borgarstjóri, varaformaöur Sjálfstæöis- flokksins. Fjármálaráöherra svaraöi þar á hógværan og skilmerki- legan hátt þeirri gagnrýni sem stjórnarandstaöan hefui haft I frammi gegn efnahags- málastjórn ríkisstjórnar- innar. 1. Fjármálaráöherra hrakti þær firrur, aö rikisstjórnin heföi skert svo kjör launþega frá þvi desembersamningarn- ir voru geröir, aö kjarabætur þeirraheföu allar veriö teknar til baka, og vel þaö. Þetta er fullyröing stjórnarandstöö- unnar. Iiann kom meö tölur frá Hagdeild Framkvæmda- stofnunarinnar, sem sýndu hina miklu aukningu kaup- máttar, og benti á, aö nú væri I gildi óskert kaupgjaldsvisi- tala, og þvi mundu launþegar fá aö fullu bættar þær verö- lagshækkanir, sem óhjákvæmilegar hafa reynzt — ólikt þvi, sem var á viö- reisnartimanum, þegar kaup- gjaldsvisitalan var ýmist al- veg úr sambandi eöa stór- skert. 2. Fjármálaráöherra hrakti þær fullyröingar, aö niöurfell- ing persónugjaldanna myndi hafa i för meö sér kjaraskerð- ingu fyrir launþega. t fyrsta lagi er hér um stórkostíegar réttarbætur fyrir þá, sem litl- ar sem engar tekjur hafa. 1 ööru lagi mun kauplagsnefnd vega þetta atriöi og mcta sanngjarnlega, og viröist mega ráöa þaö af siðustu af- greiöslu nefndarinnar á þessu máli, aö hún ætli aö jafna þessi áhrif i visitölunni á þann veg, aö launþegar haldi fylli- lega sinum hlut. 3. Fjármálaráðherra sýndi fram á, aö þær veröhækkanir, sem reynzt hefur óhjákvæmi- legt aö Ieyfa, eru óleyst vandamál, sem til uröu i tiö fyrrverandi stjórnar og slegiö var á frest aö leysa meö verö- stöövuninni, og ennfremur hafa nokkrar verölags- hækkanir reynzt óhjákvæmi- legar sem afleiöing kjara- sam ninganna i desember, enda eru sumar þær hækkan- ir, sem oröið hafa, beinlinis lögbundnar. Rikisstjórnin hef- ur hins vegar reynt aö halda þessum veröhækkunum eins mikið i skefjum og frekast hefur verið kostur, og eru frægust dæmin um niður- skuröinn á hækkunarbeiönum Geirs Hallgrimssonar borgar- stjóra. Geir Hallgrimsson afhjúp- aöi I sjónvarpsþættinum þá tvöfeldni og óheilindi, sem stjórnarandstaöan hefur viö- haft i þessum málum aö undanförnu. Hann lýsti sig i fyrsta lagi andvigan þeim verölagshækkunum, sem orö- iö hafa aö undanförnu. f ööru lagi rökstuddi hann a11 skyn- samlega, aö óhjákvæmilegt væri aö viöurkenna verulegar kostnaöarhækkanir viö at- vinnurekstur meö þvi aö leyfa hækkun verölags. Taldi hann slikar verðhækkanir bráö- nauðsynlegar til aö tryggja rekstur fyrirtækja. Samt væri hann á móti þeim verölags- hækkunum, sem ríkisstjórnin heföi leyft. Hann var á móti hækkun fjárlaga og framkvæmda- áætlunar. Hann vildi samt ekki nefna eitt einasta dæmi um framkvæmdir eöa fram- Er áfengisneyzla einkamál? WI m Hfim Iff. H. Kr. sendir Landfara eftirfar- andi bréfstúf: „Þaö er haft eftir ungri skóla- stúlku i Tfmanum á sunnudaginn i sambandi viö áfengisneyzlu unglinga, aö henni finnist aö þaö sé „þeirra mál”. Nú er aldrei að vita, hve nákvæmlega er rétt far- ið meö það, sem eftir öðrum er haft i blaðaviðtali, en hvaö sem um það kann aö vera i þessu til- felli, er þetta viðhorf þó komiö fram. Þvi vil ég segja fáein orð til umhugsunar i þessu sambandi: Hér er um að ræða drykkjar- föng, sem breyta persónuleikan- um i viðmóti við annað fólk. Eftir að þeirra er neytt er maðurinn gjarnan annar en áöur. Þá litur hann umhverfi sitt öörum augum og leggur annað mat á það. Afleiðingar slikrar neyzlu og breytingar á manninum eru margyislegar. Það má nefna inn- BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SENDIBILASTÖDIN HT EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR H&linað erverk þá hafið er sparnaðnr skapar verðmsti Samvinnnbankinn BÆNDUR Óska eftir ráðskonu- stöðu i sumar. Er með 2 börn. Upplýsingar i sima 40425. 14 ára stúlka óskar eftir vinnu á góðu sveitaheimili. önnur vinna kemur til greina. Upplýsingar i sima 50892 eftir kl. 3. lög, sem hann vildi lækka frá þvisem veriðheföi. Hann taldi hækkunartillögur Sjálfstæöis- manna viö fjárlagaafgreiöslu aöeins auglýsingu á hags- munamáium, sem Sjálf- stæöisflokkurinn heföi áhuga á. Þessi hagsmunamá! eru sum þeirra mála, sem fyrr- verandi rikisstjórn lá á, á mcöan hún gat! — Tk brot og skemmdarverk, stolna bfla og eyðilagða, jafnvel slys og manntjón i þvi sambandi. Þarf að hafa þá upptalningu lengri eða itarlegri? Þegar á þetta er litið — og það ætti að vera alkunnugt — finnst mér það vera mikil skammsýni og þröngsýni að lita á það sem einkamál, hvort menn neyta þess, sem sliku veldur i umhverfi þeirra. Vel má segja, að þetta sé „þeirra mál” en alls ekki í þeirri merkingu, að öðrum komi þaö ekki við. H.Kr.” Húfa Kaifasar gamla Hér kemur annað stutt bréf frá manni, sem kallar sig L.S.J. og ræðir þar um atvik, sem hann segir, að hafi orðið sér til ama: „Landfari góður. Ég sá það i fréttum og siðan i sjónvarpi, að Hvergerðingar hafa verið að vigja kirkju sina. Hún hefur verið i byggingu siðustu ár og er hið fegursta hús á fögrum stað i gerðinu. Mér þykir fallegt i Hveragerði, og ég kem þangað oft, og þvi óska ég þeim Hver- gerðingum til hamingju með guðshús sitt, og ég vona,að ég fái tækifæri til þess að vera þar við guösþjónustu áður en langt liður. Ég verð að segja það eins og er, að mér finnst ætið ósköp af- mánarlegt að horfa á blessaða sóknarnefndarmenn amlóðast i einhverri prósessiu i fylgd með kringilklæddum prelátum til nýrrar kirkju með eitthvert pjáturskran i höndum, rétt eins og menn tryðu á helga dóma enn i dag. En þetta er nú gert við kirkjuvigslur viðar en i Hvera- gerði. Hitt þótti mér þó enn miður aö sjá i sjónvarpinu bregða fyrir blessuðum vigslubiskupi þeirra Sunnlendinga meira að segja i fararbroddi með húfuskripi Kai- fasar gamla á kollinum, svonefnt mitur, sem ekki hefur verið notað i íslenzkri kristni siðan pápiska var af lögð, fyrr en þá nú. Mér finnst standa upp á þá höfuðs- mennina i islenzku kirkjunni, sem nú eru á dögum, aö skýra það fyr- ir landsfólkinu, hver nauð rekur þá nú til þess að setja upp þessa eftirlikingu á höfuðfati æðsta- prestsins i Gyöingalandi forðum daga. Það er ef til vill kólnandi veðurfar siðustu ára, en ef svo er hæfði miklu betur islenzk prjóna- húfa. L.S.J.” - • líi Við björgun Abu Simbel hofsins notuðu______ verkfræðingar JltlasCopco loftverkfæri

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.