Tíminn - 18.05.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.05.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 25. mai 1972. átta þig, hvað á þetta að þýða? Ef þú ekki vilt segja okkur það, þá ’ vill Chris kannski...... Fleur varð strax róleg aftur. — Nei, ég skal segja það, mamma. Bréfið er frá ameriskum yfir- völdum — þeir gefa til kynna að gifting okkar Chris sé ógild. Þetta eru einhverjir tæknilegir smá- munir, sem ég skil ekki — kannski Chris geti skýrt það fyrir ykkur — en staðreyndin er eigi að siður sú,að við erum ekki löglega gift. Já, þeir harma þetta og allt svoleiðis, og ekki hægt að segja það af meiri kurteisi, en þvi verð- ur ekki breytt. Maður les um svona lagað i blöðunum og brosir, en i þetta skipti er það ég, sem er i sviðsljósinu. Frú Blaney leit af Fleur til Chris. — Er þetta satt? Hann kinkaði kolli stuttlega, og Fleur fór aftur að tala. — Ég er hrædd um það mamma,að þú verðir að sætta þig við þá hugsun,að við Chris höfum lifað i hneykslanlegri sambúð. Slikt hefur vist ekki komið fyrir i þessari fjölskyldu áður. Hún fór aftur að hlægja tryllingslega. — Hættu þessu, Fleur. Chris tók fast i handlegginn á henni. Hún horfði framan i hann og stilltist fljótt og vel. Fyrirgefðu Chris. . . . Það var eins og frú Blaney hefði fallið saman i stólnum sinum, ég kenndi virkilega i brjóst um hana. — Er þetta virkilega satt, Christopher? spurði hún öðru sinni. — Já, ég er hræddur um það, frú Blaney. Ég skil ekki heldur það tæknilega, en það skilst mér þó, að presturinn, sem gaf okkur saman hafi ekki haft rétt til þess að framkvæma hjónavigslu. Frú Blaney hreyföi munninn eins og hún ætti erfitt um mál. — Við tölum að sjálfsögðu við prest- inn hérna þegar i stað. Hann mun bezt vita, hvað gera skal. Smá- veizlu getum við haldið svo litið beri á. . . . enginn þarf að fá um það að vita. . . Það var eins og hennar eigin orð hugguðu hana nokkuð. Fleur stóð á fætur og gekk til hennar. — Nei, mamma, það verður engin veizla. Ég vil það ekki, og ég held að Chris vilji það ekki heldur. Ég held að nú vitum við bæði, að við gerðum glappa- skot,þegar við giftumst. Það var mér að kenna — ég vildi vera ást- fangin, vildi vera með karlmanni, og Chris kom upp i hendurnar á mér á réttu augnabliki. Ef nokkur maður hefur nokkurn tima verið talinn á að gifta sig, þd var það hann. Ég hefði átt að biða eins og hann sjálfur vildi. Nú er hann frjáls, og ég er frjáls, og þannig vil ég hafa það. Frú Blaney barmaði sér og hallaðist afturábak i stólnum. Systkinin slógu hring um hana og Fleur hrópaði: — Elsku mamma, taktu þetta ekki svona alvarlega. Ég get ekkert annað gert, þú vilt þó liklega að ég sé hamingjusöm? Chris snéri sér við og horfði til min. Ég svaraði augnatilliti hans af öllu minu hjarta. Enn stóðum við utan við fjölskylduhringinn, eins og við höfðum gert fyrsta daginn, sem við bæði stóðum i þessari stofu og hittumst i fyrsta sinn. Það mundum við alltaf gera — það voru örlög. Rödd Fleurs, nú róleg og ákveðin, hljómaði um stofuna: — Ég er frjáls — og ég fagna þvi. 6. kapituli. Frú Blaney náði sér nokkuð eftir að hafa sopið á koniaki, og viðræðurnar héldu áfram — aftur og fram — aftur og fram. En Fleur var óbifanleg. Chris lagði ekkert til málanna, en sagði að þetta væri málefni, sem hann og Fleur ættu að tala um i einrúmi. Fleur hristi höfuðið. — Nei, Chris, það sem segja þarf er hægt að segja hér og nú Þú veizt það jafnvel og ég að hjóna- band okkar var dæmt til þess að fara forgörðum. Það var ég, sem þvingaði þig til að giftast mér, og það er ekki oft, sem manneskj- urnar sleppa svo auðveldlega við mistök sin eins og ég geri nú, og ég er mjög þakklát fyrir það. — Þú talar eins og þetta allt væri þér að kenna — misgripin voru engu siður min, þvi ég vildi endilega giftast þér, sagöi Chris stillilega. Hún horfði á hann með elsku- legu brosi. — Kæri Chris — þú er virki lega elskulegur maður. Þetta er sú göfugmannlegasta lygi,sem ég hef heyrt. Þú veizt,að það var ég, sem upp á lif og dauða vildi endi- lega giftast þér. Chris tók um handlegginn á Fleur. — Ég held, að við tölum ekki meira um þetta núna — þetta er mál, sem varðar aðeins mig og þig. Það ert þú, sem verður að taka ákvörðunina, og ég vil að þú hugsir þig um i nokkra daga áður en þú gerir það, Fleur. — Ég vil vera frjáls — frjáls i mörg komandi ár, sagði Fleur. Hún snéri sér svo að mér. — Geturðu lofað mér að búa hjá þér i nokkra daga, Kay? — Auðvitað, svaraði ég. Það kom sér vel.að hún skildi ekki hið broslega i þessu. — Og fara að heiman, þegar þú þarft mest á okkur að halda, næstum þvi kjökraði frú Blaney i hinni mestu örvinglan. — Já, svaraði Fleur. — Þið munduð vera alltof góð við mig og samúðarfull — það mundi enda með þvi,að ég mundi sjálf fara að kenna i brjóst um mig. Jónatan fór með mig afsiðis áður en við lögðum af stað. — Ég verð að vera hér heima hjá mömmu sagði hann. Ég held að það hafi verið það bezta, úr þvi sem komið er, að Fleur búi hjá þér i nokkra daga. Þá er hún i námunda við Chris — og þá meiri von til þess að allt geti orðið gott aftur. — Meinarðu — vonarðu að þau gifti sig aftur? Hann horfði á mig eins og ég væri gengin af vitinu. — Auðvitað, það er eina lausn- in, ekki satt? Þegar ég svaraði ekki horfði hann forvitnislega á mig. — Þú ert á sama máli, eða er það ekki? — Ég veit svo sem ekki — ef hún er óhamingjusöm........ — Hvaða vitleysa, það er alltof snemmt að segja nokkuð um það. Þú getur lagt inn gott orð við og við, þá skaltu bara fá að sjá. Hann var alveg sannfærður. — Ég held að ég blandi mér ekki i þetta mál. — Nei, þess þarftu ekki, en þú getur látið Chris berast i tal svona við og við, sagði hann iéttur i bragði. Næstu dagar, meðan Fleur bjó hjá mér, eru þeir furðulegustu dagar, sem ég hef lifað. Fleur var ýmist kát og skemmtileg eða hnuggin og i þungum þönkum. Ég gat mér þess til, að hún ætti nokk- uð erfitt, en væri svo, þá tók alveg út yfir hvað sjálfa mig snerti. Hún var konan, sem hafði verið gift Chris, en vissi ekki hvort hún héldi áfram að vera það, en ég var konan, sem þráði að taka hennar sæti við hliðina á Chris, en mátti ekki láta það uppskátt. Þetta voru alveg óþolandi að- stæður, og ég varð þvi mjög fegin^ þegar hún að viku liðinni vildi fara aftur heim til Fairfield. Ég átti aö fara að leika i kvikmynd- inni, og mundi þvi verða að heim- an allan daginn, en Fleur hefði hinsvegar ekki haft gott af þvi að vera ein timunum saman. Heim- för hennar kom sér þvi vel i alla staði. Litlu seinna frétti ég það gegn- um Jónatan,að hún væri farin til írlands með Maeve. Maeve hafði fjártán daga fri og tók þvi Fleur með sér i ferðalagið. — Það er alveg ágætt, sagði Jónatan. — Hún er enn ákveðin i þvi að vera á lausum kili. Ég er bara að vona að Maeve geti lamið einhverju viti inn i kollinn á henni. Viö vorum að borða hádegis- verð saman, og það var i fyrsta sinn um langan tima. Eins og ævinlega þegar hann var ekki hjá móður sinni á Fairfield, var hann skemmtilegur, kiminn og hug- ljúfur — og ég fékk sting i hjartað af þeirri hugsun að verða að særa hann djúpu sári. Chris vildi.að ég sliti trúlofuninni strax, en ég gerði það ekki. Blaney-fjölskyld- an hafði fengið alvg£ nægileg áföll i seinni tið, og mér fannst hún þurfa að ná sér ofurlitið áður en ég léti til skarar skriða. Það var merkilegt, en það var frú Blaney, sem mér tók sárast til. Jónatan lagði hönd sina ofaná mina. — Elskan, við höfum sézt svo sjaldan i seinni tið. Ég sakna þin svo mjög. Lárétt 1) Mjólkurmatur,- 6) Tal.- 8) Þungbúin.- 10) Tini.- 12) Stafur.- 13) Stafrófsröð,- 14) Máttur.- 16) Konu.- 17) Kær- leikur,- 19) 1972 Lóðrétt 2) Litil.- 3) Nes.- 4) Hár.- 5) Sundfæri.- 7) Akafur.- 9) Dýr - 11) Hestur,- 15) Kassi.- 16) Svif,- 18) Röð.- x Ráðning á gátu No. 1108 Lárétt. 1) Márar.- 6) Sám.- 8) Lóa.- 10) Téð.- 12) Að,- 13) La,- 14) Kam.- 16) Bil.- 17). Jóa,- 19) Háski. 2) Ása,- 3) Rá,- 4) Amt,- 5) Slakt,- 7) Aðall,-9) Oöa,- 11) Éli,- 15) Mjá,- 16) Bak,- 18) Ós.- HVELL G E I R I D R E K I Hellarisarnir! Og prælasalar! Snjóflóðiðvarekkert slys! Og við erum ein á V-lifi, drottning! ijrÞeirmunuekki ná iþér lifandi meöan^ \. ég lifi! Alræmdir ræningjar! Liggðu rr! Þetta* launsátur liil I I FIMMTUDAGUR 18. maí 7.00 Morgunútvarp. Morgun- stund barnannakl. 8.45: Sig- urður Gunnarsson byrjar lestur þýðingar sinnar á „Sögunni um Tóta og syst- kin hans” eftir Berit Brænne. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.00 Á frivaktinni. Eydis Ey- þórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Flakkarinn og trúboðinn” eftir Somerset Maugham. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistonleikar: Stofu túnlist. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Nýþýtt efni: „Fortíð i framtið” eftir Erik Danechen Loftur Guð- mundsson rithöfundur les b- okarkafla i eigin þýðingu (2). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Einleikur i útvarpssal: Jónas Ingimundarson leikur á pianó verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Leif Þór- arinsson og Balthasarre Galuppi. 19.45 „Heimsljós” eftir Hall- dór Laxnes. 'Leik- og lestrardagskrá fyrir útvarp, saman tekin af Þorsteini 0. Stephensen eftir siðasta hluta þriðja bindis, Húss skáldsins. Leikstjóri: Helgi Skúlason. 21.00 Frá Berlinarútvarpinu. Sinfóniuhljómsveit Berlinar útvarpsins leikur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Rannsókn- ir og fræði Jón Hnefill Aðal- steinsson fil. lic. talar við dr. Alfrúnu Gunnlaugsdóttur. 22.45 „Saungvar Garðars Hólms”, tónlist eftir Gunnar Reynir Sveinsson við kvæði eftir Halldór Laxness. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. KULDAJAKKAR úr ull með loðkraga komnir aftur LITLI-SKÓGUR á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. Nivada Magnús E. Baldvinsson Laugavcgi 12 - Simi 22804

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.