Tíminn - 18.05.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.05.1972, Blaðsíða 11
TÍMINN Fimmtudagur 25. maí 1972. miöiö) aö störfum i laxaræktarstööinni. var að miklum hluta lax, sem hafði dvalið aðeins eitt ár i sjó. t fjórða lagi: bað hefir tvimælalaust sézt og sannazt að seiðin hafa átt auðvelt með að komast til sjávar, þegar þau hafa náð sjógöngustærð, þó hefir i tilfelli, sem vitað er um, svo mikið af seiðum leitað útgöngu samtimis að grindurnar i flóðgátt- inni stifluðust. En svo vel vildi til að gæzlumaður stöðvarinnar, kom að á réttum tima, og dró grindurn- ar upp, en seiðin héldu áfram ferð sinni til sjávar og tjón varð hverf- andi litið. Þarna voru á ferðinni stór seiði 18 til 20 sentimetrar 3 til 4 þúsund, að dómi gæzlumannsins. Þau seiði, sem alast upp i ytra lón- inu þar til þau hafa náð. sjógöngu- stærð, eiga þó enn greiðari leið til sjávar en hin, sem i innra lóninu vaxa upp. Samtimis þessari þróun sjógönguseiða og ferð þeirra til sjá- var, hefur komið i ljós,að eitthvað af laxaseiðum fer ekki til sjávar þótt þau hafi náð sjógöngustærð, og orðið kynþroska inni i vatninu og hrygnt þar. Nokkuð af hrognum hafa verið tekin úr þessum laxi og eru nú i klakhúsi okkar i Látravik, eru þau nú á augnhrognastiginu og þykja i alla staði eðlileg. Hefur þessi lax verið nefndur vatnalax. Hér gefst ekki timi til þess að ræða kosti eða ókosti þessara nýju tegundar, en reynt mun að fylgjast með og hafa stjórn á þróuninni. Um inngönguskilyrðin fyrir lax- inn, þegar hann er kominn úr sjó i ytra lónið á leið sinni á uppeldis- stöðvar i Innra lóninu, er það að segja, að þau eru ekki nógu góð. Þvi veldur m.a. of litið vatns rennsli þegar þurkar ganga. Botn- inn i flóðgáttinni er óþéttur, sömu- leiðis garðurinn. Ekki hefur verið hægt að steypa nauðsynlega rennu með hólfum út frá flóðgáttinni sem fiskveg og fleira mætti telja. Það er þó i aðra röndina huggun, að ástæðan fyrir þessum ágöllum er frá byrjun fjárskortur, sem hef- ur valdið þvi, aö ýmsar nauðsyn- legar framkvæmdir hefur ekki ver- ið hægt að ráðast i ennþá. Skortir þvi töluvert á, að við höfum getað notað þá möguleika, sem hafa ver- ið og eru enn fyrir hendi. S.l. sumar var júni-mánuður sá þurrkasamasti, sem komið hefir hér á landi s.l. 100 ár og sumarið eitt þurrkasamasta undanfarin 24 ár. í fimmta lagi: Aðstaða okkar til að velja úr endurheimtum laxi, það bezta fyrir klakið, er góð. Og hefur það verið gert eftir þvi, sem aðstæður til geymslu á klaklaxinum hafa leyft. i sjötta lagi: Sala á hrognum til stuðnings fiskirækt i landinu hefur þvi miður ekki verið möguleg ennþá, m.a. vegna þess.að aðstaða til að geyma klaklax er af skornum skammti. Sjógönguseiði höfum við þó látið af hendi, en um mjög litið magn er að ræða. i sjöunda lagi: Stangarveiðimöguleikar virðast þegar orðnir talsverðir vegna þess, hve mikið er orðið af bleikjunni i vatninu ásamt vatnalaxinum og að auki er fullorðinn lax, sem komið hefur úr sjó. Veiði á stöng á ræktunarsvæði félagsins getur þó verið tvibent, annarsvegar er æski- legt að fækka verulega silungnum og fá um leið nauðsynlegt fjármagn til framkvæmda fyrir seld veiði- leyfi. Hinsvegar hugsanleg truflun á lifi laxaseiðanna, sem þarna eru að alast upp. Veiðimenn eru gjarn- ir á að vaða út i veiðivatnið og gætu Framhald á bls. 19 11 I i illll l"i VARNAÐARORÐ A bændaviku Búnaðarfélags 1 slands, sem hófst i útvarpinu 10. marz sl. voru stórmerk er- indi flutt og ýms fróðleikur. Eitt af þeim erindum, sem hér verður á minnzt, var flutt af PáliA. Pálssyni yfirdýralækni 11. marz. betta erindi fjallaði að meiginþætti um smitnæma sjúkdóma á búfé, auk svina og alifugla. Eins og vænta mátti, var þetta erindi stórfróðlegt hjá Páli, og óskandi væri að sem flestir hefðu hlustað á hans varnaðarorð. Þess vegna tek ég þetta til meðferðar hér, að ég óttast, aö erindi þetta hafi farið framhjá mörgum, vegna timans sem það var flutt á. A aðeins einn þáttinn verður minnzt hér, þann sem snertir islenzka hesta. Við er- um minnug þess, að niður- skurður á fé var hér áður vegna kláðans, einnig siðar vegna mæðiveikinnar. Naut- gripir hafa verið kranksamir i seinni tiö. Þótt niðurskurði hafi ekki þurft að beita þar nema i litlum mæli. Hrossin eru þau einu, sem staðið hafa til þessa án allra veikinda eða faraldurs. baö eina, sem um er vitað, er að hross féllu óeðlilega mikið i eldgosum á öldum áður. Það verður aldrei fulllofað, að hrossastofn okkar skuli hafa sloppið við landlægar plágur. Varnaðarorð Páls A. Pálssonar ættu að ýta við þeim mönnum, sem hafa með útflutning og sölu á hrossum að gera. Hann fræddi okkur á þvi, að i þeim löndum, sem hross eru velflest flutt til, er landlægur sjúkdómur.sem þessi hross smitast af, þegar út kemur. Þessi sjúkdómur er húðsjúkdómur, sem er smit- andi og gæti þar af leiðandi borizt milli landa, ef óvarlega er að farið. Páll benti á, aö vegna góðra samgangna getur maður, sem fer frá Þýzka- landi t.d., verið kominn hingað til lands og farinn að þukla og skoða islenzka hesta, nokkr- um klukkustundum eftir að hann fór. Ef um mjög smitandi sjúkdóma er að ræða dylst engum,hve gifurleg hætta getur legið i, að menn geti borið sýkilinn milli landa. Það er ekki hættulaust að láta þessa útlendinga vaða fyrir- varalaust út i sveitir landsins til að skoða væntanleg sölu hross, prúttandi hver um ann- an þveran, vitandi það, að bændurna vantar rekstrarfé ekki siður en aðra. Þarna kemur fram skipulagsleysið, sem hér hefur verið minnzt á áður viðkomandi hrossasölu úr landi. Einnig hefur það gerzt, að isl. tamningamenn hafa verið úti i nokkurn tima, og ef til vill flutt reiðtygi fram og til baka. Ekki veit ég, hvort þau eru sótthreinsuð þegar heim kemur, en svo ætti að vera. Það er aldrei of varlega farið, þegar um smitsjúkdóma er að ræða. Fróðlegt væri að fá fram á opinberum vettvangi, hvaða eftirlit sé um framan- talin atriði. SMARI ALLTFYRIR hvrtasunn Bakpokar íþróttabúningar SPORTVAL HLEMMTORGI sími ldíon ! HLEMMTORGI símj 14390 PÓSTSENDUM 81 iil

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.