Tíminn - 18.05.1972, Síða 5

Tíminn - 18.05.1972, Síða 5
Fimmtudagur 25. maí 1972. TÍMINN 5 HÓPFERDf« 1972 Forsiðan á vönduðum kynningarbæklingi útsýnar. ÚTSÝN fer líka til MALLORCA Nýlega er komin út 18 sumar- áætlun ÚTSÝNAR um hópferðir til útlanda. Áætlunin er litprentuð og hin vandaðasta að öllum frá- gangi. Greinir þar frá fjölda hóp- ferða á vegum Útsýnar, en auk þeirra annast ferðaskrifstofn móttöku erlendra ferðamanna, sem til Islands koma og farmiða sölu og hvers konar ferðaþjónustu fyrir einstaklinga, sem fara úr landi. ÚTSÝN hefur gert samning við Flugfélag Islands um leigu á þotum félagsins með farþega Útsýnar til COSTA DEL SOL — Sólarstrandar Spánar — isumar. Verða ferðirnar i fyrstu hálfs- mánaðarlega en siðan vikulega i ágúst og september. Gefst far- þegum Útsýnar þá kostur á að dvelja i 1, 2, 3 eða 4 vikur og búa i Skemmdar- verk í Khöfn Mikil skemmdarverk voru unn- in á húsnæði dótturfyrirtækis bandariska rafeindahringsins Honeywells i Kaupmannahöfn að- faranótt sl. sunnudags. Kveikt var i skrifstofuhúsnæði byggingarinnar. en vegna eldtraustra veggja og glugga, náði eldurinn ekki að breiðast út. Miklar skemmdir urðu þó af hita og reyk. Lögreglan vinnur nú að rann- sókn málsins, en hefur litið orðið ágengt. Sultukrukka og benzin- kútur eru ein gögnin, sem lög- reglan hefur undir höndum, en rannsóknarlögreglumenn hafa látið hafa eftir sér, að brotizt hafi verið inn i bygginguna með kú- beini og benzini siðan hellt yfir öll gólf. Hefði eldurinn náð að breið- ast út,hefði það valdið milljóna- tjóni. Talið er liklegt,að andstæðingar stefnu Bandarikjastjórnar i Vietnam hafi staðið fyrir skemmdarverkunum, en Honey- wells hafa framleitt elektrónisk tæki i flugvélar og önnur hergögn. NY LOG UM HEILBRIGÐIS- EFTIRLIT í LANDINU nýtizkuibúðum eða hótelum. Vinsældir Costa del Sol fara si- vaxandi. Auk náttúrufegurðar og hins rómaða loftslags, sindrandi baðstranda og vinsælla skemmti- staða, hefur Costa del Sol enn aukið á fjölbreytnina fyrir fólk á öllum aldri með risavöxnum skemmtigarði TIVOLI, spænskri útgáfu af Tivoli i Kaupmanna- höfn. Nú þegar eru margar ferðir Útsýnar til Costa del Sol i sumar nærri uppseldar. Auk ferðanna til Costa del Sol heldur útsýn uppi ferðum til Costa Brava á Spáni i hverjum mánuði. Er þá farið um London og dvalizt i Lloret, sem er fjörugur og vinsæll baðstaður skammt fyrir norðan Barcelona. Það ber og til nýlundu, að Útsýn tekur nú upp vikulegar ferðir til Mallorca með brottför á hverjum laugardegi. Flogið er með Flug- félagi Islands til Lundúnaflug- vallar og nokkru siöar með risa- þotu BOAC—flugfélagsins, Boeing 747, til Mallorca. Þar geta farþegar valið um nýtizkuhótel eða ibúðir i Palma Nova, skammt frá Palma, og stanzað i London á heimleið. Mikil eftirspurn er eftir Kaup- mannahafnarferðum Útsýnar, sem verða i hverjum mánuði. Þeir, sem þangað halda, eigá völ á framhaldsferðum með öðrum ferðaskrifstofum, t.d. Tjæreborg, sem Útsýn hefur umboð fyrir. Af öðrum hópferðum, sem Útsýn hefur á boðstólum og lýst er i áætluninni, má nefna Júgóslaviuferð, ferð til Grikk- lands með dvöl á Rhodos, Rússlands-ferð með dvöl i Leningrad, Moskvu, Odessa og Yalta, og siglingu um austanvert Miðjarðarhaf með viðkomu á helztu sögustöðum Grikklands og tsrael. Klp—Reykjavik. Arið 1969 voru samþykkt ný lög á alþingi um nýtt fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits i landinu. Hefur verið unnið að gerð lag- anna að undanförnu, og hafa þau veriö samþykkt og gefin út. Lög um heilbrigöiseftirlit voru fyrst gefin út árið 1902, en veru- legar breytingar á þeim voru ekki gerð fyrr en árið 1940. Til þessa hefur hvert sveitarfélag veriö með sina sérstöku nefnd i þessum efnum, og þvi oft misjöfn lög á hverjum stað. Með þessari nýju reglugerð eru lögin samræmd og bætt viö nýjum. Ná þessi lög yfir allt landið,lofthelgi og landhelgi. Eru þau viðtæk, en hér skal greint frá þeim helztu. I sérhverju sveitarfélagi skal vera heilbrigðisnefnd, öll kosin af sveitarstjórninni, og skal héraðs- læknir vera ráðunautur hverrar nefndar i héraði hans. Vald hverrar heilbrigðis- nefndar skal vera mjög viðtæk i sambandi við framkvæmd alls eftirlits i umdæminu. Sveitar- stjórnum ber að leita umsagnar hennar um allar ráðstafanir, er varða hollustuhætti á einn eða annan hátt. Akranes Framhald af bls. 17. . formannsins um, að þeir myndu svikjast undan á siðustu stundu og neita að fara út, kemur ekki heim og saman við þaö traust, sem hann virðist bera til þessara manna. Eigi hann við forystuna þökkum viö fyrir okkur og teljum,. að reynsla siðustu ára sýni, að þetta er mjög óverðskuldað. Lokaorð okkar i þessu máli eru þvi þau, að stjórn K.S.t. hefur á fundi sinum ákveðið að víkja úr landsliðinu nær helmingi liðs okkar fyrir að mæta ekki á eina æfingu, þá sfðustu, en hitt var allt i fullu samráði við einvaldinn, sem er fulltrúi K.S.I. viðvikjandi landsliðinu. En það mætti heldur ekki einn Reykvikingur á siöustu æfinguna og við spyrjum, hvaða lög gilda um þá, eða hann? Við fullyrðum einnig, að okkar menn hafi ekki siðri mætingu hjá landsliðinu heldur en aðrir þeir aðilar, sem stundað hafa æfingar, þrátt fyrir að 8 til 9 klukkustundir fari i hverja ferð. Við lýsum allri ábyrgð i þessu máli á hendur einvaldinum fyrir að ganga á gefin loforð, og skýra stjórn K.S.I. ekki frá þvi sam- komulagi, er hann hafði gert við þjálfara l.A. undir vitni, og stjórn K.S.I. fyrir fljótfærni og óskammfeilni, aö refsa aðeins fimm af sex er ekki mættu á þessa siðustu æfingu. Það er hægt að bæta fyrir margt, en þetta veröur ekki bætt.Hér rikir algjör samstaða, en mikil gremja er hér vegna af- greiðslu K.S.I. á þessu máli. Ef afsökun sjötta mannsins hefur verið gildari, hvers vegna vissi stjórnin ekkert um fjarveru hans og afsökun þegar hún tók af- stööu til hinna fimm? Finnst stjórn K.S.l. mikið samræmifþvi að vikja mönnum, sem mætt hafa vel til æfinga undanfarið, þótt þeir komi ekki á umrædda siðustu æfingu, en taka svo menn, sem aldrei hafa mætt til æfinga. Það er tvennt ólikt að hafa valdið og kunna að beita þvi. Knattspyrnuráð Akraness. Magnús Kristjánsson, formaður Rikharður Jónsson, þjálfari. Einar Agústsson ræðir um landhelgismálið á almennum fundi í Keflavík í kvöld Einar Agústsson, utanrikisráð- herra, flytur framsöguræðu á fundi um landhelgismálið, sem Samband ungra framsóknar- manna og FUF i Keflavik gengst fyrir i Aðalveri i Keflavik I kvöld, fimmtudag, kl. 21. Framsögumenn auk Einars veröa Már Pétursson, formaður SUF, og Pétur Einarsson. Fundurinn er öllum opinn með- an húsrúm leyfir, og verða al- mennar umræður að framsögu- erindum loknum, auk þess sem frummælendur svara fyrirspurn- um. I reglugeröinni er að finna mörg ný ákvæði, eins og t.d. um eftirlit með olíuflutningum i námunda viö vatnsból, og svo um staðsetningu oliugeyma. Þá eru ný ákvæði um reyk, mengaðar gufur, hverskonar eiturtegundir, hávaða og titring, sem öll miða að þvi að vernda lif og heilsu almennings og koma i veg fyrir óþarfa óþægindi á vinnustööum og utan þeirra, eins og t.d. á heimilum og útiverustöðum. Gerðar eru rikari kröfur en áður til meðferðar hverskonar úrgangs og frárennslis. Bannað er að láta skólp falla i vötn, ár og læki. Nær þetta ekki aðeins til meðferðar skólps. heldur og einnig til meöferðar sorps og neyzluvatns. Og ekki aðeins yfir þéttbýliskjarnann eins og áður, heldur einnig yfir einstaka sveitabæi, sumarhús, hótel, sölu- skála og opinber tjaldstæði. Ákvæði eru um skyldur iðn- fyrirtækja til að hreinsa á eigin kostnað eigin úrgang, fastan eða fljótandi, á fullnægjandi hátt, áður en honum er veitt i almenn- ingsskólpveitur eða fluttur á almenningssorpstæði. Mörg önnur ákvæði og reglur eru i þessum nýju lögum, bæði hvað varðar einstaka þætti og skipulag þessara mála. I hverri heilbrigðisnefnd skal t.d. sitja fundi se'rstakur fulltrúi verka- fólks, „umsjónarmaður vinnu staða”. Heilbrigðiseftirlit rikis- ins mun verða til ráðneytis yfir- stjórn heilbrigðismála og heil- brigðisnefndunum, og mun þaö verða til yfirumsjónar, samræmingar og skipulagningar fyrir allt landið. 19. leikvika — leikir 14. og 15 mai 1972 Úrslitaröðin: XXI — XI1 — ÍXX — X2X 1. vinningur: 10 réttir — kr. 73.500.00 Nr. 2866 nr. 11.403 2. vinningur -- 9 réttir — kr. 3.100.00 nr. 1858+ nr. 4245 nr. 22305 nr. 2840+ nr. 17394 nr. 22551 nr. 2973 nr. 19379 nr. 26975 nr. 4210 | nr. 19508+ nr. 27553 nr. 27697 nr. 43552 nr. 28845+ nr. 43777 nr. 34011 nr. 43840 nr. 36120 nr. 48040 Kærufrestur er til. 5 júni. Vinningsupphæðir geta Iækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Vinningar fyrir 19. leikviku verða póstlagðir eftir 6. júní. Handhafar nafnlausra seðla (merktir +) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVtK AÐALFUNDUR LÍFEYRISSJÓÐS ATVINNUFLUGMANNA verður haldinn að Háaleitisbraut 68, i kvöld kl. 20,30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf önnur mál Stjórnin LANDROVEREIGENDUR og aðrir jeppaeigendur. Eigum liggjandi farangursgrindur á allar jeppabifreiða. — Sendum gegn póstkröfu — fyrir- gerðir Mánafell h.f., Laugarnesvegi 46, Simi 84486 BÆNDUR - Island - Danmörk 13 ára dönsk stúlka óskar eftir að dvelja á islenzku sveitaheimili i hálfan mánuð i sumar, þar sem eru hestar. Meðgjöf eða skipti á uppihaldi i Danmörku. Tilboð sendist blaðinu sem fyrst merkt: ísland - Danmörk 1331

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.