Tíminn - 18.05.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 18.05.1972, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 25. maí 1972, TÍMINN 17 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson FÁIR VEÐJA Á DAVIÐ í VIÐUREIGNINNI VIÐ GOLÍAT Eini skugginn á ferðinni er fjarvera Akurnesinga, segir Albert Guðmundsson Albert Guðmundsson, formaður KSt. Einkaskeyti frá Alfreö Þorsteins- syni i Briíssel. tslenzka landsliðið, sem mætir Belgiumönnum i fyrri leiknum hefur verið valið. Einn nýliði er i liðinu, Ölafur Júliusson frá Kefla- vik, annars er liðið þannig skipað: Sigurður Dagsson, Jóhannes Atlason, Ólafur Sigurvinsson, Marteinn Geirsson, Guðni Kjartansson, Einar Gunnarsson, Asgeir Eliasson, Guðgeir Leifsson, Elmar Geirsson, Hermann Gunnarsson, Ólafur Júliusson. Samkvæmt þessari uppstillingu er ljóst, að liðið muni leggja mikla áherzlu á varnarleik, eins og sjálfsagt og eðlilegt er. t stuttu viðtali sagði Albert Guðmunds- son, formaður "KSt, að eini skugginn,sem boriðhefði á i ferð- inni, væri fjarvera leikmanna frá Akranesi. Þeir hefðu reynzt góðir félagar og væri leitt, að þeir gætu ekki verið með. Um leikinn sagði Albert, að ekki væri við þvi að búast, að islenzka liðið gæti staðizt Belgiumönnum snúning. Þeir væru meðal fjögurra beztu liða Evrópu um þessar mundir, i toppæfingu, en islenzka liðið væri rétt aö hefja sina sumarvertið. En piltarnir myndu reyna að gera sitt bezta. Meira væri ekki hægt að krefjast af þeim. Þvi má bæta við að lokum, að mikið er skrifað um leikinn i belgiskum blöðum. Blaðamenn fengu veður af brottvikningu Akurnesinga úr liðinu og voru mættir á flugvellinum i Brússel, þegar islenzka liðið kom þangað á þriðjudagskvöld og spurðu farar- stjóra isl liðsins spjörunumar. Nú eru sjálfir leikirnir eftir, viðureign Daviðs og Goliats og það eru ekki margir, sem veðja á Davið þessu sinni. Leikurinn hefst kl. 7 eða 19 að islenzkum tima og verður leikið i flóðljósum á velli Standard i Liége. Ólafur Júliusson — leikur sinn fyrsta landsleik i kvöld. A myndinni sést Ólafur i leik i 1. deild gegn Akureyri. Úr hnattreisu í landsleik í Belgíu Elmar Geirsson hefur gert víðreist Kinkaskeyti frá Alireð Þorstéins syni i Brússel. Meðal islenzku leikmannanna, sem mæta Belgiumönnum i kvöld er Elmar Geirsson, úr Fram, sem dvelst við nám i Þýzkalandi og leikur þar með Berlinarliðinu Hertha Zeelendorf. Elmar er nýkominn úr hnatt- reisu með þýzka liðinu — lék það m.a. i Manila á Filippseyjum i Ástraliu, Nýja—Sjálandi, Singa- pore og Tahiti. Sagði Elmar, að þessi för hefði verið mjög lær- dómsrik og gaman hefði verið að koma til þessara landa. Mest kom mér á óvart.sagði hann, þegar ég lék i Perth i Astraliu,að hrópað var úr áhorfendastúkunni „Áfram Elmar”. Vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veörið, en skýringin er sú,að i Perth búa allmargir tslendingar. Elmari gekk vel i þessum leikjum og skoraði mörk i flestum þeirra. Og nú fær Elmar að reyna sig á nýjum vigstöðvum i kvöld á móti sterkari mótherjum. Vonandi tekst honum með hraða sinum og krafti að gera usla i liði Belgiumanna. Tekst Elmari aö gera usla hjá „rauðu djöflu'num” Hefvarla hafttímatilað átta mig segir Olafur Jiilíusson nýliðinn í ísl. landsliðinu Einkaskeyti frá Alfreð Þorsteinssyni i Brússel. „Atburðarásin hefur verið svo hörð, að ég hef varla haft tima til að átta mig á hlutunum, sagði Ólafur Júliusson tvitugur Kefl- vikingur, eini nýliðinn i lands- liðinu i stuttu viðtali. Ólafur sagðist hafa orðið mjög undrandi, þegar hann var beðinn að taka þátt i þessari landsleikja- för með aðeins tveggja daga fyrirvara, og það hafi komið sér enn meira á óvart, þegar hann hafi svo verið valinn úr hópnum til að leika. Ólafur, sem er bróðir Rúnars Júliussonar, knatt- spyrnumanns og hljómlistar- manns, hefur vakið verðskuldaða athygli i siðustu leikjum. M.a. hafði framkvæmdastjóri skozka liðsins, Mortons, áhuga á að sjá hann leika með liðinu, en úr þvi varð þó ekki. Um leikinn i kvöld sagði Ólafur, aö hann yrði án efa mjög erfið raun, þvi að Belgiu- menn ættu eitt bezta landslið Evrópu. Það munaði bara einum A iþróttasiðunni i gær, stillti Timinn upp þvi liöi, sem hann taldi liklegast að mundi leika við Belgiumenn i Liége i kvöld. Er ekki annað hægt að segja, en að Timinn hafi staðið sig vel, þegar hann brá sér i gerfi „einvalds” og valdi liðið — það munaði bara einum i þetta sinn. Timinn hafði Óskar Valtýsson i staðinn fyrir ólaf Júliusson — en hann leikur sinn fyrsta landsleik i kvöld. Sagt er frá þvi, hvernig landsliðið verður skipað, annars staðar á siðunni. SOS Yfirlýsing frá Knattspyrnuráði Akraness: Það er hægt að bæta fyrir margt - en þetta verður ekki bætt Vegna brottvikningar Akurnes- inga úr landsliðinu, viljum við taka fram eftirfarandi: Leikmenn I.A. hafa mætt mjög vel til landsliðsæfinga i allan vetur, og hafa stundum verið fleiri en helmingur þeirra, sem mætti, þannig að þeir verða aldrei sakaðir með neinni sann- girni um slælega mætingu, þótt þeir hafi þurft að aka um 200 km. til og frá æfingum. Við viljum ennfremur taka fram, að þjálfari I.A. náði sam- komulagi við einvaldinn, er hann var hér staddur með liði sfnu I.B.K., um að alla fimmtudaga mættu þeir hér með sinu liöi, en leikdagar Litlu—bikarkeppn- innar voru allir ákveðnir á laugardögum og var hún skipu- lögð af I.B.H. um páskana. Rik- harður benti á, að fimmtudagur- inn væri sér æfingadagur A—lið- sins, siðasta æfing fyrir leik og sleppti hann ekki landsliðsmönn- unum burtu þann dag. Einvaldur- inn lýsti sig fyllilega samþykkan þessu og taldi,að það gerði ekkert til, þótt þeir kæmu ekki til æfinga á þessum dögum, enda langt að fara. Formaður knattspyrnu- ráðsins, Magnús Kristjánsson, var vitni að þessu samtali ein- valdsins og þjálfara I.A. Rikharðs Jónssonar. Næsta fimmtudag hélt ein valdurinn samkomulagið og enginn var boðaður á landsliðs- æfingu, en þar næsta fimmtudag, það var 4. mai, boðaði hann alla landsliðsmennina suður til æfinga, hafði samband við Rikharð og tjáði honum, að þetta væri eini dagurinn, sem þeir gætu kamið allir saman og fengið æfingu á grasi,áöur en leikið væri við MORTON. Rikharður taldi þetta sjálfsagt og hafði samband við landsliðsmennina og þeir mættu allir. Við teljum, að það sé sama og semja við stjórn K.S.I. og semja við einvaldinn, og þegar ábyrgir aðilar semja standa þeir við það, sem samið er um. Við teljum, að einvaldurinn hefði átt að tilkynna stjórn K.S.I. um þetta samkomu- lag, en komið hefur i ljós,að þeir hafa ekki hugmynd um það fyrr en þeir lesa það nú. Við teljum,að til ýmissa kringumstæða eins og fyrr voru nefndar þurfi að taka tillit, eins og við fúslega gerðum. Litla—bikarkeppnin er okkar æfingamót fyrir Islandsmótið, sett á m.a. af formanni K.S.l. eins og meistarakeppnin, en þessi mót komast orðið ekki fyrir vegna árekstra hvert við annað, eins og nú skal greina. Við áttum leik við I.B.K. sam- kvæmt niðurröðun laugardaginn 13. mai og var það siðasti leikur mótsins. Við fréttum á þriðju- degi, að meistarakeppnin milli I.B.K. og l.B.V. hefði verið ákveðin á sama degi og tfma og við áttum að leika, og höfðum þvi samband við formann I.B.K., sem er einvaldur K.S.I., og full- yrti hann, að leikurinn i Litlu— bikarkeppninni yrði samkvæmt áætlun, sama fullyrti hann siðar i vikunni, þó svo að búið hafi verið að ganga frá þvi við I.B.V.,að leikurinn i meistárakeppninni yrði á umræddum stað og tima. Fimmtudaginn 11. mai, á upp- sligningardag, boöar hann, þrátt fyrir gefið loforð, landsliösmenn- ina suður, en við erum hér með séræfingu A—liðs samkvæmt áðurnefndu samkomulagi við ein- valdinn og i góðri trú um, að liðið fengi ein leik i viðbót áður en það færi hálft til Belgiu. Siðan skeður það, að Rikisút- varpið tilkynnir léik i Keflavik i meistarakeppninni, um frestun á leik við l.A. var aldrei beðið og umgengnin við okkur i þessu máli verður okkur lengi minnisstæð. Strax á föstudagskvöldið ákveður þjálfari t.A. æfingu A—liðs og B— liðs á sunnudag og mættu þar allir landsliðsmennirnir samkvæmt ósk hans og knattspyrnuráðs. Einvaldinum var tilkynnt þetta strax um kvöldið og svarið var, að þeir tækju afleiðingunum. Það má bæta þvi við, að er ein- valdurinn var að boða mennina suður á uppstigningardag, benti einn þeirra honum á, að sam- kvæmt margnefndu samkomu- lagi ættu þeir að æfa með liði sinu á fimmtudögum og bað hann aö tala við þjálfarann, en svarið var að hann hefði ekkert við hann að tala, sem hann og aldrei gerði. K.R.A. hefur aldrei verið til- kynnt um það hverjir hafa verið valdir til landsliðsæfinga, né nokkurt samband verið haft við okkur á nokkurn hátt, utan fundar á Hótel Sögu, sem þjálfarinn var boðaður á, en enginn frá ráðinu sjálfu. Stjórn K.S.I. vill að tekið sé tillit til hennar og er það eðli- legt, en hvaða tillit tekur hún til annarra stjórna, sem gegna ekki minna hlutverki. Leikmenn I.A. gegndu sinni yfirstjórn og eiga þeir þakkir skildar, þeir voru allir tilbúnir að fara til Belgíu, enda búnir að fá sér gjaldeyri, þeir hefðu einnig getaö mætt í Reykja- vik siðar um daginn, en það bað enginn um það. Formaður K.S.l. náði sambandi við einn leikmann- anna eftir itrekaðar tilraunir, til hvers? Og aftur við sama mann til að tilkynna honum um brott- vikninguna, mörgum klukku- timum áður en formleg tilkynn- ing kom, en hann talaði aldrei viö formarm I.A. Lokakaflinn er svo, að stjórn K.S.l. er kölluð saman og það er lagt fyrir hana, að enginn Akur- nesingur hafi mætt á þessa sið- ustu æfingu, og eins og formaður- inn hefur lýst yfir i blööunum gætu þeir strækað á að fara út á siðustu stundu, væri þvi ekki um annað að gera en setja þá út og velja nýja menn og var það sam- þykkt. Engin fyrirspurn! einn greiddi atkvæði gegnum sima, ekkert mótatkvæði. Enginn greiddi atkvæði með fyrirvara, ef fengnar upplýsingar myndu breyta afstöðu þeirra, en timinn var naumur og hraðinn enn meiri þvi hringja þurfti út. Hugdetta Erh. á bls. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.