Tíminn - 18.05.1972, Qupperneq 6

Tíminn - 18.05.1972, Qupperneq 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 25. mai 1972. Framsóknarflokkurinn í nútíð og framtíð Umsjón Samband ungra framsóknarmanna Stefna flokksins í sameiningarmálinu er skýr Sérskoðanir einangraðs minnihluta notaðar í blekkingarskyni Vegna villandi ummæla og slfelldra tilrauna fámenns sérskofianahóps til aö blekkja fólk, vil SUF-siöan enn einu sinni endurtaka, hver sé stefna Framsóknarflokks- ins i hinu svonefnda sameiningarmáli. Jafnframt vill SUF-siöan harma þaö, hve oft viröist þörf á aö benda til- teknum heiöursmönnum á, hver sé hin raunverulega stefna flokksins. Stefna flokksins á sameiningarmálinu hefur birzt á þremur vettvöngum. Siöasta flokksþing ályktaöi: „Framsóknarflokkurinn mun á komandi kjörtimabili vinna að þvi að móta sam- eiginlegt stjórnmálaafl allra þeirra sem aðhyllast hug- sjónir jafnaðar, samvinnu og lýöræöis.” Framkvæmdastjórn flokksins samþykkti fáeinum vikum eftir stjórnarmyndun aö kjósa nefnd fimm manna til aö ræða við hina vinstri flokkana um mótun sliks sameiginlegs stjórnmálaafls. Þessi viðræðunefnd var kosin og er Eysteinn Jónsson formaður hennar. Miöstjórn flokksins lýsti yfir samþykki sfnuvið þessa ákvörðun framkvæmdastjórnar og hlýddi með athygli á skýrslu Eysteins Jónssonar um þessar viðræður. A þessari ráðstefnu, sem haldin var um Framsóknar- flokkinn i nútið og framtið, kom fram eindreginn stuðn- ingur nær allra þátttakenda við þessar stefnuályktanir og samþykktir flokksins. Einangraöar sérskoöanir fengu engan hljómgrunn. Auk þess itrekaði ráðstefnan þá grundvallarstefnu Framsóknarflokksins, sem mótuö var á siðasta flokksþingi, en meginatriði hennar eru: Jafnrétti og jafnræði allra þegna þjóðfélagsins, félags- leg samstaða um lausn þjóðfélagsvandamála, og skipu- leg uppbygging efnahagslifsins og nýting islenzkra auð- linda. Þessa grundvallarstefnu má taka saman i orðunum: Jafnrétti, félagsleg samstaða, skipulag. HVÍ EKKI SANNLEIKANN UM RÁÐSTEFNUNA? Þótt aðstandendur ráðstefnunnar um Framsóknarflokkinn i nútið og framtið, sem haldin var fyrir fáeinum vikum, hafi nú fengiö rúmar tvær siöur i Timanum til aö segja frá gangi ráðstefnunnar, hafa þeir foröazteinsog heitan eld að gefa lesendum blaðsins og flokksmönnum um allt land réttamyndaf þvi, sem geröistá ráðstefnunni. Það er íurðulegt, að menn sem hafa fréttaflutning aö aöalstarfi, skuli gera sig seka um það að fela sannleikann fyrir lesendum blaösins. Sú ráðstefna, sem birzt hefur i þessum fréttaflutningi og viötölum viö þrjá „ráöstefnugesti” á litið skylt við þá raun- verulegu ráðstefnu, sem fram fór á Hótel Loftleiðum, 29. og 30. april. Ráðstefnan, sem birtistifrásögnum aðstandendanna, hefur aðeinsátt sérstað i hugarheimi litils einang- raös séskoðanahóps. Það er þvi engin furöa þótt þeir tugir mánna og kvenna, sem sóttu mna raunverulegu ráösteínu, spyrji undrandi, hvers vegna sé veriö I þessum feluleik, hvers vegna sannleikurinn sé ekki sagöur um það, sem geröist á ráöstefnunni. • Hvers vegna er ekki sagt frá þvi, að fundarstjóri vitti Hannes Jónsson fyrir dylgjur hans i garð ýmissa trúnaðar- manna flokksins? • Hvers vegna er ekki sagt frá þvi, að allur þorri ráðstefnu- gesta gekk út i mótmælaskyni, þegar Hannes Jónsson' endurtók þessar sömu dylgjur nokkru siðar? • Hvers vegna er ekki sagt frá þvi, að enginn þeirra, sem til máls tóku á ráðstefnunni, studdi þær miðflokkskenn- ingar um Framsóknarflokkinn, sem Hannes aði? Jónsson boð- • Hvers vegna er ekki sagt frá þvi, að fundarstjóri neitaði að bera up tillögu Ólafs Ragnars Grimssonar, þegar meiri- hluti ráðstefnugesta óskaði eftir þvi og studdi þá ósk i atkvæðagreiðslu? • Hvers vegna er ekki sagt frá þvi, að Eysteinn Jónsson lýsti þvi yfir, að allir hlytu að geta samþykkt tillögu Ólafs Ragnars Grimssonar eins og hún lá fyrir . • Hvers vegna er verið að reyna að fela það, að ráðstefnan lýsti yfir stuðningi við þær viðræður, sem Framsóknar- flokkurinn tekur nú þátt i, um myndun sameiginlegs stjórnmálaafls allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafn- aðar, samvinnu og lýðræðis, og tók undir með ályktun SUF, SUJ, og SFV um, hvert ætti að vera verkefni þeirra viðræðna á næstunni. • Er ekki kominn timi til, að þessir heiðursmenn fari að segja fólkinu sannleikann um þessa blessaða ráðstefnu? Að bregðast trúnaðartrausti Þaö varð aö samkomulagi milli Alfreðs Þorsteinssonar, Iþróttafréttaritara, og ritstjóra blaösins, að Alfreð sæi um aö birta á opnu i blaðinu kafla úr þeim aðalræðum, sem fluttar voru á ráðstefnunni um Framáóknarflokkinn I nútiö og framtiö. Þess- ar ræöur voru fluttar af Ólafi Jóhannessyni, forsætisráðherra, Eysteini Jónssyni, forseta Alþingis, Guðmundi Þórarinssyni borgarfulltrúa, og Hannesi Jónssyni, blaðafulltrúa. Alfreö Þorsteinsson framkvæmdi þetta á þann veg, að birta aöeins stuttan kafla úr ræöu Hannesar Jónssonar en ekkert úr ræðum Ólafs Jóhannessonar, Eysteins Jónssonar og Guðmundar Þórarinssonar. Ræöum þessara forystumanna flokksins var varpaö fyrir borö. í staöinn birti Alfreö þrjú viðtöl, þar á meöal eitt viötal viö sjálfan sig. í þessum viötölum birtust meöal ann- ars furðulegar skoðanir um Framsóknarflokkinn, sem aldrei komu fram á umræddri ráðstefnu, nema aðeins að hluta hjá Hannesi Jónssyni og litt dulbúnar dylgjur i garð ýmissa trúnað- armanna flokksins. Það er einstök biræfni, aö birta slík viðtöl i staðinn fyrir ræður forystumanna flokksins. Aöeins orðið siðleysi,virðist eiga við um slika framkomu. Það er hryggilegt, aö menn sem i orði segjast aðhyllast félagshyggju og opinberlega tala hátt um heiðarlegra stjórnarfar, gerast sekir um slika iöju. Þetta er aö bregðast al- gerlega þvi trúnaðartrausti, sem fólgiö er i þvi að vera starfs- maður málgagns flokksins. Heiöarleg vinnubrögö á Tímanum er ein af frumforsendum fyrir heill og gengi Framsóknarflokksins. Séu þau ekki viðhöfð, er hættunni boðið heim UWAfí V/11 I A bF^^IR AAFNN? Síðast liðinn laugardag birtust þrjú viðtöl við n W rWJ * ILJM fVltlxni • menn úr litlum einangruðum sérskoðanahópi, sem var i algjörum minnihluta á ráöstefnunni um Framsóknarflokkinn. Þessir sérskoðanamenn, settu i þessum viðtölum fram viöhorf sin til stjórnmála. Hér eru endurbirt nokkur sýnishorn: ,,Bg lit á Framsóknarflokkinn sem miðflokk, sem stefnir aö réttlátri samkeppni sam- vinnu, einka- og rikisrekstrar.” ,,Ef verið er aö fiska sérstaklega eftir þvi, hvort aö ég álíti flokkinn vinstri flokk eöa hægri flokk eöa öllu heldur, hvort hann sé vinstri sinnaöur eöa hægri sinnaöur, þá held ég aö bezta svariö viö því sé, aö stefna Framsóknarflokksins sé hvorki til hægri né vinstri — heldur beint fram...” (SUF -siöunni er spurn, er flokkurinn ekki forystuflokkur I vinstri stjórn eða svo segir for- sætisráöherra?) „Efling markaös- og efnahagsbandalaga okkar tima er stórfelld félagshyggja (!!!), sem auöveldlega getur kæft heilar þjóöir I hafi heildarinnar ef ekki er fariö aö meö gát. Fram- sóknarflokkurinn hefur einmitt varaö viö hvatvlslegri félagshyggju smáþjóöar I þeim efnum.” „Landhelgisbarátta íslendinga er helzta dæmiö um þá einstaklingshyggju, sem vinstri stjórnin heldur uppi gunnfána fyrir gagnvart félags-og heildarhyggju stórþjóöanna.” „Þaö er alrangt, aö einstaklingshyggja sé einkaeign Sjálfstæðisflokksins.” CM bFTTA \/ll I CI n I/1/1 IDIM M .Til að undirstrika, hve gifurlega einangraðar þær biv rtl m VILL rLWIXIXUIlMtlll •sérskoöanir eru, sem birtast i ofangreindum viö- tölum, vill SUF-siðan visa lesendum á stefnuskrá siöasta flokksþings Framsóknarflokksins, ályktanir sfðasta miöstjórnarfundar og síðast en ekki sizt á sjálfan málefnasamning rikisstjórnarinnar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.