Tíminn - 18.05.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.05.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 25. mai 1972. Jón Sveinsson: Fiskræktin í Lárósi Hér á myndinni er Jón Sveinsson (i ans um, hvernig hafi til tekizt, og hver árangurinn sé. Svar mitt i eins stuttu máli og mér er unnt að hafa, er á þessa leið: t fyrsta lagi: Myndazt hefur með stiflugerð- inni 165 hektara uppistaða, með mestu dýpi 11 metrar, og með reglubundinni sjóblöndun með inn- streymi sjávar. t öðru lagi: Framleiðslugeta vatnsuppistöð unnar er mjög góð, eins og fram hefur komið. Vaxtarhraði mikill á seiðum. Inn i lónið koma með sjón- um ýms sölt, fosfór og köfnunar- efni, en sjórinn er mjög auðugur af þessum grundvallarefnum, fyrir lifið i sjó og vötnum, auk þessa ber- ast alltaf inn svif, marfló, hornsili og fl. æti. Stundum i mjög stórum stil, á heitum sólardegi verður vatnið grænleitt af svifþörungum. Mýfluga hefur aukizt gifurlega eft- ir að vátnið kom til. Marflóin er þó undirstaða fæðunnar i vatninu. Með botnprufum hefur komið i ljós, að fjögur til ellefu þúsund lifverur eru i hverjum fermetra. t þriðja lagi: Frjáls hrygning hefir átt sér stað undanfarin ár, bæði við lækjar- ósana og i lækjunum sjálfum, er þar um að ræða lax, sem við höfum sleppt inn frjálsum, þegar hann kom frá sjó og lax, sem sleppur inn ótalinn. Lifsskilyrði fyrir kviðpokaseiðin virðast góð. Þvi til sönnunar er m.a. hinn mikli fjöldi seiða, sem kemur undan vetri og er þá af stærðinni 4-7 sentimetrar. Þau sjást bezt að sumarlagi, þegar veð- ur er stillt og flugan er á ferðinni. Ennfremur hin góða endurheimta á laxi sérstaklega s.l. sumar. En þar en hann hefir aukizt mjög á öllu vatnasvæðinu og vaxtaraukning er mikil. Sama er að segja um laxa- seiðin. Meðal vaxtarhraði laxa- seiðanna viröist vera samkvæmt upplýsingum, sem fengizt hafa, með merkingum og hreistur- rannsóknum Veiðimálastofnunar- innar, td. eftir að sjógöngustærð er náð, 11 og hálfur til 16 sentimetrar á lengd. Miðað við 14 mánaða dvöl i vatninu, hefir lengdin verið 49 sentimetrar og 1300 grömm. En þyngd sjógönguseiða er um 20 grömm og er þvi þyngdaraukning 60 föld, sem gerist á 14 mánuðum eins og áður segir. Til samanburð- ar má taka laxaseiði, sem fór til sjávar, og kom, sem kynþroska lax eftir 14 og hálfs mánaðar dvöl i sjó. Sá lax var 54 sentimetrar að lengd og 2.100 grömm á þyngd. Lengdar- aukning er 42 sentimetrar á móti 33 sentimetrum hjá vatnalaxinum og þyngdaraukning 2083 grömm á móti 1280 grömmum hjá vatna- laxinum. Á undanförnum fimm árum hafa verið teknar i athuganaskyni rúm- lega 2 þúsund bleikjur af ýmsum stærðum. Hefir komið i ljós, að bleikjan grandar ekki laxaseiðum nema i undantekningartilfellum, og helzt þegar verið er að dreifa kviðpokaseiðum i vatnasvæðið. Það hefur verið gert á timabilinu 20. til 28. júni, litillega hefir orðið vart við urriða, og leggjum við kapp á að fjarlægja hann, vegna þess að i nokkrum tilfellum hafa fundizt seiði i maga hans. Undan- farin ár hafa fundizt laxahrogn i bleikjumögum, sem bleikjur hafa grafið upp á hrygingarsvæðum lax- Undantekningarlitið hefir mikið æti verið i mögum þess mikla fjölda fisks og seiða, sem tekinn hefur verið til athugunar, en það hefir verið gert árið um kring, nema þegar is hindrar slikt. Hreisturssýni hafa verið tekin, fiskarnir vegnir og mældir og þess- ar upplýsingar sendar veiðimála- stofnuninni. Tilgangur og markmiö. 1. Með stiflugerðinni i Lárósi var stefnt að þvi meðal annars: að fá stóra vatnsuppistöðu með mögu- leika á uppeldi seiða i stórúm stil. 2. Að hafa möguleika á að blanda vatnið með sjó til að örva og bæta uppeldisskilyrðin i frjálsri náttúr- unni. 3. AÐ hafa mikinn hluta vatnsins algjörlega ferskan m.a. vegna hrygnandi laxa við náttúruleg skil- yrði þ.e. frjáls hrygning og vegna útsetningar á kviðpokaseiðum, sem verða að hafa skilyrði við sitt hæfi fyrst i stað. 4. Aðvera sem næst sjó til að auð- velda ferð sjógönguseiðanna út á afréttinn, og inn aftur sem fullorð- ins og kynþroska lax, að lokinni dvöl sinni i hafinu. 5. Að fá aðstöðu til að velja úr endurheimtum laxi þá beztu til klaksins bæði, hvað stærð snertir, hvað endurheimtur varðar, og fleiri erfðaeiginleika, sem sótzt er eftir. 6. Að fá aðstöðu til að geta selt hrogn, bæði nýfrjógvuð og eins á augnhrognastiginu sem og seiði til stuðnings laxræktun i landinu. 7. Að skapa aðstöðu til stangar- veiði. Eftir þessa upptalningu á nokkr- um helztu undirstöðuatriðum i upp- byggingu Lárósstöðvarinnar, hefir sennilega vaknaö forvitni lesand- Látravik i Eyrarsveit er á noröan verðu Snæfellsnesi umlukt fjöllum á þrjá vegu, með Búlandshöfðann vestast, Vikurfjallið að sunnan, Brimlárhöfða austast. I suðri blasir við hið sérkennilega Kirkju- fell og Mýrarhyrnan með sinum hvössu hyrnum og ókleifu en skrúð- grænu hamrastöllum, en Helgrindur snæviþaktar og hrika legar gnæfa þó hæst þessara fögru fjalla. í norðri blasir við Breiðafjöröur opinn, norðan hans Barðastrandar- fjöllin i bláma fjarlægðarinnar. ☆ Lárvaðall er hér við sjóinn með 300metra breiðum ósi (Lárós),sem féll út með austurlandinu. Vaðalinn er annars afskorinn frá sjó með sand- og malarrifi, hinu sérkenni- lega Vikurrifi, sem er 1 og hálfur kilómeter á lengd. í aldaraðir hefur sjórinn og straumar hans séö um flutning á byggingarefni i rifið, frá vestri til austurs. Þessum efnis- flutningum er enn haldið áfram. Rifið er landfast að vestan en teygir sig i austur heim undir Brimlárhöfðann og endar i mjórri totu 300 metra frá höfðanum, en við tók Lárós, sem nú hefir verið lokað með 300 metra grjót- og jarðvegs- garði. Botnlag i sjálfum vaðlinum er þéttur sandur, leirblandaður á litlum afmörkuðum svæðum, en jarðvegur á landi er aðallega skriður og lækjarframburður. Allt, land að vaðlinum er gróið grasi. ☆ Fjöll upp af Látravikinni eru hæst um 700 metrar, en að mest.u um 400 til 500 metrar yfir sjó. Vatnasvæöi Látravikur er um 15 ferkilómetrar og liggur tiltölulega hátt, en lækir og ár koma bratt ofan af hálendingu og falla stutt á láglendi. Likt er um flestar árnar á norðanverðu Snæfellsnesi. Aætlað lágmarksvatnsrennsli af vatnasvæðinu er yfir tveir tenings- metrar á, sekúndu. Flatarmál Lárvaðals er um 1,65 ferkilómetrar eða 165 hektarar. Til samanburðar má nefna Meðalfellsvatn i Kjós, sem er um 180 hektarar að flatar- máli. Til viðbótar þessu ræktunar- svæði er ytra lónið, sem varð til eftir að stiflugerðinni lauk i Lárósnum. Flatarmál þess er um 5 hektarar. Allt vatnsrennsli úr innra lóninu fer um þetta lón á leið sinni til sjávar um ósinn, sem er nú i um það bil 800 til 1100 metra fjarlægð frá stiflugarðinum. ☆ Undirbúningur að stöð til fiski- halds og fiskiræktar hófum við Ingólfur Bjarnason 1963, eftir að hafa athugað staðhætti, og sannfærzt um, að með stiflugerð i Lárósi með tilheyrandi flóðgátt værú þarna hagstæð skilyrði til fiskiræktar samhliða i fersku og i sjóblönduöu vatni. Nauðsynlegum undirbúningi var lokið, en meðal annars fólst hann i þvi, að við festum kaup á þremur eyðijörðum, sem áttu land að Lárvaðli. A fjórðu jörðinni, sem keypt var bjó einyrki, sem kominn var að þvi að hætta búskap. Fyrrihluta árs 1963 fóru fram mælingar, teikningar gerðar og kostnaðaráætlun, með lýsingu, sem verkfræðingarnir Guðmundur Gunnarsson, og Þór Aðalsteinsson önnuðust, en veiðimálastjóri sam- þykkti siðar. Hinn 23. mai 1965 var stofnað veiðfélag um vatnasvæðið samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði. Framkvæmdir við stiflun Lárdss hófust um mánaðarmótin mai-júni sama ár (1965) með byggingu flóð- gáttar, ásamt tvöföldum gildru búnaði og yfirfalli, allt úr járn- bentri steinsteypu, 15 og hálfur metri að lengd, auk steyptra skjól- og tengigarða, sem eru 25 metra langir. Að þessu loknu hófst bygging sjálfs stiflugarðsins, sem er 300 metra langur, mesta hæð garðsins er um 17 metrar og mesta breidd við rótina um 30 metrar. Efnið i garðinn var tekið úr grjótskriðum beggja vegna vaðalsins. Sjálft Vikurrifið var hækkað um allt að 2,4 metra. Stiflugerðinni lauk 17. nóv. Við efnistökuna var notaður stór Loran-krani og jarðýta, en 9 til 12 vörubilar önnuðust aksturinn. Frá byrjun júnimánaðar til 15. nóvember var unnið samfellt, þar til verkinu var lokið, og má segja, að nokkuð hafi verið farið að reyna á þolrifin i okkur félögum, mér og Ingólfi, enda ýmsir erfiðleikar d að fá lán til framkvæmdanna, þrátt fyrir trygg fasteignaveð, sem við buðum fram. Til að létta róðurinn með áframhaldið, eftir að stiflugerðinni lauk, var stofnað hlutafélag, Fiskiræktarfélagið Látravik og hefur það siöan annazt reksturinn. Þess má geta svona i leiðinni, að i félagsskapnum eru menn úr 36 starfshópum hérlendis og þar á meðal bændur og veiðiréttar- eigendur. Hluthafarnir eru nú um 200 talsins, áhugamenn um fiski- rækt og stangarveiði. ☆ Um sjálfa ræktunina má segja frá þvi, að fyrstu laxaseiðin voru sett upp úr 20 júni 1964 i lækina, sem renna i Lárvaðal. Voru þetta 30 þúsund sumaralin seiði, næsta sumar settum við út 10 þúsund samskonar seiði á sömu slóðir. Eftir að stiflugerðinni lauk i nóvember 1965 eins og áður var sagt frá, og 165 hektara vatnsuppi- staðan orðin staöreynd, hófst út- settning laxaseiða af sjógöngustærð. Fyrstu 12 þúsund og fimm hundruð seiðin voru sett út i Lárvatn 21. mai. 1966 Af þeim voru 600 merkt með Carlinmerkjum, og sá Veiðimála stofnunin um það. Þetta sumar voru samtals 64 þúsund og þrjú hundruð sjógönguseiði og um 80 þúsund sumaralin laxaseiði sett út i vatnasvæði Fiskiræktar stöðvarinnar. Frá þeim tima hafa árlega verið sett út seiði, eins og við höfum haft bolmagn til, og skal ég siðar i þessu ágripi greina stutt- lega frá þvi. ☆ Fyrstu endurheimtu laxarnir veiddust 1. og 6. september i net inni i vaíninu, en flóðgáttin og gildrur voru þá ekki komnar i gagnið og komu ekki til sögunnar fyrr en 1967. Laxarnir höfðu sam- kvæmt hreistursprófun Veiðimála- stofnunar veriðeitt ár i sjó, og vigt- uðu um sex pund. Til gamans má geta þess, að fyrsti laxinn er geymdur i formalinblöndu til minningar um upphaf starfsins. Um haustið 1966 hrygndu fyrstu laxarnir i vatninu við lækjarósana og i lækjunum sjálfum, og er svo enn. . ☆ Til þess að geta fylgzt með þroska seiðanna höfum við lagt sil- unganet i ytra og innra lónið. Um leið fást upplýsingar um silunginn, Unglax veiddur 27. aprll, 1969, 49 cm og 1150 grömm, hafði aldrei fariö til sjávar, oröinn kynþroska inn i Lárvatni. Þrír Láróslaxar, endurheimtir 11. á pund, allir höföu dvaliö eitt ár I sj<

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.