Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur <i. júni 1972. TtMINN 9 Það var tvennt ólíkt Norðlendingur einn hét Ólafur Bjarnarson. Honum fannst litið til um kaupfélögin. Eitt af þvi, sem hann hafði til marks um muninn á kaupfélaginu og kaup- manninum, var þetta: „Ljáirnir frá kaupfélaginu eru svo deigir, að þeir þola ekki einu sinni, að fyrir þeim verði hrossataðshrúga — þá eru þeir búnir. En ljáirnir frá Kristjáni kaupmanni: Þó maður slái með þeim i grjóti allan daginn, skipta þeir sér ekkert af þvi." Gregory Peck sló John Wayne niður Það er alltaf fullt út úr dyrum i veitingahúsi Frank Sinatra i Hollywood, Vesuvio. Nýlega kom leikarinn John Wayne þar inn, og þá var aðeins eitt autt borð i veitingahúsinu. Borðið var við hliðina á borði hans sjálfs. Þegar svo Gregory Peck og kona hans Veronique komu i veitingahúsið var ekki um annað að ræða en visa þeim til sætis við þetta borð. John Wayne borðaði vel og drakk mikið, en læknir Gregory Pecks hefur ráðlagt honum að fara varlega, bæði i að borða mikið og drekka. Þegar Wayne tók eftir þvi, hve litið Peck borðaöi, talaði hann um það. Endirinn varð sá að leikararnir fóru að rifast, en Veronique reyndi að stilla til friðar. En áður en við var litið, lenti hnefi Pecks á kjálkabarði Wayne, Wayne féll út af stólnum, og lá á gólfinu, þegar Peck og kona hans gengu út úr veitingahúsinu. Næsta dag rann það svo allt i einu upp fyrir Peck, að hann hafði farið úr veitingahúsinu án þess að borga reikninginn. Hann hringdi þvi til Vesuvios og ætlaði að minnast á borgunina, en fékk þá að vita, að Wayne hefði borgað fyrir þá báða, og viðurkent með þvi, að hann hefði átt sök á uppþotinu. islenzk feguröardrottning i Kanada. Regina Helgason heitir fegurðardrottningin, sem hér er verið að krýna sem Miss Surrey i Kanada. Þessi mynd af krýningunni birtist á blaðinu Surrey-Delta The Messenger 18. mai siðast liðinn, og var send til okkar. Regina er dóttir Geirjóns Helgasonar fyrrverandi lögregluþjóns i Reykjavik. og Reginu Guðmundsdóttur konu hans. Þau hjónin fluttust til Kanada árið 1952 með sjö börn sin. Regina er áttunda barnið, og það eina, sem er fætt i Kanada, mánuði eftir að for- eldrar hennar settust að i sinum nýju heimkynnum. Það er Miss Surrey frá siðasta ári, sem krýnir Reginu, en sú fegurðar- dis heitir Patti Peterson. Þriggja ára froskmær Hún Anola litla var ekkert hrifin af þvi að vera froskmær, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þetta var i fyrsta og siðasta skipti, sem hún lét fá sig til þess að reyna slíkt. Annars eru allir sammála um, að mjög gott sé fyrir börn að læra sem allra fyrst að synda, en það er vist betra að biða ofurlitið með að kenna þeim listir frosk- mannanna, en það hafði Fleming Rothwell ekki gert. Hann á heima i Astraliu og er sjálfur mjög duglegur frosk- Þjófar á ferö i vilta Vestrinu Það hefur löngum viljað brenna við i vílta vestrinu, að nautgripum sé stoliö, en nú er risin annars konar þjófnaðar- alda. Þjófar fara um og ræna hnotutrjám þvi viðurinn er orð- inn dýrmætur, og miklar peningaupphæöir fást fyrir hvert slikt tré. Sagt er að hægt sé að selja 50 feta hátt hnotutré fyrir 600.000 krónur, og er það ekki nein smáupphæð. Mest ber á hnotuþjófunum i Missouri, Indiana og Illinois, og eru það húsgagnaframleiðendur, sem kaupa trén af þjófunum. Að maður. Þvi taldi hann, að gaman gæti verið að kenna dóltur sinni eitthvað i listinni, en hún er aðeins þriggja ára. Hann lét búa til froskmanna- búning fyrir Anolu og tók hana með sér út á sjó, og hélt, að hún myndi bara hafa gaman af þessu. Anola gerði hins vegar ekkert annað en að gráta og sagðist aldrei ætla að reyna þetta aftur. Svo nú verður Rothwell að fara i köfunarferðir sinar einn eins og áður fyrr, og trúlega mun liða langur timi, þar til Anola hefur gaman af að fara með honum. sjálfsögðu er enn nokkuð um það, að nautgripum sé stolið, enda er nautakjötið dýr vara. En visindamenn við Montana- háskóla vinna nú kappsamlega að þvi, að finna upp leiðir til þess að fyrirbyggja nautgripa- þjófnaðinn. Þeir hafa fundið upp senditæki, sem komið er fyrir i maga kúnna, og sendir tækið frá sér hljóðmerki, sem eigend- urnir geta náð á móttökutæki sin. Þannig geta þeirfylgzt með þvi, hvert búþeningurinn ráfar, og einnig hvert hann er kominn ef óboðna gesti hefur borið að garði, og þeir reynt að fjarlægja gripina án vitundar eigandans. DENNI DÆMALAUSI Hún er að sópa með honum núna, en i nótt fer hún á honum gand- reið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.