Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 6. júni 1972. Kf til vill ert þú, scm lest þessar linur, einn af þeim, scm þykir maturinn hjá konunni sinni i daufara lagi og stráir þess vegna iign af salti yfir hann, áður en þú hyrjar að rnatast. Þctta er ekki nefnt i þvi skyni að ainast við þessu, þvi að hver og cinn verður sjálfur að ráða, hvort hann vill hafa mal sinn saltan eða ekki. Kn það er annað: Það er komið upp úr kafinu, með lcyfi að segja, að þú ert cnginn sérlegur smekk- niaður á mat, cf þú ert fikinn i salt. Bragðskyn manna er mismun- andi eins og svo margt annað. Og þeir, sem eru vel úr garði gerðir að þessu leyti, hafa mikla ánægju ai' góðum mal. Strangt tekið skynjar maður bragð aðeins með tungunni og gómnum, og bragði má skipta i i'jóra meginþætti: Salt, sætt, beiskt, og súrt. En i reynd er það fleira en bragðið, sem sker úr um, hvort matur er lostætur eða vondur. Þar kemur einnig til greina sittlivað annað, svo sem angan, áferð, mýkt við snertingu og margt fleira, sem ekki er upp talið. Þess vegna er til dæmis litur settur i og jafnvel ávextir eins og appelsinur eru litaðir, svo að þeir gleðji augað. Á seinni árum hefur þó komið úr kafinu, að sum þau efni, sem noluð eru i þessu skyni, eru ekki sem holl- ust. Af sömu rót er það runnið, þegar ilmandi efnum er bætt i mat. Nærtækt dæmi höfum við Islendingar þó um það, að matur getur verið lostæti, þótt þefurinn af honum sé, að venjulegu mati, ekki sem fýsilegastur, og útlitið kannski ekki heldur að öllu leyti aðlaðandi. Við getum leitt hugann að hákarlinum, sem við fúlsum hreint ekki við, þótt lyktin sé nokkuð stæk og skrápurinn harð- ur og skorpinn. Tungan er merkilegt liffæri, og með henni metum við bragðið. Réttari skilgreining er þó aö segja, að við gerum það með bragðlaukunum, fingerðum lif- færunum á tungu og i munni. Frá bragðlaukunum berast boðin um bragðiö eftir taugaþráðum. Þessir taugaþræðir liggja i gegnum bein göng i miðeyranu, áður en þeir ná til heilans. Að þessu er vikiö hér vegna þess, að það má með réttum að- ferðum i bókstaflegum skilningi heyra boðin, sem bragðlaukarnir senda eftir bragðtaugunum til heilans. Ekki getum við þó hlust- að brotalaust á þessi boð heima i stofunni okkar, heldur verður þar að koma til skurðaðgerð á eyra og siðan að tengja elektróðu við bragðtaugaþræðina. Hafi þetta verið gert, og sé siðan salt vatn látið drjúpa á tungu þess, sem tilraunin er gerð á,byrjar að snarka og urga i há- talaranum, sem notaður er við þess konar tilraunir, ekki óþekkt þvi, að fjölda mörgum simaþráð- um hafi slegið saman. Eigi að vera hægt að aðgreina þessi taugaboð, verður að ein- angra einstaka taugaþræði. Tveir kunnir visindamenn i Sviþjóð, háskólaprófessorar hafa lagt mikla stund á þessar rannsóknir og tekið fjölda taugaboða upp á scgulbönd. Þannig hafa þeir fundið, hvernig bragðlaukar bregðast við söltu og sætu, súru og beisku. Þaö er eitt af þvi, sem þeir hafa komizt að raun um, að menn hafa enga hæfileika til þess að gera mun á vatnsbragðLÞar eru frosk- ar mönnum fremri, svo að ekki sé nefndur lax, sem þekkir bragðið af heimaánni sinni, þegar hann kemur af hafi, þótt örlitið sé af þvi i sjónum úti fyrir strönd- inni. Það er gömul trú veiðimanna, að veiðilegt sé að hrækja á beit- una, áður en henni er kastað fyrir fiskinn. Við höfum samt flest haldið.að þetta væri aðeins gömul hégilja. En það er það bara'ekki. Á daginn hefur komið við rann- sóknir af þessu tagi, að fiskar bregðast á sérstakan hátt viö munnvatni manna. Annar sænski prófessorinn, Yngvi Zotterman, hefur gert tilraunir með karpa, sem reyndar hafa lika eins konar bragðlauka á tálknunum, og hann fært sönnur á, að karpar svara ánægjulega, þegar munnvatn er látið drjúpa upp i þá. Við þessar tilraunir hefur fund- izt, að flugur eru næmar á bragð ávaxtasykurs, én reyrsykur eru þær ekki næmar á. Hundar finna ekki sætt bragð af sakkarini, heldur er það beiskt i munni þeirra. Kettir skynja yfirleitt ekki sætt bragð, enda eru þeir ekkert gefnir fyrir sætindi. Þótt skipa megi þvi bragði, sem menn finna, i fjóra höfuðflokka, skipta bragðafbrigðin, sem mað- urinn skynjar, mörgum þús- undum. Þetta bæri kannski frem- ur að kalla keim en bragð. Matur er úr mörgu gerður og efnum á ýmsan veg blandaö, og það eru þessi bragðafbrigði, sem valda þvi, að við getum talaö um, að maturinn sé svona eða svona. Enn sem komiö er hafa menn ekki neitt, sem dæmir af meira öryggi um mat en tunguna i munni sér. Þegar hafa þó verið gerðir eins konar mælar, sem að visu segja ekki, hvort matur er góður eða vondur, en geta þó lagt á hann nokkurs konar mat. Þessir mælar teikna strik á borða, svip- að og margs konar ritar aðrir, og með þessum hætti eru til dæmis blæbrigði kaffibragðs fundin. Með þess konar rita má sýna og sanna, að nýbrennt kaffi er bragðrikast og keimmest en blæ- brigðin hverfa fljótt, ef malað Þi* gerið-sennilega ekki grein fyrir þvi, góöir hálsar, hversu stórkostlegt „landslagið" er uppi f ykknr. Þessi raynder ekki af sjávargróöri, sveppum eða neinu þess háttar, heldur agnarlitlum bletti á mannstungu. Þetta eru sem sagt bragðlaukarnir. kaffi stendur i opnu iláti. Það er einmitt með svona áhöldum, sem leitað er að kvika- silfri i fiski og leifumúöunarlyfjai grænmeti, svo að eitthvaö sé nefnt. Þessir ritar verða sjálfsagt fullkomnaðir, og þeir munu koma að góðu haidi við framleiðslu gervimatuar — tilbúins kjöts, sem alls ekki er neitt kjöt, og þeytts rjóma, sem ekki er rjómi. Við slika framleiðslu mun mönn- um koma vel, að margs konar af- brigði bragðs er auðvelt að kalla fram með eftirlikingum. Það er i rauninni ekki neinn galdur að framkalla margs konar keim. Holdsveiki - eftir 200 ár Tvö hundruð ár eru siðan Danir töidu sig hafa útrýmt holdsveiki úr landi sinu. Það þykir þvi tiðindum sæta, að nú fyrir skömmu uppgötvaði yfirlæknir í Óðinsvéum, að einn sjúklinga hans var haldinn holdsveiki. Maður þessi er tuttugu og fimm ára gamall Tælendinger, sem kom i sjúkrahúsið haustið 1971. Hann hefur dvalizt I Danmörku i þrjú ár samfleytt, og þar útilokað er talið, að hann hafi sýkzt, þykir sýnt, að bann hafi að minnsta kosti þennan tima allan gengið með sjúkdóminn, þótt ótviræð einkenni hafi ekki komið fram fyrr en nú á þessu ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.