Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Þriöjudagur 6. júni 1972. „Þetta er búið að vera stanzlaust stríð í 23 ár” Tafir við gerð laxa stiga í Lagarfossi 600 þúsund seiðum sleppt á vatnasvæði Lagarfljóts JK-Egilsstööum. Siöastliðinn föstudag og laugar- dag var sleppt 600.000 seiðum á vatnasvæði Lagarfljóts. Frétta- ritari átti samtal við Jón Þóroddsson hjá Stangaveiðifélagi Reykjavikur og sagði hann, að þetta væri þriðja árið,sem seiðum væri sleppt i vatnasvæðið sam- kvæmt samningi, sem gerður var til 10 ára. 1 fyrra og hitteðfyrra var sleppt 150.000 seiðum hvort ár, en það, sem sleppt var núna, var aukamagn, og sagði Jón það vera vegna þess, að þeir hjá SVFR hefðu óbilandi trú á vatna- svæöinu og á þetta að verða til þess,að það komist fyrr i gagnið. f haust verða svo sett 150.000 sumaralin seiði i vatnasvæðið samkvæmt samningnum. Meginhluti þess magns, sem kom núna, var settur i Eyvindará, hitt i Keldnaá og Grimsá. Jón sagði, að tafir við gerðlaxastigai Lagarfossi kippti i rauninni grundvellinum undan þessu starfi, en engu að siður héldu þeir starfinu ótrauðir áfram, þvi að Stangaveiðifélag Reykjavikur væri ábyrgur félagsskapur, sem stæði við gerða samninga. — Samstarf við veiðiréttareig- endur hefur verið mjög gott, sagði Jón. Umboðsmaður Stanga- veiðifélags Austurlands hér er Björgvin Lúthersson, póst- og simstöðvarsjóri, og hefur hann séð um fyrirgreiðslu hér i sam- bandi við þetta starf. Þá ræddi fréttaritari við Jónas Pétursson við Lagarfossvirkjun, sem kvað gerð laxastigans hafna, en stiginn kæmi ekki að gagni fyrr en virkjuninni væri lokið. Gerð stigans hefði tafizt um eitt ár, og væri nú stefnt að þvi, að laxastiginn yrði tilbúinn til notkunar árið 1974. Seiöunum sleppl i Eyvindará á vatnasvæöi Lagarfljóts. (Timamyndir JK) - segir Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri, sem hefur sótt um lausn frá embætti Klp-Reykjavik. Guðlaugi Rósinkranz Þjóðleik- hússtjóra hefur samkvæmt eigin ósk verið veitt lausn frá embætti frá og með 1. september n.k. Iiann nær aldurshámarki embættismanns i febrúar á næsta ári, og gat þvi hæglega verið út næsta leikár, sem hefst 1. sept- ember, en hann óskaði eftir að fá að hætta einu ári fyrr. Hann hefur verið Þjóðleikhús- stjóri frá 1949 eða i 23 ár. Hann hafði þá i eitt ár verið formaður Þjóðleikhúsráðs, en ári eftir að hann tók stöðu Þjóðleikhússtjóra var Þjóðleikhúsið tekið i notkun. Guðlaugur sagði i stuttu viðtali við Timann i gær, að hann hefði óskað eftir að hadta einu ári fyrr vegna þess, að hann væri orðin Landsins srróðnr - ydar hróðnr BIÍNAÐARBANKI ÍSLANDS Auglýsi ngasi mar Tímans eru þreyttur. „Þetta er búið að vera stanzlauststrið i 23 ár. Ég er búin að fá nóg af þessari baráttu, og veitir ekki af að fá dálitla hvild.” Mennlamálaráðuneytið hefur nú auglýst lausa stöðu Þjóðleik- hússtjóra, og er umsóknarfrestur til 3. júli n.k. Seiöin voru flutt með flugvél frá Reykjavik og var þessi mynd tekin er þau voru sótt á flugvöllinn á Egilsstööum. Hátíðahöld sjómanna- dagsins Hátiðahöld sjómannadagsins i Reykjavik fóru fram i Nauthóls- vik við Skerjafjörð, og voru þau með hefðbundnum hætti. Þar voru fluttar ræður, kappróður fór fram á vikinni og björgunarstörf voru sýnd. Aldraðir sjðmenn voru heiðraðir fyrir gott starf.Mikill fjöldi fólks fylgdist með þvi.sem fram fór i Nauthólsvik. Sjó- mannadagurinn mun hafa verið hátiðlegur haldinn i svo til hverju einasta sjávarplássi á landinu og Fjórir sjómenn voru heiðraðir að þessu sinni. Þeir cru f.v.: Einar Sigurðsson, eiginkona Þórðar tóku margir þátt i hátiða- lijörleifsson, sem tókviö heiðursmerkinu i forföilum manns sins, Guðjón Pétursson og Stefán Jónsson. höldunum. Skaftfellingar komu austan úr Vik til að sýna Reykvikingum hvernig á aö standa á sjóskiðum. (Timamynd G.E.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.