Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 7. júní 1972 TÍMINN 13 Púðaborð i vefstól Guðrúnar. Myndvefnaðar- sýning á Sel- tjarnarnesi SB-Reykjavik. Guðrún Guðmundsdóttir sýnir þessa dagana ýmsa handunna muni i iþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi. Mest ber á vefnaði, en einnig er þarna útsaumur, prjón, smyrnateppi, leðurvinna, kjólar úr islenzkum efnum og hattar.______________ Athugasemd Forráðamenn berklavarna i Reykjavik hafa komið að máli við Timann og vilja láta þess getið, húsið sem brennt var i siðustu viku við Suðurlandsbraut og Tim- inn skýrði frá, hafi ekki verið brennt á þeirra vegum og ekki i sóttvarnarskyni, heldur á vegum hreinsunardeildar borgarinnar og þá vegna óþrifnaðar. Er þessu hér með komið á framfæri, en þessi athugasemd berklavarna breytir ekki þeirri staðreynd að heimildarmaður blaðsins, verk- stjóri hjá borginni tók skýrt fram að húsið hefði verið brennt i sótt- varnarskyni. Þvi er þetta ekki mál Timans, heldur berklavarna og borgarverkfræðings, eða verk- stjóra hans. (Tímamynd GE) Vefnaðurinn er að öllu leyti eft- ir Guðrúnu sjálfa. Munstrin teiknar hún sjálf og litar garnið, vefur siðan púða, trefla, töskur og sitthvað fleira. Kjólarnir eru saumaðir eftir teikningum Guð- rúnar og eru þeir i þjóðlegum stil, en þó samkvæmt tizku nútimans. Nokkrir munir eru þarna einnig eftir nemendur Guðrúnar, sem hún hefur kennt vefnað og leður- vinnu. Alls eru 53 munir á sýning- unni, þ.á.m. aldargamall dúkur, saumaður af mikilli list. Sýningin verður opin að minnsta kosti fram að helgi. Búðardalur: Ferðafólk og gróður snemma á ferðinni SÞ-Búðardal. Ferðafólk er farið að koma til Búðardals og fá þar góðan viður- gerning i Söluskálanum; sem nú selur grillrétti og allsk. góðgæti að narta i. Virðist feröamanna- timinnn þar vestra nú hefjast mun fyrr en venjulega og mun ástæðan að einhverju leyti vera lengri sumarleyfi en áður. Gróðurinn er lika fyrr en venju- lega á ferðinni i Búðardal i sumar, enda hefur veður þar verið einmuna gott og frost var aldrei mikið i jörðu i vetur. Sauð- burður hefur gengið vel þar vestra. Lilla Teatern sýnir „Umhverfis jörðina" í kvöld á Listahátíðinni ÓV-Reykjavik. Á Listahátiðinni i kvöld verður sýnt leikverkið „Umhverfis jörð- ina á 80 dögum” af sænsk/finnska leikflokknum Lilla Teatern frá Helsinki, undir leikstjórn Bengt Ahlfors. Lilla Teatern er einn frægasti leikflókkur Norðurlanda — og jafnvel Evrópu — og hefur hann fengið frábæra dóma hvarvetna. „Umhverfis jörðina” hefur nú verið sýnt rúmlega 200 sinnum, á öllum Norðurlöndunum og i Aust- ur-Berlin, svo dæmi séu nefnd. Sýningu Lilla Teatern á þessu verki hefur verið mjög vel tekið og hafa blöð i hinum ýmsu lönd- um, sem hafa vitnað sýningu, verið uppfull af hrósi og upp- hrópunarmerkjum. Lilla Teatern var stofnaður árið 1940 af leikurunum Oscar og Eja Tengström. I fyrstu hafði flokk- urinn ekkert fast leiksvið, heldur kom fram á ýmsum opinberum stöðum, mestmegnis með reviur og létta gamanleiki. Arið 1949 tók Tengström á leigu gamalt kvik- myndahús, þar sem Lilla Teatern varð smám saman þekkt leikhús i Helsinki. Siðar hefur Lilla Teatern þróazt þannig, að leik- flokkurinn leggur megináherzlu á að flytja þjóðfélagsádeilur, sem samdar eru i náinni samvinnu við leikarana, hið svokallaða nýja leikhús, þar sem leikararnir semja mikið til sjálfir það, sem þeir flytja. Jafnframt hefur Lilla Teatern lagt rækt við sigild verk eftir Shakespeare, Tsékov, Brecht og fleiri, svo og kabaretta með pólitiskum broddi. Leikstjórinn, Bengt Ahlfors, gerði einnig leikmynd Lilla Teatern af „Umhverfis jörðina á 80 dögum.” Hann er fæddur i Helsinki árið 1937 og fékk &___ SKIPAUTGtRB RIKISINS /l/l/S ESJA fer austur um land i hringferð 13. þ.m. Vörumóttaka fimmtudag, föstudag og mánudag til Horna- fjarðar, Djúpavogs, Breiðdals- vikur, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðs- fj. Reyðarfjaröar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjárðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsavikur, Akur- eyrar, ólafsfjarðar, Siglufjarðar, Djúpavikur og Norðurfjarðar. M/S BALDUK fer vestur um land til ísafjarðar 13. þ.m. Vörumóttaka fimmtu- dag, föstudag og mánudag til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bildudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar, Bolungarvikur og Isafjarðar. snemma áhuga á leikhúsi. 1959-60 starfaði hann sem leiklistargagn- rýnandi hjá „Nya Pressen”, og einnig hefur hann samið nokkur leikhúsverk, sem hlotið hafa góða dóma og verið sýnd viða. Sýningar Lilla Teatern á „Um- ' hverfis jörðina” verða aðeins tvær hér, sú siðari annað kvöld. t kvöld verða einnig siðari tón- leikar Sinfóniuhljómsveitar :sænska útvarpsins, en sú hljómsveit er talin ein af 10 beztu i heimi. Stjórnandi verður hinn mikilhæfi Sixten Ehrling, og ein- leikari brezki pianóleikarinn John Lill. Staða þjóðleikhússtjóra er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Ráðið verður i starfið til eins árs frá 1. sept. 1972 að telja. Umsækjendur skulu hafa stað- góða þekkingu á starfi leikhúsa. Umsókn- ir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist menntamálaráðuneyt- inu fyrir 3. júli n.k. Menntamálaráðuneytið, 3. júni 1972. AUKIN AFKÖST MEÐ Hundruð þúsund bænda um heim allan hafa náð framúrskarandi árangri með þessum heyvinnuvélum. Þér getið einnig orðið ÞORHF REYKJAVIK SKÓLAVÖROUSTÍG 25 TRAKTORAR stjórnmálafundir í Vesturlandskjör 10. og 11. júní næstkomandi Almennir dæmi 9., Kjördæmissamband Framsóknarmanna i Vesturlandskjördæmi efnir til 6 almennra stjórnmálafunda í kjör- dæminu á eftirtöldum stöðum: Halldór Daníel tammmmmmmmmmmm AKRANESI i Framsóknarhúsinu, föstudaginn 9. júni kl. 20.30. Ræðumenn: Halldór E. Sigurösson, fjármálaráðherra. Daniel Agústinusson, fulltrúi. Dr. tHafur R. Grimss. lektor. ólafur Asgeir BREIÐABLIKI föstudaginn 9. júní kl. 20.30 Ræðumenn: Asgeir Bjarnason, alþm. Alexander Stefánss. oddviti. Elias Jónsson, blaðamaður Alexander Elias BORGARNESI, i samkomuhúsinu, laugardaginn 10. júni, kl. 14.00. Ræðumenn: Asgeir Bjarnason, alþm. Daniel Agústinusson, fulltr. Þorsteinn Geirsson, lögfr. Þorsteinn Jónas Röst HELLISSANDI. laugardaginn 10. júní kl. 14.00. Ræðumenn: Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, Alexander Stefánsson, oddviti. Elias Jónsson, blaðamaður. DALASÝSLU, i Tjamarlundi, sunnudaginn 11. júni kl. 15.30. Ræðumenn: Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, Alexander Stefánsson, oddviti, Jónas Gestsson, útibússtjóri. Stykkishólmi, Lions- húsinu. sunnudaginn 11. júní kl. 15.30 Ræðumenn: Asgeir Bjarnason, alþm. Daniel Agústinusson, fulltr. Þorsteinn Geirsson, lögfr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.