Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miövikudagur 7. júní 1972 Þegar 20. ' Olympíuleikarnir verða settir i Munchen 26. ágúst n.k., munu 12 þúsund iþrótta- menn og starfsmenn verða i sviðsljósinu. Undirbúningurinn hefur staðið yfir árum saman og kostar rúma 2 milljarða v.þýzkra marka eða sem svarar til tæplega 60 milljarða isl. króna. Meðal þátttakenda verður trúlega stærri hópur islendinga en Vérió hefur frá þvi að Islendingar tóku fyrst þátt i leikjunum, en það var i grisk-rómverskri glimu 1908. bátttakandi Islands var Jóhann Jósefsson. Undirbúningurinn hófst fyrir alvöru 1965 undir vigorðinu „Olympiuleikar litilla fjar- lægða". Þetta vigorð er þó orðið úrelt, þvi að vegalengdirnar milli hinna ýmsu leikvanga eru allt frá nokkrum skrei'um innan sjálfrar Munchen-borgar til hálfs annars tima flugs til Kiel (um 900 km), þar sem siglingakeppnin fer fram. Reist hafa verið tvö Olympiu- þorp i Munchen og Kiel. „Blaða- borgin" i Miinchen var „skraddarasaumuð", ef svo má segja, og þar dveljast um 4000 fr- éttamenn meðan á leikunum stendur. Sérstök fjarskiptastöð var reist fyrir starfsmenn 60 er- lendra sjónvarps- og 110 erlendra útvarpsstöðva. Búizt er við,að um 1 milljarður jarðarbúa geti fylgzt jafnharðan meö þessari miklu i- þróttahátið með aðstoð gervi- hnatta. Skipulagsnefndin hefur sér til aðstoðar tölvu nokkra, sem fram- kvæmdastjóri bygginganefndar- innar Carl Metz, telur hafa verið ómetanlega við allar fram- kvæmdir. Hennar vegna hefur hann jafnan getað sagt: „Allt gengur samkvæmt áætlun". En jafnvel tölva, þó ómetanleg sé, Þetta verða leikar gleðinnar - segir Willi Daume, forseti framkvæmdanefndar OL í Munchen kemst ekki yfir allt, og þess vegna hafa 27 þúsund aðstoðar- menn af öllu tagi verið ráðnir til starfa meðan á leikunum stendur. Auk þess verða til aðstoðar gest- um og fréttamónnum um 1500 stúlkur, sem kunna i sameiningu flest heimsins tungumál. Alls konar augíýsingapésar, veggspjöld, sýningar og verndar- vættur hafa oröiö til þess að vekja athygli á leikunum.verndarvætt- urin er i liki greifingjahunds (dachshund), en ekki má heldur gleyma „urtubörnunum" tveim, Kieliusi og Olympiu, sem eiga að vekja athygli manna á siglinga- greinumleikanna.Eftirspurn eftir aðgöngumiðum hefur verið gifur- leg, þvi að fyrir skemmstu höfðu erlendar ferðaskrifstofur selt 1,1 milljón aðgöngumiða og Banda- rikjamenn og Júgóslavar höfðu keypt flesta. Innan V-Þýzkalands er ætlunin að selja 3,2 millj. miða, og fyrir¦ skömmu voru aðeins um 700 þús- und óseldir. Þeir, sem heimsækja Munchen vegna OL i sumar, munu ekki að- eins fá tækifæri til að kynnast i- þróttum af öllu tagi. Listum er lika ætlaður veglegur sess, enda er slikt i samræmi við Olympiu- andann. Trúlegt er, að ein listsýningin I mfj^r-w^ Éé^'4'^ ' rw**^ ¦ Wm**** Nýjar keppnigreinar á 01, verða bogfimi og „eintrjáningasvig". Var „Isskuröi" einuin I Augsburg breyttvegna keppni i sfðarnefndu iþróttinniog „brautin" prófuö viö heimsmeistarakeppniá si. ári. þyki sérstaklega forvitnileg, en hún sýnir, hver áhrif listir Asiu, Afriku, eyjaskeggja á Kyrrahafi og frumbyggja Ameriku hafa haft á myndlist og tónlist i Evrópu á 19. og 20. öld. Margir tónleikar eru áformaðir, ætlaðir unnendum jazz og þjóðlegrar tónlistar hvers konar. Við „Spielstrasse" (Leik- götu) Olympiuleikvangsins verð- ur margt að sjá, t.d. götu- og brúðuleikhús, tjáningartilraunir i hverskonar listum o.fl. Þá er og hugsanlegt, að islenzk glima verði sýnd i Leikgötu. Leikhús borgarinnar búa sig einnig undir að sýna fjölmörg verk með al- þjóðlegum stjörnum. „Þetta eiga að verða leikar gleðinnar", segir Willi Daume, forseti skipulags- nefndarinnar. I upphafi þessarar greinar var getlð um þátttöku Jóhanns Jósefssonar i grisk-rómverskri glimu á leikunum i London 1908, en hann var fyrsti tslendingurinn sem tók þátt i keppni Olympiu- leika. Á næstu leikum, i Stokkhólmi 1912, tók Jón Halldórsson þátt i 100 m hlaupi, og glimuflokkur sýndi. I Antwerpen 1920 keppti Jón Kaldal i 5000 m hlaupi, en hann var i liði Dana. Engir ts- lendingar tóku þátt i leikunum i Paris 1924 né i Los Angeles 1932. Hinsvegar sendu tslendingar myndarlegan hóp á OL i Berlin 1936 eða 11 talsins. t það sinn komu tslendingar fyrst fram sem fullvalda þjóð er þeir gengu undir eigin fána inn á Olumpiuleik- vanginn. Til Olympiuleikanna i London 1948 sendu fslendingar stærsta hópinn, sem þeir höfðu sent til þessa, alls 22 kepþendur. t hópn- um voru þrjár konur, en það var i fyrsta sinn, sem íslenzkar konur þreyttu Olympiukeppni. Ellefu tslendingar voru sendir til Helsinki 1952, og i Melbourne 1956 kepptu tveir tslendingar, og þar setti Vilhjálmur Einarsson Olympiumet, sem stóð i eina klukkustund, en heim kom hann með silfurverðlaun, fyrstu og einu Olypiuverðlaun sem Islend- ingur hefur hlotið. Til Olympiuleikanna i Róm 1960 voru sendir 9 keppendur, 4 til Tokyo, 1964 og í Mexikó kepptu 8 tslpnriinear. JTínwn Það var föstudagur, annar dag- ur júnimánaðar, stinningskaldi i höfuðborginni og gjólan öllu meira i ætt við landnyrðing en austanvind. Annað veifið sló yfir regnskúrum, rétt að djarfaði fyr- ir Skarðsheiðinni, sem þeir hafa að húsabaki i Leirársveitinni, og Esjan var ósköp grá ásýndum — þetta blessaða fjall, sem Reyk- vikingar tóku upp þykkjuna fyrir hér um árið, þegar orðhvatur að- komumaður likti henni við fjós- haug. úti i örfirisey voru hinar kunnu þvottakonur, dætur Ránar, sem i óðaönn að lauga klappirnar. En þær vilja skitna i nágrenni höfuðborga á vorum dögum. Já, þetta var föstudagur. Dýra- rikið er mörgum ofarlega i huga þann vikudag: Austurriki, Lindin og Konurikið. Og það er ös á þess- um stöðum, þvi að þegar til kast- anna kemur finnst mönnum var- an ekki svo ýkjadýr i Dýrarikinu — að minnsta kosti ekki svo dýr, að þeir kveinki sér að ráði við að kaupa hana, svona eins og þegar þeir eru að borga bæjargjöldin sin og skattana. Menn koma akandi og gangandi, karlar og konur, ungir og gamlir, sumir með tösk- ur, en aðrir með berar lúkurnar. Úti við horn standa unglings- krakkar á gægjum, og kannski hafa þeir fengið einhvern eldri til þess að fara og gera kaupin. Menn koma og raða sér við af- greiðsluborðin eins og beitar- fénaður á jötu, þvi að nú ber svo marga aðgarði samtimis, að ekki hefst undan að sinna þeim öllum strax, þó að afgreiðslumennirnir hafi hratt á hæli. Og þetta eru við- skiptavinir, sem eru örlátir við sjálfa sig, margir hverjir (hver veit þó nema þeir verði að leita á náðir leynivinsala fyrr en nótt er úti). Mánaðarkaupsmenn eru all- vel f jáðir á öðrum degi mánaðar, og vikukaupsmenn fá launin sin nógu snemma til þess að komast inn fyrir stafinn i Lindinni eða hvert þeir kjósa nú að fara, áður en hurðum er læst. Að minnsta kosti þeir, sem fast sækja aö- drættina. Aöur en dagur er að kvöldi lið- inn má ætla, að áfengi hafi verið selt fyrir fjórar til fimm milljónir króna i vinbúðunum þrem i Reykjavik. En þvi til drýginda eru birgðir i geymslum tiu veit- ingastaða, sem hafa fast vinsölu- leyfi, auk þess sem ýmsir veit- ingastaðir kunna að hafa fengið sérstakt leyfi þetta kvöldið. Og svo auðvitað hinir þjónustusam- legu andar, sem alltaf hafa þarfir annarra i huga, og koma á vett- vang við minnstu bendingu, ef einhver fer að kenna þess, að hann sé að of þorna — birgir menn eins og heyjabændurnir i gamla þjóðfélaginu, sem alltaf gátu miðlað kapli, þegar aðra þraut, nema i verstu árum. En séu þeir dýrseldir i Dýrarikinu, þá eru þó hjálparandarnir öllu frekari til fjár, þvi að við lifum á timum, þegar flestir vilja hafa eitthvað fyrir snúð sinn. Kannski alveg sér i lagi þeir, sem stunda þess konar þjónustu, sem hér er höfð i huga. Þórdis á Spákonufelli vildi að visu ekki hvaða peninga sem var handa Þorvaldi Koðránssyni. En það var fyrir meira en þúsund ár- um, og svo ætla sprúttsalarnir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.