Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 7. júní 1972 Miðvikudagur 7. júnl 1972 TÍMINN 11 Þegar 20. Olympíuleikarnir verða settir i Munchen 26. ágúst n.k., munu 12 þúsund iþrótta- menn og starfsmenn verða i sviðsljósinu. Undirbúningurinn hefur staðið yfir árum saman og kostar rúma 2 milljarða v.þýzkra marka eða sem svarar til tæplega 60 milljarða isl. króna. Meðal þátttakenda verður trúlega stærri hópur islendinga en veriö nefur frá þvl að tslendingar tóku fyrst þátt í leikjunum, en það var i grisk-rómverskri glimu 1908. Þátttakandi tslands var Jóhann Jósefsson. Undirbúningurinn hófst fyrir alvöru 1965 undir vigorðinu „Olympiuleikar litilla f jar- lægða”. Þetta vigorð er þó orðið úrelt, þvi að vegalengdirnar milli hinna ýmsu leikvanga eru allt frá nokkrum skrefum innan sjálfrar Munchen-borgar til hálfs annars tima flugs til Kiel (um 900 km), þar sem siglingakeppnin fer irarn. Reist hafa verið tvö Olympiu- þorp i Miínchen og Kiel. „Blaða- borgin” i Miinchen var „skraddarasaumuð”, ef svo má segja, og þar dveljast um 4000 fr- éttamenn meðan á leikunum stendur. Sérstök fjarskiptastöð var reist fyrir starfsmenn 60 er- lendra sjónvarps- og 110 erlendra útvarpsstöðva. Búizt er við,að um 1 milljarður jarðarbúa geti fylgzt jafnharðan meö þessari miklu i- þróttahátið með aðstoð gervi- hnatta. Skipulagsnefndin hefur sér til aðstoðar tölvu nokkra, sem fram- kvæmdastjóri bygginganefndar- innar Carl Metz, telur hafa verið ómetanlega við allar fram- kvæmdir. Hennar vegna hefur hann jafnan getað sagt: ,,Allt gengur samkvæmt áætlun”. En jafnvel tölva, þó ómetanleg sé, Þetta verða leikar gleðinnar - segir Willi Daume, forseti framkvæmdanefndar OL í Munchen kemst ekki yfir allt, og þess vegna hafa 27 þúsund aðstoðar- menn af öllu tagi verið ráðnir til starfa meðan á leikunum stendur. Auk þess verða til aðstoðar gest- um og fréttamönnum um 1500 stúlkur, sem kunna i sameiningu flest heimsins tungumál. Alls konar auglýsingapésar, veggspjöld, sýningar og verndar- vættur hafa oröið iil þess að vekja athygli á leikunumyernciarvætt- urin er i liki greifingjahunds (dachshund), en ekki má heldur gleyma „urtubörnunum” tveim, Kieliusi og Olympiu, sem eiga að vekja athygli manna á siglinga- greinumleikanna.Eftirspurn eftir aðgöngumiðum hefur verið gifur- leg, þvi að fyrir skemmstu höfðu erlendar ferðaskrifstofur selt 1,1 milljón aðgöngumiða og Banda- rikjamenn og Júgóslavar höfðu keypt flesta. Innan V-Þýzkalands er ætlunin að selja 3,2 millj. miða, og fyrir skömmu voru aðeins um 700 þús- und óseldir. Þeir, sem heimsækja Miinchen vegna OL i sumar, munu ekki að- eins fá tækifæri til að kynnast i- þróttum af öllu tagi. Listum er lika ætlaður veglegur sess, enda er slikt i samræmi við Olympiu- andann. Trúlegt er, að ein listsýningin þyki sérstaklega forvitnileg, en hún sýnir, hver áhrif listir Asiu, Afriku, eyjaskeggja á Kyrrahafi og frumbyggja Ameriku hafa haft á myndlist og tónlist i Evrópu á 19. og 20. öld. Margir tónleikar eru áformaðir, ætlaðir unnendum jazz og þjóðlegrar tónlistar hvers konar. Við „Spielstrasse” (Leik- götu) Olympiuleikvangsins verð- ur margt. að sjá, t.d. götu- og brúðuleikhús, tjáningartilraunir i hverskonar listum o.fl. Þá er og hugsanlegt, að islenzk glíma verði sýnd i Leikgötu. Leikhús borgarinnar búa sig einnig undir að sýna fjölmörg verk með al- þjóðlegum stjörnum. „Þetta eiga að verða leikar gleðinnar”, segir Willi Daume, forseti skipulags- nefndarinnar. t upphafi þessarar greinar var getið um þátttöku Jóhanns Jósefssonar i grisk-rómverskri glimu á leikunum i London 1908, en hann var fyrsti tslendingurinn sem tók þátt i keppni Olympiu- leika. A næstu leikum, i Stokkhólmi 1912, tók Jón Halldórsson þátt i 100 m hlaupi, og glimuflokkur sýndi. t Antwerpen 1920 keppti Jón Kaldal i 5000 m hlaupi, en hann var i liði Dana. Engir Is- lendingar tóku þátt i leikunum i Paris 1924 né i Los Angeles 1932. Hinsvegar sendu tslendingar myndarlegan hóp á OL i Berlin 1936 eða 11 talsins. t það sinn komu tslendingar fyrst fram sem fullvalda þjóð er þeir gengu undir eigin fána inn á Olumpiuleik- vanginn. Til Olympiuleikanna i London 1948 sendu Islendingar stærsta hópinn, sem þeir höfðu sent til þessa, alls 22 kepþendur. t hópn- um voru þrjár konur, en það var i fyrsta sinn, sem íslenzkar konur þreyttu Olympiukeppni. Ellefu tslendingar voru sendir til Helsinki 1952, og i Melbourne 1956 kepptu tveir tslendingar, og þar setti Vilhjálmur Einarsson Olympiumet, sem stóð i eina klukkustund, en heim kom hann með silfurverðlaun, fyrstu og einu Olypiuverðlaun sem tslend- ingur hefur hlotið. Til Olympiuleikanna i Róm 1960 voru sendir 9 keppendur, 4 til Tokyo, 1964 og I Mexíkó kepptu 8 tKlendinear Nýjar keppnigreinar á OL verða bogfimi og „eintrjáningasvig”. Var „isskuröi” einum I Augsburg breytt vegna keppni i slöarnefndu iþróttinni og „brautin” prófuö viö heimsmeistarakeppni á sl. ári. ogréglunriíálqugardagsnóttu I. Þangað kemur margur maðurinn illa verkaður Það var föstudagur, annar dag- ur júnimánaðar, stinningskaldi i höfuðborginni og gjólan öllu meira i ætt við landnyrðing en austanvind. Annað veifið sló yfir regnskúrum, rétt að djarfaði fyr- ir Skarðsheiðinni, sem þeir hafa að húsabaki i Leirársveitinni, og Esjan var ósköp grá ásýndum — þetta blessaða fjall, sem Reyk- vikingar tóku upp þykkjuna fyrir hér um árið, þegar orðhvatur að- komumaður likti henni við fjós- haug. Úti i örfirisey voru hinar kunnu'þvottakonur, dætur Ránar, sem i óðaönn að lauga klappirnar. En þær vilja skitna i nágrenni höfuðborga á vorum dögum. Já, þetta var föstudagur. Dýra- rikið er mörgum ofarlega i huga þann vikudag: Austurriki, Lindin og Konurikið. Og það er ös á þess- um stöðum, þvi að þegar til kast- anna kemur finnst mönnum var- an ekki svo ýkjadýr i Dýrarikinu — að minnsta kosti ekki svo dýr, að þeir kveinki sér að ráði við að kaupa hana, svona eins og þegar þeir eru að borga bæjargjöldin sin og skattana. Menn koma akandi og gangandi, karlar og konur, ungir og gamlir, sumir með tösk- ur, en aðrir með berar lúkurnar. Úti við horn standa unglings- krakkar á gægjum, og kannski hafa þeir fengið einhvern eldri til þess að fara og gera kaupin. Menn koma og raða sér við af- greiðsluborðin eins og beitar- fénaður á jötu, þvi að nú ber svo marga að garði samtimis, að ekki hefst undan að sinna þeim öllum strax, þó að afgreiðslumennirnir hafi hratt á hæli. Og þetta eru við- skiptavinir, sem eru örlátir við sjálfa sig, margir hverjir (hver veit þó nema þeir verði að leita á náðir leynivinsala fyrr en nótt er úti). Mánaðarkaupsmenn eru all- velfjáðir á öðrum degi mánaöar, og vikukaupsmenn fá launin sin nógu snemma til þess að komast inn fyrir stafinn i Lindinni eða hvert þeir kjósa nú að fara, áður en hurðum er læst. Að minnsta kosti þeir, sem fast sækja að- drættina. Aður en dagur er að kvöldi lið- inn má ætla, að áfengi hafi verið selt fyrir fjórar til fimm milljónir króna i vinbúðunum þrem i Reykjavik. En þvi til drýginda eru birgðir i geymslum tiu veit- ingastaða, sem hafa fast vinsölu- leyfi, auk þess sem ýmsir veit- ingastaðir kunna að hafa fengið sérstakt leyfi þetta kvöldið. Og svo auðvitað hinir þjónustusam- legu andar, sem alltaf hafa þarfir annarra i huga, og koma á vett- vang við minnstu bendingu, ef einhver fer að kenna þess, að hann sé að ofþorna — birgir menn eins og heyjabændurnir i gamla þjóðfélaginu, sem alltaf gátu miðlað kapli, þegar aðra þraut, nema i verstu árum. En séu þeir dýrseldir i Dýrarikinu, þá eru þó hjálparandarnir öllu frekari til fjár, þvi að við lifum á timum, þegar flestir vilja hafa eitthvað fyrir snúð sinn. Kannski alveg sér i lagi þeir, sem stunda þess konar þjónustu, sem hér er höfð i huga. Þórdis á Spákonufelli vildi að visu ekki hvaða peninga sem var handa Þorvaldi Koðránssyni. En það var fyrir meira en þúsund ár- um, og svo ætla sprúttsalarnir fylgja óreglunni, og menn verða einnig af þeim sökum ósjálfráð- ir gerða sinna og geta framið voðaverk, svo að segja hvenær sem er. öryggi samfélagsins er ógnað á iskyggilegan hátt, ef ekki er rammlega um hnútana búið, og ekki langt að leita átakanlegra dæma um það, hvað af þvi hlýzt, að lausn þessa vandamáls hefur verið látin dankast hjá okkur. I hættulegustu tilfellum hefur nú i seinni tið stundum verið leitað á náðir grannþjóða okkar, og er þess nýlegt dæmi, að maður hefur verið sendur héðan á lokaða deild erlends geðsjúkrahúss. Við göngum út úr lögreglustöð- ÍXJÍJÖÍJBÖÖSJÍJSJCJíJSJÍJÖÍjejíJÍJttSJC Lesmál: Oddur Ólafsson og Jón Helgason Myndir: Guðjón Einarsson ö«««J«<J(JötJ«J(J«JíJÖ<JÖ«ÍJ«JíJS inni eftir nokkrar samræður um þessi mál og önnur þeim skyld. Úti i Tryggvagötu er ungt par og virðist saupsátt. Lögregluþjónn reynir að ganga á milli og stilla til friðar, en herrann, liklega innan við tvitugt, vill höggva á hnútinn: Hann býðst til þess að gefa lög- regluþjóninum heitkonuna með húð og hári. En þegar lögreglu- þjónninn vill ekki þiggja gjöfina, sér pilturinn ekki annað ráð en ganga i höfnina. Og af þvi aö stúlkan lýsir sig undir eins and- viga þvi, leggur hann af stað i átt- ina niður að nýju tollstöðinni á hafnarbakkanum. Lögreglu- þjónninn hefur fyrr heyrt sitt af hverju þessu likt, og verður ekki jafnuppnæmur. Og nú er lika anzi napur vindurinn, og þegar til kastanna kemur, kveinkar piltur- inn sér við að ganga i sjóinn i ekki hlýrra veðri. Hann hættir við allt saman, og skötuhjúin fara sina leið á þurrlendinu. Annars er lögreglunni engin ný- lunda, að einhverjir séu að busla i höfninni. Hún dregur einhvern upp úr henni i svo til hverjum ein- asta mánuði. Langoftast eru það drukknir menn, sem hrotið hafa fram að bryggju eða hafnarbakka að óvilja sinum, en stundum verða lögregluþjónar lika að synda uppi menn, sem virðast ætla til hafs i einhverju ofur- kappi, sem hefur gripið þá undir áhrifum annarlegra efna, áfengis eða kannski einhvers annars. Leiðin liggur að gamla Far- sóttarhúsinu, þar sem Félags- málastofnun Reykjavikur hefur komið upp gistiskýli handa úti- gangsmönnum og fólki, sem ekki hefur þak yfir höfuðið þá og þá nóttina. Þeir, sem þangað koma daunillir og rifnir, geta farið þar i bað, og þeir fá föt og næringu. Þeir geta lika fengið að þvo af sér nærföt, sokka og þess háttar. Þarna hafa leitað athvarfs menn, sem áður skriðu inn i skúra, geymslur og þvottahús á nóttunni, jafnvel hitaveitu- brunna, ef þeir lágu ekki grein- lega úti. Fyrst voru sumir úti- göngumannanna hálfsmeykir við þessa nýbreytni. Þeir héldu, að þetta gerði sér lifið ómögulegt: Fólk tryði þvi ekki, að þeir væru rónar, þegar þeir væru búnir að verka sig, og þá fengju þeir ekki peninga. Og svo giltu strangar reglur um umgengni og umhirðu i Skórnir standa framan viö dyrnar, en innan þessara dyra liggja ölvaðir menn, sem iögregian hefur smalað saman. Suma hefur hún fundið liggjandi I saur sinum og þvagi. i gistiskýlinu við Þinghoitsstræti. Magnús Sigurjónsson og Hreggviður Jónsson annast þar eftirlit og gæzlu. gistiskýlinu. En það er sannast sagna, að gistiskýlið i Þingholts - stræti hefur komið að góðu gagni. Þaðan hefur mönnum verið ráð- stafað i sjúkrahús og á hæli og nokkrum i vinnu, bæði i verstöðv- ar og út i sveitir. Fáeinir hafa komizt þannig út i lifið á ný og orðið nýtir þegnar. t lögreglustöðinni nýju við Hverfisgötu er þegar slangur gesta. Skór standa við átta eða niu klefadyr, svartir skór og brúnir af alls konar stærðum og gerðum — skór, sem gætu sagt dapurlega sögu, ef þeir fengju mælt. Inni i klefunum eru eigend- ur skónna, sumir i vimu og dvala, nánast dauðasvefni, aðrir á kreiki, kallandi eða berjandi á litlu gluggana á hurðunum. t kvennadeildinni eru aðeins komnir gestir i tvo klefa. Konan bak við aðra hurðina er á sex- tugsaldri. En þær hafa sézt þarna rosknari — ein á áttræðisaldri hefur haft þar náttból oftar en einu sinni. Við vitum, að það fjölgar þarna i klefunum, þegar kemur fram á nóttina. Sumir eru færðir þangað vegna óróa, háreysti eða óspekta — aðrir hirtir á við og dreif um borgina, liggjandi ósjálfbjarga i portum og húsasundum ög jafn- velá gangstéttunum. Yfirleitt eru þeir menn, sem „teknir eru úr umferð” eins og það heitir, ekki ýkjaerfiðir viðfangs, sizt þeir, sem eru tiöir (nætur)gestir lög- reglunnar. Það er orðið minna um mótþróa drukkinna manna á seinni árum, þótt þeim sé „stung- ið inn.” Það eru helzt utanbæjar- menn, sem ekki eru vanir þvi, að einkennisbúnir lögregluþjónar séu að skipta sér af drykkjuslarki þeirra, er bregðast illir viö. Og svo náttúrlega uppivöðslumenn, sem teknir eru mitt i reiðikasti. En það er annað. Frammi á ganginum er steypibaö, og þar geta næturgestirnir hresst sig eft- ir gistinguna. Sumir þurfa þess ekki slöur, þegar komið er með þá, þvi það er siöur en svo nein nýlunda, aö þeir séu vægast sagt ilia verkaðir: Ósjálfbjarga menn, sem hafa haft sin eigin föt að sal- erni, bæði til hinnar meiri þurftar og minni. Það verður að gera fleira en gott þykir. Af slikum mönnum verður að draga haminn og þvo þá eins og hvitvoöunga, þvi að inn i fangaklefa verður þeim ekki fleygt þannig til reika. Þefurinn er ekki sem þægilegastur, út- gangurinn nokkuð ljótur, einkum þegar menn hafa legiö timunum saman I saur sinum og þvagi, áð- ur en lögreglan rakst á þá eöa þeir voru tilsagðir henni. Hér verður að standa andspænis lifinu eins og það er i blessuðu landinu okkar, og ekki pempíum hent að veita þeim öllum viðtöku, sem gista „Grjótið”. Einn, sem þar þekkir vel til, sagði við okkur, þegar við höfðum géngið þarna: „Ég held við vitum það hér með fullri vissu, að engin skepna jarðarinnar getur komizt i aðra eins niðurlægingu og maður, sem veröur leiksoppur áfengis og fiknilyfja.” hvað um næturgesti i þvi gistihús- næði, sem liklega er bezt nýtt á landinu. Hann dró fram skjöl og skýrslur og lagði á borðið, og þar höfðum við það svart á hvitu. 1971 gistu 2113 karlar i 6854skipti i fangageymslum Reykjavikurlög- reglunnar vegna ölvunar, og 278 konur i 552 skipti. Þar að auki voru nlutiu útlendingar, einkum enskir og þýzkir sjómenn. Flestir þessara manna eru teknir um og upp úr miðnætti og fram eftir nóttu, en svo hægist um, er kemur fram undir morguninn. Upp úr hádegi byrjar talan að stiga á ný, þvi að þá eru sumir orðnir dauða- drukknir á ný, er sleppt var að morgni eftir næturlanga gistingu. Fyrir allmörgum árum voru þessir gistivinir Reykjavikurlög- reglunnar þó enn fleiri, yfir átta þúsund árið 1964. Breytingin staf- ar af þvi, að um það leyti var far- ið að gera meiri gangskör að þvi en áður að koma áfengissjúkling- um, sem oft voru nótt eftir nótt i fangaklefum, á hæli til hjúkrunar og lækningar. Til dæmis um þvi- likt fólk var kona ein, sem var miklu fleiri nætur i fangaklefa en annars staðar. Enn er að visu ekki til hæli, þar sem vista má drykkjukonur, en þær eru nú orð- ið sendar til Noregs á rikiskostn- að samkvæmt sérstökum samn- ingi, en þar eru sem stendur fimm islenzkar konur á hæli. Annað er það, sem vantar sár- lega hér á landi: Sjúkradeild i sambandi við fangelsi handa mönnum, sem verður að hafa i öryggisgæzlu vegna þess, að saman fer hjá þeim geðveiki og afbrotahneigð, oft samfara drykkjusýki og eiturlyfjaneyzlu. Það er alkunna, að mikið af skemmdarverkum og þorri minniháttar afbrota og nær allir stórglæpir eru framdir af drukknu fólki. En þá fyrst tekur i hnúkana, þegar geðtruflanir kánnski að nota aflaféð á þann veg, að það þyki miklu varða, hvernig það er komið i vasa þeirra. Himininn var alskýjaður um kvöldið, þó roðaflekkir yfir Snæ- fellsnesfjallgarðinum, og yfir brúnir Akrafjalls gægðist gullið auga, sem skyggndist suður yfir. Það var orðið naprara en áður, vindur öllu norðlægari. Samt söng þrösturinn hástöfum i Hólavalla- garðinum. Kannski hefur hann verið að taka úr sér hrollinn. Bjarki Eliasson yfirlögreglu- þjónn tók á móti okkur i gömlu lögreglustöðinni i Pósthússtræti, sem senn verður eitthvað annað en lögreglustöð, og veitti okkur ofurlitla fræðslu til þess að melta þessa laugardagsnótt, er nú fór að. Hann hélt til dæmis, að okkur gæti verið forvitni á að vita eitt- Bjarki Eliasson tekur á móti Timamönnum i lögreglustöðinni við Pósthússtræti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.