Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 7. júní 1972 TÍMINN 9 iwáw Útgefandi: .*• ráSlSÓkKarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: PÓr-- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,; Andrés Kristjánsson (ritstjórn Sunnudagsblaðs Timans).: Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason,. Ritstjórnarskrif-i stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306. Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýs-: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald: 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-j takið. Blaðaprent h.f. Listahátíð í Reykjavík Listahátiðin i Reykjavik, er hófst á laugar- daginn var, er mikill viðburður i menningarlifi tslendinga. Listahátiðin, sem standa mun i tvær vikur, býður upp á hvorki meira né minna en 60 atriði á dagskrá: listsýningar, hljóm- leika, leiksýningar, dans, upplestur og fl. Þetta er önnur listahátiðin, sem haldin er i Reykja- vik, og standa sömu aðilar að þessari hátið og hinni fyrstu, en þeir eru um 20 talsins. Er Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráð- herra opnaði listahátiðina sl. laugardag, sagði hann, að listahátið i Reykjavik væri árangur þróunar og markviss starfs, sem að mestu hefði verið unnið á fáum áratugum. Skilyrðin, sem þyrfti til að hleypa af stokkunum lista- hátið, sem bæri nafn með rentu, væru ávöxtur af starfi margra manna og stofnana. Kvaðst menntamálaráðherra sérstaklega minna á tvö nöfn, sem væru dæmigerð fyrir þennan hóp: Ragnar Jónsson i Smára og Jón Leifs. Við- horf þeirra fælu i sér þær eigindir, sem þyrfti til að leggja grundvöll að svo fjölbreyttu og þroskuðu listalifi i Iandinu, að tök væru nú á að fella það að framlagi afbragðsmanna utan úr heimi á alþjóðlegri listahátið. Magnús Torfi Ólafsson sagði, að fordæmi manna eins og Jóns Leifs og Ragnars Jónssonar væri ævarandi hvatning til að ávaxta þann fjársjóð alhliða Islenzkrar listar og fjölþættra tengsla við listalif umheimsins, sem þjóðin hefði fengið i hendur á einum mannsaldri. Mesta hættan í ræðu þeirri, sem Lúðvik Jósefsson sjávar- útvegsráðherra flutti á sjómannadaginn, minnti hann á nýjustu skýrslur, sem nú liggja fyrir um stöðu fiskstofnanna i Norður-Atlants- hafi. Þær sýna hraðversnandi stöðu þýðingar- mestu fiskstofnanna. Niðurstaðan er sú, að allir þorsk- og ýsustofnar i Norður-Atlantshafi vestan og austanverðu séu þegar fullnýttir eða ofveiddir. Fiskifræðingarnir benda á þá stórauknu hættu, sem stafar af hinum stóru fiskiskipum og þvi, hve auðvelt þau eiga með að hreyfa sig á milli fjarlægra fiskimiða og vera þvi jafnan þar sem bezt lætur hverju sinni. Um þetta sagði ráðherrann: ,,Vegna þessa hreyfanleika flotans skiptir einn vel heppnaður fiskárgangur á einstöku fiskisvæði svo litlu máli um heildarþróunina, þvi að stóru skipin koma þá jafnan þangað, sem nýi stofninn er i uppvexti, og veiða hann upp áður en hann hefur orðið kynþroska. Þessar nýju upplýsingar visindamannanna eru uggvekjandi fyrir okkur íslendinga, en þær eru jafnframt undirstrikun á þvi, sem við höfum sagt um þörf okkar á að fá i okkar hendur stjórn á fiskveiðunum kringum landið, þannig að við getum sett reglur um veiðarnar og bannað þær veiðar, sem við vitum að eru hættulegar.” -TK Forustugrein úr The Guardian, Manchester: Samningamir í Moskvu vom nauðsyn fyrir bæði hsavddin Rússnesku valdhafarnir hugsa vel um innanlandsmálin Brcsjneff Aö undanförnu hefur um fátt verið meira rætt i heimsblöð- unum en viðræður Nixons for- seta og ráðamanna Sovct- rikjanna, og kennir ýmissa grasa i þeim skrifum. lfér fer á eftir forustugrein, sem birtist i hinu merka enska blaði „The Guardian’’ 31. f.m.: SAMNINGAR, yfirlýsingar og lokatilkynningin hafa streymt út úr viðræðuvélinni með áhrifamiklum hraða og öryggi tölvustyrðrar prent- smiðju allt frá þeirri stundu, að Nixon sté úr flugvél sinni i Moskvu og leiðtogafundurinn hófst. Innihaldið minnir einnig á rafeindatæknina. Samningarnir sýna raunsæi, þeir eru gagnlegir og endur- spegla prýðilega þá vitneskju, sem báðir aðilar hafa matað samningavélina á mánuðum saman. Samningarnir og ti 1- kynningarnar eru einnig gjör- sneydd þeim hlýleika, sem bæði Bandarikjamenn og Rússar eiga yfirleitt að mæta i hópi samherja sinna og bandamanna. Ekki verður betur séð, en að allt hafi gengið snurðulaust. RÚSSAR og Bandarikja- menn hafa ekki á valdi sinu að koma á friði i heiminum. Smá- rikin efna til styrjalda eins og nú er komið málum. En öllum ætti að vera fagnaðarefni, að á þeim sviðum, þar sem risa- veldin hafa örlög okkar i hendi sér, hafa þau orðið á eitt sátt um að draga úr bruðli aðfanga og fjármuna i vigbúnaði og snúa sér i þess stað að eðlileg- um verkefnum friðsamlegrar tilveru hlið við hlið. Sovétmenn láta innanlands- málin sitja i fyrirrúmi i öllum millirikjasamningum, sem þeir gera eins og sakir standa. Auðvitað er þeim kappsmál að treysta öryggið á landa- mærunum, en þá er auðvitað átt við vesturlandamæri kommúnistarikjanna i Austur- Evrópu. En hinir aldurhnignu leiðtogar verða með ein- hverjum hætti að tryggja frið- samleg umskipti og eðlileg þrepaskipti i stjórnmálafram- vindunni meðal þjóðarinnar. LEIÐTOGUNUM hlýtur aö vera ljóst, aðalvarleghætta er á, að æðar stjórnmálakerfis- ins þrengist. begar þetta gerðist i Tékkóslóvakiu olli það gifurlegum og skyndi- legum áhuga á nýjum kommúnisma, ekkert gat stöðvað þá öldu nema skrið- drekar Rauða hersins. Núver- andi leiðtogar verða með ein- hverju móti að beina umbóta- hreyfingunni i Rússlandi inn á aðgengilegar og viðunandi brautir áður en þeir afsala sér völdum i hendur hinna yngri manna, sem verið er að þjálfa til starfsins. Þetta verður að gerast með tvennum hætti, eða bæði i stjórnmálunum og á efna- hagssviðinu. Leiðtogarnir hljóta að hafa þungar áhyggjur af þvi, með hverjum hætti eigi aö- koma á nauð- synlegum breytingum i stjórnmálum, en um það var auðvitaö ekki rætt á leiðtoga- fundinum i Moskvu. Þeir verða að koma fram þeim breytingum i efnahagsmálum, að innanlandsmarkaðinum verði tryggð aukin aðföng. Sumir leiðtoganna vilja efla herinn, en aðrir vilja auka valkosti neytendanna. Hinni langvinnu baráttu milli þess- ara andstæðu afla verður ekki lokið með öðru en samningum við Bandarikjamenn, sem gera kleift að draga úr hernaðarútgjöldum og auka neyzluvöruframleiðsluna. Þetta er mikilvægasti jákvæði árangur leiðtogafundarins frá sjónarhóli forustunnar i Moskvu séð. SVO virðist þó, sem Moskvumenn hafi ekki enn fengiö framgengt öllu þvi, sem þeir vildu. Aðgangur að bandariskum tækniyfirburð- um, sem gætu breytt rúss- neska efnahagslifinu, er háður viðskipta- og lánasamningum, sem boðaðir eru i hinni sam- eiginlegu yfirlýsingu. En til þessa hafa slikir samningar aðeins verið boðaðir, rétt eins og þeir yrðu ekki gerðir nema Rússar skiluðu viðunandi niðurstöðu á öðrum sviðum. Eitt af þessum „öðrum svið- um” er Vietnam, og um leið hið augljósasta. Þvi er ætlað litið rúm i hinni sameiginlegu yfirlýsingu og hvor aðili um sig leggur megináherzlu á sina afstöðu. Ekki er vitað, hve miklum tima var varið til viðræðna um Vietnam i Moskvu. Bandarikjamenn hafa hins vegar sýnt eindreg- inn vilja til alvarlegra samn- ingaviðræðna við leiðtoga Norður-Vietnama. Og þeir hljóta að ætlast til, að Rússar greiði götu þeirra i þvi efni. HAFNBANNIÐ á Haiphong og loftárásirnar á Norður- Vietnam hefðu getað orðið alvarlegur þröskuldur á leið- togafundinum, en svo er að sjá, sem Bandarikjamönnum hafi tekizt að snúa þessu sér i hag. Þeir kunna að hafa sagt við Rússa: „Þið skuluð fá viðskipta- samningana, sem þið óskið eftir,lán til langs tima og láns- og leigu-aðstoö ef þið hjálpið okkur að komast klakklaust á burtu frá Indo Kina”. En nokkur bið kann að verða á,að úr þessu fáis.t skorið. I .hinni sameiginlegu yfirlýs- ingu er ekki vikið að þvi, að Itússar reyni að knýja Norður-Vietnama til að milda friðarskilmála sina. Þeir eru raunar staðfestir af Rússa hálfu. EF allt stendur i raun og veru fast i þessu efni geta Rússar verið nokkurn veginn vissir um, að raunveruleikinn knýji Bandarikjamenn til að slá nægilega mikið undan til þess, að endir verði bundinn á styrjöldina. Ef til vill voru rússneskir leiðtogar að and- mæla afsökununum, sem Bandarikjamenn færa fram fyrir nærveru sinni i Viet- nam, þegar þeir létu Pravda fella niður úr frásögn sinni af útvarpsræðu Nixons forseta eftirfarandi setningu: „Átök smáþjóða hafa oft dregið stórþjóðir inn i styrjaldir, án þess að þær ætluðu sér þátttöku i þeim”. Ekki hefði verið unnt að halda leiðtogafundinn i Moskvu og láta sem Vietnam- styrjöldin væri ekki til - Bandarikjamenn og Rússar geta hvorugir notið hagræðis af gerðum samningum til full- nustu fyrr en að styrjöldinni þar er lokið. En aö flestu öðru leyti verður að telja, að leið- togafundurinn hafi orðið árangursrikur og tekizt vel. Staðfesting sáttmála Vestur- Þjóðverja við Rússa og Pól- verja ruddu brautina, enda munu Mið-Evrópumenn njóta árangursins i rikustum mæli, næst Rússum. Rússar og Bandarikjamenn hafa margoft heitið að skipta sér ekki af málefnum annarra þjóða, en þeir geta engu að siður ráðið úrslitum um örlög Mið-Evrópu. Rússar hafa lengi haft öryggismálaráð- stefnu Evrópu á oddinum i utanrikisstefnu sinni, og nú | virðistekkert þvi til fyrirstöðu að hún verði haldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.