Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. júni 1972. TÍMINN 3 Rökvís og snjaller Sverrir Sverrir Hermannsson, alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins, útgerðarmaður og verkalýðsleiðtogi með meiru, skrifar grein i Mbl. i gær um ákvörðun fiskverðs. Nægja lionum vart hin stærstu orð tungunnar til að lýsa þeirri ósvinnu yfirnefndar verðlags- ráðs sjá varútvegsins að ákveða,að fiskverð skuli standa óbreytt til hausts. Verðlagsráð sjávarútvegsins starfar skv. lögum, sem fyrr- verandi rikisstjórn undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins setti. Lögum skv. á þessi stofnun að vera óliáö framkvæmdavaldi i landinu og i yfirnefnd er það blutlaus oddamaður, sem úr- slitum ræöur, ef i odda skerst með hagsmunaaðilum. Fyrr- vcrandi rikisstjórn vegsamaði að sjálfsögðu sköpunarverk sitt og aldrei fyrr hefur þvi vcriö baldið fram opinberlega á prenti, fyrr en Sverrir Her- mannsson stuðningsmaöur fyrrverandi rikiss tjórnar gerir þaö i gær, að það sé i rauninni ráðherra sjávarút- vegsmála, sem ákveöi fisk- verð, þrátt fyrir hin góðu lög rikisstjórnar Sjálfstæðisflokk- sins um verðiagningu fiska- furða. Beinir Sverrir spjótum að ýmsum flokksbræðrum sinum isveit útgerðarmanna og fisk- verkenda og segir: „Am.k. þeir, sem jafnan liggja á nösunum fyrir fótum ráöamanna hverju sinni, hafa sjálfsagt treyst þvi, að nú- verandi sjávarútvegsráðherra myndi beita áhrifum sinum til annarrar niðurstöðu en fyrir liggur.” Annars er meginefni greinar Sverris það i 1. lagi að sýna fram á. hvc hagur frysti- húsanna hafi verið góður undanfarin 2 ár og viðskipta- kjör þeirra hagstæð og i öðru lagi, að fiskiðnaðurinn geti bvorki risið undir hærra hrá- efnisverði né heldur hækkandi rekstrarkostnaði öörum og að fram undan sé bullandi tap- rekstur bjá frystihúsunum. Tilgangur greinar Sverris virðist saint engu að siöur vera sá, sbr. upphaf grein- arinnar, þar sem aöaihvötina að þvi aö þessi snilidargrein er skrifuð virðist mega greina að kvarta fyrir þvi, að fiskverðið skyldi ekki hækkað verulega og þar með rekstrarútgjöld frystihúsanna!! Af þessu sést, aö ekki er of- mælt, að rökvisi Sverris Her- mannssonar er slik, aö stappar nærri snilligáfu.Til að gel'a lesendum Timans nokkra nasasjón af þessum afreks- manni andans, skulu hér til- færðar orðrettar setn. úr greininni. sem sjálfsagt verða teknar upp i kennslubækur i rökfræði áður en langir timar liða. A.m.k. hlýtur þcirra að verða getið i annálum. Um hinn góða ha'g frysti- húsanna segir Sverrir ,,Af hvaða toga er þá spunnin ákvörðunin um óbreytt fiskverö nú? Ljóst er, að fiskiönaöurinn i landinu hefur aldrei búið við önnur eins viöskiptakjör og sl. tvö ár og ætti þvi að öllu eölilegu aö geta risið undir hækkuðu hrá- efnisverði.” Um hinn slæma bag frysti- húsanna segir Sverrir: „Eftir einstakt góðæri i við- skiptakjörum er nú svo komið, aö fiskiðnaöurinn fær hvorki risið undir hærra hráefnis- verði né heldur hækkandi reksturskostnaöi öðrum.” En verkalýösleiðtoginn hefur lika sina skoöun á þessu. Kaup verkafólks hækkaði allt of mikið! Það var rangt hjá rikisstjórninni að ætla að stefna að 20% kaupmáttar- aukningu á 2 árum !! Þeir, sem detta illa á nasirnar, eru vart færir um aö álasa öðrum fyrir að liggja á þeim. -TK Slökkviliðsmenn sýna „nýja eldvarnaeftirlitsfólk inu” hvernig farið cr að við að slökkva cld. (TimamG.E.) 54> þús. manns dveljast í oriofshúsum ASÍ á sumrin Orlofsnefnd ASÍ gefur verkafólki kost á ódýrum utanlandsferðum með SUNNU KJ-Reykjavik Orlofsnefnd ASl hefur gert samning við Ferðaskrifstofuna Sunnu um ódýrar orlofsferðir til Norðurlandanna, Rinarlanda og Mallorca fyrir félaga i verkalýðs- hreyfingunni, og virðist sem undirtektir ætli að verða góðar hjá verkalýðshreyfingunni. Á næstunni verða stofnuð orlofs- samtök verkalýðshreyfingarinn- ar, sem sjá munu um og skipu- leggja orlof fyrir félaga i verka- ÓV-Reykjavik Enn hefur það gerzt, að ein- hverjir óvitar hafa ráðizt með of- beldi á listaverk i Rcykjavik og skenimt þau. i þetta sinn er það á útisýningu, sem haldin er i sam- bandi við Listahátiöina, á Skóla- vörðuholti, en öll verkin þar eru óvátryggð. Aðfaranótt þriðjudags var ráð- izt á mynd eftir Hrein Friðfinns- son, „Spegill fyrir himininn og spegill fyrir jörðina”, og hún skemmd og i fyrrinótt var skemmd mynd eftir Sævar lýðshreyfingunni bæði utanlands og innan. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi, sem orlofs- nefnd ASÍ hélt i gær, en i nefnd- inni eiga sæti, Björn Jónsson for- seti ASt, Óskar Hallgrimsson, sem er formaður nefndarinnar og hafði aðallega orð fyrir henni á blaðamannafundinum, Einar ög- mundsson vörubifreiðastjóri, Guðriður Eliasdóttir formaður Framtiðarinnar i Hafnarfirði og Hilmar Guðlaugsson múrari. Danielsson, nafnlaus númer 20, en hún er úr gifsi og gleri. Mun hafa þurft að beita töluverðu afli til að eyðileggja þá mynd. Ekki er vitaö hver hefur eyði- lagt þessar myndir en allir, sem orðið hafa varir einhverra mannaferða við Ásmundarsal þessar tvær nætur, eru beðnir að láta lögregluna vita, svo hægt sé að koma þessum vesalings aumingjum undir læknishendur, þvi að varla leggur heilbrigt fólk sig niður við slikt sem það, að eyðileggja listaverk. Stofnfundur orlofssamtakanna verður haldinn i Iieykjavik 24. júni n.k., og eru samtökin stofnuð eftir fyrirmynd á öðrum Norður- löndum, þar sem um árabil hefur verið skipulagt orlof félaga i verkalýðshreyfingunni. Arum saman hafa verkalýðs- samtökin háð baráttu fyrir leng- inu oriofs, og nú þegar öllum þorra launafólks er tryggt 4ra vikna lágmarksorlof, þarf að skipuleggja orlofið svo að verka- l'ólk geti notið þess. I ölfusborgum eru nú 36 orlofs- hús, sem eru eign hinna ýmsu verkalýðsfélaga, og fá félagar i verkalýðshreyfingunni að dvelja þar i viku i senn. Hverfið i ölfus- borgum er nú fullbyggt oröið, nema hvað til stendur að byggja þar eitt stórt sameiginlegt hús fyrir ýmsa þjónustu og mötu- neyti. Að lllugastöðum i Fnjóskadal eru nú risin 16 orlofshús, og fram- kvæmdir standa þar yfir við sam- eiginlegt hús fyrir þjónustustarf- semi. Tólf hús eru að Einarsstöðum i Eyjólfsstaðaskógi á Héraði, og verða þau öll i notkun i sumar. Þá er verið að skipuleggja or- lofshúsahverfi að Svignaskarði i Borgarfirði, og verða 20 hús reist þar i tveim áföngum. Iðja i Reykjavik á jöröina, en ýms verkalýðsfélög munu eiga húsin 20. Einstök verkalýðsfélög eiga svo orlofshús, og má þar nefna Prent- arafélagið, sem reið á vaðið meö byggingu orlofshúsa i Laugardal. Lauslega áætlað má reikna með að 1000-1200 fjölskyldur dveljist á hverju sumri i orlofs- heimilum ASl eða 5-6 þúsund manns, og er ekki hægt að anna eftirspurn frá júni og fram i miöj- an september. Þá færist þaö i vöxt að dvalizt sé i orlofshúsum á öðrum timum.árs, s.s. um stór- hátiðar. Hjá orlofsnefnd ASl eru á döf- inni ýmsar aðrar ráðstafanir en að framan greinir, og má þar nefna, að orlofsfé verði aðeins greitt þegar orlof er tekið, en á þvi hefur verið nokkur misbrest- ur á undanförnum árum. Samingurinn við Sunnu, sögðu ASÍ menn, á að gefa möguleika á fjölbreyttum ferðum, velja má á milli margra brottfarardaga eg vprðið á einstökum ferðum er frá tæplega tólf þúsund krónum i nærri tuttugu þúsund krónur. Innifaldar i hverri ferð eru skemmtiferðir frá dvalarstað að verðmæti eitt þúsund krónur. ASI greiðir ferðirnar niður að nokkru leyti, og einnig er möguleiki á að viðkomandi verkalýðsfélög greiði þær niður, svo þær verði enn ódýrari. 160 nýir eldvarna eftirlits- menn ráðnir á einum degi! Klp-Reykjavik. Það var nóg að gera hjá slökkviliðsmönnum borgarinnar i gær. Liðið var kallað fjórum sinn- um út, tvisvar á morgunvaktinni og tvisvar á dagvaktinni. Ekki var langt að fara i hvert sinn, og enginn var eldurinn, þegar komið var á staðinn. t öll skiptin var bilunum ekið að turni slökkviliðshússins, um 50 metra leið, og siðan hófst sviðsett slökkvistarf og björgun úr elds- voða. t öllum tilfellunum voru áhor/endur margir, þvi að þarna voru saman komin börn, sem sækja námskeið á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavikur, og var þessi „eldsvoði” settur á svið fyrir þau. Börnin voru öll á aldrinum 10 til 12 ára og komu úr Breiðagerðis-, Austurbæjar- og Laugarnesskóla. Þar sækja þau námskeið, sem stendur i nokkrar vikur, og er einn liður þess að heirnsækja ýmsa opinbera staði og kynnast starfseminni þar. Hjá Slökkviliðinu fengu þau fyrst að skoða alla bilana og setja sýrenurnar og fleiri tæki i gang, og úr varð slikur hávaði, að jafn- vel slökkviliðsmönnunum blöskr- aði. Siðan var þeim sýnt fleira markvert og kennt að fara með einlöld slökkvitæki og slökkva eld. Hápunkturinn var svo sýning slökkviliðsins, og mesta kátinu vakti, að einn nýliðinn beindi slöngu sinni að nærstödd- umblaðaljósmyndara, sem átti fótum fjör að launa. Að lokinni sýningunni voru börnin gerð að eldvarnaeftirlits- mönnum, hvert á sinu heimili, og þvi til staðfestingar voru þeim gefin merki Slökkviliðsins. Þar með fjölgaði i eldvarnaeftirlitinu um 160 manns. öll höfðu þau lært sitt af hverju, eins og t.d. að slökkva i kleinupottinum hjá mömmu, ef hann færi að loga, og að hafa ekki drasl i herberginu sinu. tbúaskrá Reykjavikur 1. des- ember 1971 er komin út. Hún er i tveim bindum, 1400 blaðsiður, og fylgja hverju nafni þær upplýs- ingar, sem tiðkanlegar hafa verið i þessu riti. Ibúaskráin kostar 3.300 krónur i bandi og færst á Hagstofunni i Alþýðuhúsinu. Kálfafóður í konfektið - sælgætisgerðinni Víkingi lokað vegna óþrifnaðar ÓV-Reykjavik Embætti borgarlæknis i Reykjavik kærði i gær til saka- dómara sælgætisgerðina Viking fyrir meintan óþrifnað, og var verksmiðjunni lokað þar til rann- sókn hefur farið fram i málinu. Jón Sigurðsson borgarlæknir sagði i viðtali við Timann i gær, að umgengni i Vikingi hefði verið slæm og þrifnaður „ófull- nægjandi”, og eins hefði komið i ljós við heilbrigðisskoðun að i sælgæti verksmiðjunnar væri notað kálfafóður, og væri það vitanlega óheimilt. Borgarlæknir sagði, að ekki væri mikið um óþrifnaði i mat- væla- og sælgætisiðnaði, en Vikingur hefði þó áður fengið við- vörun „rétt eins og fleiri fyrir- tæki. Vikingur var ekkert eins- dæmi,” sagði borgarlæknir. Annars væri máliö nú i höndurn sakadómara og þvi vildi hann (borgarlæknir) ekkert meira um þaö segja á þessu stigi málsins. Timinn reyndi i gær að ná tr.li af forstjóra sælgætisgerðarinnar, en án árangurs. Listavcrkið nafnlausa eftir Sævar Danielsson, sem eyðilagt var i fyrri- nótt. Eins og sjá má, var verkið brotið niður og hcfur þurft að bcita við það afli — enda bafa likamlegir kraftar tiðum aukist i samræmi við töpun andlegrar geðheilsu. (Timamynd: Gunnar) Skemmdarverk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.