Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 8. júní 1972. til hliðar, og biður frekari rann- sóknar. Ég fann að Chris stirðnaöi og heyrði að Maeve greip andann á lofti. Frú Blaney byrgði andlitið með höndunum. Fréttaritararnir reyndu að nálgast mig, en Chris stöðvaði þá. Á endanum gátum við komist út úr skúrnum — Blaney fjölskyldan stóð þar i lok- uðum hring — við Chris utan við að venju. Ilin óvinnandi borg — hugsaði ég, en fann um leið að jafnvel i hinni djúpu sorg gátu þau ekki sýnt vott af göfug- mennsku. 011 vildu þau ráðast á Chris — og einnig mig. Ég gekk hratt að Jónatan. — t>vi talaðir þú um Fleur eins og þú gerðir? Hvers vegna viltu endilega láta þetta lita út sem sjálfsmorð. Þú veiztþó jafn vel og ég aö þetta var slys. Fleur mundi aldrei hafa sviptsig lifi — hún var kjarkmeiri en svo. Orðin hrutu út úr mér hörð og bitur. Mér var ákaflega skapþungt. Jónatan horfði á mig með hatur i augunum. — Viðurkenndu að ég þekki Fleur að minnsta kosti betur en þú, Kay. Fleur var örvilnuð — ör vænlingin rak hana i dauðann. Þú og Chris sveifluðuð pisknum yl'ir höfði hennar. — Það er ekki satt...... Hið hatursfulla augnaráð hvildi enn á mér. — Ég vona að þú fáir að gjalda fyrir þetta, sagði hann stillilega, en svo lágt að enginn gat heyrt það nema ég. — Ég vona að þú fáir aldrei augnabliks frið — að vitundin um það, að þið Chris fáið aldrei að njótast, kost- aði Fleur lifið — og eyðileggi ykk- ar eigið lif. 12. kapituli Án þess að yrða á fjölskylduna tók Chris undir handlegg minn og leiddi mig inn i bilinn. Við áttum engin orðaskipti á leiðinni til Lundúna. Fyrst þegar hann stöðvaði bilinn fyrir utan ibúðina mina, tók hann um höndina á mér. —. Ég veit að útlitið er dökkt, Kay, en allt mun lagast. Þú trúir á það, ekki satt? Ég horfði á hann, mér fannst hjartað kremjast i brjósti mér við að sjá þreytuna og þjáninguna i svip hans. .— O, Chris, eftir allt þetta. . .heldurðu að við getum nokkurntima komizt yfir þetla og verið þau sömu eftir? — Kannski ekki þau sömu, elskan, en við þroskumst i gegnum þetta — við erum enn þau sömu, þú og ég, Kay. Og ekkert fær breytt þeim tilfinningum, sem við berum hvort til annars. Ég gat engu svarað. Ég held að Chris hafi einnig fundið og skilið að sálarfriður okkar og öll ham- ingja byggðist á þeim dómi, sem felldur yrði um dauða Fleurs. Ég get með góðri samvizku sagt, að ég efaðist aldrei um það að þetta var slys. Chris var sömu skoðunar. Það var sorglegur at- burður, enn sorglegri fyrir það að hún var um það bil að byrja sitt unga lif að nýju. Enda þótt við tryðum ekki á sjálfsmorð, var sæði efans sáð, jafnvel i okkur sjálf. Gátum við liíað lifinu saman, ég og Chris, með þessa efasemd? Gátum við, eins og Jónatan hafði kastað framan i mig, — byggt hamingju okkar á kostnað hinnar siðustu og sorglegu göngu Fleurs? Ég l'ann og vissi, að það mund- um við aldrei geta. Enn sá ég veginn framundan. . .ég varð að ganga hann ein og óstudd. Næsta morgun fékk ég kort frá Maeve. Það var vingjarnlegt og skilningsrikt, og það fékk mig til að gráta svolitið. ,,Þú skilur sjálfsagt, Kay, að ég get ekki hitt þig fyrst um sinn. Ég þarf að vera hjá mömmu. Hún þarfnast min núna. Ég er ekki sammála Jónatan. Ég er alveg sannfærð um, að Fleur hefur aldrei drýgt sjálfsmorð, ég þekki hana of vel til þess að geta trúað þvi. Manneskjurnar breytast ekki svo mjög á einu andartaki. Þú veizt jafn vel og ég að það var sorglegt slys’V Kæra Maeve. Mér hlýnaði um hjartarætur við það að fá að vita að enn átti ég vináttu hennar, þrátt fyrir allt. En þvi þótti mér hinsvegar fyrir þegar ég fékk að vita það gegnum Chris að brúð- kaupi þeirra Edwins hefði verið frestað um óákveðinn tima. Mildred Blaney mundi aldrei sleppa henni úr þessu. Ég var þvi fegin að blöðin voru l'ull af stórum fréttum þessa viku, svo hin réttarfarslega likskoðun og nærvera min þar hafði aðeins 'fengið pláss sem smáfrétt inni i blaðinu. Næstu daga sá ég ekki Chris — það voru lengstu dagar ævi minnar. Chris beið fyrir utan leikhúsið á mánudagskvöldið. Ég sá strax að hann flutti mér einhverjar fpéttir. — Hvað er það, Chris? — Þeir hafa komizt að þvi hvar hún bjó — litið hótel, sem gömul kona á. Hún gætti ekki að þvi að láta lögregluna vita þegar Fleur kom ekki heim. Þeir hafa einnig fundið ungt par, sem hafði séð hana á ströndinni með hund i bandi, rétt áður en slysið vildi til. Þau höfðu meira að segja tal af henni. Það ætti að vera mjög þýð- ingarmikið. Rannsóknarrétturinn verður aftur settur á morgun. — Á hvaða tima? Ég verð að fara með þér. — Nei, Kay, rödd hans var skörp og skipandi. Hún þoldi ekki andmæli. — Það er ekki nauðsyn- iegt. . .ég vil helzt ekki hafa þig með. — En ég verð að fá að vita..... — Ég segi þér það allt saman. Ég kem beina leið heim til þin á eftir. Biddu eftir mér Kay. Farðu ekki i simann, opnaðu ekki fyrir neinum — fáðu mér lykil ef þú átt, ég kem eins fljótt og ég get. Biddu min, Kay. — Já Chris. . . .ég skal biða. Eg fór beina leið heim eftir Chris — i margar langar klukku- stundir. Ég vissi að ég mundi ekki geta sofið, heimskulegt að reyna það. Ekkert svefnlyf gat komið mérað haldi þessa nótt. Ég hitaði mér lútsterkt kaffi og settist framan við arininn. Allt, sem gerzt hafði á siðastliðnu ári leið þarna fyrir sjónir minar eins og á sjónvarpsskermi. Hvert smá- atriði var kristalskært, sérhver persóna svo raunveruleg sem hún væri hjá mér i herberginu. Mig langaði til að sjá allt i björtu ljósi, óskaði að renna huganum yfir allt, sem ég hafði gert og sagt, og þess vegna fór ég að skrifa allt niður, sem fyr.ir mig hafði borið — mig Kay Lauriston — allt, hverja hugsun — hvert orð. . . . Og nú er ég búin, blöðin liggja á borðinu fyrir framan mig, og enn bið ég eftir Chris. Ég hef skrifað allt, nema siðustu blaðsiðuna, og hvað kemur til að standa á henni, það veit ég ekki — ekki fyrr en Chris kemur. örlög min voru ákveðin, án þess að ég vissi hver þau væru. 1 skúrnum hafði litli vingjarnlegi maðurinn fellt dóm- inn, ekki aðeins um dauða Fleurs, heldur um lif mitt og Chrisv Undir eins og ég sé Chris, veit ég hver dómurinn er. Hann kem- ur með útbreiddan faðminn á móti mér og þrýstir mér að sér, ef efinn og sektarmeðvitundin stendur ekki lengur á milli okkar. Chris hafði aldrei faðmað mig siðan Fleur dó. Ef allar efasemd- ir eru horfnar, veit ég hvernig hann kemur á móti mér. Og ef ekki. . .en ég neita að hugsa um þann möguleika — enn- þá. . . . Ég heyri bilhurð skllt niður á götunni — ég get gengið \ít að glugganum og horft niður, en ég geri það ekki. Hve lengi er gengið upp stigann, ein minúta — tvær — þrjár? Klukkan tikkar sekúnturn- ar inn i eilifðina, en hjarta mitt skarar þar framúr. Ég heyri að lykli er stungið i skrána — ég gæti gengið fram i fordyrið, en geri það ekki. Ég heyri rödd hans, . . sterka og krefjandi. . . . — Kay. . .Kay. Ég gat svarað, en ég gerði það ekki, beið eins og ég lofaði. Dyrnar opnuðust og þarna stóð hann. Armar hans teygðust báðir á móti mér. Chris. . .Chris. . .ég fann að ég yrði aldrei framar ein. Sögulok. 1125. Lárétt 1) Drykkur.— 6) Reykja — 8) Bústaður,- 10) Sunna.- 12) Varðandi.- 13) Tónn,- 14) Steingert efni.- 16) Snefill.- 17) Ölga.- 19) Bölva,- Lóðrétt 2) Hátið.- 3) Armynni,- 4) Tindi.- 5) Kjarna.- 7) Æki.- 9) Kveða við,- 11) Strákur.- 15) Faldi,- 16) Útlim,- 18) Frið- ur,- X « Ráðning á gátu No. 1124 í á t 1) Gatið - 6) Nál,- 8) Rán,- 10) Læk,- 12) Út,- 13) Fa,- 14) Ata,- 16) Att,- 17) Fag,- 19) Flana,- Lóðrétt 2) Ann.- 3) Tá,- 4) 111.- 5) Frúar.-7) Skata.-9) Átt.- 11) Þjálfað.- 15) Afl.- 16) Agn,- 18) AA,- HVELL — 1 Fimmtudagur 8. júní 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.2E^Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Eydis Eyþórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Einka- lif Napóleons” eftir Octave Aubry Þóranna Gröndal les (11). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Á vori lifs i Vinarborg” Dr. Maria Bayer-Jöttner tónlistarkennari rekur minningar sinar. Erlingur Daviðsson skráði. Björg Árnadóttir les (4). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Rannsóknir og fræði Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. lic. talar við dr. Þorstein Sæmundsson stjörnu- fræðing. 20 00. Einleikur i útvarpssal: Gisela Depkat sellóleikari leikur án undirleiks Sónötu op. 8 eftir Zoltán Kodály. 20.25 Leikrit: „Tuttugu og fjórar minútur” eftir A.I. Kotjerga Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson. 21.05 Á skjánum Stefán Baldursson fil. kand. stjórnar þætti um leikhús og kvikmyndir. 21.30 Frá hollenzka útvarpinu Sinfóniuhljómsveit hollenzka útvarpsins leikur óperu for- leiki eftir Donizetti, Bellini, Rossini og Verdi: Anton Guadagno stj. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Gömul saga” eftir Kristinu Sigfúsdóttur Ólöf Jónsdóttir les (13). 22.35 Dægurlög á Norður- löndum Jón Þór Hannesson kynnir. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. NÝTT FRÁ ATON RUGGUSTÓLAR SELSKINN OG SALUN ÁKLÆÐI ATON-umboðið: ÓÐINSTORG Bankastræti 9 Sími 14275 Sendum gegn póstkröfu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.