Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. júní 1972. TÍMINN 7 Matsveinaverkfallið: Lækka launakröfur í 35% en veitingamenn bjóða 31% hækkun ÓÓ-Reykjavfk Sáttafundur i deilu matsveina og veitingamanna var haldinn i fyrrinótt. Hófst fundurinn kl. 11 á þriðjudagskvöld, og lauk ekki fyrr en kl.8 að morgni. Sam- komulag náðist ekki og nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Mikil harka virðist vera komin i deiluna, þvi að litið ber á milli, eða aðeins 4% á grunnlaunatexta. Upphaflegar kröfur matsveina voru 80% kauphækkun. Veitinga- menn buðu 20% hækkun. A fundinum i fyrrinótt var svo komið, að menn héldu, að sampingar væru að takast og deilan að leysast. Fulltrúar mat- sveina voru búnir að lækka grunnlaunakröfur sinar i 35% og veitingamenn búnir að bjóða 31% hækkun. En þá slitnaði upp úr öllu saman. Matsveinar lögðu fram kröfur i 19 liðum. Eru flestir liðanna varð- andi vaktir, vinnutilhögun og fleira. Búið er að semja um 16 liðana, og eru aðeins þrir eftir, og meðal þeirra er sjálf krafan um grunnlaunahækkun. Þá er deilt um,hve mikið vaktaálag verður á kvöldin og um helgar. 1 gær gerðu matsveinar nokkurs konar setuverkföll á veitingahúsum. Hópuðust þeir á matstaðina fyrir matmálstima, þegar mest var að gera keyptu gosdrykki eða kaffi og sátu sem fastast allan matartimann, svo að aðrir gestir fengu ekki sæti til að matast. Er þetta eina ráðið til að koma i veg fyrir að hægt sé að selja mat, þvi að það eru ein- göngu vinveitingahúsin, sem skyldug eru til að hafa fagmenn i vinnu við matreiðslustörf. Ráðstefna vísinda- og áhugamanna um fuglafræði Klp-Reykjavik. Um næstu helgi hefst hér i Reykjavik ráðstefna á vegum al- þjóðafélags visinda- og áhuga- Framhald af bls. 1. myndun, loftað betur jarðveginn, þannig að um nokkurs konar plægingu er að ræða sums staðar. Vissulega getur þetta litið illa út, en ég er sannfærður um, að þetta er ekki til skaða, heldur sums staðar til bóta, þrátt fyrir þær fullyrðingar manna,að gæsa- beitin þarna sé til stórskaða fyrir afréttina. manna um fuglafræði. Er búizt við, að þátttakendur verði eitt- hvað á annað hundrað, þar af flestir erlendir. Ráðstefnan hefst á laugardag, og mun hún standa i éina viku. Þar verða fluttir margir fyrir- lestrar, og einnig fara þátt- takendur i skoðunarferðir i fugla- byggðir i nágrenni Reykjavikur og norður að Mývatni. Það er samband brezkra fugla- fræðinga, sem býður til þessarar ráðstefnu, og er þetta i fyrsta sinn i yfir 100 ára sögu þess félags, sem það heldur ráðstefnu utan Bretlands. Steingrimur með tvær myndanna, sem verða á Eyjasýningunni, og á milli dóttirin Iialldóra Maria 6 ára. (Tfmamynd G.E.) Steingrímur sýnir í Eyjum KJ-Reykjavik Steingrimur Sigurðsson list- málari opnar málverkasýningu i lok vikunnar i Akóges-salnum i Vestmannaeyjum. Sýnir hann 40 ný málverk i Eyjum. Steingrimur sagði Timanum, að hann væri að leitast við að láta eitthvað nýtt gerast hjá sér — ekki vegna ný- ungarinnar heldur vegna endur- nýjunarþarfar. Steingrimur segist aldrei hafa unnið eins kappsamlega og i vet- ur, en hann hefur unnið að mál- verkum sinum upp á Skaga og austur á Þingvöllum, þar sem hann sagðist hafa fengið ró til að mála. — Það var mér sérstök hvatn- ing að ákveða að sýna i Vest- mannaeyjum, en þangað hef ég aldrei komið — þetta er svipað fyrir mig og að skreppa til Suður- landa, sagði hann. Ertu kannski að flytjast til Vestmannaeyja? — Nei, en ég er að flytjast aust- ur i Árnessýslu aftur, sem mér er sérstakt tilhlökkunarefni, af þvi umhverfið þar orkar vel á mig. Steingrimur var með tvær myndir undir handleggnum, þeg- ar hann leit við á Timanum áður en haldið var um borð i Herjólf. önnur myndanna var nýkomin frá Selfossi — pop-mynd gerð úr dagblaðinu Visi (innvolsinu) og litum. Heitir myndin nútiminn. Hin myndin var kyrrlifismynd. — Þetta er svolitið sérstök mynd —mér þykir töluvert vænt um hana og tvær aðrar, sagði Steingrimur um leið og hann klappaði á kollinn á einkadóttur- inni, sem var með hippaband um hárið. 60 heimsóttu Mersedes Bens í byrjun mai fór 60 manna hóp- ur i kynnisferð á vegum Ræsis h.f. i þeim tilgangi fyrst og fremst að sjá með eigin augum fram- leiðslu hinna mjög svo eftirsóttu bifreiða svo og yfirbyggingar frá Mersedes Bens. Ferðin hófst frá Keflavik 1. mai og þar lauk henni 7. mai. Allan undirbúning ferðarinnar ÓV-Reykjavik Felagsheimilið á Seltjarnarnesi virðist sannarlega ætla að koma að góðum notum. Allt frá vigslu hússins, hefur það verið i stöðugri notkun, haldnar hafa verið þar skemmtanir, dansleikir, færð upp leikrit og leira og fleira, enda húsið hið glæsilegasta. A föstudagskvöldið klukkan 21.00 sýnir Leikfélag ólafsvikur þar leikritið „Melkorku” eftir Kristinu Sigfúsdóttur, og er það i fyrsta skipti sem það leikrit er sýnt. Það er komið nokkuð til ára sinna, þvi að Kristin dó i kringum 1940, en talið er, að hún hafi skrifað það á efri árum. Hörður Torfason, leikari, og söngvari úr Reykjavik var fenginn til að setja leikritið á svið þar undir Jökli. Gerði Hörður einnig sviðsmynd,en leikarar eru hafði umboðsaðili Mersedes Bens á tslandi, sem er Ræsir hf, annazt með ágætum og var sjálfur for- stjóri fyrirtækisins, Geir Þor- steinsson, aðalfararstjóri. Vissulega er sjón sögu rikari, og var þessi stóri hópur mjög sammála um, að slikt framtak, sem Ræsir hefði sýnt með þvi að skipuleggja slikar ferðir og sjá þau Þráinn Þorvaldsson, Soífia Þorgrimssóttir, Aðalheiður Eiriksdóttir, Páll Björnsson, Garðar Sigurgeirsson, Svanur Magnússon, Gunnar Eyjólfsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Kristin Guðmundsdóttir og Emanúel Ragnarsson. Tilefni komu Leikfélags Ólafsvikur hingað suður mun vera Listahátiðin 1972. Nýlega eru komnir út á vegum Iceland Review handhægir lit- prentaðir upplýsingabæklingar um Island á þýzku, norsku og frönsku, en áður hafði bæklingur þessi komið út á ensku. A þýzku heitir bæklingurinn Hier ist um að öllu leyti, væri mjög lofs- vert, en þetta var önnur ferðin, sem farin hefur verið á vegum Ræsis. Sú fyrri var 1966. Hópurinn var eindregið þeirrar skoðunar, að slikar ferðir, væru ánægjuleg tilbreyting og fróðleg- ar, og einnig að þvi leyti gagnleg- ar, að svo stór hópur, sem hér um ræðir hlyti'að fara heim með ekki aðeins góðar endurminningar um ánægjulega ferð, heldur sitthvað sem að gagni mætti koma t.d. til lagfæringar á mjög frumstæðu vegakerfi á íslandi, móti hinu há- þróaða vegakerfi Þýzkalands. Það má segja, að hópurinn hafi ekki dregið dul á þá skoðun sina, að áframhald mætti verða á slik- um kynnisferðum sem þessari, svo að sem flestum aðilum sam- göngumálanna mætti auðnast að sjá hinar stórkostlega fullkomnu verksmiðjur, þar sem viðkom- andi getur allt að þvi fylgzt með framleiðslu atvinnutækis sins frá byrjun ásamt þvi að ferðast um sveitir hins gróskumikla fagra lands. Allt ferðalagið heppnaðist mjög vel, enda naut það ljúfrar leið- sagnar mikilhæfs fararstjóra. E.ö. einn úr hópnum. Island, á norsku Bli kjent med Is- land og á frönsku Panorama de ’lslande. Bæklingurinn er 64 siður með 36 litmyndum og litprentuðu ís- landskorti, og verður til sölu i bóka og blaðaverzlunum. Leikfélag Ólafsvfkur sýnir Melkorku f Rvfk. w Litprentaðir Islandsbæklingar Ekkert popp í Reykjavík ÓV-Reykjavik Eins og kunnuet er var Glaumbær, Framsóknarhúsið einn vinsælastiskemmtistaður reykviskra unglinga og var þar öll kvöld yfirfullt, bæði inni i húsinu og eins i portinu, þar biðu oft upp undir 100 ung- menni eftir þvi að komast inn — og yfirleitt árangurslaust. Þegar Glaumbær brann, mátti sjá meyjar og sveina gráta söltum tárum yfir ör- lögum þessa „annars heimilis” og væntanlega muna flestir eftir Glaum- bæjarhreyfingunni miklu, sem var sett á laggirnar til að stuðla að endurreisn þessa glæsilega og vinsæla skemmtistaðar. En nú eftir helgina var endanlega gengið frá sölu á Glaumbæ og er nú útséð um að það verði framar skemmti staður fyrir poppara og annað ungt fólk. Þar með er stór hópur þeirra ungmenna, sem sóttu Glaumbæ tryggilega I „húsnæðishraki”. Að visu hefur nokkur hluti þess hóps leitað til annarra skemmti- staða, en þeir voru fullir fyrir og þvi ekki nema tiltölulega litill hópur, sem kemst þar inn. Auk þess eru þeir staðir vart notaðir af ungu fólki nema i „hallæri”. Tónlistarflutningur þar og aðbúnaður annar, er allur með öðru móti en fólk á aldrinum 18-25 ára gerir kröfur til upp til hópa. Staðreyndin er þvi sú, að fólk á þeim aldri er á götunni og hefur ekki i neitt hús að ve nda. Ástand sem þetta er vitanlega með öllu óþolandi eða eins og sagði i visunni: —Kvenmannslaus i kulda og trekki kúri ég volandi. Þetta er ekki, ekki ekki, — ekki þolandi. — Hefur þetta vandamál meðal annars orðið til þess að popphljómsveitir geta helzt ekki komið fram i Reykjavik, eini staðurinn fyrir utan Glaumbæ (og jú Tónabæ, en þar er yngra fólk) hvar popp- hljómsveitir gátu komið fram á, var Sigtún.en þar hefur nú verið sett upp „diskótek” og hafa popphljómsveitir þvi orðið að leita út fyrir borgar- mörkin til að leika á dans- leikjum ungs fólks. Innan ákveðins hóps ungs fólks i Reykjavik hefur nú komið upp sú hugmynd að efna til samskota til að reisa nýjan „Glaumbæ’,’ en heimildarmaður blaðsins sagðist þó ekki telja hópinn sérlega bjartsýnan. — Eitt- hvað verður að gera, sagði hann — en hvað þetta „eitt- hvað” e^ vitum við þvi miður ekki. Auðvitað getum við heimtað nýjan skemmtistað, en einhliða kröfur sem slikar eru náttúrlega út i loftið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.