Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 Nær20mynd listarsýningar á Listahá tíðinni 1972 ÓV-Reykjavík. A Listahátiðinni 1972 eru marg- ar myndlistarsýningar og eru raunar svo gott sem öll söfn opin þá daga.sem hátiðin stendur yfir. Vinsælt er það fyrirkomulag að selja einn miða á allar sýningar, enda hafa margir notað sér það tækifæri til að kynnast öllu þvi helzta, sem er að gerast i islenzkri myndlist. Sýningin á Skólavörðuholti við Ásmundarsal hefur vakið mikla athygli eins og venjulega þegar þar hefur verið sýning. Mynd þessa tók Gunnar Andrésson, Ijósmyndari Timans, af sýning- unni þar. Bætur almanna- trygginga hækka um 12% KJ-Reykjavik Gefin hefur verið út reglugerð um hækkun bóta almannatrygginga og samkvæmt henni hækka bætur almanna- trygginga, nema fjöl- skyldubætur ög fæðingarstyrkur, um 12% frá 1. júli n.k. Kemur hækkun þessi til útborgunar á greiðslu- dögum i júli. Piltarnir tveir enn í Hælavíkurbjargi ÓV-Reykjavík Eins og skýrt hefur verið frá I Timanum i fyrradag, hafa tveir piltar frá tsafirði, Sigurður Magnússon, og Brynjólfur Óskarsson, verið í tjaldi á syllu i Hælavikurbjargi sioan fyrir helgi og hafa þeir ekki komizt niður vegna veðurs. Þegar Timinn hafði samband við Vestfirði i gær, voru piltarnir enn i bjarginu, en tekizt haföi að koma til þeirra mat, þannig að ekki væsir um þá. Veður var tekið að lægja á Vestfjörðum i gær, svo að reikna mátti með,að fariö yrði að taka niður þau egg, sem piltarnir voru með, en ef það verður ekki gert innan tiðar, eyði- leggjast eggin, og yrði það að sjálfsögðu mikið tjón, slíkt kom fyrir i fyrravor, þá eyðilögðust um 3000 fuglaegg. Eggin verða tekin niður i loft braut, en piltarnir siðan hifðir upp á brún, eins og tiðkast i bjargsigi. Þeir eru báðir vanir fjallamenn, Sigurður sagður einn skæðasti bjargmaður hér a landi og eru þeir með talstöð í bjarginu, þannig að þeir geta látið vita af sér. Heiðagæsin örugg- lega ekki til skaða - segir Arnþór Garðarsson dýrafræoingur Akureyri fær 100 lítra vatns á sekúndu í haust O Þetta skemmtilega verk er eftir. Jón Benediktsson og heitir „Að- koiiia". óV-Reykjavík Arnþór Garðarsson dýrafræðingur hefur undanfarið dvalið i Þjórsárverum við rann- sóknir á heiðagæsinni marg- frægu, og heldur hann aftur austur sunnudaginn 18. júni. t viðtali við Timann í gær, sagði Arnþór að rannsóknir, hans — og annarra — beindust fyrst og fremst að þvi að kanna, hvort „forsvaranlegt" væri að láta hluta af landinu — eða það allt — á þessum slóðum undir vatn, eins og nú "væri talað um. — Minar rannsóknir hafa einkum beinzt að beit, hvernig fæðusam- setningin er hjá gæsum, hve mikið þær taka til sin af groðri, og hvað þær skila miklu á landið aftur, það er i gegnum saur. Viö mædum,hvað beitin er mikil, og þess háttar. Undirbúningsrann- sóknir voru framkvæmdar i fyrra, og i lok sumars reiknum við með að hafa i höndum upp- lýsingar um hvaða áhrif gæsabeit hefur á landið á þessu stigi. Eins könnum við hvaöa gróður- tegundir heiðagæsin étur mest, og hvaða næringargildi fæða hennar hefur. — Svo er Jón Baldur Sigurðsson þarna fyrir austan lika, sagði Arnþór ennfremur, — en hann kannar aðallega viðkomu heiða- gæsarinnar fjölgun dg þess háttar. Eins kannar.hann kjóa- stofninnn þarna fyrir austan, hve mikið er af kjóa, svartbak og ref, og hve mikið af eggjum heiða- gæsarinnar fer i fæðu þessara þriggja dýrategunda. Auk þessara rannsókna verða framkvæmdar ýmsar aðrar rannsók'nir i Þjórsáverum i sumar og sagöi Arnþór, að þessar rannsóknir i heild væru vafalaust viðtækustu liffræðirannsóknir, sem gerðar hefðu verið hér á landi. Kauk þess fara ýmsir menn þangað austur og fást viö tak- markaðar rannsóknir á ákveðnum hlutum. — Nú hefur gæsinni þarna fyrir austan veriö bölvað all hressi- lega, er ekki svo, Arnþór? — Það er nú aðallega grágæsin, sem gerir óskunda. Heiðagæsin fer ekki i varplönd og sækir ekki i beitiland sauðfjár, þannig að i rauninni hefur hún ákaflega litla hagnýta þýðingu fyrir okkur. Auk þess bendir ýmislegt til þess, að gæsabeit geti haft jákvæð áhrif. Bæði er það fyrir úrgang gæsar- innar og svo það, að hún grefur mikið eftir rótum ákveöinna tegunda, og getur á þann hátt stuðlað að aukinni jarðvegs- Frh. á bls. 5 SB-Reykjavlk Lagning nýrrar yatnsveitu fyrir Akureyri hefur nú staðið yfir siðan i fyrrahaust og gengið ágætlega. Vatnið er leitt úr bor- holu á Vaglaeyrum I Hörgárdal til Akureyrar og er leiðin um 12 1/2 km. Undanfarið hefur verið uiiiiio að þvi að sjóða sainan leiðsluna sjálfa, sem er úr plaströrum frá i Reykjalundi. Verkinu á að ljúka nú i haust. Sigurður Svanbergsson vatns- veitustjóri á Akureyri sagði i við- tali við Timann i gær, að hafin væri bygging dælustöðvar á Vagiaeyrum, því að dæla þyrfti vatninu upp i 120 m hæð yfir sjávarmál yfir Moldhauga- hálsinn. Þangað væri leiðslan úr stálpipum, 1200 metrar, og voru þær lagðar i fyrrahaust. Undanfarna mánuði hefur Sigurður Jóhannsson frá verk- smiðjunni að Reykjalundi unnið að þvi að sjóða saman aðal- leiðsluna í 300-400 metra langa biita, sem biða þess nú að verða soðnir saman aftur á sínum endanlega stað. Reyndar er þegar búið að koma 5 km leiðslunnar endanlega fyrir. Við lagninguna vinna 25-30 manns, ásamt vinnuvélum vatns- veitunnar, og gengur verkið vel, og ekki hefur þurft að vinna neina eftir- eða vaktavinnu. Sigurður sagði, að áætlunin stæðist fylli- lega, ef svona gengi áfram. Nýja leiðslan flytur 100 sekúndulitra, þegar hún er full- nýtt, og á það að nægja Akur- eyringum næstu 20 árin. Endur- skoðuð kostnaðaráætlun nýju vatnsveitunnar, er 46 milljónir, og eru f þeirri tölu allar fram- kvæmdir, einnig, þær, sem veröa á næstu árum, eftir að veitan er komin I gang. Farið að vilja Gríms- eyinga í hafnargerð SB-Reykjavik Hafnarframkvæmdir eru nú að hef jast að nýju i Grimsey,en eins og frægt er orðið, gleypti Ægir fyrri framkvæmdir. í þetta sinn verður farið að hugmyndum Grims- eyinga sjálfra um hafnarstæðið, og þykjast þeir þess full- vissir, að nú muni garðurinn standast allar ásóknir hafsins. Nýlega var haldinn fundur i Grímsey með verkfræðingum hafnarmálastjórnar og fleiri ráðamönnum, og bar það vott um áhuga eyjarskeggja á málinu, að þeir komu nær allir á fundinn. Tæki til hafnargerðarinnar eru komin á staðinn, og nú er bara beöið eftir mann- skapnum, til að fram- kvæmdirnar geti hafizt. Annars er allt gott að frétta úr eynni. Gróður er þar með ágætum og áreiðanlegt, að þær 100 kindur, sem i Grimsey eru, munu fá nægar hey- birgðir til vetrarins. Tólf bát- ar eru gerðir út frá eynni, þ.á.m. ný ellefu lesta trilla. Fiskeri hefur verið óvenjugott

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.