Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. júni 1972. TÍMINN 5 Leituöu aðstoðar Jackie Yfirvöldin i Suffolk, skammt frá New York, leituðu nýlega til Jackie Onassis vegna tveggja kvenna, sem búa i mik- illi fátækt og i lélegum húsa- kynnum. Yfirvöldin báðu Jackie að rétta konunum hjálparhönd, þar sem þetta væru tvær frænkur hennar. Konurnar eru hin 76 ára gamla föðursystir Jackie, Edith Bouvier-Beale og dóttir hennar, sem er 55 ára gömul. f húsinu hjá þeim búa lika átta vannærðir kettir. Hús mæðgnanna er orðið gamalt og grátt, og villivinviður umvefur það, og segja þeir, sem þangað hafa komið, að það sé einna lik- ast draugahúsi i kvikmynd. 1 garðinum fyrir framan húsið er allt að kafna i órækt, en húsið sjálft er mitt i milljónerahverf- inu East Hampton. Þegar Jackie var barn að aldri kom hún oft til frænkna sinna, og dvaldist hjá þeim i skólaleyfum sinum. Það voru heilbrigðisyfir- völd og dýraverndunarfélög, sem fyrst tóku i taumana, og réðust til inngöngu i húsið. Gólf- in i 28 herbergjum hússins voru á kafi i skit og drullu. I einu svefnherberginu höfðu kettirnir fengið að gera þarfir sinar. 1 borðstofunni voru haugar upp undir loft af tómum niðursuðu- dósum og matarleyfum. Kló- settið var úr lagi gengið, og alls staðar var allt fullt af rottum enda- skilyrði hin beztu fyrir þær. Eftirlitsmaðurinn, sem fór til mæðgnanna til þess að at- huga hús þeirra, sagði, að hann og aðstoðarmenn hans hefðu orðið að fara i stigvél, áður en þeir gátu farið inn i húsið. Það voru kvartanir frá nágrönnun- um, sem komu yfirvöldunum á sporið i þessu máli. Þegar eftir- litsmennirnir voru komnir, sagði dóttirin, sem heitir Edith eins og móðir hennar: —-Bara að Jackie frétti ekki af þessu. Það væri svo leiðinlegt fyrir hana, ef fólk vissi, að við erum skyldar henni. Upphaflega hafði gamla konan, föðursystir Jackie lifað i vellystingum pragtuglega i þessu húsi, en þangað fluttist hún árið 1923. Hún erfði um 250 þúsund dollara eftir föður sinn, en þeir peningar eru allir löngu horfnir. Konurnar, sem hafa orðið að segja sig úr öllum klúbbum i nágrenninu vegna fátæktar, og lifa mjög einföldu lifi, skilja alls ekki, hvers vegna yfirvöldin telja nauðsynlegt að blanda sér i málið. Nokkru eftir fyrstu heimsókn eftirlitsmannanna komu þeir á nýjan leik. Þá var óþefurinn i húsinu orðinn enn meiri en áður, og þótti þó mörgum, sem hann gæti ekki versnað. Sömuleiðis voru allir átta kettirnir fár- sjúkir, og sáu yfirvöld sér þá ekki annað fært en að leita til Jackie og biðja hana að veita frænkunum einhverja aðstoö. Myndin er af mæðgunum inni i einni stofunni og má sjá að veggir eru skellóttir og myndir á gólfi. ___ Riddaraliðið mótmælir Fyrir skömmu áttu sér stað nokkuð óvenjulegar mótmælaaðgerðir i Sviss, fyrir framan þinghúsbygginguna i Bern. Þangað komu 300 drekar — s iöustu mennirnir i riddara- liði Evrópu. A undan riddaralið- inu var dregin byssa á vagni, og drógu fjórir hestar vagninn. A byssuna hafði verið fest mót- mælaskjal , en á það höfðu ritað 432.430 manns, sem létu i ljós þá ósk sina, að þingið gripi til ein- hverra ráða til þess að koma i veg fvrir, að skriðdrekasveitir yrðu látnar taka við af riddara liðinu. Ákveðið hefur verið, að svo verði i lok þessa árs. 1 Sviss gilda þær reglur, að ekki þarf að fá undiraftrift nema 30 þúsund manns til þess að krefjast þióðaratkvæðagreiðslu um eitt- hvert mál, svo allt bendir til, að fram verði að fara - at- kvæðagreiðsla um þetta deilu- mál. Mótmæla-öldur hafa risið hátt um allt Sviss vegna ákvörðunarinnar um að leggja niður riddaraliðið, og halda menn þvi fram, að i hinu fjöll- ótta og skógivaxna Sviss séu miklu meiri not af riddaraliði heldur en skriðdrekasveitum, ef til styrjaldar kæmi. Er það meginástæðan fyrir þessum mótmælaaðgerðum Svisslend- inga. „Hann hleypur ekki með ósannindi” Arnbjörn i Litla-Kollabæ var nágranni Sigurðar Sverrisson- ar. Nú bar svo við, að maður á þessum slóðum varð uppvis að sauðaþjófnaði, og sagði hann, að Arnbjörn hefði verið sér lið- sinnandi við verknaðinn. Las sýslumaður yfir honum fram- burð mannsins og kvað honum bezt að meðganga vafninga- laust. „Það getur svo vel verið, blessaðir verið þér”, sagði Arn- björ'n. ,,En þér gætið ekki að þvi, að andskotinn kvað alltaf vera með öllum, sem stela, og það er ekki min skuld, hafi hann i þetta sinn brugðið sér i mitt eervi”. Þér ætlið þá að þræta Arn björn”, sagði sýslumaður hvassyrtur. „Þér vonizt til að geta sloppið með það fyrir þessum jarðneska dómstóli. En þér komið siðar fyrir annan dómara, og hvað ætlið þér þá að segja?” „Það kemur aldrei til, heillin min”, svaraði Arnbjörn. „Hann fer aldrei að hlaupa með ósann- indi, blessaður”. Vilja, að Beatrix taki við 80% Hollendinga hafa látið þá skoðun sina i ljósi i skoðana- könnun, að þeir vilji, að Beatrix prinsessa taki við völdum af Júliönu drottningu móður sinni, þegar drottningin verður 65 ára gömul árið 1974. Móðir Júliönu afsalaði áér völdum árið 1948, þegar hún hafði verið við völd i 50 ár. Þá var hún 68 ára gömul. Frá þvi það gerðist, hafa tekið gildi lög i Hollandi um, að fólk komist á eftirlaun þegar það er 65 ára gamalt, og var það ein meginástæðan fyrir skoðunum þeirra, sem spurðir voru um þetta mál. — Er það i lagi,að maðurinn yðar opni munninn núna, frú Hansen? — Nú verðið þér að blása varleg ar. Þetta er sfðasta blaðran min „Þótt þú sért að hrörna, þýðir það engan veginn < að vestræn menning sé að hrynja saman” f/9 DENNI DÆMALAUSI Ég var bara að þvo bilinn, þegar Wilson og hengirúmið hans urðu fyrir slöngunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.