Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Fimmtudagur 22. júni 1972.
n
Helga Guðmundsd. með
mest af 1. flokks fiski
Ferskfiskmat hefur veriö
gert á þorski veiddum meö
þorskanetum á svæðinu frá
Ilornafirði til Stykkishólms á
siðustu vetrarvertið. Sam-
kvæmt tilkynningu frá Fiski-
mati rikisins voru beztu fisk-
gæðin hjá bátum, sem lögðu
upp i Stykkishólmi. ljar fór
(>5,2% þorsaflans i 1. flokk. En
sá bátur, sem skilaði beztum
fiski á land á fyrrgreindu
svæði er llelga Guðmunds-
dóttir BA-77, 74,8% af' þorsk-
afla bátsins l'ór i 1. flokk.
Lagði báturinn upp á Kifi. l'ar
lagði Skarðsvik SII-905 einnig
upp aflann, en hún var afla-
hæst allra báta á landinu á
vertiðinni með 1274 tonn al
þorski, og er eftirtektarvert,
að þrátl fyrir mikinn afla
skiluðu skipverjar 04,18%
al'lans i 1 llokk. Sú versliið þar
sem fiskgæði voru verst er
Stokkseyri með 41,2% allans i
1. flokki. Sá bátur, sem var
með lægslu fiskgæðin á
vertiðinni lagði upp i Grinda-
vik með aðeins 18,9% þorsk-
aflans i 1. flokki. en meðaltal
þess al'la, sem lagður var upp í
Grindavik var 45,5% i 1.
flokki, en þar voru alls lögð
upp 19,294 tonn.
i tilkynningunni frá Fisk-
matinu segir:
Á aðal þorsknetasvæðinu frá
Ilornalirði til Stykkishólms
eru 10 verstöðvar, 9 þeirra
koma út með betri fiskgæði
heldur en á vertiöinni 1971, 1
verstöð stendur i stað, en 0
verstöðvar eru með lakari
fiskgæði heldur en i fyrra.
Kn rétt er að taka það fram,
að veðratta til sjósóknar var
hagstæðari i fyrra heldur en
nú, þá var heldur engin loðna i
fiskinum. Kn þrá tt fyrir
þessar staðreyndir þá hafa
sumir netabátanna náð góðum
árangri hvað gæðum all'ans
viðkemur cins og skýrslan ber
með sór.
l>arna ber hæst aflaskipið
Ilelgu Guðmundsdóttur, sem
veiðir i net á hálfum öðrum
mánuði 700 tonn af þorski og
fær 74.8% af þeim fiski i 1. fl.
Við eftirgrennslan kemur það
i Ijós, að þetta skip heíur
takrharkað netanotkun sina
við það, sem skipshöfnin
kemstyfir að d’raga i'góðu sjó-
veðri yfir daginn. A þessu
skipi var allur fiskur
blóðgaður niður i sjókar og is
hafður með á sjóinn.
Árangurinn af þessari vöru-
vöndun kemur fram i
skýrslunni.
l>á er aflahæti báturinn á
netum i ár, Skarðsvikin, með
04,4% i 1. fl. t>á ér það
Kórsnesið frá Stykkishólmi,
sem hefur yfir þúsund tonna
þorskafla, en nær þó öðru sæti
i fiskgæðum á vertiðinni
72.1% i 1. I'l. og er næst á eftir
Helgu Guðmundsdóttur. Þórs-
nesið miðaði netanotkunina i
viö það, sem skipshöfnin gat /
dregið i sæmilegu sjóveðri, en
það voru niu trossur eða 135
net. Þórsnesið fór ekki með is
á sjóinn, én það gerðu margir
bátar aðrir, sem eru meðal
þeirra, sem góðum árangri
náðu á vertiðinni með fisk-
gæði.
Eitt virðist vera sameigin-
legt hjá öllum þeim neta-
bátum, sem mestum fisk-
gæðum hafa náð á vertiðinni,
og það er, að netanotkun
þeirra er hófleg, þannig að
litið er um dauðblóögaðan fisk
i aflanum. Þa er þaö lika sam-
eiginlegt hjá þessum bátum,
að mikil áherzla var iögð á að
blóðga fiskinn strax, þegar
hann hafði verið greiddur úr
netinu.
Þeir skipstjórar og skips-
hafnir, sem beztan afla komu
með að landi frá þorskaneta-
veiðunum i ár, hafa sannað, að
þorskanet geta skilað sæmi-
lega góðu vinnsluhráefni, sé
þeim beitt af viti og fyrir-
hyggju. Mikill og góður afli
getur farið saman, það sanna
hin einstöku dæmi frá ver-
tiðinni.
Þjóðhátíð
Framhald
af bls. 10.
meira en svo á þessa hátið 1974,
en þó má telja nokkuð öruggt, að
þar verði meira af fullorðnu fólki,
sem kemur lyrst og fremst til að
endurlifa 1944 og 1930, og ekki
hefur farið miklum sögum af
áfengisneyzlu á þeim hátiðum.
En timarnir hafa náttúrlega
breytzt, nú hugsar hver fyrst og
fremst um sjálfan sig.
Það er verið að tala um ungl-
ingavandamal, en ég held, að það
sé alls ekki til. Það er bara til
vandamál lullorðinna. Og ef ein-
hver vill kalla það unglinga-
vandamál, þá er það fullorðna
fólkið, sem hefur hannað þau
vandamál handa unglingunum.
ltaunverulegu unglingavanda-
málin eru tizkukóngar og tizku-
verzlanir svo og vinlöggjöfin. Það
ætti skilyrðislaust að lækka ald-
urs-takmark til vinneyzlu niður i
16 ár, þá hættu krakkarnir að
drekka á götunum. llér nennir
enginn að reka hús fyrir ein-
hverja krakka, sem ekki geta
keypt brennivin. Allir hugsa um
sjálfa sig, fyrst og fremst.
Guöbergur Auðunsson, auglýs-
ingateiknari:
Ég treysti islenzku þjóðinni til
að hafa svo sterka ætterniskennd,
að hún geti gert þetta skamm-
laust. Ég er ekki i nokkrum vafa
um, að þegar að þessari hátið
kemur, þá finnur fólkið að þetta
er töluvert mál og gerir sjálfu sér
ekki skömm.
Ef fólk er að hafa áhyggjur af
unglingunum, þá er til gamalt
spakmæli eða regla, að ef maður
er hræddur um, að einhver hlaup-
ist frá skyldustörfum sinum, þá
setur maður hann yfir verkið.
Þess vegna held ég, að við verð-
um að virkja unga fólkið i
ábyrgðarstöður i sambandi við
þessa þjóðhátið. Svo sjáum við til,
hvor hópurinn verður betri.
Sigurlaug Jónsdóttir, stúdent úr
Kcnnaraháskóla Islands:
Miðað við það, sem ég sá nú
um helgina hér i Reykjavik,
finnst mér ekki uppörvandi að
hugsa til þjóðhátiðar 1974. Ef vel
á að fara, verður sú þjóðhátið alla
vegá að vera með allt öðru sniði
en nú tiðkast. Sérstaklega þyrftu
unglingarnir að hafa meira við að
vera. Það var hræðilegt að sjá at-
hafnir þeirra og drykkjuskap 17.
júni s.l. Æskufólk þyrfti einnig
meira aðhald, og foreldrar þyrftu
að búa sig betur undir að koma til
Maður af íslenzkum ættum
kvað upp sýknudóminn í
máli Angelu Davis
Dómarinn, sem kvaö upp
sýknudóm i máli hinnar frægu
hlökkukonu, Angelu Davis, i San
José i Kaliforniu i byrjun júni-
mánaöar er al' islenzkum ættum.
Ilann heitir Kichard K. Arnason,
og ef til vill kannast einhverjir af
lesendum blaösins viö ætt hans og
uppruna.
Angela Davis var handtekin og
ákærð á mjög vafasömum for-
sendum, sökuð um hlutdeild i
mannráni og manndrápum og
sat i sextán mánuði i fangelsi, unz
henni var sleppt gegn tryggingu i
lok febrúarmánaðar. Viða um
heim voru borin fram hávær mót-
mæli gegn handtökunni og kröfur
um, að henni yrði þyrmt og
stjórnvöldum og dómstdlum
vestra barst mikill aragrúi bréfa
um mál hennar.
Kichard E. Árnason sagði, er
hann kvað upp sýknudóminn:
,,Þið öll, sem um þetta mál hafið
■fjallað, getið borðið höfuðið
hærra, en áður i samfélagi
okkar.” Verjandi Angelu hrósaði
honum fyrir rika réttlætiskennd,
sem væri Bandarikjunum og
dómstólum þess til sæmdar. Sjálf
sagði Angela Davis: „Sann-
leikúrinn er sá um þennan mála-
rekstur, að það hefði enginn
málarekstur orðið, ef réttlæti
hefði rikt.”
móts við börn sin, ef eitthvað fer
aflaga. En svo sem kunnugt erf
var erl'itt að hafa uppi á foreldr-
um margra þeirra unglinga, sem
verst var ástatt um á þjóðhátið-
inni núna.
Aðalfundur SÍS *a?g}?.T
völlur efnahagslifs þjóðarinnar.
Þessar þjóöarauölindir verður að
varðveita. i landhclgismálinu eru
islendingar þvi að tryggja
framtiö sina og þess vegna er
meö útfærslu fiskveiðitak-
markanna veriö að tefla um örlög
islendinga i nútiö og framtið.
Fundurinn lýsir sérstakri
ánægju yfir þeirri samstöðu sem
náöist um landhelgisniálið á
Alþingi og heitir á alla islendinga
aö standa fast saman um þetta
örlagarika mál islenzku
þjóöarinnar."
Norrænt
tannlæknaþing
í Reykjavík
Dagana 28.-30 júni halda sam-
tök norrænna tannlækna þing i
húsakynnum Háskóla tslands og
Norræna húsinu. Samtök þessi,
Skandinaviska tannlæknafélagið,
voru stofnuð 1866, en islenzkir
tannlæknar hafa verið aðilar frá
1938.
Félagið starfar i fimm félags-
deildum, einni i hverju Norður-
landanna, en þing eru haldin
þriðja hvert ár, til skiptis i höfuð-
borgum Norðurlanda.
Þetta verður þritugasta og
sjötta þingið i röðinni, en það
fyrsta sem haldið er hér á landi. Á
þessu þingi verða haldnir fimm
aðalfyrirlestrar um nýjustu rann-
sóknir og þróun á sviði helztu
greina tannlæknisfræðinnar, auk
margra annarra fyrirlestra.
Sama dag og þingið hefst, verð-
ur opnuð tannverndarsýning i
Árnagarði, og verður hún haldin
fyrir almenning.
Verður þar reynt að sýna or-
sakir og útbreiðslu tannsjúk-
dóma, ásamt ýmsum varnarráð-
stöfunum gegn þeim. Þarna
verða sýndar kvikmyndir um
tannvernd, og ýmsir þekktir
tannlæknar og f-leiri aðilar, er-
lendir og innlendir, munu halda
fyrirlestra i sambandi við sýning-
una.
Þá verður um leið haldin tann-
tækjasýning i Norræna húsinu, og
verður hún einnig opin almenn-
ingi.
Stjórn Skandinaviska Tann-
læknafélagsins er skipuð tann-
læknum frá þvi landi, sem heldur
þing hverju sinni. Aðalmenn i nú-
verandi stjórn eru: Geir R.
Tómasson, formaður, Gunnar
Skaptason og Rósar Eggertsson.
Þátttakendur á þessu þingi munu
verða 650-700 manns.
— Þaö hefur oft verið minni ástæöa til að taka myndir en nú, sagöi
Geir Hallgrimsson borgarstjóri við Ijósmyndara Timans, Guðjón, sem
lók þessa niynd af Geir með fyrsta laxinn, sem veiddur var i Elliöaán-
um á þessu sumri. Laxinn beit á öngulinn í fossinum til hægri á mynd-
inni, og eftir nokkra baráttu yfirbugaði Geir hann. Laxinn vóg hvorki
meira né minna en 14 pund. Geir var við veiðar i ánni i 2-3 klukkutima
þegar áin var opnuð, ogmun alls hafa veitt 3 iaxa. Þann 14
punda, sem hann er með á myndinni fékk hann 8 minútum eftir að hann
hóf vciðarnar. -EB
Maður náði eggi af kjóa,
sem kjói náði af hettumáfi
EB-Reykjavik
Það voru fleiri en fréttamaöur
Timans og bróöir hans sem fyrir
nokkru voru að ræna eggjum frá
aumingja hettumáfinum austur i
Kerufiröi. Kjóinn var þar líka við
slik störf.
Þegar fréttamaðurinn og bróðir
hans, voru aö fara i sokka sina,
eftir velheppnaða ránsferð við
Lómatjörn á Berufjarðarströnd,
sáu þeir hvar kjói renndi sér
niður nokkuð frá þeim og hafði
egg meðferðis. Gerði hann sig lik-
legan til að éta eggið, þar sem
hann settist.en lagði þegará flótta
og missti þaö, þegar bróðir
fréttamannsins hljóp með
miklum hávaða i áttina til hans.
Sóttu þeir félagar þvi næst eggið,
sem var gullfallegt hettumáfsegg
og settu það i húfu fréttamanns,
en þar var allur ránsfengurinn
geymdur. Héldu þeir siðan heim á
leið til að sjóða sér egg, enda
komið að kvöldmat og þeir
svangir. Ekki er vitað um, hvort
kjóanum hafi tekizt að útvega
annað egg i kvöldmat sinn.
Uppselt á sýningar
Dame Margot Fonteyn
ÓV-Reykjavik.
Hátt miðaverð á sýningar
brezku listdanskonunnar Dame
Margot Fonteyn hefur ekki aftrað
dansunnendum frá að sjá i eigin
persónu þessa heimsfrægu og
snjöllu dansmær. Þegar við höfð-
um samband við miðasöluna i
Þjóðleikhúsinu skömmu
eftir að opnað var, voru eftir 3
miðar á efri svölum á báðar sýn-
ingarnar, og þegar fréttamaður
gekk hjá 5 minútum siðar, var
uppselt.
Miðarnir kostuðu 900 krónur i
sal og á neðri svölum og 500 krón-
ur á efri svölum. t kassann koma
þvi alls 1 milljón og 73 þúsund fyr-
ir báðar sýningarnar, og af þvi
fær listafólkið sjálft 704.000
krónur islenzkar, en það þykir
nokkuð vel sloppið. Þá munu vera
eftir um það bil 369.000 krónur, og
án efa kostar skildinginn að opna
Þjóðleikhúsið. Eins kosta
auglýsingar sitthvað — þó að
blöðin hafi að visu auglýst sýn-
ingarnar mjög i fréttum, sem
þessari — en heimsókn Dame
Margot Fonteyn og fylgdarliðs
hennar stendur allavega undir
sér og ætti að skila einhverjum
hagnaði. Þó sagði Þjóðleikhús-
stjóri, Guðlaugur Rósinkranz, á
fundi með fréttamönnum, er til-
kynnt var um heimsóknina, að
jafnframt þvi að þetta væri einn
merkasti listviðburður i sögu
Þjóðleikhússins, þá væri hann
einn sá dýrasti.
Og merkur er þessi viðburður
einnig fyrir Þjóðleikhússtjóra
sjálfan, þvi að þetta er siðasta
sýningin sem sett verður upp á
meðan hann gegnir embætti.
Byrjað að
slá um
mánaðarmót
TF-Flateyri.
Hér gerði 17. júni-hret, en það
virðistekki hafa gert usla. Ekkert
sér á þeim litlu kartöflugrösum,
sem eru komin upp úr jörðinni.
Bændur telja, að sláttur muni
hefjastum mánaðamótin, enda er
gras vel sprottið.
Afli smábátanna hefur glæðzt
nú siðustu dagana, en sá eini bát-
ur sem er á grálúðu, hefur litið
fengið, enda nýbyrjaður.
Vegirnir eru óvenju góðir eftir
þennan frábæra vetur og er fært
um allt, en þó er sprottinn úr
Vatnsfirðinum suður á nýja veg-
inn eins slæmur og hann getur
verið.
Verið er að byggja tvö íbúðar-
hús, og til stendur að fara að laga
til i kring um frystihúsið. Otlit er
þvi fyrir að atvinna hér verði
sæmileg á næstunni.