Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 23. júni 1972 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Næg verkefni framundan hjá íslenzku sundfólki - Spjallað við Goðmnnd Harðarson, landsliðsþjálfara í sundi — Hvað er nú framundan hjá is- lenzku sundfólki? — bar kennir vissulega margra grasa: Um næstu helgi fer fram Sundmeistaramót Reykjavikur og á þvi móti keppir allt fremsta sundfólk landsins, þ.e. utan- bæjarfólkið sem gestir. Helgina 1.-2. júli verður svo háð lands- keppni við Ira, en sem kunnugt er mættum við þeim i fyrra í lands- keppni og töpuðum þá með litlum mun.------Dagana 22.-23. verður tslandsmeistaramótið haldið hér i Reykjavik, en viku seinna tök- um við svo þátt i sundkeppni átta þjóða, sem fram fer i Skotlandi. — Hvernig er þessari siðast- nefndu keppni háttað? — Undanfarin ár hafa ef tirtald- ar sjö þjóðir leitt saman hesta sina i þessari keppni: Spánverj- ar, Svisslendingar, Norðmenn, fsraelsmenn, Belgar, Walesbúar og Skotar. Nú er okkur tslending- um sem sagt boðin þatttaka sem áttundu þjóðinni. Hver þjóð má aðeins senda einn keppanda i hverja grein. Keppnisgreinirnar eru lika færri en i hinum venju- legu landskeppnum. t fyrra var . þessi keppni háð í tsrael og urðu Spánverjar þá efstir, eftir harða keppni við Skota. Miðað við árangur okkar fólks, hefðum við íslendingar liklegast hafnað i 6. sæti i keppninni. — bú nefndir landskeppni við HSDÍCOSH ADIDAS strigaskór STÆRDIR 37-45 VERÐ 440 OG 448 iruverzlun Ihgólfs Óskarssonar Klapparstlg 44 — Siml HTS3 — Reykjavfk 1*S05Í0G«I GEORGIE BEST fótbolta skór VERÐ 1034 OG 1230 STÆRÐIR 32-38 iverzlun Ihgólfs Oskarssonar KlappanUg 44 — Siml 11783 — Rcykjavtk tra um aðra helgi. Eru einhverjir möguleikar á sigri okkar i þeirri viðureign? — t fyrra var munurinn sáralit- ill og þá var keppt i trlandi. Hins (¦uomundur Harftarson, liosþjálfari i sundi. lands- vegar hefur margt okkar bezta sundfólk verið nokkuð frá sinu bezta, það sem af er ársins. Veikasti hlekkurinn hjá okkur er skortur á breidd i kvennalands- liðinu. Afturá móti er karlalands- lið okkar betra en það irska. trsku stúlkurnar eru hins vegar mjög harðsnúnar.------brátt fyrir þetta er ég bjartsýnn á úrslit keppninn- ar, sérstaklega, styrkir Lisa R. Pélursdóttir liðið, en um það veit ég ekki ennþá. — Hvað um möguleika sund- fólksins að ná Olympiu-lágmörk- um? — Ég get með nokkurri vissu bókað þá Finn Garðarson, Guðjón Guðmundsson og Guðmund Gislason til Miinchen: Finnur synti 100 m skriðsund á 56,0 sek. á móti i marz, en lágmarkið er 55,5 sek. Finnur hefur slakað mjög á æfingum i vor, vegna lesturs und- ir stúdentspróf. Þvi er nú lokið og þess vegna von til, að hann nái lágmarkinu i þeirri keppni, sem framundan er.------Guðjón synti 100 m bringusund á 1.11,1 á móti i vor. Lágmarkið er 1.11,0, svo að hann telst öruggur með að ná þvi. Guðmundur reynir nú að komast á Ólympiuleika i 4ja sinn og ég býst fastlega við, að hann nái lág- marki i 200 eða 400 m f jórsundi. — — bá hefur Lisa R. Pétursdóttir ekki minni möguleika á að ná ÓL- lágmarki, t.d. i 100 m skriðsundi, en þeir þremenningarnir, sé mið- að við siðasta árangur hennar á mótum i Bandarikjunum. — — Aðrir hafa minni möguleika, þótt það alls ekki sé útilokað, að þeir nái lágmarkinu. Má i þvi sam- bandi nefna þá Friðrik Guð- mundsson, Sigurð Ólafsson og Leikni Jónsson, og Salóme bóris- dóttur. — — bess má geta, að bjóðverjar bjóða 4 islenzkum unglingum til dvalar i sérstökum unglingabúðum þann tima, er leikarnir fara fram. begar hefur verið ákveðið, að frjálsar iþróttir og sund njóti góðs af þessu boði, þannig að ein stúlka og einn piltur úr hvorri grein verði send i þessar búðir. Aldurshámark er 20 ár. bá er ennfremur stefnt að þvi, að þau, sem næst komast ÓL-lág- mörkum i þessum aldursflokki, fái þetta eftirsóknarverða tæki- f'æri. — Hvernig eru þessi ÓL-lág- mörk ákveðin? — Alþjóðasundsambandið ákveður lágmark i hverri sund- grein fyrir 2. mann frá hverri þjóð. Hverri þjóð er hins vegar heimilt að senda 1 mann i grein eftir ákvörðun viðkomandi ÓL- nefndar og sundsambands. Is- lenzku ÓL-Iágmörkin i sundi eru heldur lakari en fyrrgreind lág- mörk Alþjóðasundsambandsins. Samt eru þau öll betri en núgild- andi tslandsmet, svo að ekki er auðvelt að ná þeim. — En hvað um möguleika sund- fólks okkar á sjálfum Ölympiu- leikunum? — Af þvi á Guðjón einnavmesta möguleika á að komast áfram i bringusundinu. Ég hef til gamans borið hugsanlegan árangur hans á leikunum t.d. miðað við æfingar i vor, saman við árangur i heimin- um i fyrra. Otkoman verður sú, að á ÓL ætti Guðjón möguleika á 11. sæti, þ.e. kæmist i milliriðla. bað yrði að teljast frábær árang- ur i keppni við alla þessa stór- laxa.------Annars er erfitt að spá um hugsanlega frammistöðu á ÓL, svona löngu fyrirfram. — Hvað um sjálfa landsliðs- þjálfunina? — Sem stendur standa æfingar félaganna yfir af fullum krafti. Tugþrautarlandskeppnin: Búast raá við hörkukeppni milli íslendinga og Breta! OE-Reykjavik. Næstkomandi mánudag hefst landskeppnj i tugþraut á Laugar- dalsvelli milli Spánverja, Breta og Islendinga. Keppnin hefst kl. 18.30 á mánudag og heldur áfram daginn eftir kl. 17.30. Hver þjóð á rétt á að senda þrjá menn til keppni, en aðeins tveir eru reiknaðir til stiga, þannig að þriðji maðurinn er i raun og veru varamaður. Spánverjar nota sér réttinn og senda 3 menn, en Bret- ar senda aðeins 2 menn. Bretinn Peter Gabbett, sem á annan bezta tima heims i tugþraut, kemur ekki, heldur annar og þriðji bezti maður þeirra. beir heita David Kidnar, sem hefur hlotið bezt 7034 stig i sumar, og Derek Clark, sem hlaut bezt 6873 stig i fyrra. Spánverjar senda sína beztu menn, en fyrst skal nefna met- hafa þeirra, Rafael Cano, sem hefur hlotið bezt 7619 stig, sem er spánskt met. Hinir eru Manuel Ruiz Parajón, 7007 stig og Pedro Pablo Fernandez Ruiz, 6735 stig. Keppendur tslands eru Val- björn borláksson, sem er islenzk- ur methafi, 7354 stig, Stefán Hall- grimsson, sem hefur hlotið bezt 6517 stig, og Elias Sveinsson 6311 stig. Stjórn FRl hefur einnig valið tvo varamenn, ef einhver forföll verða fyrir keppnina, en þeir eru Hafsteinn Jóhannesson og Stefán Jóhannsson. begarlitiðer á afrek keppenda, virðast Spánverjar vera nokkuð öruggir með sigur, en það getur orðið hörkukeppni milli Breta og Islendinga. Er vonandi, að sem flestir komi til að fylgjast með keppninni og hyetja landann i baráttunni. Samhliða tugþrautarkeppninni fer fram fimmtarþrautarkeppni Reykjavikurmótsins og einnig verður keppt i nokkrum auka- greinum, og verður skýrt frá þvi siðar, hverjar þær verða. Hér á myndinni sést Guðmundur með landsliðshópinn, sem var að æfa fyrr á árinu. Landsliðsæfingar hafa verið ann- an hvern sunnudag frá því i haust. I júli er svo fyrirhugað, að landsliðið dvelji i æfingabúðum, en eftir 8 þjóða keppnina i lok ágúst hefjast svo æfingar þess hóps, sem náð hefur ÓL-lág- mörkunum og vonandi verður fjölmennur. — Hvað kemur til, að þið sendið ekki toppfólkið til keppni erlendis við stjörnur nágrannaþjóðanna? — I sundinu er breiddin það mikil, að erfitt er að velja fáa út- valda og senda þá út til keppni. Auk þess höfum við alltaf verið á móti slikri „stjörnudýrkun".------ Toppfólkið fær næga keppni á mótum hér heima og eins i lands- keppninni við tra og fyrrnefndri 8 þjóða keppni. Unglingameistara- mót Norðurlanda verður að þessu sinni haldið í Danmörku um miðj- an júli. Á það mót verða sendir efnilegustu unglingarnir, þ.á.m. nokkrir, sem keppa með landslið- inu i sundi. — Hvernig er fjárhagur Sund- sambandsins? — Við erum alltaf illa staddir fjárhagslega. bað er von okkar, að merkjasala vegna norrænu sundkeppninnar gangi vel, þvi að allur ágóði rennur til Sundsam- bandsins. — Nokkuð að lokum? — bað mætti láta það koma fram, að á næstunni heldur u, þ.b. 30 manna hópur sund- fólks frá 6félögum til Darmstadt i Vestur-býzkalandi. betta heim- boð bjóðverjanna er e.k. endur- gjald fyrir'heimsókn þeirra hing- að i fyrrasumar. —ET. Valnr með rétta klukkn? KR-ingar töpuðu kærunni á hendur hins frábæra dómara Vals Benediktssonar. Eins og allir sem hafa fylgzt með „klukku- málinu" fræga vita^þa kærðu KR- ingar leik liðs sins gegn Keflavík i 1. deild, þegar kom fram,að fyrri hálfleikur hafi staðið yfir i 55 min. i staðinn fyrir 45 min. Nú hefur verið dæmt i málinu og Keflvikingum dæmdur sigur i leiknum. M mega þúfnrnar íara að vara sig! i dag eftir kl. 16.30 er sá mikli dagur, sem allar þúfur og ójöfnur á golfvelli Golf- klúbbs Ness á Seltjarnarnesi kviða mest fyrir. bá mæta aílir iþróttafrétta- menn fjölmiðlanna i sina ár- legu golfkeppni og er þá mikið um að vera á vellinum. beir hafa haldið keppni i boði klúbbsins siðan hann var stofnaður árið 1965 og hefur það orðið til þess, að þeir vita allir hvað golf er Fyrsta keppnin var ekki merkileg — en engu að siður var það samt keppni. Var þá farið á 9. braut tekið uppáskot og siðan púttað. Högga- fjöldinn,sem sú keppni vannst á,hefur ekki enn verið gefinn upp og á að vera leyndarmál næstu 50 árin. Siðan þá hafa blaðamenn færzt meira i fang. beir léku 3 holur árið á eftir og hafa siðan óhræddir bætt við sig einni og einni holu þar til i fyrra, að þeir léku heilar 9 holur af karlateig — en ekki kvenna eins og áður. í þessum mótum hafa sezt mörg högg og mikil. Er sagt, að þeir hafi slétt Ur. öllum ójöfnum á vellinum, auk þess sem þeir hafi gert heilu skurðina með „vindhöggum" sinum. beir, sem hafa rétt til þátt- töku i keppnina i ár, eru hinir 8 meðlimir Samtaka tþrótta- fréttamanna, auk 3ja gesta sem verið hafa með frá byrjun og enn eru viðloðandi iþróttaskrif. SAAB-umboðið á tslandi, Sveinn Björnsson & C/O gefa verðlaun i þessa keppni. Eru það fern verðlaun (án for- gjafar) auk farandgrips, sem fylgir 1. verðlaununum, en um hann er keppt i þriðja sinn i ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.