Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 19
Föstudagur 23. júni 1972. TÍMINN 19 Ríkisborgarar Framhald af bls. 11. kann ég öllu þessu vel, og þá sér- staklega björtum sumarnóttum. Þa6 getur verið gaman að gleyma sér á björtu sumarkvóldi og átta sig ekki fyrr en langt er liðið á nótt. Mér gekk verr að venjast loftslaginu i Saharaeyði- mörkinni, en þar gegndi ég her- þjónustu i 18 mánuði 1959-1961. Þar var 45 stiga hiti á daginn, en hrapaði svo niður i 8 stig undir nóttina. Þá varð loftið svo rakt, að fötin urðu gegndrepa og manni var hrollkalt eftir breiskjuna á daginn. —Skauztu nokkurn? —Nei, nei, nei, ég kann varla með byssu að fara. Þjálfun min fólst mest i meðferð fjarskipta- tækja, og ég lærði morsesta- frófið, og svo ýmsar agareglur. —Ertu búinn að finna þér islenzkt nafn? —Nei, ég hef heldur engin fyrir- mæli fengið um það. Því skyldi ég ekki líka vera Islendingur? —Af hverju komst þú til tslands, Helmut Karl Kreidler? —Ég rakst á auglýsingu i tima- riti, sem fjallar um starfsgrein mina, gleraugnasmiði. Þar stóð, að fyrirtæki á Islandi vildi ráða mann með mina menntun til starfa og til að kenna ungum Islendingi iðnina. Ég hugsaði sem svo, að gaman væri að sækja Norðurlöndin heim, og þvi ekki að byrja á Islandi. Ég sló til og kom hingað fyrst 1960. —Og þá hófst gamla sagan. Ung stúlka, hjónaband, indælis þjóð og fallegt land. En viljir þú, góði maður, heyra álit mitt á þvi, hvers vegna menn setjast hér að, held ég, að hyggilegast sé að hafa hliðsjón af félagsaðstæðum hér. Afkoma er að visu allgóð, en hun er sizt betri en þar, sem ég bjó áður, i Þýzkalandi og Sviss. Loftið er hreint og vatnið tært, en himinninn i Sviss er alveg jafn- blár, ef ekki blárri en á Islandi, og vatnið er þar ekki vit- undarögn fúlla. Hitt skiptir að minu mati meira, að Islendingar eru afar fáir, sé miðað við milljónaþjóðirnar, og auðvitað fær útlendingur á Islandi miklu fyrr fast undir fætur en Islendingur i útlandinu. Þar á ég við, að hérna gengur sýnu hraðar að komast inn i hluti eins og landsmálin. Þú stendur þig kannski að þvi strax fyrsta árið að steingleyma þér við rökræður um skattamálin. Vinahópur þinn verður stærri. Þú hittir, svo ég ýki nú dálitið, stóran hluta þjóð- arinnar i einu heimboði, eða á einum degi, t.d. hérna i verzlun- inni hjá mér, fólk af öllu tagi. —Hinu er ekki að leyna, að ég bjó ásamt fyrri konu minni i næstum þrjú ár i Sviss, en hún fékk heimþrá, og ég lét það eftir henni að flytjast hingað aftur. Við settum þetta fyrirtæki á laggirnar, og nú er ég i þann veginn að fá islenzkan rikis- borgararétt. Hvers vegna ég settist að hér, en ekki i Sviss, skýrir sig sjálft, ef litið er til þess, sem ég sagði áður. —Og þú unir hag þinum vel? —Þótt það hafi ekki verið ætlun min i upphafi að blanda einka- málum minum i þetta spjall, má ég til að skýra frá þvi, að ég varð fyrir þvi að missa konun a mina, og þá naut ég þess, að útlendingur á Islandi getur vænzt stuðnings, jafnvel i svo sáru mótlæti. Reynsla min er sú, að mótbyrinn tengdi mig landinu engu siður en meðbyrinn. Siðar varð ég svo lánáamur að eignast yndislega eiginkonu svo að ég er þakklátur þrátt fyrir allt. Ég á islenzka konu, islenzkan dreng, og þvi skyldi ég ekki lika vera íslendingur? Þýðir dróttkvæði á ensku Allan Estcourt Boucher frá Englandi er kennari í Reykjavik. —Hvenær komstu fyrst til Islands? —Ég var i brezka hernum, kom hingað fyrst 1940 og kynntist islenzkri stúlku. Við giftum okkur og fluttumst til Englands 1942. —Varstu áfram i hernum? —Já, ég var satt að segja at- vinnuhermaður, en hætti þyi 1946, og hugðist leggja stund á rit- störf,enþað varekki hægt að lifa af þvi einu saman, svo að ég kenndi jafnframt við mennta- skóla. —Kenndirðu bókmenntir? —Já, enda lagði ég stund á enskar bókmenntir og lauk prófi i þeim frá Cambridge fyrir strið. —Svo komstu aftur til Islands? —Já. Ég var að hugsa um efni i doktorsritgerð og hitti Sigurð Nordal i Leeds, en hann var þangað kominn til að taka á móti heiðursdoktorsnafnbót við háskólann þar. Við urðum ásáttir um, að ég tæki Hallfreðssögu til meðferðar. 1 þrjú ár, frá 1947 til 1949, vann ég að þessu verkefni og fékk i þvi skyni leyfi frá háskólanum til að dveljast á Islandi. Þar var ég tvö ár og naut leiðsagnar Nordals. Þá hvarf ég aftur til Cambridge, vann þar i eitt ár að ritgerðinni, og varði hana að þvi búnu. Mér leizt ekki á, að ég fengi stöðu beinlinis við- Nýjar heyþyrlur frá mia Vinnubreiddir: 4,60 og 3,80 metrar. Nýju Fella heyþyrlunar eru sterkbyggðar og endingar- góðar. Þær vinna ótrúlega vel á jöfnu sem ójöfnu landi. Hægt er að skástilla Fella heyþyrlunar þannig að heyið kastistekki ágirðingareða ískurði. Þaðer mjög auðvelt og létt að setja í flutningsstöðu og fer þá lítið fyrir vél- unum. Framúrskarandi niðurstöður prófana erlendis og hjá Bútæknideildinni að Hvanneyri sanna yfirburði nýju Fella heyþyrlana. Hafið sarnband við okkur og kynnist kostum og nýjungum Fella heyþyrlanna. Við bjóöum hagstæð verð og greiðsluskilmála. G/obus? LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 vikjandi grein minni, þvi að þar var hvert rúm skipað mönnum við hestaheilsu og óliklegt að nokkuð losnaði. Ég réð mig þess vegna til BBC og var þar frá 1951 til 1963. —Hvað gerðir þú þar? —Ég vann við skólaútvarp og sá um dagskrá og þætti fyrir börn. Allan timann hef ég stundað ritstörf öðrum þræöi og haldið islenzkunni við með þvi að nota islenzkan efnivið og með þýðingum úr islenzku á ensku. — Hvað tók svo við 1963? —Þá ætlaði ég enn að taka til við ritstörfin og fluttist til Islands. En þróunin varð aftur áþekk.þvi, sem hafði verið 15 árum áður. Fyrst kenndi ég svo- litið við kennaraskólann. Svo jókst þetta stig af stigi, og nú er ég i fullu starfi við Háskóla fslands. —Hefurðu þá ekki litinn tima til skrifta? —Ég hef orðið að láta allt annað en skólann sitja á hakanum. Þó er ég meðal annars að glima við Hallfreðarsögu. Hún á að koma út á vegum Hermanns Pálssonar i Edinborg, en hann vinnur að út- gáfu fslendingasagna á ensku, og er sú útgafa ætluð almenningi fremur en fræðimönnum. T.d. fylgir enginn islenzkur texti með, og er þaö heldur miður að minu mati. —Hvernig ferðu með kvæðin? Blaðamanni voru sýnd handrit á ensku, og þar gat að lita drótt- kvæði með rimi og stuðlasetn- ingum rétt eins og uppi hefði verið „vandræðaskáld", sem orti á ensku. —Hvers vegna sækir þú um islenskan rikisborgararétt? —Það er fyrst og fremst af hag- kvæmnisástæðum. Ég bý hér með konu minni og börnum, og það kostar talsvert umstang að eltast við alla þá pappira, sem fylgja, að hafa ekki þessi réttindi. Þ.B. tf\SI I M%. í ,¦ fjórðungsmöt sunnlenzkra hestamanna Fimmiudaginn 29. júní og fösiudaginn 30. júní far.a fram dómar á kynbótahrossum. Föstudaginn 30. júní Fer ennfrumur fram útsláttarkeppni fyrir Evrópumót Islenzkra hesta í Sviss. Laugardaginn I. júlí fara fram gæðingadómar — og kl. 13 verour mótssvæöið á Rang- árbökkum vlgt, og fjórðungsmótið sett — slðan fer fram sýning kynbótahrossa og áframhald gæðingadóma og undanrásir kapp- reiða. Sunnudaginn 2. júlí fyrir hádegi fer fram sýning kynbótahrossa og verðlaunaafhend- ingar. — KI. 14 hópreið inn á mótssvæðið — Helgistund — séra Halldór Gunnarsson I Holti — Ávarp — slðan úrslit I gæðinga- keppni — Hindrunarhlaup — Kerruakstur og úrslit kappreiða. ATH.: Eigendur sýningarhrossa þurfa að hafa mætt með þau eigi síðar en á fimmtudagskvöld 29. júni ilansleikir Á HELLU — HVOLI — ÁRNESI Þrjú kvbld í röð Föstudag — Laugardag — Sunnudag. NÍU DANSLEIKIR Hljómsveitir Þorsteins Guðnasonar, Gissurar Geirsson og Mán- ar leika LAUGARDAGSKVÖLD. Reibtúr um Rangárvelli í slóðir Gunnars og Njals

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.