Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur 23. júní 1972.
TÍMINN
11
Tíminn ræðir við nýja íslenzka ríkisborgara:
Hér er ekki hæ lifo án hficc gt
uU 111 d ðll pCOj vera íslendingi dU ir
Umsóknir fólks um islenzkan
rikisborgararétt eru tiðrætt um-
ræðuefni. Sérstaklega hafa
nafnabreytingar komið til tals.
Timinn brá á leik og tók tali
nokkra menn, sem sótt hafa um
þessi réttindi. Ætlunin var ekki
endilega sú að fá fram skoðanir
þeirra á nafnabreytingalöggjöf-
inni, heldur öllu fremur að
kynnast viðhorfum þeirra og
þeim atvikum, sem urðu þess
valdandi, að þeir settust hér að.
Blaðið náði tali af einni konu,
og var á henni að heyra, að hún
hefði háifnauðug sótt um rikis-
borgararétt: ,,Þaö er ekki hægt
að lifa hér án þess”. Þvi miður sá
hfin sé ekki fært að hafa þau orð
fleiri, og vildi ekki láta bendla
nafn sitt við.
Baltasar, hinn spænski,
fékk ekki að heita
Egill Skallagrímsson.
Baltasar (Davið B. Guðnason)
hefur verið islenzkur rikisborgari
i nokkur ár. Hann hafði þetta að
segja um nafn sitt:
—Það hefur gengið á ýmsu með
nafnið mitt allt frá þvi að ég var
skirður að Æaþólskum sið suður á
Spáni 1938. Þá var skálmöld þar,
og enginn öruggur um lif sitt. Þó
að ég væri kornabarn, þá hafði
þetta ótrygga ástand talsverð
áhrif á lif mitt siðar. Ég var
skirður inni á salerni i i búðar-
húsi i Barcelóna. Það var ekki
vegna neinnar sérvizku, heldur
vegna ótta við byltingarmenn á
prestaveiðum, enda var
aumingja presturinn skotinn,
þegar hann var á leið til að skrá
mig i kirkjubækurnar, og þess
vegna átti ég ekkert skirnar-
vottorð. Það kom ekki að sök
heima á Spáni, enda var svo
ástatt um fleiri. Börn fæðast á
istriðstimum eins og endranær.
—Hvað kemur þetta málinu
við?
—Jú, þvi að þegar ég kvæntist
konunni minni, sem er islenzk,
kom heldur betur babb i bátinn,
ég átti ekkert skirnarvottorð, og
mamma og pabbi gátu ekki
komið til Islands og gert eins og
á Spáni, sagzt eiga þennan
dreng, hann hefði verið skirður
inni á baði i húsi i Barcelóna,
presturinn verið tekinn af lifi,
áður en Baltasar B. Samper
komst inn i kirkjubækurnar og
skirnarstaðurinn jafnaður við
jörðu daginn eftir að athöfnin fór
fram. Þetta gekk heima, en alls
ekki hér.
—Hvað var þá til bragðs að
taka?
—Morguninn áður en við
gengum i það heilaga, gekk ég til
Kristskirkju og var skirður þar
eftir öllum kúnstarinnar reglum,
fékk bæði guðföður og guðmóður
og annað það, sem tilheyrir.
—Svo fékkstu rikisborgararétt?
—Þá tók nú ekki betra við. Áður
en ég sótti um rikisborgararétt,
hafði ég eignazt börn, og þau
hlotið nafn mitt að föðurnafni, og
litlu skinnin vanizt þvi, að pabbi
héti Baltasar og verið skráð sem
hans börn i skólanum. En þegar
ég gerðist islenzkur rikisborgari,
varð ég að taka mér islenzkt
nafn. Mér féll það illa, en var svo
litillátur að sækja um undir
nafninu Baltasar Egill Skalla-
örimsson.
—En það fann ekki fiáð iynr
augum þeirra, sem um þessi mál
fjalla af hálfu hins opinbera.
Þetta kliðmjúka nafn olli
hneykslun og sárum trega i
brjóstum þeirra. Svo að eftir
mikið þóf og japl og jaml og fuður
var sætzt á nafnið Daviö Baltasar
Guðnason, en tengdafaðir minn
heitir Guðni. Konan min, sem
hafði fengið nafnið Samper inn f
vega'bréf sitt, varð nú enn af fara
á stúfana og fá Guðnason bætt
aftan við allt saman, svo að litið
yrði á okkur sem hjón i gisti-
húsum og viðar erlendis.
—Ertu þá ekki farinn að jafna
þig? ,
—Malið hefur fleiri hliðar en
svo. Börnin eru vitaskuld rugluð i
riminu. Og málið fer að verða
viðkvæmt, þegar ég sýni vega-
bréf heima á Spáni, þvi að það
liggur i augum uppi að sá, sem
fengið hefur nýtt vegabréf á nýtt
nafn, hlýtur að vera misindis-
maður af versta tagi og vilja
dyljast.
—Þetta er allt heldur dapur-
legt.
—Ekki segi ég það nú. Allt
hefur sinar broslegu hliðar.
Plaggið, sem ég fékk með
islenzka rikisborgararéttinum,
var undirritað eftirfarandi
nöfnum: Kristján Eldjárn,
Baldur Möller og Asgeir
Thoroddsen.
Ekkert sjálfstæði án efna-
hagslegs sjálfstæöis
Thomas Albert Holton frá
Bandarikjunum er markaðssér-
fræðingur.
— Hvað starfaðir þú i Banda-
rikjunum?
—Ég fór i sjóherinn um leið og
ég lauk námi árið 1954, og var
liðsforingi á flugvélarmóður-
skipum til 1959. Þaðan hvarf ég
svo að störfum á þurru landi og
vann við geysistóra rafreikna-
stofnun i Maryland. öil min störf
snerust um stjórn á tæknilegri
hlið mála.
—Af hverju ertu þá hingað
kominn?
—Til aö gera langa sögu stutta,
er þvi til að svara, að fyrst varð
ég ástfanginn af islenzkri stúlku
og siðar af landinu hennar.
-—Ertu kvæntur þessari stúlku?
—Sei, sei, já, og ég er vel
kvæntur.
—Hvar hittuzt þið fyrst?
—A skiðum uppi i fjöllum i
Kaliforniu. Það var 1956, að ég
hitti Hönnu Jóhannesdóttur.
Þetta var ást við fyrstu sýn, og
nokkrum mánuðum siðar vorum
við orðin hjón.
—Hvenær komstu fyrst til
Islands?
—1960. Þá heimsóttum við fjöl-
skyldu konunnar minnar, og ég
hreifst mjög af landi og þjóð. Já
svo mjög, aö árið 1963 fluttumst
við hingað, og nú stig ég skrefið til
fulls og gerist islenzkur rikis-
borgari.
—Við hvað starfar þú nú?
—Ég vinn að markaðsmálum,
og hef gert undanfarin ár.
Þannig nýti ég menntun mina
bezt. Ég hef mest unnið að þvi aö
vinna markaði fyrir islenzkar
ullarvörur i Bandarikjunum, og
ég vona, að unnt reynist að nota
þau fjölmörgu sambönd, sem
fengizt hafa fyrir þessa viðleitni,
til útflutnings á iðnaðarvarningi
af ýmsu ööru tagi.
— Þú ert áhugasamur um starf
þitt.
—Ég get ekki neitað þvi, enda
eru efnahagsmálin ákaflega
mikilvæg fyrir þjóð, og að minu
viti er hæpið aö tala um sjálf-
stæði, ef ekki er efnahagslegt
sjálfstæði fyrir hendi. Þess vegna
held ég, að það sé timabært að
gera stórátak i markaðsmálum.
Hafði léleg laun
Við spyrjum Vincente Gomez
Retana frá Spáni hvers vegna
hann hafi komið fyrst til íslands.
—Spænskur vinur minn fór til
Islands. Við skrifuðumst á, og
hann hvatti mig óspart til aö
koma hingað. Ég lét tilleiðast, og
kom hingað vorið 1965. Ég er bók-
bindari og prentari að iðn, og
haföi sem svarar 1000 kr.
'is'lenzkum i laun, en þegar ég
kom til tslands, hafði ég þrisvar
sinnum hærri laun, þótt ég ynni i
fiski til að byrja með.
—Hvernig féll þér veran hér?
—Mér leiddist mikið i fyrstu, og
það gekk svo langt, að þegar ég
hafði verið hér i hálft ár, fór ég til
Sviþjóðar að leita fyrir mér um
vinnu. Það fór allt i vaskinn, þvi
að ég hafði ekki nógu mikla pen-
inga til að biða eftir atvinnuleyfi.
Ég sneri þvi aftur til Islands og
hef verið hér siðan.
—Ertu enn i fiski?
—Nei, nei, ég vinn i Leiftri, hef
unnið þar siðan 1968.
—Ertu kvæntur?
—Já, ég trúlofaðist islenzkri
stúlku 1966, og gekk i hjónaband
1968. Viö eigum tvö börn, dreng
og telpu.
—Þér leiðist þá ekki lengur?
—Nei alls ekki.
—Voru ekki mikil viðbrigði að
koma hjngað frá Spáni?
—Jú loftslagiö er ólikt. Þaö var
kalt fyrsta veturinn minn hér, og
skammdegið var þreytandi, en nú
Framhald á bls. 19
Damixa
blöndunartaeki
heimilisprýði
kerfid er
Danmixa blöndunartæki eru tæknilega mjög fullkomin.
Þar sem í þeim er einungis .einn hreyfanlegur hlutur
(kúlan), tryggir það langa og örugga notkun og veitir
beztu mögulega vörn gegn úrfalli í vatninu (steinefnum).
Samband isl. samvinnufélaga
INNFLUTNINGSDEILD