Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 2:i. júni 1972.
TtMINN
5
íbúar Hvammstanga
vongóðir um hitaveitu
EB-Reykjavik
íbúar Hvammstanga eru nú
vongóðir um að geta innan
skamms hitað upp hús sin með
heitu vatni, fengnu frá Laugar-
bökkum, sem eru um átta kíló-
metra frá kauptúninu.
Samkvæmt upplýsingum
Brynjólfs Sveinbergssonar
mjólkurbússtjóra á Hvamms-
tanga, eru tæknilegir möguleikar
á þvi að ljúka hitaveitufram-
kvæmdunum fyrirhuguðu þar
vestra á 6 - 7 mánuðum og nemur
áætlaður kostnaður vegna þeirra
24 milljónum króna. Brynjólfur
sagð^að mjög miklar likur væru á
þvi, að lánsfé vegna fram-
kvæmdanna fengist innan
skamms,þannig að framkvæmdir
gætu hafizt i sumar.
1 fyrra var borað eftir vatni á
Laugarbökkum, og komu þar upp
16 sekúndulitrar af 97 stiga heitu
vatni.
Kappreiðar
á laugardag
við Pétursey
Hestamannafélagið Sindri i
Mýrdal og undir Eyjafjöllum
heldur sinar árlegu kappreiðar
laugardaginn 24. júni n.k. á kapp-
reiðavellinum við Pétursey.
Mótið hefst með hópreið kl.
14,00, en siðan hefst sýning gæð-
inga. Að þeim loknum hefjast
kappreiðar, og verður þar keppt i
skeiði, stökki og folahlaupi. Einn-
ig verður sköpuð aðstaða fyrir
2000 metra æfingahlaup fyrir þá
sem ætla að taka þátt i þvi hlaupi
á mótinu við Rangárbakka, sem
fram fer um aðra helgi. Þá verð-
ur einnig 800 metra brokkkeppni,
naglaboðreið og sýning unghesta i
tamningu.
Lokaskráning sýningar- og
kappreiðahesta verður á Sindra-
velli tii föstudagskvölds, en ann-
ars er hægt að tilkynna þátttöku
til Halldórs Gunnarssonar i Holti.
Að kappreiðunum á laugardag
loknum verður dansleikur i Leir-
skálum i Vik.
Veruleg skógrækt í upp-
siglingu í Húnaþingi
Húnaþing er eitt fárra héraða
landsins, þar sem allir skógar
hafa eyðzt i rás aldanna. A næstu
árum verður gerð tiiraun að
marki til þess að hefja þar veru-
lega skógrækt og veita héraðinu á
ný nokkuð af þeim skrúða, er það
hefur fyrir löngu misst.
Eins og blaðið skýrði frá fyrir
nokkru hefur Skógrækt rikisins
fest kaup á Gilá i Vatnsdal, en
jafnframt hefur skógræktar-
Keppt um
Shellbikarinn
SB-Reykjavik.
Arleg flugkeppni um
Shellbikarinn fer fram um
helgina á vegum flugmálafélags
Islands. Skiptist keppnin i yfir-
landsflug og lendingar. Yfir-
landsflugkeppnin hefst kl. 12 á^
hádegi á laugardag frá Sand-'
skeiði, en lendingakeppnin verður
á sunnudag.
Ollum flugmönnum er heimil
þátttaka, en keppnin er ein-
menningskeppni. Siðast tóku þátt
i keppninni 12 flugmenn, og er
gert ráð fyrir, að svipuð þátttaka
verði núna. Jón E.B. Guðmunds-
son er handhafi Shellbikarsins og
íslandsmeistari 1971 i vélflugi.
sjóður Húnavatnssýslu keypt
aðra jörð i sama skyni, Fjósa i
Svartárdal. Þessi sjóður var
stofnaður með rausnarlegri gjöf
þriggja bræðra, sem ættaðir voru
úr héraði, Friðriks Björnssonar
læknis, Guðmundar kaupmanns
og Einars, sem dó fyrir mörgum
árum. Þessir bræður eru nú allir
látnir, en vona má, að nýir skógar
i Svartárdal og trúlega viðar i
Húnavatnssýslu muni um langan
aldur beri þvi vitni, hverjir þeir
voru og hvernig þeir hugsuðu til
lands sins og heimahaga.
Bæði Gilá og Fjósar eru
smájarðir og ekki til mikils
búreksturs fallnar. Á hinn bóginn
eru þær langt inni i landi i skjól-
sælum dölum, þar sem veðurfar
er með þeim hætti, að vel hentar
barrskógum. Þessvegna má gera
sér góðar vonirum,að skógar dafni
þar prýðilega, þegar yfirstignir
hafa verið þeir örðugleikar, sem
eru þvi samfara að rækta skóg á
landi, þar sem enginn
runnagróður er fyrir og einskis
lauffalls hefur notið öldum
saman. J.H.
Fullkomin röntgentæki til Siglufjarðar
JÞ-Siglufirði
A miðvikudag voru afhent ný
röntgentæki i sjúkrahúsið á Siglu-
firði. Við athöfn af þvi tilefni
skýrði Ólafur Þorsteinsson læknir
frá þvi, að tækin væru þýzk og
þau fyrstu af þessari stærð og
gerð, sem tekin væru i notkun hér
á landi. Iýokkur fleiri myndu nú i
pöntun á öðrum stöðum. Tæki
þessi eru mjög fullkomin og er
allt sjálívirkt frá stjórnborði.
Verð tækjanna er nú orðið um 3
1/2 milljón, með þeim
breytingum,sem gera þurfti til að
koma þeim fyrir. Þórður Þor-
varðsson frá Vik sá um upp-
setninguna.
Ólafur læknir þakkaði öllum er
að höfðu unnið og stuðlað að þvi,
að sjúkrahúsið eignaðist þessi
ágætu tæki. Einkum nefndi hann i
þvi sambandi Kvenfélag sjúkra-
hússins, sem gaf 1,2 milljónir og
gerði þar með kleift, að tækin
komu nú þegar. Sagði hann þetta
ekki i fyrsta sinn, sem kven-
félagið styddi sjúkrahúsið, það
hefði nú lagt fram um 4 milljónir
króna til kaupa á tækjum og
búnaði.
Aðspurð sagði formaður kven-
félagsins, að raunar væru það
bæjarbúar sem ættu skildar
þakkirnar, þvi að alla þessa
peninga hefði félagið fengið hjá
þeim, einkum með sölu
fermingarskeyta.
Viðstaddir athöfnina á sjúkra-
húsinu voru fréttamenn, stjórn
sjúkrahússins og kvenfélagsins,
ásamt ýmsum forystumönnum
bæjarins.
Fagnandi nýjum
Ford Escort
Litlir bílar eru vinsælir vegna þess að þeir eru ódýrir
og spara kaupendum sínum peninga. Að þessu leyti er
Ford Escort í flokki með smábílum.
En þegar kemur út á vegina, kemur munurinn í Ijós.
Þótt Ford Escort kosti ekki meira en aðrir ódýrir bílar,
eru þetta samt allt önnur kaup.
Ford Escort er afburða bíll, ekki sízt á misjöfnum veg-
um. Auðveldur og öruggur í akstri, stöðugur á beygj-
um og lætur vel að stjórn.
Ford Escort hefur því hina vinsælu eiginleika sport-
bílsins, en hann hefur líka þægindi fjölskyldubílsins.
Hægt er að fá 2ja eða 4ra dyra bíl, og fjölda viðbótar-
hluta.
Það er engin tilviljun að Ford Escort er mesti sigur-
vegari í kappakstri á vegum og hefur unnið meira en
200 sigra í siíkri keppni á síðustu tveimur árum.
Ford Escort sameinar þægindi og hagkvæmni fjöl-
skyldubílsins með rúmgóðum sætum og gólfrými — og
hins vegar hraða og öryggi sportbílsins.
Kynnið ykkur Ford Escort, og hann sannar yfirburði
sína í reynd.
Fordumboðin á islandi eru seljendur að Ford Escort.
Escort ánægja
Ford visar veginn Ærd,
Sigló-síld í
sumarleyfi
JÞ-Siglufirði
Lagmetisverksmiðja
rikisins á Siglufirði, Siglósild,
hætti störfum nú 20. júni, og
fór þá allt starfsfólk i sumar-
leyfi. Vinna hefst aftur i
byrjun ágúst, og verður
þá tekið til þar sem frá var
horfið við að framleiða gaffal-
bita á Rússlandsmarkað.
Munu nú til um 9000 tunnur af
hráefni, og er gert ráð fyrir, að
það endist töluvert fram á
veturinn.