Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 20
ÞRÍR A BATI OG FJÓRIR í FALLHLÍF - ætla að koma í veg NTB-Paris Kanadíski 31 feta siglarinn „Greenpeace III" með þrjá menn um borð/ var í gær á leið i átt að svæði því, sem Frakkar hafa tilkynnt, að þeir muni sprengja kjarnorkusprengjur sín- ará, á næstunni. Þá hafa fjórir Ástralir tilkynnt, að þeir ætli að stökkva í fallhlifum niður á svæð- ið með vistir til eins mánaðar. Frakkar hal'a lýsl þvi yfir, að þeir taki ekki á sinar herð- ar afleiðingar þessara uppá- tækja sjömenninganna. Franski flotinn tilkynnti i gær, að ekki hefði verið gerð lilraun til að stöðva skipið. Um borö eru Kanadamaðurinn David McTaggart, Astraliumaður- inn Grant Davidsson og Bret- inn Nigel Ingram. Varnar- málaráðuneytiðfranska segir, að enginn fótur sé fyrir þeim fréttum, að franskt herskip hafi tekið siglarann i log. Þremenningarnir um borð hafa sagt, að ef til sliks komi, muni þeir kæra Frakka fyrir sjórán. Þá segir ráðuneytið, að skip fyrir sprengingarnar og flugvélar hafi greinilega verið vöruð við að hætta sér of nálægt svæðinu, en þeir sem geri það samt sem áður, geri það á eigin ábyrgð. Fjórmenningarnir, sem ætla að stökkva úr fallhlifun- um, eru reyndir fallhlifa- stökkvarar. Foringi þeirra er kvikmyndaleikstjórinn Gor- don Mutch. Þeir ætla að hafa með sér gúmmibáta og vistir til eins máaðar. Bounty-a fkomendur flýja 1 írétt frá Melborurne segir, að þeir 92 afkomendur upp- reisnarmanna á Bounty, sem búa á Pitcairneyju, séu nú að búa sig undir brottflutning þaðan. Astæðan er ótti við geislavirkt úríall frá kjarn- orkutilraunum Frakka. Brezkt flutningaskip og frei- eáta úr brezka hernum liggja nú i höfninni, reiðubúin til að flytja fólkið á brott, ef vindátt verður þannig, að Urfallið beri st i átt til eyjarinnar, sem er um 800 km SA af svæðinu. 1 Paris var tilkynnt i gær, að aðeins hefði verið beðið eftir réttu veðri og að fyrsta sprengjan spryngi á næstunni. Stundin verður ákveðin um borð i franska herskipinu ,,De Grasse", sem er á sunnan- verður Kyrrahafi. VOPNAHLÉ A N-ÍRLANDI? Föstudagur 2!i. júni 1972. NTB-Belfast. Vonin um,að deilan á N- irlandi leysist fékk byr undir báða vængi í gær, eft- ir að öfgafyllri armur IRA (provisionals) boðaði vopnahlé frá miðnætti á þriðjudag. Sem skilyrði fyrir vopnahlénu var það sett, að brezki herinn á N- írlandi legði einnig niður vopn. Innan tveggja klukkustunda tilkynnti Whitelaw, að svo skyldi vera. Whitelaw varaði þó við of mik- illi bjartsýni og benti á, að enn væri hryðjuverkum ekki hætt. 1 tilkynningunni frá IRA sagði, að vel gæti svo farið, að vopna- hléð leiddi til samningaviðræðna aðilanna, en ekki var minnzt á, að vopnahléð félli úr gildi, ef viðræð- ur bæru ekki árangur. Jafnframt þvi, að flestir fögn uðu vopnahléhu, sagði talsmaður Vanguard-hreyfingarinnar, að hún myndi ekki halda að sér höndum, ef Whitelaw viðurkenndi vopnahléstilboð IRA, sem hann sagði að væru úrslitakostir. Ef af þessu vopnahléi verður, verður það i fyrsta sinn, sem vopnahlé erá N-lrlandi á þremur árum. óeirðirnar hafa á þeim tima kostað 370 mannslif. !!!;!!!i:!;!!;:|,!l!!n!!!l|!í||!!í!l|!!!!!!|i [Sl^lfÍl Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. Skaut sex manns til bana í æði ABCDEFGH Hvítt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðssonog Hólmgrimur Heiðreksson. 29. leikur Reykvikinga He4-e2 NTB-Philadelphia Sex manns létust og sjö særðust, þegar maður nokkur greip skyndilega byssu og hóf skothríð á starfsfólk skrifstofu einnar i bænum Cherry Hill í New Jersey. Siðan skaut hann sjálfan sig í höfuðið, og er hann í lífshættu ásamt f jór- um hinna særðu. Þegar maðurinn, sem er 33 ára einkanjósnari, dró upp byssuna, hrópaði hann til kvenna að koma sér undan og skaut siðan á karlmennina, sem reyndu að skýla sér bak við skjala- skápa eða stukku út um glugga. Sjóprófum enn ekki lokið Kéltarhöld vegna llamra- ncssius héldu áfrain i II;iíiuiifiioi i gær, og stóðu sjópróf frain el'tii' kvöldi. lír luiið að yfii'lieyra flesta skipbi'otsmeuiiina. Maoiiiiiin, sfin var úr- skui-ðaður i allt að sjö daga gæ/.luvarðhald i fyrradag, SÍtlll' l'llll inni. Gersemar Arnasafns til sýnis tvisvar í viku í sumar SJ-Reykjavik Sýningin á fyrstu handritunum, sem við heimtum úr Arnasafni, Flateyjarbók og Konungsbók Kddukvæða, hefur verið sett upp á ný i fordyri Arnastofnunar við Suðurgötu og verður opin al- menningi á miðvikudögum og laugardögum i sumar kl. 2-4 sið- degis. Vilji var fyrir hendi að hafa sýninguna opna alla daga, en handritin þola ekki að vera lokuð inni i glerkössum dag út og dag inn, heldur þurfa viðrun öðru hverju, og þvi var brugðið á þetta ráð. Ýms fleiri rit tengd sögu þessara merku handrita eru á sýningunni. Forsætis- ráðherra í norska sjónvarpinu Ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra kom fram i fréttatima i norska sjón- varpinu á þriðjudagskvöldið var og svaraði spurningum fréttamanns um landhelgis- málið. „Ég lagði megináherzlu á það,að útfærsla fiskveiðitak- markanna væri okkur miklu meira virði en samningar við Efnahagsbandalagið", sagði forsætisráðherra, er blaðið átti tal við hann i gær," þar sem við eigum afkomu okkar undir fiskveiðunum, og ég vakti athygli á þvi, að þetta væru tvö aðskilin mál, sem við myndum ekki tengja saman." r ENN ER BÍLUM EKIÐ Á NAGLA- DEKKJUM ökumenn i Reykjavik fylgjast ekki alltof vel með árstiðaskipt- um og eru otrúlega kærulausir i meðferð bila sinna eða gatnanna, sem þeirkvartaiftyfir,að séu ekki nægilega góðar undir þá. Sam- kvæmt ath umferðardeild- ar gatnamálastjóra. eru 5 af hundraði allra bila enn á nagla- dekkjum. Siðan i mai hefur nagladekkj- um undir bilum farið fækkandi, en 1. mai voru 40% allra bila enn á slikum búnaði, og 1. júni 8%, og enn eru alltof margir, sem ekki gera greinarmun á þvi, hvort þeir kafa skaflana eða aka á sól- vermdum akbrautum. Eru það eindregin tilmæli til þeirra, sem enn aka á negldum dekkjum, að þeir fari að skipta yfir á sumar- hjólbarða, og er sannarlega timi til kominn. Myndina tók G.E. á Keflavfkurflugvelli ifyrrakvöld, þegar Boris Spasskikom til landsins. Til vinstri er Friðrik ólafsson, þá Spasski, Kristin Björg Guðmundsdóttir, dóttir Guðmundar G. Þórarinssonar, for- seta Skáksambands íslands, sem er næstur, og loks er yngri dóttir Guðmundar, Þorgerður. Kristín Björg afhenti Spasski blómvöndinn, sem hann heldur á, og þáði að launum rembingskoss — beint á ín lin n iMii! Spasskí þögull - og rólegur ÓV-Reykjavik Sovézki heimsmeistarinn i skák, Boris Spasski, ræddi i gær við forráðamenn islenzka skáksam bandsins dágóða stund, og að sögn Guðmundar G. Þórarinssonar, forseta Skáksambands Islands, var aðallega verið að „skýra mál- in". Ekkert nýtt kom fram i þeim viðræðum, enda varla viö púðri að búast fyrr en Bobby Fischer kemur á sunnudag. Spasski hefur ekki enn skoð- að Laugardalshöllina til að kynna sér aðstöðu þar, og sagðist Guðmundur ekki vita, hvenær af þvi yrði. Heims- meistarinn neitaði algjörlega að ræða við blaðamenn i gær, og þýddi ekki einu sinni að reyna að ná sambandi við hann i sima, hvað þá að fara á Hótel Sögu, þar sem hann býr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.