Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 1
IGNIS ÞVOTTAVÉLAR RAFIÐJAN — VESTURG0TU11 19294 RAFTORG V/AUSTURVÖLL 26660 138. tölublað — Föstudagur 23. júni 1972 — 56. árgangur. kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Róttækar aðgerðir til bjargar þorskstofninum Helmings samdráttur þorskveiða nauðsynlegur, segir The Times í Lundúnum ,,Það er niðurstaða nýrra, alþjóðalegra rannsókna á þorskstofn- inum að minnka verður þorskveiðar á Norður- Atlantshafi um helming, ef stunda á slíkar veiðar til einhverrar frambúð- ar", segir i grein í The Times í Lundúnum á miðvikudaginn var. Þetta segir blaðið byggt á skýrslu frá Norðaustur- Atlantshafsnefndinni og alþjóðahafrannsóknarstofn- uninni. Þessi skýrsla verður birt á árlegri ráðstefnu i októbermánuði, og mun verða grundvöllur tillagna, er beint verður til fulltrúa átján rikja. Hingað til hefur leynd rikt yfir þvi, hvað þessi skýrsla hefur inni að halda. „Afkóst togaranna á fiski- miðunum hafa nú farið fram úr viðkomu þorskstofnsins", segir ennfremur i blaðinu með skirskotun til þessarar um- ræddu skýrslu. „Minna veiðist orðið af vænum þorski en en þeim mun meira er veitt af smáþorski til þess að ná svipuðu aflamagni. Allt bendir til þess, að sú skerðing, sem þegar er orðin á kynþroska fiski, og þaðan af meiri, muni leiða til mikils samdráttar á aflamagni." Siðan heldur blaðið áfram: ,,Ef veiðar verða dregnar saman um helming, myndi þorskstofninn ná sér á fimm árum." Þess er sérstaklega getið i skýrslunni, að hafsvæði við Island og Vestur-Grænland séu þegar fullnýtt, og fisk- veiðar við strendur Noregs og i Barentshafi verði að minnka sem allra mest. Við Ný- fundnaland hefur ofveiði verið stunduð siðan árið 1966, og einnig hefur verið gengið of nærri fiskimiðum út af austur- strönd Bandarikjanna. Það er aðeins i suðurhluta St. Lórens- flóans, að hugsanlegt væri að auka þorskveiðar. Kom upp með fallbyssukúlu urEIGrillo OÓ-Reykjavik. Kafararnir, sem þessa dagana eru að rannsaka flak El Grillo á Seyðisfjarðarbotni, eru ekki hinir fyrstu, sem kafa niður að þvi. Farið var niður að flakinu þegar oliu var dælt úr þvi fyrir rúmum áratug. Og fyrir nokkrum árum kafaði frækinn froskmaður niður að flakinu og spurði engan um leyfi til þess. Hann gerði betur en að skoða flakið. Hann sótti þangað forláta fallbyssukúlu og synti með hana i fanginu upp á yfirborðið. Langaði froskmanninn til að sjá hvernig fallbyssukúlur lita út að innan. Fór hann með gripinn i vélaverk- stæði á Seyðisfirði og fór fram á að vélsmiðir söguðu kúluna sund- ur. Þeir báðu hann að fara sem skjótast og lengst burtu með striðstækið, hvað hann gerði, og eru litlar fféttir af þvi siðan. Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga: Heildarvelta 47 Sambands- félaga nam 8,7 milljörðum 70. aðalfundur Sambands' fsl. samvinnufélaga hófst að Hótel Sögu í gærmorgun og lýkur fundinum i dag. Á hátiðasam- komunni i Háskólabíói var skýrt frá rekstri Sambandsins árið 1971 i grófum dráttum, en á aðal- fundinum i gær útskýrði Erlendur Einarsson forstjóri frá þvi, að heildarvelta Sambandsfélaganna (kaupfélaganna) 47 hefði numið á s.l. ári 8.7 milljörðum króna að meðtöldum söluskatti, á móti 7,1 milljarði árið 1970 og hefur veltan þannig aukizt um 21%, 36 félaganna syna hagnað á árinu, samtals 60,1 milljón, en hjá 11 félögum var halli, samtals 6.4 milljónir. Starfsmenn félaganna voru 2.110 i árslok, en hjá Sam- bandinu sjálfu störfuðu 1.287 fast- ráðnir i árslok og launagreiðslur hjá Sanibandinu námu 375 miUjónum króna. Formaður Sambandsstjórnar, Jakob Frimannsson, setti fundinn i morgun og minntist í upphafi forvigismanna samvinnu- hreyfingarinnar, sem létust á siðasta ári. Fundarstjóri var kjörinn Ágúst Þorvaldsáon alþm., en fundarritarar þeir Jón Helga- son Seglbúðum, Jóhann Her- mannsson, Húsavik og Gunn- steinn Karlsson Reykjavik. Jakob Frimannsson flutti skýrslu stjórnarinnar og gerði grein fyrir helztu við fangsefnum hennar á liðnu ári. Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins, flutti að því loknu ýtarlega skýrslu um reksturinn árið 1971. Kom þar fram, að rekstur Sambandsins var nú sæmilega hagstæður þriðja árið i röð, en heildarvelta ársins 1971 varð 6.593 millj. kr., sem er um 24% aukning frá 1970,er hún varð 5.322 millj. kr. Veltan skiptist þannig niður á einstakar deildir Sambandsins að velta Buvörudeildar varð 1,236 millj.,velta Sjávarafurðardeildar 2.128 millj., Innflutningsdeildar 1,328 millj., Véladeildar 586 millj., Skipadeildar 254 millj., Iðnaðardeildar 826 millj. og velta smærri starfsgreina nam 234 millj. Netto tekjuafgangur á rekstrarreikningi Sambandsins varð um 24 millj. kr. á móti 43 millj. kr. árið 1970, og höfðu þá veriðteknir til greina þessir liðir: Opinber gjöld.að upphæð 39 millj. kr.,gengistap vegna hækkana á erlendum gjaldeyri rúmar 7 millj., afskriftir eigna 67 millj., .. endurgreiðslur til Sambands- félaganna og fiskvinnslustöðva 26,3 millj. og vextir af stofnfé 9 1/2%, 14,6 millj. Þar að auki námu tekjur af sölu eigna á árinu 31 millj. kr., og heildarfjár- magnsmyndun Sambandsins á árinu nam 183 millj. kr. ^ Fjárfestingar Sambandsins á árinu námu 471 millj. kr. Þar af var fjárfest fyrir 348 millj. i þremur nýjum skipum, frysti- skipinu Skaftafelli, flutninga- skipinu Hvassafelli og oliuskipinu Litiafelli, sem keypt var i stað eldra skips með sama nafní, er var selt. 1 verksmiðjunum á Akureyri var haldið áfram upp- byggihgu og fjárfest fyrir um 66 millj. kr., haldið var áfram upp- byggingu kjötiðnaðarstöðvar i Reykjavik.sem nú er svo til full- gerð, og keypt var verzlunar- og skrifstofuhús að Suðurlands- braut 32 i Reykjavik i stað Jötunshússins að Hringbraut 119, sem var selt. Sjóðir og höfuðstóll hækkuðu verulega á árinu, m.a. vegna hækkunar á bókfærðu verði fast- eigna og skipa, og námu i árslokin 606,9 millj kr. Starfandi Sambandsfélög voru 47 i lok ársins, og félagsmanna- tala þeirra 33.444 Fjölgaði félags mönnum um 2.106 á ^árinu. Varð aukningin mest hjá Kaup- félagi Reykjavikur og nágrennis og hjá Kaupfélagi Suðurnesja I Keflavik eða um 20% hjá hvoru félagi. A fundinum i gærmorgunn var eftirfarandi tillaga samþykkt ein- róma um landhelgismálið: „Aðálfundur Sambands islenzkra samvinnufélaga, haldinn f Reykjavik 22.-23. júiii 1972 fagnar þeirri ákvörðun að fiskveiðitak- mörk tslands verði færð út i 50 milm 1. september n.k. Fundurinn leggur áherzlu á, að hafið umhverfis island geymir þær þjóðarauölindir, sem munu um langa framtið verða grund- Framhald á bls. 8. Aðalfundur Sambandsins hófst fram. á Hótel Sögu I gær, og var myndin tekin þegar almennar umræður föru (Tímamynd Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.