Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 23. júni 1972.. Útgefandi: Frátnsóknarflokkurinn ;>:;:;: Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-;:;i;:;:;: gjSiarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.Sxli ;j;ijí:Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaos Tlmansí.Sx i;i;i;i: Auglýsingastjóri: Steingrimur. Glslasoni. - Ritstjórnarskrifii;;;i;i;; stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-18306.;;i;i;i;i i;i;i;i Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiOslusfmi 12323 — auglýs-i;i;i;i;i j:jij:ji ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaldoi;;;:; ;i;i;i;i 225 krónur á mánubi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-;i;i;i;i; ;>i;i;i takið. Blaðaprent h.f. Systrahreyfingar 1 kveðju, sem Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambands Islands hefur sent Sambandi isl. samvinnufélaga i tilefni af 70 ára afmæli þess, er i upphafi réttilega vakin athygli á þvi, að samvinnuhreyfingin og verkalýðshreyfingin séu hér á landi sem annarsstaðar tvær greinar á sama meiði. Markmið beggja séu i raun samtvinnuð, þ.e. að bæta og tryggja efnalega, menningarlega og félagslega hagsmuni al- þýðustéttanna á Islandi. Það sé heldur ekki nein tilviljun, að þessar systrahreyfingar séu stofnaðar og sliti barnskónum um likt leyti. Siðan segir Björn: „Þegar verkalýðshreyfingin fór að láta til sin taka, varð forustumönnum hennar þegar ljóst, hver nauðsyn var á, að þessar félagslegu hreyfingar styddu hvor aðra og hefðu sem nánust tengsl sin i milli. 1 stefnuyfirlýsingu Alþýðusambandsins, sem út var gefin ári eftir stofnþing þess, en sambandið var þá ekki aðeins fagsamband, heldur einnig stjórn- málaflokkur jafnaðarmanna, segir t.d. i skýringum á yfirlýsingunni, að samvinnu- hreyfingin hafi i mörg ár verið eina ljósið, sem lýst hafi i náttmyrkri framfaraleysisins hér á landi. Þekking á eðli og gagnsemi samvinnu félagsskaparins sé enn skammt á veg komin nema i einstökum héruðum landsins. Leggja beri þvi áherzlu á að útbreiða þekkingu á sam- vinnumálum, og verja skuli fé til þeirrar starfsemi. Lögð er áherzla á, að alþýðan við sjó og i sveitum eigi fulla samleið og að ein alþýðu- stétt megi ekki láta egna sig upp á móti annarri. Hér er ekki ráðrúm til að rekja samskipti hinna tveggja fjöldahreyfinga á löngum sóknarferli þeirra að skyldum eða sameigin- legum markmiðum. Þar hefur á ýmsu gengið og skipzt á skin og skúrir. Báðar hafa þessar mannfélagshreyfingar orðið stórveldi hvor á sinu sviði og það svo, að þeim væri fátt ómáttugt, sem með skynsemi mætti kallast mögulegt til að efla hagsæld islenzks þjóð- félags samfara jöfnuði og útrýmingu fátæktar samkvæmt þeim upphaflega tilgangi, sem brautryðjendur beggja eygðu sem framtíðar- markmið. Þeirri skoðun undirritaðs er þó ekki' að leyna, að ýms vixlspor hafi verið stigin i sambúðarmálum hreyfinganna og að þau hafi ekki ævinlega verið i þvi horfi, sem æskilegt hefði verið og árangur þvi ekki orðið eins stórbrotinn og mögulegt gat talizt. Slikt má þó ekki verða neinn Þrándur i Götu á komandi timum, heldur miklu fremur lærdómur, sem treyst getur samstarfið i framtíðinni. Ekki leikur á tveim tungum, að verkalýðs hreyfingin og samvinnuhreyfingin eru og hafa verið meginstoðirnar, sem hafa þróað og bera uppi það velferðarþjóðfélag, sem íslendingar búa nú við. Hvorug hreyfingin hefur mátt án hinnar vera, né heldur þjóðfélagið i heild, til þess að þeir miklu árangrar mættu nást, sem við nú njótum" Það yrði islenzkum alþýðustéttum ómetan- legur ávinningur, ef þessum tveimur hreyfingum tækist að vinna i þeim anda, sem hér er markaður. *>-*>• ERLENT YFIRLIT Grænt gras sigraði rauða fylkingu Söguleg formannskosning í stúdentafélaginu í Osló 1 BYRJUN máimánaðar fór stúdenta viö Óslóar- háskóla. Det norske Studentersamfund. Urslit þessarar kosningar þykja all- sögulegar i Noregi og reyndar viðar. Ástæðan er ekki sizt sú, að þau eru athyglisverð vis- bending um, hvaða mál það eru, sem virðast eiga mest hug ungs fólks um þessar mundir, a.m.k. þess hlutans, sem hugsar um framtíðina. Um alllangt skeið hafa rót- tækir sósialískir stúdentar ráðið lögum og lofum i Det- Norske Studentersamfund. Hér hefur einkum verið um stúdenta að ræða, sem hafa verið til vinstri viö norska Alþýðuflokkinn og hafa ýmist fylgt Sósialíska þjóð- flokknum, Kommúnista- flokknum og öðrum róttækum sósialiskum samtökum. Þeir hafa. haft með sér samtök, sem þeir hafa nefnt Röd Front eða rauðu fylkinguna. Yfirráð þeirra i Stuntersamfunet sizt byggzt á þvi, að hér hefur verið um harðsnúinn hóp að ræða, sem hefur sótt fundi, og þvi hafa þeir ráðið, þótt þeir væru i miklum minnihluta meðal stúdenta. Ýmsar til- raunir hafa verið gerðar til að reyna að hnekkja yfirráðum þeirra, m.a. af hálfu jafnaðar- manna, en þær hafa jafnan mistekizt. AÐ ÞESSU sinni var gerð tilraun til að hnekkja yfir- ráðum Rauðrar fylkingar með nýjum hætti. Stofnuð voru samtök, sem nefndu sig Grönt gras eða Grænt gras. Frumkvæðið að stofnun þeirra samtaka virðist hafa komið frá stúdentum, sem hafa skipað sér undir merki æsku- lýðssamtaka miðflokkanna eða Vinstri flokksins, Mið- flokksins og Kristilega flokksins. 011 þessi samtök studdu Grænt gras i kosninga- baráttunni, en voru þó ekki beinir aðilar að þeim. Sama munu samtök ungra jafnaðar- manna hafa gert. Hinsvegar höfðu ungir ihaldsmenn sérlista eins og siðar verður vikið að. Áðalleiðtogi' Græns- grass var 25 ára gamall stúdent, Jörund Uböe Soma, sem leggur stund á stjórn- málavisindi við háskólann, en er jafnframt við nám við Blaðamannaskólinn um þessar mundir. Jörund Soma hefur starfað innan æskulýðs- samtaka Vinstri flokksins og átti m.a. þátt i þvi i þing- kosningunum 1969, þegar Vinstri flokkurinn valdi fram- bjóðendur sina á Rogalandi, að tveir reyndir þingmenn voru ekki boðnir fram aftur. Æskulýössamtökin i flokknum beittu sér fyrir framboði róttækari manna, en það virtist þó ekki gefast vel, a.m.k. tapaði flokkurinn þing- sæti í kjördæminu i sjálfum kosningunum. Þess ber að gæta, að æskulýðssamtök norsku stjórnmálaflokkanna eru öll miklu róttækrari en sjálfir flokkarnir og gildir það ekki sizt um æskuíýðssamtök miðflokkanna. En þau hafa lika óneitanlega gert það gagn, að i þessum flokkum er nú öllu meira hugsað um framtiðarmálin og þeir virðast þvi opnari fyrir nýjum hugmyndum og breyttum aðstæðum en bæði Alþýðu- flokkurinn og íhaldsflokkur- inn. Þetta gildir þó seinnilega mest um Miðflokkinn. Það Jörund Soma þykir ekki ólikleg spá, að miðflokkarnir vinni heldur á i næstu þingkosningum i Noregi, einkum þó Miðflokkurinn. Sennilegtþykir einnig, að Sósialiski þjóð- flokkurinn komi til sögu sem þingflokkur á ný. Auk þess, sem Jörund Soma hefur starfað innan æskulýðs- samtaka Vinstri flokksins, hefur hann látið málefni stúdenta verulega taka til sin og m.a. veriö ritstjóri við stúdentablaðið Univertas. STEFNUSKRA samtak- anna Grænt gras má nokkuð ráða af nafni þeirra. Það bendir til, að höfuðáherzla er lögð á umhverfismálin, en þar gildir ekki eingöngu aö reyna að halda umhverfinu hreinu með einhliöa náttúruverndar- aðgerðum, heldur verður að skipuleggja byggðamálin með þetta fyrir augum. Það þarf aö vinna gegn þvi að fólkið hópist á fáa staði, heldur dreifist eðlilega um landið. 1 stað þess að leggja höfuðáherzlu á eflingu einstakra atvinnuvega eöa eflingu einstakra stéttar samtaka, ber að leggja áherzlu á eflingu byggðarlag- anna og treysta stöðu þeirra sem sjálfstæðra heilda. Það á að vinna 'gegn of miklum samdræHivaldsjnsog byggðar- innar, heidur dreifa hvor tveggja eftir þvi, sem kostur er. Þannig verður skapaður beztur grundvöllur fyrir raun- hæft lýðræði og rétta umhverfisvernd. Aukinn hag- vöxtur er ekki aðalatriðið, heldur heilbrigt lif og eðlilegt frjálsræði. Menn þurfa að geta verið sem mest lausir við þá streitu og firringu, sem fylgir vélvæðingu og stórborgum. Af þessum ástæðum m.a. vinnur Grænt gras eindregiö gegn aðild Noregs að Efna- hagsbandalaginu og er and- stætt bæði kapitalisma og marxisma, þar sem báðar þessar stefnur fela i sér aukið miðstjórnarvald og hafa hag- vöxtinn sem helzta leiðarljós. Ekki sizt stafar hættan frá hinum stóru tillitslausu auðhringum, sem ekki hugsa um annað en aukna fram- leiðslu og gróöa. Afstöðu Græns grass má annars nokkuð marka af vigorðum eins og „Nei til EF"(Efna- hagsbandalags Evrópu), „Solidaritet med ár 2000", „Avslör og bekjemp kapital- kreftene" og „Solidaritet med alle undertrykte". FORMANNSKOSNINGIN fór fram laugardaginn 6. mai á langsamlega fjölmennasta fundi, sem hefur verið haldinn i sögu Stundentersamfunets. Um 4500 stúdentar sóttu fundinn, en um 3000 greiddu atkvæði. Æsingar voru all- miklar og voru rauðliðar ekki sizt vigalegir. Úrslitin urðu þau i fyrri umferð, aö Soma fékk 1394 atkvæöi, Svein Mor.tensen sem Rauða fylkingin bauð fram, fékk 1308 og Dag Kristian Mörland, sem ihaldsmenn buðu fram, fékk 289 atkvæði. í siðari umferö fékk Soma 1609 atkvæði, 'en Mortensen 1262, en þeir voru þá tveir i kjöri. Rauða fylkingin tók ðsigrinum ekki vel og forustu- menn hennar lýstu yfir, að þeir myndu brátt ná völdum aftur. Óneitanlega er Rauö fylking lika stórum skipu- lagðari og samstæöari félags- skapur en Grænt gras. Forráðamenn Græna grassins segja, að það sé reyndar máltæki að rautt haust komi eftir grænt vor, en grænt vor komi lika aftur eftir rautt haust. En hver sem framtíöin verður i þessum efnum, er Grænt gras eigi að siður merkileg visbending um, hvernig stór hluti ungs menntafólks I Noregi hugsar um framtiöarmalin um þessar mundir. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.