Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 23. júní 1972.
TÍMINN
17
Taka Keflvíkingar fornstnna í
1. deild, og skora Víkingar
sitt fyrsta mark í deildinni?
Um helgina verða leiknir þrir
ieikir i 1. deild, og má búast við
æsispennandi ieikjum, þvi að bar-
áttan um etstu sætin er mjög jöfn
(sjá stigatöflu), og liðin eiga flest
möguleika á að vinna islands-
mótið. i kvöld leika Breiðablik og
Keflavik, og hafa Breiðabliks-
menn mikinn hug á að næla sér I
tvö stig og stöðva þar með Kefl-
víkingana. Á laugardaginn verða
leiknir tveir leikir, og mæta þá
Vestmanneyingar til leiks við Val
á Laugardalsvellinum til að sýna
Reykvikingum hvernig knatt-
spyrnan er leikin i Eyjum. A
Akranesi mæta heimamenn Vik-
ingsliðinu, sem hefur mikinn hug
á að fara að skora mörk og vinna
leik, enda ekki seinna vænna fyrir
liðið, ef það ætlar ekki að helga
sig fallbaráttunni í ár.
Nú skulum við lfta nánar á leik-
ina og athuga möguleika liðanna
til sigurs um helgina:
Breiðabliksliðið lætur örugg-
lega ekki sömu söguna endurtaka
sig og gerðist uppi á Skaga i sið-
asta leik liðsins i deildinni. Þá var
liðið dauft og áhugalitið — lék
eins og það hefði verið búið að
tapa leiknum strax i byrjun. Það
var þveröfugt við fyrri leiki liðs-
ins. Þá barðist hver leikmaður
eins og grenjandi ljón fram á sið-
ustu minútu. Ef liðið ætlar að
vera með i baráttunni um ís-
landsmeistaratitilinn, verður það
að selja sig dýrt gegn Keflavik i
kvöld.
Það gerir það eflaust, þvi að liðið
getur unnið hvaða lið sem er, ef
viljinn er fyrir hendi. Viljinn er
alltaf fyrir hendi hjá Keflavikur-
liðinu, og ef það sigrar, er það
komið i efsta sætið á ný, sætið
sem leikmenn liðsins þurftu að
sjá eftir til Framara, eftir að
hafa verið i þvi i sólarhring. Þeg-
ar liðin mættust 19. júli i fyrra,
sigruðu Keflvikingar 3:0 — mörk
liðsins skoruðu Steinar Jóhanns
son, tvö, og Friðrik Ragnarsson.
Ef Valsmönnum tekst vel upp
gegn Eyjamönnum á laugardag-
inn, má búast við að þeir verði i
bana stuði. Framlina liðsins er
ekki fræg fyrir að leika án þess að
skora mörk. Þegar Hermann og
Co. eru á skotskónum, láta þeir
’ áhorfendur ekki hverfa á brott án
þess að fá að sjá mörk skoruð.
Valsmenn hafa sýnt góða leiki i
mótinu.en tapað dýrmætum stig-
um fyrir klaufaskap. Það má
reikna með að framlina Vals eigi
eftir að leika þunga vörn Eyja-
manna grátt. En við skulum hafa
eitt i huga: Eyjamenn eru komnir
á skrið — þeir sýndu það heldur
betur i Keflavik um s.l. helgi.
Sóknarleikur liðsins er stórgóöur,
og breytingar þær, sem gerðar
hafa verið i liðinu, gera það miklu
skemmtilegra Liðið leikur með
þvi hugarfari að skora fleiri mörk
en andstæðingarnir. Valsliðið
verður að styrkja miðjuna i vörn-
inni hjá sér, ef hún á að standast
hinum spretthörðu Eyjamönnum
snúning. Þegar liðin mættust 10.
ágúst i fyrra, var leikur liðanna
mjögskemmtilegur, og mikið var
um opin tækifæri i honum, sem
nýttust ekki. Eyjamenn sigruðu
þá leikinn, 1:0, og skoraði Halldór
Einarsson sjálfsmark. Eftir sið-
ustu leiki liðanna i mótinu nú, má
reikna mei^að leikurinn á morgun
verði jafn opinn og i fyrra og mik-
ið um markatækifæri, svipað og I
leik Keflavikur og Vestmanna-
eyja um s.l. helgi.
Þá leika einnig á laugardaginn
Akranes og Vikingur, og má bú-
ast við, að leikur liðanna verði
mjög skemmtilegur og tvisýnn.
Vikingsliðið er örugglega ákveðið
i að fara upp á Skaga til að sýna,
að liðið getur skorað mörk og
sigrað leiki. Það má búast við,að
eitthverjar breytingar verði
gerðar á Vikingsliöinu fyrir leik-
inn. Verði þær til að koma liðinu á
bragðið, er ekki að efa, að það
hristir af sér slenið og sýnir hvað
i þvi býr. Ef svo verður, hef ég trú
á, að liðið komi með eitt, ef ekki
bæði stigin, til Reykjavikur, þvi
að Akranesliðið hefur hvorki ver-
■ið fugl né fiskur upp á síðkastið.
Mikið er um meiðsli i liðinu, og
hefur þaö haft sin áhrif á það. En
það má bóka, að þegar Skaga-
menn ,ná sinu bezta, eru þeir ill-
sigrandi — það hefur sýnt sig
undanfarin ár. Verður þvi mikið
barizt á Skaganum á morgun, og
verða þeir áhorfendur, sem sjá
leikinn, örugglega ekki fyrir von-
brigðum.
Eftir þessa þrjá leiki verður
gert stutt hlé i 1. deildinni vegna
landsleiks við Dani, mánudaginn
3. júli. Næsti leikur I deildinni
verður leikinn á Laugardals-
vellinum fimmtudaginn 6. júli, og
mætast þá Fram og Breiðablik.
SOS.
„Reynum að vinna
fjórða leikinn í röð".
— Leikurinn gegn Keflavik
verður erfiður fyrir okkur, en
Einar Þórhallsson
Breiðabliki.
við munum reyna að gera okk-
ar bezta til að sigra þá. Þótt
við höfum unnið þá i þremur
siðustu leikjum okkar, þá ger-
um við okkur grein fyrir þvi,
að það eru Islandsmeistararn-
ir, sem við mætum i kvöld.
Við áttum ekki góðan leik
uppi á Skaga um daginn, og ég
hef ekki trú,að við leikum jafn
illa tvo leiki i röð. Leikurinn i
kvöld verður örugglega
skemmtilegur og tvisýnn, þvi
að við reynum að gera okkar
bezta til að vinna fjórða leik-
inn i röð.
Jú, það er nokkuð um meiðsl
hjá okkur: fyrirliði okkar,
Guðmundur Jónsson, hefur
t.d. verið veikur, og er ekki
vist, að hann leiki með okkur.
Við stefnum að þvi að verða
ekki i fallbaráttunni i sumar.
Liðin eru svo jöfn, enn sem
komið er, að það er ómögulegt
að segja um, hvaða lið fellur.
Breiðablik - Keílavík
23. jnní Melavöllur kl. 20,(
„Vanmetum ekki lið í 1.
deild".
— Jú, ekki get ég neitað þvi,
að ég kviði dálitið fyrir að
leika á möl, en við látum það
ekki á okkur fá, þvi að hvert
stig er dýrmætt.
Við vanmetum ekki Breiða-
bliksliðið, það gerum við ekki
við liðisem leika i 1. deild, þvi
að liðin eru svipuð, og keppnin
verður jöfn i sumar.
Það var gaman að leika
gegn Eyjamönnum um siðustu
helgi:leikurinn var opinn og
skemmtilegur.
Það má búast við.að leikur-
inn gegn Breiðabliki verði
einnig skemmtilegur og
drengilega leikinn.
Jú, andinn er góður hjá okk-
ur, og liðið æfir mjög vel. I
kvöld verður það skipað sömu
leikmönnum og léku gegn
Eyjamönnum.
Nei, við erum ekki farnir að
æfa sérstaklega fyrir Evrópu-
keppnina: við hugsum ein-
göngu um 1. deildina eins og
er.
Hörður Ragnarsson Keflavlk.
Staðan:
Fram 4 3 1 0 7:1 7
Keflavik 4 2 2 0 9:5 6
Valur 4 1 2 1 8:5 4
Akranes 4 2 0 2 6:6 4
K R 4 2 0 2 6:6 4
Vestm.e. 4 1 1 2 7:8 3
Breiðablik 4 1 1 2 5:10 3
Vikingur 4 0 1 3 0:7 1
Markhæstu menn:
Steinar Jóhannsson, IBK 4
Alexander Jóhannesson, Val 3
Atli Héðinsson, KR 3
Eyleifur Hafsteinsson, 1A 3
Hörður Ragnarsson, IBK 3
Ingi B. Albertsson, Val 3
r\ •
Bókanir:
Matthias Hallgrimsson IA 2
Jón Guðlaugsson, IA 2
Hörður Markan, KR 1
örn Óskarsson, IBV 1
Óskar Valtýsson, IBV 1
Guðni Kjartansson, IBK 1
Steinar Jóhannsson, IBK 1
Atli Héðinsson, KR 1
Bergsveinn Alfonss. Val 1
Ingi B. Albertsson, Val 1
Þór Hreiðarsson, Breið. 1
Guðmundur Þórðarson,
Breið. i
Sigurbergur Sigsteinsson,
Fram i
Marteinn Geirsson, Fram 1
Gunnar Gunnarsson Vik. 1
EinarFriðþjófsson, IBV 1
BROTTREKSTUR
AF LEIKVELLI:
Jón Guðlaugsson IA.
Hörður Markan KR*
Valnr - Vestmannaeyjar
24. jÓDÍ Laugardalsvöllor kl. 16,00
Hörður Hilmarsson Val.
„Aldrei bjartsýnn
fyrir leiki”
— Ég er aldrei bjartsýnn
fyrir leiki, en það má búast við
skemmtilegum og jöfnum
leik, þegar við mætum Eyja-
mönnum á morgun. Ég spái
þvi, aö leikurinn endi 2:2.
— Það er mjög gott aö leika
með Hermanni núna, mér
finnst hann miklu betri en i
fyrra. Andinn er mjög góður i
liðinu, og við höfum verið
ánægðir með leiki okkar.
— Leikurinn við Eyjamenn
leggst vel i mig, þótt að ég viti,
að það er alltaf vont að leika
gegn þeim I 1. deild.
— Liðið verður svipað og
gegn Vikingi nema að Jó-
hannes Edvaldsson kemur
aftur inn i það eftir meiðslin.
ktÁAr i. tnfniiM
Óskarsson Vestmanna-
„Staðráönir i að vinna
Val".
— Við erum staðráðnir i að
vinna Val á morgun. Mórall-
inn er góður hjá okkur, og það
verður barizt i leiknum. Leik-
menn liðsins eru i góðri æf-
ingu, og engin meiðsli eru hjá
liðinu.
Ég var mjög ánægður með
leik liðsins gegn Keflavik: lið-
iö, sem lék þá, er það bezta,
sem við eigum þessa dagana.
Það verður örugglega erfitt
að gæta Hermanns og hinnar
marksæknu framlinu Vals-
liðsins, en við munum gera
allt sem við getum til að
stöðva hana I að skora mörk
gegn okkur, og hef ég trú að
það takist, þótt það verði er-
fitt.
Við gerum okkur grein fyrir
þvi, að ef við töpum leiknum,
verður erfitt að fá íslands-
meistaratitilinn til Eyja.
Leikurinn verður mjög
spennandi, og ég efast ekki um,
að hann verði vel leikinn.
Akranes - Víkingur
24. júní Akranesvöllur kl. 16,00
EyleifurHafsteinsson Akra
nesi.
„Gerum okkar bezta"
— Við teljum Vikingsliðið
miklu sterkara en útkoma
liðsins i mótinu sýnir. Það hef-
ur góðum mönnum á að skipa,
og það fer að koma að þvi, að
liðiö vinni leik. Það geta alveg
eins orðið við, sem þeir vinna.
— Liðið hjá okkur verður
svipað skipað og i siðustu
leikjum. Við munum gera
okkar bezta til að vinna leik-
inn, sem verður örugglega
spennandi.
Nei, ég var ekki ánægður
með leikinn gegn Fram, þvi að
ég veit, að við getum miklu
meira en við sýndum þá.
— Við munum ekki vanmeta
Vikingsliðið, þvi að það er
sterkt lið. Þegar við lékum
gegn þeim fyrst i 1. deild
(1970), töpuðum við fyrir þeim
2:0.
— Þeir leikmenn, sem hafa
verið slasaðir hjá okkur upp á
siðkastið, eru óðfluga að ná
sér.
Jóhannes Bárðarson Vikingi.
„Finn mun á liðinu með
hverjum leik".
— Leikurinn á Skaganum
leggst vel i mig. Við ætlum aö
taka á honum stóra okkar.
Það veröur örugglega hart
barizt, og hvorugt liðið gefst
upp fyrr en i fulla hnefana.
Ég get ekki sagt, að ég sé
ánægður með fyrri leiki okkar
i mótinu, en ég finn mun á lið-
inu, til batnaðar, með hverj-
um leik. Þegar við erum búnir
að skora fyrsta markið, fer
þetta að koma hjá okkur.
Við erum ákveðnir i að sigra
leikinn og koma okkur af
botninum, en við vitum, að
það er erfitt að heimsækja
Skagamenn: þeir leika oftast
góða leiki á heimavelli.
Um leikinn á morgun vil ég
þetta segja: Hann verður tvi-
sýnn og spennandi, og það lið,
sem fer með sigur af hólmi,
hefur heppnina með sér i
leiknum.