Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. júni 1972 TÍMINN 5 fjölmennt skátaI Bændahátíð á MOT I BOTNSDAL Um s.l. helgi hélt Skátafélag Akranessfjölmennt skátamót i Botnsdal i Hvalfirði. Það hófst föstudagsmorguninn 23. júni og lauk um kl. 15 sunnudaginn 25. júni. Mót þetta var mjög fjölmennt og sóttu það um 600 skátar viðsvegar að af land- inu. M.a. voru þar skátar frá Akureyri, Húsavik og Dalvik. Auk þess dvöldu um 100 manns i fjölskyldubúðum á mótssvæðinu umrædda daga. Þá komu margir gestir á mót- ið, alia dagana og dvöidu þar Mótsstjóri var Guðbjartur Hannesson kennari á Akranesi. Að vanda var búið i tjöldum meðan mótið fór fram og myndaði hvert skátafélag sitt tjaldbúðahverfi. Auk venju- legra starfa i tjaldbúðunum, var farið i ferðalög um nágrennið, en þar er landslag- ið tilkomumikið og fjölbreytt. Gengið var á fjöll, eins og Botnssúlur og Hvalfell. Farið að hæsta fossi landsins, sem Glymur heitir og er i Botnsá, nokkuð innar i dalnum en mótsstaðurinn. Þá var farið i bát út i Geirshólma, sem fræg- ur er úr Harðarsögu og hval- stöðin skoðuð. A mótsstaðnum var farið i margvislega leiki, keppt i ýmsum þrautum og varðeldar kynntir. Gefið var út blað. A laugardaginn kl. 14 heimsóttu margir góðir gestir mótið m.a. forseti Islands dr. Kristján Eldjárn, Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra, nokkrir alþingismenn, bæjarfulltrúar á Akranesi, o.fl. Bragi Þórðarson skátaforingi á Akranesi, flutti við þetta tækifæri ræðu. Lýsti litriku umhverfi staðarins og fornfrægum sögustöðum. Skýrði hann frá störfum mótsins og til gangi þess. Hann ræddi um starfsemi skátahreyf ingarinnar almennt og gildi hennarfyrir uppeldismál þjóðarinnar. Hann flutti öllum þakkir, sem studdu starfsemi skátanna á einn eða annan hátt, en hver stuðningur væri hvatning um meira og betra star^' Framhald á bls. 12 GAF SLYSAVARNAFÉLAGINU SÆLUHÚS Á BREIÐDALSHEIÐI - aðalfundur SVFÍ haldinn á Hallormsstað IK—Hallormstað Aðalfundur Slysavarnafélags íslands hófst á Hallormstað á föstudagskvöldið. Voru þá mættir til fundar um 70 fulltrúar auk stjórnar félagsins. Áður en gengið var til aðalfundarstarfa, hlýddu fundarmenn á guðsþjónustu i Vallarnesskirkju. Staðaprestur, séra Gunnar Kristjánsson, pré- dikaði en kirkjukór Vallarnes sóknar söng. Gunnar Friðriksson, forseti félagsins, setti siðan aðalfundinn með itarlegri ræðu. Gat hann þar framkvæmda og viðburða i starfi félagsins, á liðnu starfsári en annars var ný árbók SVFt fyrir árið 1972 á borði hvers fulltrúa og hafði að innihaldi nákvæmar upplýsingar um starf félagsins. Er árbókin mjög myndarleg að vanda. t setningarræðu sinni kom Gunnar Friðriksson viða við. Gerði hann meðal annars að um- talsefni hin válegu umferðarslys, en þau reyndust á siðastaári 1083 og var það 152 umferðarslysum fleira en árið þar á undan. Þá ræddi forseti einnig tilkynninga- skylduna en SVFt sér um tilkynn- ingaskyldu bátaflotans. Taldi for- seti þar um mjög mikilvægt starf að ræða. A siðastliðinni vetrar- vertið tilkynntu sig að jafnaði 600 bátar á sólarhring. Þá kom það einnig fram i ræðu forseta, að björgunarsveitir eru orðnar 75 talsins og þéttist net þeirra með hverju ári. Björgunarskýli til sjós og lands eru orðin 85, þar af með neyðarsima 48. Alls er á 160 stöðum á landinu ýmisskonar björgunarútbúnaður. Að lokinni setningarræðu kvaddi sér hljóðs Svanur Sigurðsson, skipstjóri á Breiðdalsvik, og færði félaginu að gjöf frá sér og konu sinni, Hjördisi Stefánsdóttur, sæluhús, er standa skal á Breið- dalsheiði, sem er á milli Fljots dalshéraðs og Breiðdals. Skal húsið nefnast Stefánsbúð, eftir syni þeirra hjóna, sem lézt fyrir nokkrum árum. Var þessi góða Blönduósi - þrír bæir hlutu viðurkenningu fyrir snyrtimennsku gjöf vel þökkuð af þingheimi og lýsti forseti þvi yfir i þakkar- ávarpi, að eins fljótt og auðuð yrði myndi neyðarsima verða komið fyrir i húsinu. Að lokinni fundarsetningu voru kjörnir starfsmenn aðalfundarins en fundarstjórar þeir Hjalti Gunnarsson á Reyðarfirði og Reynir Zöega á Neskaupstað. Fundarritarar voru kjörnir Geir Ólafsson frá Reykjavik og Sigrún Sigurðardóttir á Fáskrúðsfirði. Þá lagði Arni Sigurjónsson, gjaldkeri, fram endurskoðaða reikninga þess. Alls námu niður- Stöðutölur þeirra rúmum 11 milljónum en viða kemur Slysa- varnafélag íslands viö og mikil er þörfin. 30 ár eru nú liðin siðan SVFI var gert að landssamtök- um. Með lagabreytingu, sem gerð var árið 1970, var ákveðið, að landsþing skuli eftirleiðis haldið þriðja hvert ár, en aðalfundur ár- lega. Þess má að lokum geta, að aðalfundur félagsjns er nú fyrsta skipti haldinn i sveit. ÓV-Reykjavík A laugardagskvöldið gekkst búnaöarsa mbandið i Austur- Húnavatnssýslu fyrir bændahátfð á Blönduósi. Hófst það með skemmtidagskrá, þar sem flutt voru gamanmái, sungið var og sitthvað flcira; drukkið var kaffi og að lokum stiginn dans fram eftir nóttu. Fréttamaður Timans ræddi við Kristófer Kristjánsson bónda á Köldukinn, en hann er formaður Búnaðarsambandsins jafnframt því að vera fréttaritari Tímans þar nyðra. Lét Kristófer vel af samkomunni og gat sérstaklega ræðu þeirrar, er séra Birgir Snæ- björnsson á Akureyri flutti við upphaf samkomunnar. Ekki vildi Kristófer meina, að tilefni sam- komunnar væri neitt sérstakt. — Þetta er árleg samkoma, sem Búnaðarsambandið gengst fyrir, sagði hann. Við erum eiginlega búnir að binda okkur við Jóns- messuna. — Og hafa allir á ykkar breiddar- gráðu komið sér saman um hvenær Jónsmessan er, eöa Jóns- messunóttin? — Jája, þótt Reykvlkingar geti ekki komizt að samkomulagi um það þá vitum við, að Jónsmessu- nóttin fer á eftir Jónsmessunni en ekki á undan. Astæðan fyrir þessum orða- samskiptum var sú, að við hér á Tlmanum gátum ekki komið okkur saman um, hvor nóttin það væri, og varla að undra, þegar þjóðháttadeild Háskólans treystir sér ekki til að segja til um málið. Vafalaust vita allir lesendur rétta svariö, en trúlega verður það ekki það sama hjá öllum. En þetta var útúrdúr. Kristófer I Köidukinn sagði, að fjölmenni hefði verið á skemmtuninni, þar á meðal tæplega 100 manns i bændaför frá Snæfellsnesi. Heldu Snæfellingar siðan heim aftur um nóttina, og hafa ef til vill baðað sig I dögginni og farið með þulur miklar og dýrar. Þá má geta þess sagði Kristó- fer, að nú tökum við upp þá ný- breytni hér hjá Búnaðarsam- bandinu að veita viðurkenningu þeiin Ilúnvetningum, sem luku búfræöiprófi I vor. Þessi viður- kenning er peningar 10.000 krónur — og væntanlega dugar þaö fyrir kálfræksni Þá veitir kvenna sambandið i samráði við okkur viöurkenningu fyrir snyrtilega umgengni á sveitabæjum og hlutu þessa viðurkenningu þrir bæir, Kleifar við Blönduós, Flaga I Vatnsdal og Torfalækur I Asum. Aö ööru leyti sagöi Kristófer allt stórtfðindalaust úr Húnaþingi. Sláttur væri rétt að hefjast, spretta ekki nægilega góð, en auðvitaö væntu menn þess, að úr rættist, — annaö væri Ijóta árans svartsýnin, sagði Kristófer. En ibúar sýslunnar eru þó uggandi yfir þeim tíöu bll- slysum sem orðið hafa á Vatns- skarði aö undanförnu. Sagði Kristófer, aö óhugur væri I mönnum vegna þess að yfirvöld virtust ekkert ætla að gera I málinu. Skrifstofustúlka Óskum eftir að ráöa skrifstofustúlku við bókhaldsvélar og almenn skrifstofustörf. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Upplýsingar I skrifstofunni e. hád. á miövikudag. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS. ÞÓRSHÖFN • • :;í: V'-., : ■ ■ X ':; ;. 1111:111 WmmB, :' . . , lilill HffAtfi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.