Tíminn - 27.06.1972, Page 7
Þriðjudagur 27. júni 1972
TÍMINN
7
Hestvagnarnir aftur
Nú er svo komið, að fljótlega
verða teknir i notkun hest-
vagnar i Boulogne-skóginum við
Paris. Er þá sem þróunin hafi
farið i hring. Upphaflega fóru
hestvagnar um skóginn, og naut
fólk þess að sitja i þessum
vögnum og virða fyrir sér
fegurð umhverf isins. Siðar
komu til rafknúnir vagnar, sem
voru teknir úr notkun i siðari
heimstyrjöldinni, og venjulegir
áætlunarvagnar voru teknir i
notkun til þess að flytja fólk i
hópum milli staða. Með tilkomu
tækninnar og stórra áætlunar-
bila finnst fólki rómantikin hafa
orðið að vikja, og nú er ákveðið
að snúa sér aftur að hest-
vögnunum. Verða þeir látnir
fara eftir fáförnum götum
skógarins og leggja upp frá ein-
hverri neðanjarðarstöðinni, og
sömuleiðis enda för sina við
neðanjarðarstöð, til þess að
auðvelda fólki, að ná til þeirra.
Fáikarnirvið næturvörzlu
Hálfthundrað fálka hefur fengið
framlengdan vinnusamning
sinn hjá bandariska flug-
hernum. Hljóðar starfs
samningurinn upp á 6 milljónir
króna. Fálkarnir hafa sýnt það,
að ekki eru til betri næturverðir
heldur en þeir, á sex
bandarískum herflugvöllum i
Bretlandi. Á flugvöllum þessum
hafa fálkarnir þann starfa að
reka á brott máva, dúfur og
spörfugla og spara flughernum
hundruð þúsunda króna ár
hvert, þvi að þessir fuglar geta
valdið stórtjóni á herflugvélum,
sem koma til flugvallanna til
lendingar, eða taka sig á loft frá
völlunum. Aður en fálkarnir
tóku við varðstörfunum, urðu
árlega ekki færri en 50
árekstrar milli flugvéla og
fuglahópa. Drógust fuglarnir
inn i þotumótorana, og urðu
þess valdandi, að flugvélarnar
urðu jafnvel að nauðlenda.
Siðan fálkarnir fimmtiu hafa
setzt að á flugvöllunum, hafa
ekki orðið fleiri en 6—7
árekstrar milli fugla og flugvéla
Það er brezkt fyrirtæki, Long
Winds Ltd., sem hefur látið
bandariska flughernum i té
bæði fálkana og menn þá.sem
annast þá, og nú hefur
Fálkasamningurinn sem sagt
verið endurnýjaður til nokkurra
ára vegna þess, hve góð raun
hefur orðið af störfum
fálkanna.
Kemst ekki heim
Shahnaz prinsessa i fran
kemst ekki heim til sin, en hún
býr um þessar mundir i Genf,
langt fjarri öllum formleg-
heitunum og hirðsiðunum við
persnesku hirðina. Og hver er
svo ástæðan fyrir þvi, að
Shahnaz getur ekki búið heima i
fran? Jú, það er eiginmaður
hennar, listamaðurinn Khosro
Djahanbani. Hann sjáið þið hér
með henni á myndinni. Hann er
siðhærður og nokkuð sérkenni-
lega klæddur, reyndar ekki á
listamannavisu, en alla
veganna myndi hann ekki klæð-
ast á þennan hátt, ef hann væri
við persnesku hirðina. Khosro
var visað frá hirðinni einmitt
vegna þess, hvernig hann
klæddi sig og hagaði sér.
Keisarinn var meira að segja
svo hræðilega óánægður með
þennan nýtizkulega tengdason,
að fólk var látið lifa i þeirri trú,
að Shahnaz væri alls ekki gift
honum, heldur bróður hans,
sem er mjög venjulegur ungur
maður, sem klæðist eins og
venjulegt fólk gerir, eða gerði
að minnsta kosti til skamms
tima, en bróðirinn er hers-
höfðingi i iranska hernum.
Hjónakornin lita út fyrir að vera
mjög ánægð hvort með annað,
og trúlega væri Shahnaz ekkert
hrifnari af þvi að vera gift hers-
höfðingjanum heldur en hún er
að vera gift þessum unga
listamanni.
- ★ -
Styrkir börn látinna
námumanna
Undanfarin tiu ár hefur
August Schmidt-stofnunin i
Vestur Þýzkalandi veitt um 3000
munaðarleysingjum fjárhags-
aðstoð, og allt hafa þetta verið
börn námumanna, sem látizt
hafa. Stofnun þessi, sem ber
nafn verkalýðsleiðtoga námu-
verkamanna, var stofnuð árið
1962 eftir að 299 námumenn létu
lifið við störf sín i Lúisenthal-
námunum i nánd við Völklingen
i Saar. Upphaflega hafði
stofnunin aðeins yfir 250
þúsundum marka að ráða, en
nú eru fjármunir stofnunar-
innar orðnir mun meiri, eða 2.4
milljónir marka. Féð fer
stöðugt vaxandi, þvi mikið
berst af gjöfum frá hinum og
þessum. Aðaimarkmið
stofnunarinnar er að aðstoða
munaðarleysingja á aldrinum
frá 14 ára til tvitugs við að halda
áfram námi sinu. Fyrsta árið,
sem stofnunin var starfrækt
veitti hún 21 barni styrk, en árið
1972 voru þeir,sem aðstoðar
nutu, 400 talsins.
En hvor vann málið?
Séra Ólafur Ólafsson, sem
kallaður var stúdent, hafði mik-
iðyndi afmálavafstri.enda sagði
hann af sér embætti á efri árum
til þess að helga sig málsóknum.
Þótti hann sleipur i sókn og
vörn, og oft bar hann sigur úr
hýtum fyrir dómstólunum, þótt
tvisýnt þætti um málalok.
Hermt, er að eitt sinn segði
hann um andstæðing sinn að
unnu máli:
,,Allt sagði nú djöfsi satt. En
hvor vann málið?”
Ekki venjulegur betlari
Þessi stúlka er ekki neinn
venjulegur betlari, enda ekki
klædd sem slikur. Hún heitir
Nascha Suro og er svissnesk
leikkona, og er hér til að leika
hlutverk i nýrri kvikmynd
Darth Story, eða Dauðasagan.
Þar fer Nascha með hlutverk
ungrar stúlku, sem slasast lifs-
hættulega hún liggur með-
vitundarlaus eftir slysið, er sagt
að hún lifi upp aftur allt það,
sem hefurá daga hennar drifiö,
og það hefur sannarlega verið
eitthvað óvenjulegt, ef dæma
má af myndinni.
Mamma, trúir þú þessu nú með fljúgandi diskana? — Nei, nei, Bergþór. Aðeins meir
til hægri...
DENNI
jf ■ ■ a l A l i*Svo þú ert þá nýja
U/tAAALAUbl fóstran....Veslingurinn litli.”