Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 20
McGovern með 1509 kjörmenn NTB—Washington George McGovern sagði i gær, að hann hefði þegar tryggt sér tilskilinn kjörmannafjölda til að ná útnefningu ,sem forsetaefni demókrata á landsþinginu, sem hefst 10, júli. Tilskilinn fjöldi er 1509, en samkvæmt útreikningum McGoverns hefur hann 1510 1/2. McGovern skýrði frá þessu eftir að honum höfðu borizt upp ■ lýsingar um að hann fengi 96 3/4 atkvæði frá svörtum kjör- mönnum á landsþinginu. Áður en svertingjarnir tilkynnntu þetta, hafði New York Times reiknað, út að McGovern vantaði 130 atkvæði á tilskilinn fjölda. Bæði það blað og fleiri og flestir sérfrææingar eru þó þeirrar skoðunar, að McGovern muni tryggja sér 1509 kjörmenn fyrir landsþingiö. Hvalveioibann 10 ár til NTB—London Mjög umdeild tillaga um að lianna allar hvalveiðar i 1(1 ár, verður liigð fram á fundi alþjóða hvalveiðinefndarinnar, en hann hófst i l.ondon i gær. Kulltrúar 14 rikja, þeirra á meðal islands, sitja fundinn. Þaðeru Bandarikin, sem leggja fram tillöguna um hvalveiöi- bannið fram, en þar i landi eru ekki hvalveiðar einungis bannaðar, heldur er lika bannað aö flytja inn hvalafurðir. Margir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar, að margar hvaltegundir séu að deyja út, þar á meðal bláhvalurinn, sem hel'ur verið friðaður i mörg ár. Fulltrúar i hvalveiðinefndinni segja, að þó að svo fari, að hvalveiðar verði bannaðar, muni tvær mestu hvalveiðiþjóðir heims tæplega virða bannið, en þau eru Japan og Sovétrlkin. Arangurinn yrði sá, að öllum fyndist þeir lika mega veiða hval og slikt myndi hafa hinar hörmulegustu afleiðingar fyrir hvalastofnana. Hópur fólks, sem kallar sig ,,Vini jarðarinnar” hel'ur hal't sig umræðu mikið i l'rammi i sambandi við fundinn. llópurinn segir, að veiði- mennirnir fari i kring um ákvarð- anir nefndarinnar og veiði meira en leyfilegt sé. Há séu ýmis lönd, sem ekki eru i nefndinni, mikil hvalveiðilönd, t.d. Chile. Liindin, sem þátt taka i fundinum eru Noregur, ísland, Argentina, Astralia, Kanada Danmörk, Frakkland, Japan, Mexikó, Panama, Suður-Afrika, Sovétrikin, Bretland 122 lík NTB—New York. Til þessa liafa lundi/.t 122 lik á flóðasvæðunum á austurströnd Bandarikjanna. Flóðin náðu til fiinm rikja og varð Pcnnyslvania verst úti. Að niinnsta kosti 250 þúsund inanns liafa orðið að yfir- gefa heiinili sina og Nixon forseti lýsti ii in helgina yfir neyðar- ástandi á iillu sva'ðinu. McGovcrn i hópi aðdácnda á kosningafundi Þriðjudagur 2 7. júni 1972 Svart: Rcykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEFGH Hvitt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðssonog Hólmgrimur Heiðreksson. 31. Icikur Akureyringa: Dd3- dS + Flóðin í Bandaríkjunum: fundin, 250 þús. heimilislausir Hað var fellibylurinn Agnes og mikil úrkoma i kjölfar hans, sem orsakaði hamfarirnar. Veðrið hefur nú gengið niður, en enn rignir þó talsvert. Tjónið er talið nema um 2 milljöðrum dollara. Rikin Flórida, Pennsylvania, Virginia, New York og Maryland voru um helgina lýst neyðarastandssvæði. en það þýðir, að rikið mun hjálpa þeim, sem orðið hafa fyrir- tjóni. og hafnar eru bólusetningar a fólki, til að koma i veg fyrir, að sjúkdómar brjótist út. Rauði krossinn, heimavarnaliðið og deildir úr hernum flytja nauö- synjar til hinna heimilislausu. Vegir eru viða ónýtir, svo að þyrlur verða að varpa vistunum niður. Fólk varð að yfirgefa marga smábæi i Pennsylvaniu i flýti, er smálækir tóku að vaxa og verða að stórfljótunru 1 Wilkers-Barre tóst öllum 65 þusund ibúunum að komast i burtu rétt áður en flóð- bylgjan skall yfir. Flestir þeirra, sem farizt hafa, drukknuðu, en nokkrir létust, þó, er hús þeirra hrundu yfir þá. „Hér getur maður loks andað!” - sagði drottning listdansara, Dame Margot Fonteyn, í viðtali við fréttamann Tímans. Fyrri sýning hennar verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld ÓV—-Reykjavik Listdansgagnrýnendur ljúga engu um geislandi per- sónuleika Dame Margot Fonteyn, ókrýndrar drottn- ingar ballettkvenna. Um það sannfærðist fréttamaður Tiinans, sem I gær ræddi við hana er hún leit á sviðið i L>- jóðleikhúsinu og valdi undirlag á gólfið. G*OLFlt>kJ. Margot Fonteyn, sem dansar i fyrra skiptið hér i kvöld (siðari sýningin er annað kvöld), tók þvi af stakri ljúfmennsku að svara nokkrum spurningum. Sagðist hún vera mjög hrifin af land- inu, —Sérstaklega þótti mér ævintýralegt að fljúga inn yfir i morgun, sagði hún, —og sjá hvernig sjórinn, landið og fjöllin og hrein og tær dags- birtan blandaðist i skinandi fagra heildarmynd. Andrúms- loftiö hér er ótrúlega tært, hér getur maður loks andað. Og bjart allan sólarhringinn... Dame Margot átti ekki nógu sterkt orö til að lýsa hrifningu sinni. —Eruð þér hræddar um, að þér getið ekki sofið i dagsbirt- unni? Alls ekki, svaraði hún og brosti elskulega. —Ég er þegar búin að sofa töluvert! —Hver urðu fyrstu viðbrögð yðar þegar þér voruð beðnar að dansa hér á landi? —Mér þótti það mjög skemmtilegt. Ég á marga vini i Konunglega danska ballett- inum og þeir hafa oft sagt mér Irá lslandi og þakklátum og góðum áheyrendum hér. Ég hlakka þvi mikið til að dansa hér, jafnvei þótt ég geti ekki dansað nema hluta úr þeim ballettum, sem ég er vön að dansa. Yfirleitt dansa ég með heilum ballettflokkum, en hér er aðeins með mér tiltölulega litill hópur. En það er mjög gott fólk, sérlega góðir dans- arar — örugglega með þeim beztu. —Þar sem uppselt er á báðar sýningar yðar, haldið þér, að möguleiki sé á, að þér komið hingað aftur innan tiðar? —Það er einmitt verið að reyna að koma þvi i kring nú. en ég er hrædd um.að af þvi geti ekki orðiö á næstunni. Það er m jög mikiö að gera hjá mér og ég er fullbókuð langt fram i timann, en sjálf myndi ég svo sannarlega ekkert hafa á móti þvi. Hélztu erfiðleikarnir eru þó i þvi fólgnir, að ef ég kæmi aftur, þá yrði ég að vera með aðra efnisskra en ég hef nú, og til að þjálfa upp aðra slika, þarf ég miklu meiri tima en ég hef i rauninni. Ef ég k-rhi aftur er ég viss um, að islenzkir áhorfendur myndu vilja sjá allt Svana vatnið eða Rómeó & Júliu. en til þess gefst þvi miður ekki timi sem stendur. —Þér hafið dansað mikið á undanförnum árum með Rudolf Nureyev. Var mögu- leiki á, að hann kæmi með yður hingað? — Nei, þvi miður. Hann dansar nú i Mexikó og er bundinn þar i töluverðan tima, þannig að ekki var hægt að koma þvi við, enda erum viö aðeins samæfð i heilum ballettum og er það þar með annað atriði, sem útilokaði þann möguleika. —Þér hafið nú i rúma þrjá áratugi ekkert gert annað en að dansa. Hafið þér einhverjar fyrirætlanir á prjónunum um að hætta. draga yöur i hlé? Dame Margot Fonteyn hló dátt. —Nei, alls ekki, svaraði hún. —Annars er það skritið, hélt hún svo áfram. —Allir spyrja mig að þvi hvenær ég ætli að hætta. Hverning á ég að vita það? Ég var einmitt aö segja þetta við Karl Musil, mótdansara minn i morgun, hversvegna spyrja allir að þessu? spurði ég hann. Þetta er eins og að spyrja fólk hvenær þaö ætli að deyja — án þess þó að ég sé að likja dauða minum saman við þann dag<er ég hætti — en ég veit ekkert um það. Ef til vill byrja ég fyrst að lifa þegar ég hætti að dansa. —Hafið þér eitthvað heyrt um islenzkan ballett? —Nei, eini tslendingurinn, sem ég veit að dansar ballet er Helgi Tómasson, sem er við New York City Ballet en það er orðið langt siðan ég hef séð hann dansa. 1 sömu svifum bar að mót - dansara Dame Margot, Karl Musil frá Vinaróperunni, og þar með gat hún ekki eytt meiru af dýrmætum tima sinum i okkur. Þau ræddu um stund við Gunnar Bjarnason, leikmyndateiknara Þjóðleik- hússins um heppilegt undirlag á gólfið og þá við Þjoðleikhús- stjóra, Guðlaug Rosinkranz. Siðan hófst æfing i æfingasal leikhússins og eins verður æfing fyrir hádegi i dag. 1 flokki samfylgdar- og sam- starfsfólks Dame Margot Fonteyn eru alls 33 manns. Þar af eru fjögur danspör, Dame Margot Fonteyn og Karl Musil, Lydia Diaz Cruz og Luis Fuente, sem eru aðal- dansarar við New York City Ballet. danspar frá óperunni i Sar Franciscoog loks danspar frá finnsku óperunni. 20 manna hljómsveit er með i förinni og eru það allt ein- leikarar við Filharmóniu- hljómsveitina i Miami á Florida, undir stjórn Ottario de Rosa. Loks eru meö móðir Dame Margot, Hilda Hookham, og bróðurdóttir hennar, Lavinia Hookham. Þessi iiiynd var tekin i Þjóðleikhúsinu i gærdag, er Dame Margot Fonteyn kom þar til að litaá sviöið. A mviidiniii eru taliðfrá vinstri: Frú Hilda Hookham, móðir Dame Margot, Guðlaugur Rósinkranz, Dame Margot Fonteyn, Lavinia Hookham og mótdansari ..drottningarinnar”, Karl Mgsil. (Tímamynd G.E.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.