Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 7. júli 1972 Magnút E- Baldvlnsson l augavrkI 12 - Slml 22804 Bréf frá lesendum MARGT HEFUR GERZT í BORGARFIRÐI Borgarfjörður er eitt af sögu- frægustu héruðum landsins. Þar 2 til allra bíleigenda 1. Að skipta um olíusíu jafnoft og mælt er með miðað við aðstæður. 2. Að nota góða tegund af síu. AC sían hreinsar úr olíunni agnir og skaðleg efni, sem auka slit vélarinnar. AC sían þolir mikinn hita og þrýsting. Hún grípur agnir helmingi smærri en hársbreidd manns. Því meiri, sem þörfin er fyrir síu, því oftar þarf að skipta um. Hlustið á holl ráð — notið AC síur. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900 bjóSnorri Sturluson, ein frægasta persóna sögunnar eftir söguöld. Hann ritaði sögu Norðurlanda og að líkindum Njálu og Eglu. f Borgarfirði var barizt um Helgu fögru. Það voru þeir Skálda-Hrafn og Gunnlaugur Ormstunga. „Hrafn við Öðins eldakast allur blóði drifinn, eikar stóð á stofni fast ströngum móði hrifinn. Sóknarmóður sveikst þú mig? svaraði rjóður viga Mitt i blóðiö þyrstir þig þvi á lóð skalt hniga.” Parturaf sögu Hallgerðar lang- brókar gerðist að Varmalæk. Það yrði heilt ritverk, ef telja ætti upp alla þá sögulega atburði, sem gerzt hafa i héraði Egils Skallagrimssonar. Vigfús Guðmundsson er einn frægastur Borgfirðinga siðustu áratugi. Hann ferðaðist um mestallan hnöttinn og skrifaði fróðlegar bækur um ferðir sinar. Hann er raunverulega faðir Hreðavatns sem frægs ferða- mannastaðar, þar sem siðar var reist hin mikla Bifröst og Samvinnuskólinn. öll sú þróun var beinlinís orsök starfa Vigfúsar á þessum stað. „Vigfús for snemma vestur i heim var hann þá staddur i flokkn- um þeim, sem útþráin togar i. Alltaf vestar og vestar dró, að veraldarinnar stærsta sjó, þar Klettafjöll kljúfa ský”. Og þegar Vigfús er kominn úr hjarðmennskunni úr „Villta Vestrinu” og seztur að i hinum fagra Norðurárdal er þetta kveðið: „Að Hreðavatni hópast þjóð og hefst þar við i tjöldum. Þegar svanir sólarljóð syngja á júnikvöldum. Allt, sem mannlegt auga kýs er þar til að skoða. Baula hátt við himin ris hjúpuð aftanroða.” Vigfús Guðmundsson var alla sina ævi mikill hugsjóna- og bar- áttumaður fyrir góðum málefnum. Meðal annars átti hann mikinn þátt i þvi að safna fé til Reykholtsskóla, og gaf fé til skógræktar i fæðingarhéraði sinu. Það væri mikil upptalning, ef telja ætti upp alla borgfirzka höfðingja af aldarhóta- kynslóðinni, — ég ætla til gamans að nefna nokkur þekkt nöfn: Jón Helgason prófessor, Leif Ásgeirs- son, Andrés i Siðumúla, Davið á Arnbjargarlæk, Jón i Deildar- tungu, Sigurð Fjeldsted, Runólf i Norðtungu, Kristleif á Kroppi og lestina rekur svo Ólafur á Hvitarvöllum þvi að „Það er fallegt á Völlum þegar vel veiðist”. Það væri eflaust hægt að telja upp til hundraðs af borgfirzkum höfðingjum, en Landfari krefst þess að menn takmarki sig i mælskunni. GÖMUL BLÖD Það er oft gaman að fletta gömlum blöðum, þá koma einatt „uppúr kafinu” atriði, sem vert er að rifja upp og hugsa um. Nýlega var ég að skoða blöð frá árinu 1949. 1 einu er grein, þar sem segir meðal annars: „Alþýðublaðið hóf sina fyrstu göngu 1906.Þá 16 blöð, svo 1907 urðu blöðin 7. Kjörorð stefnunnar samtakanna: Frelsi, jafnrétti, bræðralag. — Þá ritar i blaðið Ilelgi Þórarinsson, bóndi og hreppsnefndarmaður i Þykkvabæ grein um fátækralögin og sveitar- flutningana. Lýsti Helgi þvi skorinort og greinilega, hve heimskuleg þessi lög væru, auk þess mannúðarleysis, sem i þeim fælist, og i stað ákvæðis um 10 ára sveitfestisdvöl bar hann fram þá róttæku tillögu, að hver maður ætti að eiga þar sveit, sem hann hefur siðast dvalið i eitt ár án sveitarstyrks. Með þessu myndu fljótt minnka sveitaþyngsli og rekistefna um öreiga menn, (Alþ. bl. I.árg.bls. 14) Það er athyglisvert að svona róttæk umbótatillaga kemur opinberlega fram frá bónda austur i Skaftafellssýslu á fyrsta áratug aldarinnar og það er gaman að minna á þetta núna, af þvi að nýlega er komin út ævisaga Helga, þar sem segir frá fram- farahug og dug bóndans, sem svona drengilega hvetur til að bæta hag þeirra, sem minni máttar eru. Þá voru alþýðusam- tökin að hefja sina blaðaútgáfu til að kynna málefni sin og hug- sjónir, sem vissulega voru óvel- komnar og illsviti i augum þeirra, sem þóttust máttar- stólpar, sem þjóðarheillin hvildi á. Starfandi fólk til sjávar og sveita var þá að skipuleggja sam- tök til bættra atvinnuhátta, verzl- unar og afurðasölu. Verka- mannafélögin og samvinnu- félögin, tvær greinar á sama stofni, voru að efla samtök sin og skjóta sprotum viðs vegar. Þau spenntu um landið þær megin- gjarðir, sem aukið hafa þrótt og þrek og fært meiri hagsbætur en frumherjana gat órað fyrir. En oft var þungur róðurinn móti stormi og straumi ihaldsafla og misskilnings. En þrek og þol þeirra, sem hófu merkið og fylgdu þvi, verður aldrei of metið og mætti vera dáðahvöt enn i dag. „Ber er hver að baki / bróður nema eigi. Nái tiu taki / tekst þeim margt á degi”. „Vigjum þrek og ýilja/ vorri fósturmoldu” (Helgi Valtýsson) Einar Sigurfinnsson. VÉLADEILD Sambandsins L0KAR á laugardögum Hér með tilkynnist heiðruðum viðskipta- vinum vorum, að verzlaðir vorar að Ármúla 3 verða lokaðar Á LAUGARDÖGUM Nú i júli og ágúst. Einnig verður Bedford/Vauxhall vara- hlutaverzlunin að Bildhöfða 8 lokuð á laugardögum i júli og ágúst. $ Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavik simi 38900 Hjálmtýr Pétursson væntanlegar $ Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavik simi 38900 <---------- j LÖGFRÆÐI- JSKRIFSTOFA | Vilhjálmur Árnason, hrl. j Lækjargötu 12. I (Iðnaðarbankahúsinu, 3. h.) Simar 24635 7 16307. V--------------------------->

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.