Tíminn - 07.07.1972, Side 10

Tíminn - 07.07.1972, Side 10
10 TÍMINN Föstudagur 7. júli 1972 Maðurinn rýfur hringrás náttúrunnar: REGNSKÓGARNIR HVEI Maðurinn heggur regnskóga hitabeltisins niöur i óðakappi. Eðlileg hringrás náttúrunnar eyðileggst, þvi þessi frjósami skógur gefur sjálfur af sér þann áburð, sem hann þarfnast, og myndar gróðurmold, sem trén binda aftur i bröttum hliðum regnskóganna. Mennirnir gróöursetja erlendan, hraðvaxinn barrskóg i ruddan svörðinn, jarðveginum hrakar og snikjudýr gera innreið sina áður en varir. Regnskógarnir eru lika höggnir til að fá rúm fyrir akra, en þegar engin tré binda jaröveginn, skolast hann burt i steypiregni hitabeltisins. Eftirfarandi frásögn sænsks blaðamanns fjallar um regn- skógana i fjöllum Tanzaniu, sem nú eru i bráðri hættu. — Ég fer eftir Arusha-yfir- lýsingunni, segir Vilhjálmur sonur Eneasar. Margir minir likar fara til borganna, þeir geta ekki fengið vinnu á skrifstofu og verða kannski að lokum auðnu- leysingjar og vasaþjófar. En ég fer eftir Arusha-yfirlýsingunni, ég vil standa á eigin fótum og ekki vera nokkrum manni til byrði. Þess vegna sneri ég aftur heim i sveitina. (Arusha-yfirlýsingin er einn meginþátturinn i þeirri stefnu sem Tanu, eini flokkurinn, sem leyft er að starfa i Tanzaniu, tók upp 1967. Þar er m.a. lögð áherzla á að landið eigi i sem frekustum mæli að treysta á eigin afurðir.) Vilhjálmur hjálpar móður sinni að sá mais hátt uppi i einni fjallshlið Usambara-fjallanna Hann og faðir hans hafa á siðustu tveim árum rutt þennan akur, sem er i brattri hlið i smádaladragi. Trjástubbarnir standa enn eftir hálfbrenndir á við og dreif. Vilhjálmur gengur á undan og heggur holur i hliðina. Móöir hans og systir koma á eftir og setja maískorn i hverja holu og raka siðan mold yfir með fætinum. t hliðinni á móti er Eneas að byggja sér nýtt hús úr leir, trjábolum og bárujárni. Niðri i dalnum sytrar lækur. Þar vex sykurreyr, sykurrófur, kál og baunir, nokkur bananatré og nýgróðursett papayatré. Ofar hefur Eneas plantað karde- mommurunnum undir stórum skuggsælum trjám. Það gerði t miðjum regnskóginum höggva bændurnir trén niður, plægja jörðina og sá mais. Fljótlega á eftir hefst jarðvegseyðingin. hann fyrir tveim árum, og fyrstu rauðu berin eru þegar að blómgast lengst inni i miðjum runnunum. — Kardemommurunnar gefa ekki fulla uppskeru fyrr en eftir fjögur ár, segir Vilhjálmur. En þeir vaxa vel hér uppi i fjöllunum, og við fáum þrjátiu krónur fyrir kilóið af kardemommum, svo þetta er árðbærara en önnur ræktun. Okkur sveitafólkinu liður vel. t borginni þurfa menn að borga fyrir allt; húsnæði, mat, vatn.allt. Við byggjum hinsvegar húsin okkar sjálf og ræktum okkar eigin mat. Við eigum meira aö segja afgang svo að mamma getur selt grænmeti og banana á markaðstorginu. Fyrjr andviröiökaupir hún föt og annað til húshaldsins. Og pabbi sleur kardemommur til þess að geta borgað skólagjöld fyrir litlu systkinin. — Þegar við erum búin að sá maísnum, ætla ég að ryðja minn eigin akur á hæðinni hérna á móti og byggja mér eigið hús. Ég er orðinn 22 ára. Það er kominn timi til að ég gifti mig og verði sjálfs min húsbóndi. Aftur til krítartímans.... A hæðinni, sem Vilhjálmur bendir i átt til, er regnskógurinn enn þéttur. Ég fór nýlega um slikan regnskóg uppi i Usambarafjöllunum, en þau eru i svipaðri hæð og akrarnir hér, 1600 m yfir sjó. Þann skóg á háskólinn i Dar es Salaam, og þvi er ekki leyft að höggva hann. Dagsbirtan gægðist i gegnum laufrikar krónur trjánna. Mér fannst ég vera horfinn aftur á kritartimabilið. Við ruddum okkur hægt braut eftir stig, sem hvers kyns vafningsviður og loft- rætur höfðu lokað, frá þvi farið var um hann siðast. Við gengum eftir mjúku gróðurteppi milli suðrænna brönugrasa sem voru á hæð viö smárunna. Anders Persson skógarvörður, sem starfar hjá Silriculture skógrannsóknastöðinni i Lushoto, benti okkur á trjátegundirnar, sem eru sérkennandi fyrir Usambarafjöllin: Ocotea usam- barensis, austur afriska kamfórutréð með rauðleitum stofni, Podocarpus usam- barensis, sérkennilegt barrtré með hálfmjúkum barrnálum, sem likjast laufi og höröum ávöxtum i stað köngla, Dracaena usambarensis furðulegt tré með löngum berum stofni og blöðun- um I stórum kransi efst. Merki- legast trjánna er þó Strypifucus, sem vex upp i mörgum greinum umhverfis eitthvert annað tré, sameinast siðan stuðningstrénu og kæfir þaö. Allt að hundrað trjátegundir Regnskógur i fjöllum getur talið á milli fimmtiu og hundrað trjátegundir. Oft finnast þessar tegundir hvergi annars staðar en á einhverju ákveönu fjalli, kannski aðeins á einhverjum ákveðnum stað. Á milli trjánna vex flækja af vafningsvið og loft- rótum. Á einum stað hefur verið ruddur vegur, og vaxa þar mannhæðarhá, blóðrauð, appelsinugul, blá og fjólublá blóm, balsamia, klivia og ipómea. Sum skipta litum eftir þvi hvaða timi dagsins er. 1 nokkrar stuttar vikur skartar skógurinn með dýrlegum brönu- grösum. Annars er birtan i regnskóginum grænleit, ber lit af blöðum trjánna, sem Hún brýzt i gegn um. Stöku hlébarðar eru enn á ferli i regnskógi Usambarafjallanna. Colobusapar og bláapar sveifla sér grein af grein og skógarsvin rótar i laufdyngjunum. t þögninni heyrist i óteljandi lækjarsytrum og ólgandi uppsprettum. Einhvers staðar heyrist i fugli. Verði þér á að stiga á trjágrein, finnst þér hljóðið heyrast enda- laust. Eneas er ekki eini maðurinn i Usambarafjöllunum, sem sér engin önnur verömæti i skógun- um en að þar sé hægt að ryðja land og rækta akra. Um allar hæðir teygjast nýræktarlönd, svipuð ökrunum hans, með mais, baunum, kardemommum og grænmeti. Um uppskerutímann sitja litil börn á hverri hæð og slá saman tréklöppum til að fæla burt villt dýr skógarins, sem halda að akrarnir séu enn hluti af riki þeirra. Bráðum verður Eneas búinn að ryðja nokkra ekrur til viðbótar, og þar með hefur hann minnkað enn möguleika villtu dýranna til að komast af. Allir þessir bændur telja sig fara eftir Arusha-yfirlýsingunni, þvi að i henni er margt um land- búnað en ekkert um skógrækt og dýralif. Arusha-yfirlýsingin er trúarjátning Tanzaniubúa, sem þeir skilja bókstaflega án þess aö hugsa um dýpra innihald hennar. Verndarsvæöi ríkisins Um 40% af Tanzaniu telst skóg- lendi. Mest af þvi er runnagras- lendi. Raunverulegir skógar, þ.e. regnskógarnir i fjöllunum þekja hins vegar aðeins 1-2% af yfir- borði landsins. Mestur hluti þessa svæðis er eign rikisins. Tiundi hlutinn kallast verndaður skógur, sem aðeins er grisjaður af mikilli varúð, svo að vatnið komist ekki að og skoli jarðveginum i burtu. Afgangurinn af rikisskógunum er svokallaður framleiðslu- skógur. Sú nafngift felur i sér aö v e r 'ð”m ætar innlendar trjátegundir, svo sem Podocarpus, og austur afrisk kamfóra, og borophora excelsa (mwule) eru óðum höggnar upp, en i staðinn er sáð hrað vöxnum mið-ameriskum furutegundum. Fyrst eru dýrmætar turu- tegundir höggnar til húsgagna- gerðar og eldspytuframleiðslu. Siðan eru lægri tré höggvin i brenni. Þvinæst er miðameriskri furu plantað i nakinn svörðinn. Landlitlum smábændum er boðið að sá maís milli furuplantanna i nokkur ár. Þannig hreinsast skógurinn fyrirhafna rlaust þangað til fururnar eru orðnar nógu öflugar til að komast af hjálparlaust i viðureigninni viö illgresið. Það eru 25 sögunarverksmiðjur á Tangasvæðinu, sem allar fá hráefni úr skógum Usambara- fjallanna og sléttunum umhverfis. Að auki kaupa einstaklingar sér rétt til að höggva tré. Hvarvetna i skóginum sér maður sögunar- útbúnað þeirra. Hráefni Kibos eldspýtna verksmiöjunnar i Kilimanjara er einnig Podocarpustréð, sem vex i Vestur Islenzkir hest- ar í reiðskóla fimmtán ára pilts í Á Mathopen, skammt utan vió Bergen, var i vctur rekinn reið- skóli fyrir börn. Þaðer i sjálfu sér ekki svo merkilegt. En skólinn er þó dáiitiö forvitnilegur. Þarna eru islenzkir hcstar eingöngu, svo og hitt, að forstjórinn og aðal- kennarinn er 15 ára pittur, sem fannst hann hafa alit of mikinn tima afgangs frá skyldunáminu. Sverre Valeur var 11 ára, er hann kynntist fyrst islenzkum hestum i reiðskóla Severins Eskeland á Storð. Sverre var þar tvö sumur, en þegar hann var kominn heim til Bergen, saknaði hann hestanna ákaflega. Þessu lyktaði þannig, að Eskeland lánaði Sverre fimm islenzka hesta til vetrarins, og þá datt honum i hug, að eins gott væri að stofna bara reiðskóla. grennd við Björgvin Reiðskóli var eitt sinn á Mat- hopen, en var aflagður fyrir nokkrum árum, öllum börnum til mikillar sorgar. Sverre tók hús skólans á leigu og hóf starf- semina, sem hefur verið mjög blómleg i vetur. Alls starfa þarna sex manns, og eru meðhjálparar Sverre á aldrinum 14 til 17 ára. Um 200 börn hafa verið i reið- timum i vetur, og var eftirspurn helmingi meiri en hægt var að anna bæði i jólaleyfi og páskaleyfi frá skólunum. Þegar þetta er skrifað, er Sverre búinn að skila hestunum aftur til Eskelands, en heitasta ósk hans er að geta haldið áfram að reka reiðskóla. Hann segist aðeins ætla að ljúka skyldunámi, fara siðan i iðnnám og hugsa um hesta þegar hann er ekki að vinna. Nokkrir nemendur tilbúnir i tima.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.