Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Köstudagur 7. júli 1972 erfitt fyrir okkur og hættulegt, en tilkoma herra Bennetts og rödd hans sefaði hundinn þegar i stað. Þetta uppnám hafði bakið hinn syfjulega ökumann, sem svaf á hesthúsloftinu. ,,Mig furðar ekkert á þessu”, sagði hann, ,,ég hef séð hann við þetta athæfi áður. Ég vissi, að hundurinn mundi ná i hann fyrr eða siðar”. Hundurinn var nú tjóöraður aftur á sinum stað. Við bárum prófessorinn upp i herbergi hans, og geröum við herra Bennett, sem einnig var læknir, þar að sár- unum á hálsi mannsins. Hinar hvössu vigtennur hundsins höfðu bitiðhættulega nærri slagæðinni á hálsinum, og blæðingin var mikil. Eftir hálfa klukkustund var þó mestu hættunni afstýrt, ég gaf sjúklingnum morfinsprautu, og brátt seig á hann djúpur svefn. Þá fyrst gafst okkur tóm til að lita hver á annan og ráðgast um, hvaö gera skyldi. ,,Ég held, að góður sáralæknir ætti að skoða hann”, sagði ég. ,,Nei, i guðs bænum ekki það, „svaraði Bennett. „Eins og nú stendur er þetta hneykslismál að- eins á vitoröi okkar. Hjá okkur er það öruggt. Ef það berst út af heimilinu, fær það vængi og fer um allt. Hugsið ykkur stöðu hans við háskólann, orðstir hans um alla Evrópu, og svo dóttur hans”. „Rétt er þaö”, svaraði Holmes. „Ég álit að vel sé mögulegt að halda þessu máli aðeins á vitund okkar, og hindra frekari út- breiðslu um eðli þess og atvik. Takið lykilinn af úrfestinni, Bennett. Macphail litur eftir sjúklingnum og lætur okkur vita, ef nokkur breyting verður á liöan hans. Látum okkur svo rannsaka hinn dularfulla kassa”. Þar var ekki margt né mikið að sjá, en nógu mikið. Þar var tómt lyfjaglas, annað glas nærri fullt, stór handsprauta og nokkur sendibréf, rituð með óhrjálegri útlendri rithönd. Merkin á bréf- unum sýndu, að þau voru hin sömu, er valdið höföu banni og skipun prófessorsins til Bennetts. 011 voru þau send frá Commercial Road og undirrituö A.Doark. Bréfin voru aðeins fylgibréf með nýrri lyfjasendingu og jafnframt kvittun fyrir greiðslu á siðustu sendingu. Eitt umslag var þar með æfðari rithönd aö austur- risku frimerki, póstmerkt i Prag. „Hér höfum við þaö, sem okkur vantaði”, sagði Holmes um leið og hann opnaöi bréfið. „Heiðraði starfsbróöir”, stóð þar. „Siðan þér voruð hér á ferð hef ég hugsað rækilega mál yðar. Jafnvel þótt nokkur skynsamleg rök mæli með þessari aðferö hvað yður snertir, þá vil ég engu að sið- ur ráða yöur til varkárni, þar sem niöurstöður minar hafa leitt i ljós, að nokkur hætta getur verið sam- fara slikri tilraun. Hugsanlegt er, að þessi blóðvökvi heföi getað verið betri. Ég notaðist við svart- an Langur-apa, sem ég gat náð til. Langur-api getur bæði skriðiö ogklifið, þar sem Anthropoid-teg- undin gengur upprétt. Ég bið yður að gæta allrar varúöar meö aö engar ótimabærar fregnir af þessari aðferð berist út. Ég hef annan viðskiptavin á Englandi, og er Dorak umboðsmaður minn fyrir ykkur báða. Vikuleg frétt frá yður væri með þökkum þegin. Yðar með mikilli virðingu H.Lovenstein.” Lovenstein! — Nafnið vakti hjá mér endurminningu um smá- grein i blaði, þar sem sagt var frá dularfullum visindamanni, sem var að gera tilraunir eftir áður ókunnum leiðum til að finna töframeðal, sem gæti yngt menn upp eða gefið þeim aftur æskuna. Lovenstein i Prag! Lovenstein með lifs-elexirinn og hið styrkj- andi blóðvatn, sem ýmsir báru hjátrúarkennda lotningu fyrir, þar sem hann gaf engar upplýs- ingar um uppruna töfralyfsins. Ée lét bessa getið i fáum orðum við félaga mina. Bennett tók fram handbók i dýrafræði úr einni hill- unni og las sem hér fer á eftir: „Langur er stór api með svart andlit og á heima i hliðum Himalayafjalla. Hann er stærstur og likastur mönnum allra þeirra apa, sem klifra”. — Hér eru ýms atriði til skýringar þessu. Þökk sé yöur, herra Holmes, fyrir að hafa fundið upp sprettu allra þessara vandræða”. „Hin eiginlega undirrót”, svar- aði Holmes, ,,er þetta ótimabæra ástarævintýri, sem gaf hinum óþolinmóða prófessor hugmynd- , ina um að hann gæti aöeins fengið uppfyllingu óska sinna með þvi moti aö endur heimta æskuþrótt sinn eðayngjast upp á ný. En þeg- ar menn reyna til að gera upp- reisn gegn náttúrulögmálinu, þá verður það þeim aöeins til falls. Hinn fullkomnasti maður hverfur til dyranna, ef hann ætlar sér að gera breytingu á lifsins lögmáli”. Holmes sat hugsandi um stu^id með lyfjaglasið i hendinni. Hann leit á hinn tæra vökva i glasinu. „Þegar ég hef skrifað þessum manni og sagt honum, að athæfi hans sé glæpsamlegt, að dreifa út slikum eiturlyfjum, þá býst ég við, að hann valdi okkur ekki frekari óþægindum. En þetta verður að taka enda, þvi að þarna er á ferðum hætta fyrir mannkyn- ið. Hugsaðu þér, Watson, ef menn fyndu ráð til að framlengja lif efnislikamans meö öllum hans göllum. Það mundi verða tilvera þeirra, sem sizt eru hæfir til lifs- ins, og hverskonar sorpkirna yrði heimurinn þá?” Allt i einu hvarf hinn dreym- andi svipur af Holmes, hann varð aftur maður starfsins, er hann spratt upp af stólnum. „Ég held, að hér sé ekkert fleira að segja, Bennett. Hin ýmsu atvik munu nú skýrast sjálf og verða að einni heild. Hundurinn var breytingar- innar var löngu á undan yður, með þefvisi sinni og eðlishvöt. Það var apinn, ekki prófessorinn, sem Roy réðst á, alveg eins og það var apinn, sem striddi og erti Roy. Leikur apanna er að klifra, og ég held, að það hafi verið hrein tilviljun, aö leikurinn barst að glugga ungfrú Prestbury. Það fer bráðum lest til London, Watson, en ég býst við að nógur timi sé fyrir okkur að fá okkur te áður i gamla hótelinu okkar”. Endir. Hér meö tilkynnist það viöskipta- vinum vorum aö Rafmótorverk- smiðjan verður lokuð frá 15. júlí til 10. ágúst Engar viðgerðir — né heldur nýsmíði mótora — fer fram á þessu tímabili. JÖTUnft HP HRinGBIMUT IN. RCVHJAVÍH. JÍmi 170*0 1148 Lárétt Lóðrétt 1) Bárur,- 6) Bára,- 8) Krot,- 2) Upptaka,- 3) Nú,- 4) 9) Verkfæri,- 10) Ell,- 11) Niðarós,- 5) Glóra.- 7) Aðall.- Þreytu - 12) Egnd,- 13) Haf,- 14) RS.- 15) Blása,- Lóörétt 2) Nirfill,- 3) Ónefndur.- 4) Hérlendis,-5) Kefli.- 7) Linni,- 14) Utan,- Ráðning á gátu No. 1147 Lárétt 1) Gunna.- 6) Púi,- 8) Lap.'- 9)ÐÐÐ -10) Tia - 11) Róa,- 12) Ræl - 13) Kró.- 15) Kassi,- HVELL iill lifiSSI FÖSTUDAGUR 7. júli 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen byrj- ar að lesa söguna „Gul litla” eftir Jón Kr. Isfeld. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallaö viö bændur kl. 10.05 Tónleikar kl. 10.25: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegiö Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Eyrar- vatns-Anna’.’ 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Feröabókarlestur: „Frekjan” eftir Gisla Jónssön.Sagt frá sjóferð til lslands sumarið 1940 (3). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Frétir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill. 19.45 Við bókaskápinn. MargVét Björnsdóttir, húsfreyja á Neistastöðum talar. 20.00 Norræn tónlist Sinfóniu- hljómsveit finnska útvarps- ins leikur. 20.30 Mil. iil meðfcrðar. Arni Gunnarsson fréttamaður sér um þáttinn. 21.00 Kammertónlist. 21.25 (J t v a r p s s a g a n : ■ „Hamingjudagar” eftir Björn Blöndal.Höfundur les (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sumarást” eftir Francoise Sagan. Þór- unn Sigurðardóttir leikkona les (7). 22.35 Danslög i 300 ár. Jón Gröndal kynnir. 23.05 A tólfta timanum. Létt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. "VoimW Þéttir gamla og nýja steinsteypu. Z SIGMA H/F Bolholti 4, simar 38718—86411 syngið með HF. BRJÓSTSYKURSGERÐIN NÓI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.