Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 11
Köstudagur 7. júli 1972 TÍMINN 11 — Usambarafjöllunum og gerist nú æ sjaldgæfara. Þaö borgar sig ekki...... Hvers vegna sá menn ekki aftur innlendum skógi i staðinn fyrir að planta suður-ameriskri furu? — bað borgar sig ekki að sá aftur innlendum trjám, segir Mtui forstöðumaöur Silviculture skógrannsóknastöövarinnar, afrisk tré vaxa mjög hægt. Það tekur 50-100 ár að fá dýrmætu, innlendu trjátegundirnar til að vaxa upp að nýju. Svo lengi getum við ekki beöið. Landið þarf peninga núna. Mið-amerisku furutegundirnar vaxa á 20-25 árum. Það eru meira að segja til drekatrjáa (eucalyptus) tegundir, sem eru orðnar svo stórar á 4-8 árum, að nota má þær i byggingarefni, og eftir 10-15 ár má nota þær i simastaura. Einnig þurfum við að planta skógi til aö fá brenni, þar sem trén á hásléttunum eru sem óðast höggvin niður. Vandamálið er, aö Tanzaniubúar hafa enga tilfinn- ingu fyrir trjám. Oft höggva þeir þau áður en þau eru orðin það stór, að hægt sé að nota þau til nokkurs. Eða þau brenna þegar kveikt er i gresjunum um þurrka- timann til að fá nýtt og ferskt gras um regntimann. Landeyðing i aðsigi. Skógrannsóknastööin hefur að visu skógarvörð, sem helgar sig einvörðungu innlendu laufskóg- unum. En fyrsta hlutverk stofn- unarinnar er ekki að rannsaka innlendu trjátegundirnar og bjarga upphaflega skóginum, heldur að finna útlendar tegundir, sem vaxa hratt og gefa peninga i rikissjóð. Visindamenn stofnunarinnar fylgjast sorgmæddir með þvi, hvernig regnskógarnir i fjöllun- um eyðast óðfluga. En þvi miður ráða þeir ekki örlögum skóganna heldur stjórnmálamennirnir. Og þeir eru i fjárþröng. Við Sviar höfum fórnað blönduðum skógi okkar fyrir dökkan barrskóg, og slógum á elleftu stund vörð um siðustu beykiskógana á Skáni og getum þvi ekki mikið sagt. Þaö er ekki talið við hæfi að er- lendir sérfræðingar blandi sér i fjármálapólitik annars lands. En Pleva frá Tékkóslóvakiu er bráð- um búinn með ráðningartimabil sitt og áræðir þvi að vera hrein- skilnari en aðrir skógarverðir, sem ég hitti aö máli. — Þegar ein, eða fleiri, trjáteg- und er höggvin burt úr skógi, breytist allt lif þar. Tré, runnar jurtir, spendýr, skordýr, örverur, allt þetta verður fyrir barðinu á þvi, þegar einhver tegund er höggvin upp. Hingað til hafa þær tegundir nær eingöngu verið rannsakaðar, sem taldar eru arð- bærar. Ef ég fengi nokkurra daga leyfi, gæti ég fundið tré og runna, sem enginn hefur rannsakað. bær verða kannskí horfnar áður en þær hafa hlotið nokkurt nafn. — Mismunandi trjátegundir binda mismunandi jarðveg. Inn- lendu trén vaxa hvert innan um annað og skapa sjálf nægan áburð. Innfluttu barrtrén gera jarðveginn súran og gróður hverfur. Enginn veit, hvort höggvinn regnskógur getur nokkru sinni vaxið upp á ný. Við vitum hvernig landeyðingin hófst i Libanon þegar sedrusviðar- skógarnir voru höggnir niður. Eitt sinn óx skógur i Sahara. Nú er sagt, að eyðimörkin stækki um tvo km á ári i suðurátt. Ef til vill erum við að breyta loftslagi i Af- riku. — Það þyrfti að skipuleggja ræktun innlends skógar, segir Pleva. Það hafa verið gerðar nægar tilraunir með hraðvaxnar útlendar tegundir. Timi er kom- inn til að gera tilraunir með inn- lendan blandaðan skóg til að planta á milli innfluttu trjánna. Þetta virðist munaður, en yrði kannski ódýrara þegar fram liða stundir. Einhliða ræktun krefst áburðar eftir nokkrar kynslóðir, og efni á sliku hafa aðeins auöug- ar þjóðir eins og Sviþjóð. En þvi miður eru ekki hafnar neinar meiri háttar tilraunir með inn- lendar tegundir við Silviculture rannsóknastöðina. Jarðveginum hrakar Sænski skógarvörðurinn Björn Lundgren hefur um nokkurra ára skeið rannsakað þær breytingar, sem verða á jarðveginum, þegar erlendur barrskógur kemur i stað Burknatréðer merkilegt og minnir á fyrstu tima jarðarinnar. Þaö ereitt þeirra trjáa, sem standa nú höllum fæti i regnskógum Tanzaniu. Anders Persson skógfræðingur (t.v.) regnskóga Usambarafjallanna. Enn er of skammur timi umliðinn til að hann sé kominn að ákveð- inni niðurstöðu. En á öðrum stöö- um i Austur-Afriku er vitað, að skordýr og sveppasjúkdómar leggjast á erlend barrtré. I Aberdarafjöllunum i Kenya hafa orðið miklar breytingar á jarð- vegi eftir aðeins eina kynslóð er- lendra barrtrjáa. 1 Astraliu gaf önnur kynslóð innfluttra barr- trjáa fjórðungi minni afuröir en fyrsta kýnslóðin, en það er merki um örar ja'rðvegsskemmdir. t hinum s.k. almennu skógum telja allir sig hafa rétt til aö höggva tré, jafnvel verðmætar tegundir eru notaðar til eldiviðar og sem byggingarefni eftir vild. Sumar tegundir má aðeins höggva samkvæmt leyfi, svo sem afriska ibenholtstréö, Dalbergia melanoxylon og mwule, sem er notað i parkettgólf. En það eru hvorki nógu margir skógarverðir né lögreglumenn til að fylgjast með að lögunum sé fylgt, og almenningur hefur aldr- ei farið eftir þeim. Nýræktin teygist lengra inn i skógana, eins og sjá má hér i Usambarafjöllun- um. Meðan fjöllin voru strjálbyggö, gerði það litið til þótt ruddur væri akur og akur. Allt i kring var skógurinn til verndar. Þegar upp- skeran fór aö minnka eftir þrjú, Framhald á bls. 19 Hinn ungi framkvæmdamaður á eftirlætishestinum Snorra. — Ræktunararfur — Það er ekki nokkur vafi á þvi- að landnámsmenn voru miklir hrossaræktunarmenn. Það var eina búgreinin, sem slikur sómi var sýndur. Við höfum ótal sögur og sagnir af mönnum, sem ræktuðu hross, ekki i stórum stil, en trúlega af þeim mun meiri vandvirkni. Mest var þetta á söguöld og Sturlungaöld, en svo komu timabil, sem þessu hnignaði, en ■ alla tið hefur verið maður og maður, sem haldið hefur merkinu uppi, og þessi starfsemi hefur sem betur fer aldrei dáið út. Gleggsta sönnunin er, að við ættum ekki þau gullkorn falin i islenzka hestastofninum sem raun ber vitni nema þessir menn hefðu verið til. Þessi gullkorn koma upp við og við, jafnvel þótt sumir framámenn i hrossarækt geri góða tilraun til þess að drepa þetta niður. Það birtir ekki upp i ræktun- armálum fyrr en Theodór heitinn Arnbjörnsson frá Stór- ósi kemur til sögunnar. Hann var eins og kunnugt er hrossa- ræktarráðunautur snemma á þessari öld. Theodór var mik- ill gáfumaður, vel menntaður, auk þess mikill hestavinur. Hann hafði unun af samskipt- um við hesta, enda hestamað- ur af lifi og sál. Hann var sér- staklega glöggur á hross og útsjón hafði hann umfram flesta aðra. Það voru alltaf önnur viðhorf, þegar hann var ráðunautur en nú eru. Þá þurfti að vinna að þvi fyrst og fremst að fá góð vinnuhross til alls konar heim- ilisnota annars vegar og reið- hestinn hinsvegar. Stundum gátu þessi sjónarmið farið saman og þótti hentugt. Alltaf verða einhverjir byrjunar- örðugleikar eins og vænta má, og sjálfsagt hefur Theodór komizt i kast við þá. Bændur voru innstilltir á ýmislegt annað en hrossaræktun, og hefur það verið mikið verk að fá þá til samstiliingar um þau mikilsverðu atriði. En með stofnun kynbótanefnda um allt land svo og hestamannasam- taka, fer að myndast grund- völlur fyrir ræktun i smáum stil. Hvergi hef ég rekizt á það i ræðu eða riti.að Theodór hafi hvatt menn til að leita fanga með stóðhesta langt að. Siður en svo, þetta takmarkaðist mest við vissa hreppa. Trú- lega hefur Theodór ekki haft mikla trú á að grauta saman óskyldum kynjum hrossa landshorna milli. Sú stefna varð illu heilli ofan á eftir að Theodór naut ekki lengur við. Þá komu til valda nýir herrar og með þeim nýir siðir. En þrátt fyrir alla þá vitleysu og axarsköft, sem gerð hafa ver- ið og gerð eru enn, nýtur þess ennþá, sem Theodór kom á- leiðis i þessum málum og ■ verður það aldrei fullþakkað. SMARI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.