Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 7. júli 1972 : ■ ■</' ‘ wm Ricky Bruch, 1,99 m á hæð og 130 kíló aö þyngd, sýnir hina réttu stcllingu kringlukastarans. JÓ\ HJALTALÍN KOMIH Jón Hjaltalín er kominn heim frá Sviþjóð og byrjaður aö æfa af kappi með landsliðinu i hand- knattleik. Landsliðið, sem er að undirbúa sig undir ÓL-leikana i Mönchen, er farið að æfa fimm sinnum i viku, og verður æfinga- prógrammið hjá liðinu keyrt á fullu fram að OL-leikunum. verður mikið af æfingaleikjum, og leikmenn liðsins fá nóg að gera. T.d. fer landsliðið i keppnisferðalag til Noregs og V- Þýzkalands i lok júli til að leika vináttuleiki við þjóðirnar. Leiknir verða fjórir leikir i ferð- inni á fimm dögum. Þess er ekki langt að biða, að landsliðið verði endanlega valið fyrir ÓL-leikana. Biða menn spenntir eftir að fá að vita, hvaða leikmenn eiga að halda uppi heiðri islenzkra i þróttamanna á leikunum. Það má segja, að islenzka landsliðið i handknatt- leik verði „augasteinninn okkar” á ÓL-leikunum. SOS. Jón Hjaltalin. Ellert Schram gerist þjálfari á Sauðárkróki Ellert Schram I leik gegn-Kefla- vík i fyrra. Ellert B. Schram, fyrrum fyrir- liði landsliðsins i knattspyrnu, mun i sumar þjálfa yngri flokka U.M.F. Tindastóls á Sauðárkróki. Það verður áreiðanlega upplifg- andi fyrir ungu knattspyrnu- mennina á Króknum að fá Ellert sem þjálfara i sumar, en hann mun dveljast á Sauðárkróki fram á haust. Þá hefur skotið upp þeirri hugmynd, að Ellert muni leika með 3. deildarliði Tinda- stóls, en það er óvist að svo veröi. Ellert er einn fjölhæfasti knatt- spyrnumaður sem Island hefur átt. Hann byrjaði að leika með meistaraflokki KR 1957, þá aðeins 18 ára gamall, og lék siðast með KR-liðinu i fyrra, eins og menn eflaust muna. Þá kom hann inn i KR-liðið þegar það var i fall- hættu, og eftir að hann byrjaði að leika með liðinu, tapaði það ekki leik og hélt sér uppi i 1. deild. Ell- ert hefur leikið 268 meistara- flokksleiki með KR. Þá hefur hann leikið 23 landsleiki, lék sinn fyrsta landsleik 1959. SOS. Rickj Brnch jafnaði heimsmet Silvesters! Tekst honum að bæta heimsmetið og kasta yfir 70 m OE-Reykjavik A DN-Galan í Stokkhólmi i fyrrakvöld kastaði Ricky Bruch kringlunni 68,40 m, sem er heims- metsjöfnun. Staðfesta metið á Jay Silvester.USA. Hann hefur að visu kastað yfir 70 metra eða 70,38 en sá árangur hefur ekki veriö staðfestur sem heimsmet. Þetta var hápunktur þessa mikla iþróttamótsá Olympiuleik- vanginum, en Ricky náði þessu afreki i fyrsta kasti. Annar I keppninni varð Evrópu- meistarinn og fyrrverandi Evrópumethafi, Tékkinn Ludvig Danek, en hann kastaði 65,30 m. Eins og kunnugt er keppir Ricky á Afmælismóti FRl á Laugardalsvellinum i byrjun næstu viku, og þá verður fróðlegt að vita hað hann gerir. Sænska frjálsiþróttasambandið hringdi á skrifstofu FRt i gær og spurðist fyrir um það, hvort ekki væru fleiri en einn kasthringur. Sviarnir hafa nefnilega heyrt, að hér blási svolitið og búast þvi við að Ricky nái hinu langþráða 70 metra marki hér. Þetta hefur verið draumatakmark kringlu- kastara um áraraðir, og vonandi fáum við að sjá heimsmet i Reykjavik eftir helgina. 1,99 m á hæð og vegur 130 kíló! Ricky Bruch er 26 ára gamall, fæddur 2. júli 1946. Hann er 1,99 m á hæð og vegur 130 kiló! Hann vakti fyrst athygli 1964, er hann kastaði 52,36 m, þá 18 ára gamall, en siðan hefur hann bætt árangur sinn jafnt og þétt og á nú heims- metið ásamt Silvester. Hér er Ricky i eldhúsinu, en miklar sögur fara af þvi, hve mikið hann snæðir hverju sinni. liíiwraar að skýrast í 2. defld Nú um helgina verða leiknir fjórir leikir i 2. deild, og má búast við, að iínurnar fari að skýrast eftir þessa leiki. Liðin sem eru taplaus, Akureyri og FH, leika á heimavöllum. Þaö verður eflaust erfiðari leikur hjá FH-liðinu, sem mætir Völsungum, heldur en hjá Akureyringum, en þeir fá Ar- mcnninga i heimsókn. Við skulum lita nánar á leikina fjóra og sjá hvar þeir verða leiknir. I kvöld fer einn leikur fram i Hafnarfirði. Þar mætast Haukar og Þróttur kl. 20.00. Þróttarliðið er sigurstranglegra i leiknum, það hefur ekki tapað nema einum leik og verður að vinna i kvöld, ef það ætlar ekki að missa af lestinni i baráttunni um 1. deildarsætið. Haukaliðiðhefur leikið fimm leiki i 2. deild og mátt þola tap i fjór um. Liðið er i fallhættu enn sem komið er, og verða Haukarnir að vinna ieikinn i kvöld til að komast úr hættu. Liðin sem eru i öðru og þriðja sæti i 2. deild, FH og Völsungur, mætast á morgun i Hafnarfirði kl. 15.00, og má örugglega búast við miklum baráttuleik. Ef liðin ætla að blanda sér i baráttuna um 1. deildar sætið i ár, verða þau að leggja hart að sér. FH-liðið hefur enn ekki tapað leik i 2. deild, og verður þvi fróðlegt að vita, hvort hinum liflegu framlinumönnum i liði Völsunga tekst að stöðva sig- urgöngu FH, Annað lið i 2. deild, sem ekki hefur enn tapað leik, verður i eld- linunni um helgina. Það er Akur- eyrar-liðið, sem fær Armenninga i heimsókn á morgun kl. 16.00. Það verður erfitt fyrir lið Ár- manns að leika á heimavelli Ak- ureyringa, sem ekki hafa tapað leik á heimavelli i ár. Akureyrar- liðið, sem féll úr 1. deild i fyrra, stefnir að þvi að endurheimta 1. deildar sætið i sumar. Ármanns- liðið sem hefur verið i baráttunni um 1. deildar sætið s.l. tvö ár, er i einhverjum öldudal um þessar mundir. Þó getur farið svo að leikmenn liðsins nái saman á Ak- ureyri og verði fyrstir til að sigra Akureyrarliðið á heimavelli. Isafjarðarliðið, sem ekki hefur unnið leik i 2. deild, fær erfitt við- fangsefni á morgun. Leikmenn liðsins þurfa að leika á grasvelli á Selfossi, og verður það mikil til - breyting fyrir leikmennina, þvi að þeir æfa ekki á grasi. Sel- fyssingar eru lfka erfiðir heim að sækja, hafa leikið tvo leiki á heimavelli og unnið þá báða glæsilega,-en aftur á móti hefur þeim ekki gengið eins vel á úti- velli. Leikurinn á Selfossi hefst kl. 16.00 á morgun. SOS. 18. og 19. júlí. Bandariska landsliðið i handknattleik er væntanlegt til Islands eftir hálfan mánuð. Liðið, sem tekur þátt i ÓL- leikunum eins og islenzka liðið, kemur hingað við á leið- inni til Rúmeniu, þar sem Bandarikjamenn taka þátt i handknattleiksmóti. Banda- riska liðið mun leika hér tvo landsleiki, dagana 18. og 19. júli, og fara leikirnir fram i iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Eftir leikina við Bandarikin verður svo islenzka landsliðið, sem fer á ÓL-leikana, valið. Siðan fer sá hópur i keppnis- ferðalag til Noregs og V- Þýzkalands og leikur fjóra leiki i ferðinni. Af þessu má sjá, að islenzka liðið, sem æfir vel, verður komið i góða æfingu, þegar liðið tekur þátt i ÓL-leikunum, en þar verður liðið i riðli með A-þjóðverjum, Tékkum og Túnismönnum. SOS. Björgvin Björgvinsson skorar i landsleik gegn Bandarikjunum 1970. Bandaríska landsliðið í hand- knaifleik kemnr eför 1/2 mán. - leikur tvo landsleiki við ísland í íþróttahúsinu í Haínarfirði,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.