Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 17
Köstudagur 7. júli 11172 TÍMINN 17 isgeir Sigurvinsson lék aðalhlntverkið, þegar Faxa flóaúrvalið sigraði Celtic Afm ælismót KSi hófst á Laugardalsvellinum s.l. miðviku- dagskvöld. Voru þó leiknir tveir leikir. og urðu úrslit þessi: Keykjavik '58 sigraði úrvalsliðið l.andið 2:0, og Faxaflóaúrvalið sigraði t eltic Boys Club frá Skot- landi 2:1. Skozka liðið Cowal Boys Club sat hjá i fyrstu umferð. Öll liðin i mótinu eru skipuð leik- mönnum 18 ára og yngri. Fyrsti leikurinn á miðviku- dagskvöldið var á milli Reykja- vikur'56 og Landsins. Var leikur- inn með daufara móti og ekki góður knattspyrnulega séð. Reykjavikurliðið bar sigur úr býtum, skoraði tvö mörk gegn engu. Mörk liðsins skoruðu Ragnar Gislason og Öskar Tómasson. 1 siðari leiknum mættust svo Faxaflóaúrvalið og skozka liðið Celtic. k"yrri hálfleikur var mjög skemmtilegur, og sáust oft góð m tilþrif i honum. Faxaflóaúrvalið sýndi mjög góðan leik i hálf- leiknum og sótti öllu meira, og komust leikmenn þess oft i góð marktækifæri. Á 15. min. átti hinn skemmtilegi og eldfljóti Ásgeir Sigurvinsson (IBV) mjög glæsilegan ,,þátt", hann hrein- lega prjónaði i gegnum skozku vörnina og þrumaði knettinum i netið. Stuttu seinna átti hann annað þrumuskot, sem small i stönginni og inn, en það mark var dæmt af, vegna rangstöðu. Fjórum minútum siðar átti Ásgeir aftur hörkuskot frá vita- teigi, sem small i stönginni, lenti siðan i skozkum varnarmanni og af honum i netið. Þessi ,,þáttur” Ásgeirs er einn sá skemmtileg- asti, sem sézt hefur siðan Her- mann Gunnarsson skoraöi tvö mörk á tveimur min. gegn Noregi 1970. Það er ekki að efa, að Ásgeir er eitt mesta efni. sem Éi Á myndinni sést einn af ungu strákunum í Reykjavikurliðinu, Kristinn Atlason, sækja að marki úrvalsliðs Landsins. Það má geta þess, að Kristinn á tvo bræður i íslenzka landsliðinu i knattspyrnu, þá Jóhannes og Þorberg Atlason. (Timamynd Róbert). KR-ingar mjög ánægðir með Danmerkurförina 1. deildarlið KR í knattspyrni kom um siðustu helgi heim úr æf ingabúðum og keppnisferðalagi : Danmörku. Voru leikmenn liðsins mjög ánægðir með ferðina, og töldi sig hafa lært mikið i henni. Þjálfararnir i æfingabúðunum voru, auk Arnar Steinsen þjálfara liðsins, þeir Arne Sörensen og Henning Enoksen. Æfðu KR-ing- ar alla daga i æfingabúðunum undir stjórn þessara manna, frá morgni til kvölds. Þá léku KR-ingarnir þrjá leiki i ferðinni. Fyrst mættu þeir 1. deildar liðinu Kögen, sem er ofar- lega i 1. deildinni dönsku. Danirn- ir unnu leikinn 5:0, eftir að verið hafði jafnt i hálfleik 0:0. Siðan léku KR-ingar gegn SB '50, og unnu þeir þann leik 4:0. Mörk liðsins skoruðu Atli Héðinsson tvö, Bjarni Bjarnason og Hörður Markan eitt hvor. Siðast leikur KR-liðsins i ferðinni var gegn úr- valsliði Suður-Jótlands, og sigr- aði úrvalið 2:0. Að lokum má geta þess, að Enoksen sem fÆr er staddur á vegum KSt stjórnaði einni æfingu hjá KR-liðinu á sunnudaginn á KR-vellinum. Það eru margir spenntir að fá að sjá KR-liðið leika i 1. deildinni eftir Danmerkurreisuna. Verður þvi fróðlegt að sjá liðið leika gegn Vfkingi á laugardaginn kemur á Laugardalsvellinum. SOS. Atli Héðinsson skoraði tvö mörk gegn SB ’50. llér sést Asgeir Sigurvinsson þruina knettinum í netið. Asgeir var bezti maðurinn á vellinum, þegar Faxaflóaúrvalið sigraði Celtic. (Timaniynd Róbert). komið hefur fram i islenzkri knattspyrnu siðustu árin. t siðari hálfleik dofnaði nokkuð yfir leik Faxaflóaúrvalsins, og skozka liðið náði fljótlega tökum á miðjunni. Á 7. min. tókst Skot- unum að skora mark. Hægri út- herjinn hjá þeim skallaði frá markteigshorni, yfir islenzku varnarmennina og i hliðarnetið fjær. Ekki er hægt að saka markvörð Faxaflóaúrvalsins, Ársæl Sveins- son, um markið. Arsæll stóð sig mjög vel i markinu, og bjargaði hann tvisvar stórglæsilega þrumuskotum frá Skotunum, svo að þeir fórnuðu höndum i undrun. Eftir markið tókst hvorugu liðinu að koma knettinum i netið, og endaði þvi leikurinn 2:1 fyrir Faxaflóaúrvalinu. Beztu menn liðsins voru Ásgeir Sigurvinsson, Ársæll og Gisli Torfason. Þá átti aftasta vörnin mjög góðan leik. Miðvallarspil- ararnir voru mjög mistækir, og misstu þeir tökin á miðjunni i sið- ari hálfleik. Framlinan átti oft mjög góða spretti, sérstaklega i fyrri hálfleik. Skozka liðið sýndi oft skemmti- leg tilþrif, og léku leikmenn liðs- ins oft laglega sin á milli. Vörnin i liðinu var veikasti hluti liðsins, en framlinan hjá Skotunum var góð, þótt hún ætti i erfiðleikum með islenzku vörnina. Dómaratrió leiksins komst mjög vel frá leiknum. Næstu leikir i Afmælismóti KSl verða leiknir á Laugardalsvell- inum i kvöld. Leiknir verða tveir leikir, og hefst sá fyrri kl. 20.00. Þá mætast Faxaflóaúrvalið og Landið. Strax á eftir leikur Reykjavik ’56 gegn skozka liöinu Cowal. SOS. Víkingar verða að taka á honum stóra sínum, ef ekki á að fara illa Tveir leikir verða leiknir i 1. deild á morgun. Þá mætast Vik- ingur og KR á Laugardalsvellin- um kl. 16.00, og i Vestmannaeyj- um mæta heimamenn Skaga- mönnum. Nú er baráttan um botninn og toppinn i 1. deild að harðna, og verður þvi hart barizt i leikjunum á morgun. Útlitið verð- ur slæmt hjá Vikingum, ef þeir tapa gegn KR. Þá verða Eyja- menn og Skagamenn éinnig að taka á honum stóra sinum, þegar liðin mætast, þvi að það lið sem tapar, er þar með búið að missa af lestinni i baráttunni um topp- inn. Þegar liðin mættust i Eyjum i fyrra, voru miklar sveiflur i leiknum. Skagamenn byrjuðu af miklum krafti og komust i 3:1. En með ótrúlegri baráttugleði og sig- urvilja tókst Eyjamönnum að jafna og sigra leikinn 3:5. Mörk Eyjamanna skoruðu þá Haraldur Júliusson 3, Sigmar Pálsson og Óskar Valtýsson. Þeir, sem skor- uðu fyrir Skagann, voru Teitur Þórðarson, Matthias Hallgrims- son og Andrés Ólafsson. Það má búast við skemmtileg- um leik, þegar liðin mætast i Eyj- um á morgun. Skagamenn hafa ekki hingað til sótt gull i greipar Eyjamanna, og hef ég grun um að svo verði einnig á morgun. Eyja- menn sýndu mjög góðan leik i Keflavik fyrir stuttu, og þeir eiga að geta leikið svipaða knatt- spyrnu þegar þeir mæta Skaga- mönnum. Á Laugardalsvellinum mætast liðín, sem menn hafa almennt spáð falli i ár. Vikingsliðið er komið i hættulega stöðu i 1. deild og verður þvi að sigra KR á morgun. KR-liðið, sem er nýkom- ið úr æfingabúðum i Danmörku, er alltaf mjög skemmtilegt, en það verður að taka það til greina i leiknum gegn Vikingi, að liðinu hefur alltaf gengið illa með Vik- ingsliðið. Verða þvi liðin að leggja sig öll fram i leiknum á morgun, ef þau ætla að vinna. Þegar liðin mætt- ust fyrir stuttu i Reykjavikurmót- inu, sýndi Vikingsliðið einn sinn bezta leik i ár, en liðið var óhepp- ið að skora ekki mark. Ef liðið nær að sýna eins góðan leik á morgun, er ég ekki i vafa um, hvort liðið ber sigur úr býtum i leiknum — það verður Vikingslið- ið. ________________________SOS. Funður í kvöld hjá írjálsíþróttafólki 1 kvöld kl. 20.00 hefst sameigin- legur fundur unglinga- og stúlknalandsliðsins i frjálsum iþróttum i Laugarnesskólanum. Mjög áriðandi er að allir mæti. Gisli Torfason er bjrjaður að leika knattspjrnu aftnr - lék með Faxaflóaúrvalinn gegn Celtic og sjndi góðan leik Það vakti almenna gleði hjá áhorfendum á Laugardalsvell- inum á miðvikudagskvöldið, þegar Gisli Torfason frá Kefla- vik, fyrirliði i hinu sigursæla Faxaflóaúrvali, kom hlaupandi inn á völlinn til að leika með úr- valinu. Eins og flestir vita, hefur Gisli ekki leikið með Keflavikur- liðinu i sumar vegna meiðsia. Nú virðist hann vera búinn að ná sér og er byrjaður að leika knatt- spyrnu aftur. Gisli var einn bezti maður Keflavikurliðsins i fyrra, og átti hann mikinn þátt i þvi að liðið varð Islandsmeistari 1971. Gisli lék miðvörð i Faxaflóaúr- valinu gegn Celtic, og skilaði hann hlutverki sinu mjög vel, var einn bezti maður liðsins. Leikurinn gegn Celtic er ekki fyrsti leikurinn, sem Gisli leikur i ár, hann lék með Keflavikurliðinu s.l. sunnudag, þegar það lék vin- áttuleik við Akureyrarliðið á grasvellinum i Keflavik. Keflvik- ingar unnu leikinn 2:1. tþrótta- siða Timans óskar Gisla til ham- ingju með batann og óskar honum góðs gengis i knattspyrnunni i sumar. SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.