Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 3
Köstudagur 7. jú!i 1972 TÍMr\N 3 „Fyrirgefðu, kæri Boris” - Fischer skrifaði Spasskí afsökunarbréf og taiar um „smávægilega” deilu OV-ÞÓ-Reykjavik. Séra William Lombardy, stórmeistari, einn aöstoðar- manna Fischers dreifði i gær- morgun bréfi, sem Fischer hafði skrifað Boris Spasski og hafði bréfinu verið skilað til Spasskis persónulega fyrr um morguninn. Kom bréf þetta mönnum mjög á óvart og er ekki laust við, að afstaða manna til Fischers hafi breytzt töluvert eftir að það kom fram. En hvort sem Fischer skrifaði það sjálfur eða það var séra Lombardy, þá skrifaði Fischer undir. Bréfið fer hér á eftir i beinni þýðingu: „Kæri Boris! Ég bið þig innilega afsök- unar á virðingarlausri hegðun minni með þvi að vera ekki viðstaddur setningarathöfn- ina. Ég missti einfaldlega stjórn á mér vegna smávægi- legrar deilu minnar um pen- inga við islenzku fram- kvæmdaaðilana. Ég hef móðgað þig og land þitt, Sovétrikin, þar sem skák er i hávegum höfö. Einnig vil ég biðja dr. Max Euwe, forseta FIDE, afsökunar; sömuleiðis framkvæmdaaðila einvigisins á Islandi, þúsundir skák- áhugamanna um allan heim og sérstaklega þær milljónir aödáenda og vina, sem ég á i Bandarikjunum. Þegar ég kom ekki til fyrstu umferðarinnar, tilkynnti dr. Euwe, að henni yrði frestað án þess að ég þyrfti að svara fyrir það. Nú hefur mér verið sagt, að rússneska skáksambandið krefjist þess, að þér verði gefin fyrsta skákin. Tima- setning þessarar kröfu virðist setja spurningamerki við til- gang sambands þins, þar sem ekki var farið fram á þetta i upphafi. Ef þessi krafa væri tekin til greina myndi það hamla mér mjög. Jafnvel án þessara hamla ert þú i betri aðstöðu til að byrja meö, þar sem þú þarft aðeins 12 vinninga af 24 til að halda titlinum en ég þarf 12 1/2 til að vinna hann. Ef gengið yrði að þessari kröfu, þyrftir þú aðeins 11 vinninga af 23.en ég þyrfti ennþá 12 1/2 af 23. Með öðrum orðum yrði ég að vinna þrjár umferðir i röð, aðeins til að ná þeirri stöðu, sem þú hefðir i upphafi og ég trúi ekki, að heims- meistarinn hafi áhuga á sliku forskoti til að tefla við mig. Ég veit að þú ert iþrótta- maður og heiðursmaður (gentleman) og ég hlakka til að tefla við þig nokkrar spenn- andi skákir. Þinn einlægur, Bobby Fischer (sign.) Reykjavik, 6. júli, 1972.” NORÐLENZKIR HESTAMENN A VINDHEIMAMELUM SB — Reykjavík. Fjórðungsmót norðlenzkra hestamanna er hafið á Vind- hcimamelum i Skagafirði og stendur það fram á sunnudag. t gær voru dæmdir 40 stóðhestar, en kappreiðar hefjast með undan- rásum kl. 18 í dag. Ellefu hesta- mannafélög eiga aðild að mótinu. Strax á miðvikudag fór að drifa að fólk og hesta, en veður er ágætt á mótssvæðinu. Aöstaða er einnig hin ákjósanlegasta á Vindheima- melum. Þar er nýbyggt veitinga- hús og skjólgott tjaldstæði. Þá er þarna gott hesthús fyrir 34 hesta og 800 metra bein hlaupabraut, sem notuð var i fyrst sinn i fyrra. Fólk, sem kemur i bilum sinum til að horfa yfir mótssvæðið, þarf heldur ekki yfir neinu að kvarta. Dómnefnd kynbótahrossa hóf störf i gærmorgun. 1 nefndinni eru ráðunautarnir Þorkell Bjarnason, Aöalbjörn Benedikts- son, Egill Bjarnason, Leifur Kr. Jóhannesson, og Ævar Hjartar- son. í gær átti að dæma 40 stóð- hesta, marga með afkvæmum. Sýningarhross munu alls vera um 300 talsins. Vegleg verölaun eru veitt á mótinu og má geta þess, aö auk þeirra verðlauna, sem Búnaðar- félag Islands veitir, fá bezti stóð- hesturog hryssa verðlaunabikara til eignar. Bezti stóðhestur með afkvæmum fær farandbikar frá Búnaðarsambandi Skagafjarðar, en bezta hryssa farandbikar frá Búnaðarbankanum á Sauðár- króki. Kappreiðar hefjast með undan- rásum kl. 18 i kvöld. Meðal kapp- reiðahestanna eru Glæsir Höskuldar Þórissonar og Rand- ver Jóninu Hliðar, sen þeir keppa i skeiði og Hrimnir Matthildar Harðardóttur i 350m. Auk þess keppir Blakkur Hólmsteins Ara- sonar úr Borgarnesi i 800m. Siðast en ekki sizt er að geta þess, að dansleikir verða i Miðgarði i kvöld, laugardags- og sunnudags- kvöld, og leikur hljómsveit Geirmundar fyrir dansinum. Aðeins 15 höfðu skilað miðum á 1. umferð einvígisins ÞÓ — Reykjavik. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem við fengum á skrifstofu Skáksambands Islands i gær- kvöldi, höfðu aðeins 10—15 manns skilað miðum, sem eiga að gilda á 1. umferð einvigisins milli þeirra Fischers og Spasskis. Langt var komið að selja alla miðana á 1. umferðina, sem halda átti s.l. sunnudag, en fresta varö einvig- inu, þar sem Fischer kom ekki. Leiðrétting Frétt blaðsins á þriðjudaginn um skipun 2ja yfirkennara á Hvanneyri var á misskilningi byggð. 1 búfræðideild skólans hefur Magnús Óskarsson veriö yfirkennari, en i framhaldsdeild hefur yfirkennarastaða ekki verið auglýst. Biðst blaðið afsökunar á þessum mistökum. Þeir, sem nota öryggisbelti, fá ókeypis happdrættismiða Senn hefst stóraukin umferðar- fræðsla, sérstaklega með tilliti til aksturs á þjóðvegum, en sá timi fer nú i hönd, þegar umferðin er mest úti á landi. Eins og gert hefur verið áður verður aðal- áherzlan lögð á notkun öryggis- belta i bilum, Að visu hefur notkun beltanna aukizt töluvert undanfarin ár, en samt sem áður er full ástæða til að brýna enn fyrir ökumönnum og farþegum að nota beltin vegna eigin öryggis. I sumar verður til dæmis efnt til happdrættis, og fá nokkrir þeirra, sem nota öryggisbelti, ókeypis happdrættismiða og verður þeim úthlutað eftir sérstökum reglum. Umferðarráð efnir til happ- drættisins i samvinnu viö lög- reglu og sjö bilatryggingafélög. Veröur 50 þúsund happdrættis- miðum, með upplýsingum um öryggisbelti dreift um helgar á timabilinu 8. júli til 27. ágúst. Verður miðunum dreift af lög- þrem stööum i hverju kjördæmi. Verður mismörgum miðum dreift um hverja helgi, eða frá 4 þúsund miðum til 10 þúsund miða, sem verður um Verzlunarmannahelg- ina. Vinningar verða átta. 10 þús. kr. um hverja helgi, en áttundi vinningurinn verður ferð fyrir tvo reglumönnum utan Reykjavikur á ákveðnum timum á tveimur til Fundur samninganefnda ts- lands og Efnahagsbandalagsins var haldinn i Brússel fimmtudag- inn 6. júli og var þar rætt um öll þau mál, sem enn eru óleyst i sambandi við viðskiptasamning Islands og Efnahagsbandalags- ins. Viðræðurnar snérust aðallega um það, hvort islenzk freðfiskflök til Mallorka, og er allur kostnaður innifalinn i vinningnum. Úthlutun happdrættismiðanna fer fram á þann hátt, að allir þeir, sem fara fram hjá þeim stað á þeim tima, sem úthlutunin fer fram og hafa öryggisbeltin spennt, þ.e. ökumaður og farþegi i framsæti, fá afhentan sinn mið- ann hvor. Ef ökumaður er einn og er með spennt öryggisbelti fær ættu að njóta tollfrelsis i Efna- hagsbandalaginu og um fyrirvara bandalagsins varðandi gildistöku tollfriðinda fyrir sjávarafurðir, ef ekki næst samkomulag varðandi útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Engin endanleg niðurstaða fékkst i þessum viðræðum og verður þeim haldið áfram.Stefnt er að þvi að ljúka samningaviðræðum i næstu viku. hann sömuleiðis happdrættis- miða, en þótt annar hvor sé með öryggisbelti, en hinn ekki, fær hvorugur happdrættismiöa. Vinningana gefa eftirtalin tryggingafélög: Abyrgð, Bruna- bótafélagiö, Hagtrygging, Sam- vinnutryggingar, Sjóvá, Trygg- ing og Tryggingamiðstöðin. Afhending happdrættismiöanna er aðeins einn liður i þeirri fræðslustarfsemi, sem Umferð- arráð hyggst gangast fyrir i sumar. Veggspjöld verða sett viða upp með áskorun til öku- manna um að sýna gætni i akstri, og umferöarfræðsla fer fram i fjölmiðlum. Aherzla veröur lögð á eftirfar- andi atriði: Að nota öryggis- beltin. Að minna á að hafa börn i aftursætum bila og um almenn atriði um akstur á þjóövegum, svo sem ökuhraðann, steinkast frá bilum, nota akstursljósin, þegar við á, og sýna tillitssemi i umferöinni. sem varð til veg’na 200 metra laxastiga. Þar veiða skákmeist- ararnir liklega. Freysteinn Þorbergsson, skák- maður, hefur það svæði árinnar á leigu, sem er fyrir neðan Reykja- foss, og er ekki annað vitað en hann hafi einmitt boðið skák- meisturunum Fischer og Spassky að veiöa þar. — EB 8 iti rZ' (9 i Nýtt veiðisvæði Nú er búið að opna laxastigann Svartá i Skagafirði, sem liggur um Fossnesið við Reykjafoss, og lengir veiðisvæði árinnar um 20 kílómetra, en veiðisvæðið hefur verið 5 — 7 km. frá Varmahliö að Reykjafossi. Laxinn farinn að ganga Indriði G. Þorsteinsson for- maður Veiðivatna h.f. sem hefur hið 20 km. langa nýja veiðisvæði á leigu, sagði i viðtali við okkur i gærkvöldi, að laxinn væri farinn að ganga um stigann, hins vegar vissu þeir félagar ekki i hversu miklu magni, þar eð teljari væri ekki fyrir hendi enn þá. Indriði sagði okkur ennfremur, að um helgina færi fyrsti veiði- hópurinn til veiða á hinu nýja veiðisvæöi árinnar, þá myndu málin eðlilega skýrast. Gaman verður að vita hvernig til tekst á hinu nýja veiðisvæði, EBE samningum ekki lokið Ellilaunin t grein eftir Garðar Viborg I siöasta blaði Nýs lands segir m.a. á þessa leiö: „Það blandast engum luigur um, að núverandi rikisstjórn hefur siöan hún tók viö völdum, lagt sig fram um að rétta hlut þeirra.sem skarðan hlut bera i Hfsbar- áttunni og þeirra , sem aldurinn torveldar föst dag- leg störf. Ein leið hennar var þá sú, að breyta almanna- IrySgiigakerfinu, — að hækka bætur þeirra, sem löggjöfin nær til, og þaö gerði hún. En Ijóst er þeim, sem þar njóta, að núverandi stjórn fór þar öfugt að miðað við fyrrverandi stjórn. HÚn rýrði stöðugt bætur þessa fólks án aðgerða, mat þörf- ina rangt og lét Guð og „gaddinn” um lausnina. Nú- verandi stjórn sannaði þá strax aö hún var stjórn þess fólks, sem fyrrverandi stjórn mat litils á borð við þá, sem fjármagn og umsvif hafa. Þeirra, sem þjóöfélagsað- staða hafði gert stóra og sterka og stjórna atvinnu- tækjum og framleiðslu i skjóli aðstöðu og bankafjár- magnsV Augljós breyting t greinarlokin segir: „Til glöggvunar birtum við þær breytingar til hækkunar alm. trygginga, sem orðið hafa frá valdatöku núverandi stjórnar og jafn- framt hverjar þessar greiðslur voru I tiö fyrrv. stjórnar. 1. jan. ’71 var almennur elii- og örkuorkulifeyrir kr. 4,900,01) l.ágúst '71 var hann 5.880,00, en þá var lágmarks- tekjutrygging kr. 7.000 — en nú 1. jan ’72 var alm. elli- og örorkulifeyrir kr. 6.465,00 — en lágmarkstekjutrygging kr. 10,000,00, en svo nú frá 1. júli 1972 er alm.tr. elli- og örorkulifeyrir kr. 7.214,00 — en lágmarkstekjutrygging kr. 11.200,00. A þessu sést glöggt hver umskipti hafa oröið og nú er reynt að ganga til móts við þetta fólk, sem við teljum okkur eiga skyldur við og viljum rétta hönd til stuð- nings —sem vissulega er þó aöeins þjóðfélagsskylda. En fyrrverandi stjórnar- flokkar skildu aldrei þessar skyldur og vanmátu þarfir þessa fólks. En skylda okkar var þvi að koma þessum málurn til betra horfs. Nú er og starf- andi nefnd,sem á að endur- skoða tryggingarlöggjöfina 1 heild og við vonum að hún ljúki störfum sem fyrst og að hún skilji rétt það starf, sem henni er ætlað að leysa af hendi — og starf hennar verði þessu fólki til halds og trausts i framtiðinni”. Þ.Þ. VELJUM ÍSLENZKT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.