Tíminn - 07.07.1972, Síða 7
Köstudagur 7. júli 1972
TÍMINN
TTTtOQQfrnrm
7
Sigraði i söngkeppni
i Japan
Claudia Gordon frá Berlin
sigraði i söngkeppni, sem 10
sjónvarpsstöövar efndu til i
Japan nýlega, og hlaut hún at-
kvæði allra 'dómendanna, sem
töldu, að Claudia skaraði langt
fram úr öllum öðrum þátttak-
endunum, sem voru 18 talsins,
og frá jafnmörgum löndum.
Claudia sigraði eftir að hafa
sundið lagið Ein Blatt im Wind,
en einnig söng hún sem aukalag
Sah ein Knab’ein Röslein stehn,
eða Heiðarrósin, eftir þýzka
skáldið Göthe. Þegar Claudia
lenti i Hamborg eftir sigurför
sina til Tokyo, var henni fagnað
eins og sönnum sigurvegara.
Hér sést hún með verðlaunin,
feiknastóra styttu. Claudia er
smábarnakennari, og nýtur
ekki siður vinsælda hjá nem-
endum sinum heldur en dómur-
um sjónvarpsstöðvanna i
Japan. .
A Niu ára á flugi
V eins og fugl
Fólk hefur frá upphafi vega
langað mikið til þess að fljúga,
og hafa menn gert margar til-
raunir til þess að búa sér til
vængi i þeirri von, að geta flogið
eins og fuglar himinsins. Þvi
miður hefur þetta tekizt misvel,
og i flestum tilfellum hefur
„flugmönnunum” misheppnazt
flugið gjörsamlega. Hér sjáum
við þó niu ára gamlan dreng
sem fékk þá ósk sina uppfyllta
að fá að fljúga. Það eru þó ekki
vængir, sem halda honum uppi,
heldur fallhlif. Faðir drengsins,
sem heitir Uwe Scharpfenecker,
er mikill áhugamaður um fall-
hlifastökk. Hann kom nýlega
heim til sin til Pforzheim i
Þýzkalandi meö Drekafallhlif,
sem hann hafði fengið i Banda-
rikjunum. Fallhlif þessi er ekki
til þess ætluð, að láta sig falla i
henni til jarðar, eins og flestar
slikar eru, heldur er Uwe festur
i hana, og hún opnuö, og siðan
tekst hann á loft svo framarlega
sem vindhraöinn er sem svarar
5metrum á sekúndu. Hlifin get-
ur borið drenginn 75 metra upp i
loftið, en hann er festur við jörð-
ina með 120 metra langri linu,
svo að hann þarf ekkert sérstakt
leyfi frá opinberum yfirvöldum
til þess að fara i svona flugferð.
Faðir Uwe hefur lagfært hlifina
nokkuð, þannig að með þvi að
opna á henni rifur og stýra
henni á annan hátt frá jörðu, er
hægt að ráða stefnu hennar með
tveim köðlum, sem faðirinn
heldur i, á meöan drengurinn er
á flugi.
★
Drottningin leyfir fólki
sinu að reykja!
Dönsku ráöherrarnir voru að
koma til fundar við Margréti
drottningu nú fyrir nokkru, en
hún heldur fund meö þeim einu
sinni i viku. Per Hækkerup hafði
kveiktséri stórum vindli en allt
i einu heyrðist til drottningar-
innar þar sem hún var að koma
til fundarins, nokkru fyrr en
ætlaö hafði verið. Hækkerup
flýtti sér aö rétta dyraverðinum
vildilinn, þvi ekki var önnur leið
til að losna við hann, áður en
drottningin sæi hann Fundurinn
hófst, og Erling Jensen
viðskiptamálaráðherra kom inn
i fundarherbergið, siöbúinn.
Hann hvislaði I eyra fjármála-
raðherrans: Hvað heldurðu,
drottningin er farin að leyfa
starfsfólki sinu að reykja i vinn-
unni!
DENNI
DÆMALAUSI
„Veiztu hvað mamma, ég held að
einhver óheppin vesalingur hafi
orðið fyrir slysi.”