Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 19
Föstudagur 7. júli 1972 TÍMINN 19 Skógar Framhald af bls. 11. fjögur ár, var skógurinn látinn vaxa aftur og ný akurspilda rudd á öðrum stað. En með árunum hafa byggðirnar orðið að fjöl- mennum borgum, og þaðan koma jarðnæðislausir unglingar, sem sækja æ lengra upp i fjöllin til að finna frjóan jarðveg. Menn útnota jarðarskikana sifellt meir, unz jarðeyðing hefst, og nú eru ekki skógar neðar i hliðunum til verndar, sem stöðva hana. Fin- gerður jarðvegurinn skolast burtu i steypiregni hitabeltisins, unz ekkert er eftir nema möl. — Á nýlendutimanum kröfðust yfirvöldin þess, að bændurnir gerðu stalla i hliðarnar þegar þeir ræktuðu i miklum bratta, segir einn embættismannanna i Lushoto mér. Fólkið fékk enga skýringu á hvaða tilgangi þetta þjónaði, en sá sem ekki hlýddi, var sektaður eða settur i fangelsi. Uppfrá þessum tima hafa bændurnir talið stallaræktun illa nýlendustefnu til þess ætlaða að angra fólk. —• Þessa afstöðu eigum við i höggi við, þegar við reynum að innleiða landbúnaðarstefnu, sem hlifir jarðveginum. Við reyndum hana fyrst strax eftir að landið varð sjálfstætt, en okkur mis- tókst. Ef við minntumst á jarð- vegseyðingu sagði fólk: Nú ætla þeir að byrja að pina okkur. Nú höfum við ráðunauta, sem fá bændurnar til að gera stalla i fjallshliðarnar. Við höfum hafið ræktunarherferð og ef hún tekst, getum við gert hið sama annars staðar. Aöeins grjót á ökrunum En meðan þessi ræktunarherferð stendur yfir, heldur eyðileggingin áfram ann- ars staðar i Usambarafjöllum. í bænum Hambalawei i 1.800 m hæö má glöggt sjá, hve hratt breytingarnar verða. Þegar Tanzania varð sjálfstæð — fyrir tiu árum — ákváðu stjórnmála- mennirnir i Lushoto að gefa jarð- næðislausum fjölskyldum 120 ferkm. lands i Shume. (Þetta svæði er enn merkt sem verndar- svæði á kortinu.) Mörg hundruð landlausar fjölskyldur fluttu þangað glaðar i huga og byrjuðu að ryðja akra, byggja hús, girða akra, sá mais og afla sér kinda og geita. Fyrstu árin fengu þær góða uppskeru. En þegar grassvörður- inn hafði verið plægður upp eða eyðilagður af ofbeit, skolaðist jarðvegurinn fljótlega burt i ofsa- rigningum, sem þarna verða. Eftir 10 ár er nú aðeins grjót i ökrunum. Ræktun i bröttum fjallshliðum er aðeins skammtimalausn. Til frambúðar borgar skógrækt sig betur. En hversu miklar breytingar þolir skógurinn? 1 hópi skógræktarfólks eru svart- sýnismenn, sem álita að regn- skógurinn i Usambarafjöllunum verði horfinn eftir fimm ár, og mið ameriskar furur, te- og kardemommubúgarðar, græn- metisakrar og annar smábúskap- ur kominn i staðinn. Og þar með hafi nokkrar sjaldgæfar trjáteg- undir horfið að fullu og öllu af yfirborði jarðar. Ekki aðeins i Tanzaniu Þetta vandamál er ekki aðeins til staðar i Usambaraskógunum, ekki áðeins i Tanzaniu. Visinda- menn segja sömu sorglegu sög- una úr nær öllum hitabeltislönd- um. Reiknað er með, að i Eþiópiu minnki skógar um 10% á ári. Meiri hlutinn af þvi svæði i Kongó, sem sýnt er á landakort- um sem regnskógur, er ræktað land. ósnortinn regnskógur er nú um 50% af upphaflega regn- skógasvæðinu. 1 Indlandi og Pakistan höggva menn lika regn- skóga og rækta landið. Vistfræði (ekologi) er ung visindagrein og nær óþekkt meðal fátækra þjóða. Stjórnmálamenn almennt hafa enn ekki vaknað til meðvitundar um mikilvægi umhverfisverndar, og þvi heldur eyðingin áfram, án þess að yfirvöld skerist i leikinn. 1 siðustu fimm ára áætlun Tanzaniustjórnar (fyrir árin 1969- 74) er vandamálið þó tekið fyrir. Bent er á, að almenningur skilji ekki hve dýrmætur skógurinn er, og þvi séu verðmæt tré höggvin Framhald af bls. 8. menn utan starfssviðs hennar. Félagsmenn voru meðal annarra stofnendur Tónlistarfélagsins, og margir félagsmenn eru starfandi innan Sinfóniuhljómsveitar ís- lands. Starfsemi lúðrasveitarinnar hefur aö sjálfsögðu mest verið bundin við Reykjavik. Haldnir hafa verið margir sjálfstæðir úti- tónleikar á góðviðrisdögum áður fyrr, og oftast á Austurvelli. Sá staður hentar nú ekki lengur til tónleikahalds, og er mikil nauð- syn að koma upp tónleikasviði til útihljómleikahalds i höfuðborg- inni, og er það eitt meðal áhuga- mála LR. Lúðrasveit Reykjavikur hefur farið i margar tónleikaferðir út um land, fyrst vestur og norður áriö 1925, til Norðurlands árið 1937, til Austur- og Noröurlands 1939 og aftur 1954, tvisvar til Isa- fjarðar og Stykkishólms og oft til Akraness og Vestmannaeyja. Mörg sumur hefur LR farið i eina eða fleiri slikar ferðir út á land og hefur leikið i öllum sýslum, kaup- stöðum og mörgum kauptúnum. Þá má geta Færeyjaferðar 1964. Lúðrasveit Reykjavikur hefur alltaf aðstoðað við allar meiri- háttar hátiðir þjóðarinnar: Alþingishátiðina 1930, Lýðveldis- hátiðina 1944, Snorrahátiðina og Skálholtshátiöina. Þá hefur sveit- in aðstoðað við móttökur erlendra þjóðhöfðingja, við hin árlegu hátiðahöld 17. júni, á sumardag- inn fyrsta, viö iþróttasýningar og Lúðrasveitir niður. Þar er lika talað um mikil- vægi þess að rækta innlenda skóga, en með óljósum orðum og án þess að nokkrar tölur séu nefndar. Nýlega hafa Tanzaniumenn leitað til Svia um hjálp við að koma upp innlendri skógrækt. Vonandi fá vistfræðingar að leggja sitt til málanna þegar skógræktaráætlunin hefur verið gerð. Vonandi verður regnskóg- unum bjargað áður en siðasta mwuletréð verður komið i parkettgólf einhvers staðar i Þýzkalandi. (Þýtt og endursagt Sj) ótal margt fleira i gegnum árin. Þá hefur sveitin, þegar ástæöur hafa leyft hverju sinni, aðstoðað og unnið aö fjársöfnunum og viö hátiðahöld fjölda mannúðar- og liknarfélaga, undantekningalitið ókeypis. Þannig má segja, að undanfarna fimm áratugi hafi LR reynt að efla og styðja alla menn- ingar- og framfaraviðleitni, ekki aöeins i tónlist, heldur og á hvaða sviði, sem slik viöleitni hefur haft not fyrir aðstoð hennar og starf. Lúðrasveit Reykjavikur hefur nú starfað i 50 ár. Starfsemi félagsmanna hefur ávallt verið áhugamannastarf og takmarkazt af þeim tima, sem þeir hafa getað fórnað þessu áhugamáli sinu. Af þessu stutta söguágripi má þó sjá, að sveitarmenn hafa verið takmarki sinu trúir frá upphafi. Margar ánægjustundir hafa Reykvikingar átt með þeim, og viöa hafa leiöir þeirra legið um landið. Og á mestu hátiðastund- um þjóðarinnar hefur Lúðrasveit Reykjavikur verið tilkvödd, svo að á vissan hátt má segja, að saga hennar og saga og þjóðar sé sam- tvinnuð. Margir munu þvi hugsa hlýlega til hennar á afmælinu i dag. Aður er getið allra stjórnenda LR frá upphafi, en formenn henn- ar hafa verið: Gisli Guömunds- son, Björn Jónsson, Óskar Jóns- son (prentari), Karl O. Runólfs- son, Tómas Albertsson, Óskar Jónsson (póstafgreiðslumaður), Guðlaugur Magnússon, Viggó Jónsson, Óskar Þorkelsson, Guð- jón Þórðarson, Magnús Sigur- jónsson, Björn Guðjónsson, Hall- dór Einarsson og Björn R. Einarsson, núverandi formaður. Staða sérfræðings f handlækningum við Handlækningadeild Fjórðungssjúkra- hússinsá Akureyri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. sept. ’72 eða eftir nán- ara samkomulagi. Nauðsynlegt er, að umsækjandi hafi breiða menntun i almennum handlækn- ingum og æskilegt, að hann hafi sérþjálfun i einhverri undirgrein almennra hand- lækninga, plastik kirurgi, urologiskri kirurgi, ortopediskri kirurgi, o.s.frv. Umsóknum fylgi upplýsingar um mennt- un og fyrri störf. Umsóknir sendist Torfa Guðlaugssyni, framkvæmdastjóra Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Upplýsinga um stöðuna má afla hjá Gauta Arnþórssyni i sima 12046 Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri LOFT ALLA FÖSTUDACA ^ H.ni. « «* - i>4 «*s Kr«™ óX«* '-“‘t """■ ðer8ir tatna . ^ skinnavörum. Staða sérfræðings í svæfingum við svæfinga- og gjörgæzludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. sept. '12. Umsóknum fylgi upplýsingar um mennt- un og fyrri störf og sendist framkvæmda- stjóra sjúkrahússins, Torfa Guðlaugssyni, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Upplýsinga um starfið má afla hjá Jóni Aðalsteinssyni eða Gauta Arnþórssyni i sima 11053 eða 12046 Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri HAPPDBÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS Á manudag verður dregið i 7. flokki. 4.300 vinningar að fjárhæð 27.820.000 krónur. í dag er siðasti heili 7. flokkur. 4 á 1.000.000 kr. 4 á 200.000 kr. 240 á 10.000 kr. 4.044 á 5.000 kr. endurnýjunardagurinn. Happdrætii Háskóia tslands Aukavinningar: 8 á 50.000 kr. 4.300 4.000.000 kr. 800.000 kr. 2.400.000 kr. 20.220.000 kr. 400,000 kr. 27.820.000 kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.